Lesbók Morgunblaðsins - 10.12.2005, Side 3

Lesbók Morgunblaðsins - 10.12.2005, Side 3
Á gó›u ver›i í Vesturbænum – og á www.boksala.is Tilbo› á n‡jum íslenskum bókum Fram til jóla bjó›um vi› úrval íslenskra bóka á sérstöku tilbo›sver›i. Sko›a›u úrvali› á heimasí›u okkar e›a í versluninni og kynntu flér hi› margróma›a Bóksöluver› sem oft er hagstæ›asta bókaver›i› í bo›i. Almennt verð Okkar verð 2.985,- 3.980,- Almennt verð Okkar verð 2.782,- 4.280,- Almennt verð Okkar verð 3.978,- 4.680,- Almennt verð Okkar verð 3.743,- 4.990,- Almennt verð Okkar verð 3.283,- 4.690,- Almennt verð Okkar verð 3.592,- 4.490,- Almennt verð Okkar verð 1.192,- 1.490,- Okkar verð 1.256,- METSÖLUBÓK Okkar verð 890,- METSÖLUBÓK Almennt verð Okkar verð 4.493,- 5.990,- Stúdentaheimilinu v/Hringbraut – s: 5 700 777www.boksala.is V ilji maður hverfa hálfa öld aftur í tímann og forvitnast um atburð sem átti sér stað þá, liggur beinast við að arka niður á Þjóðar- bókhlöðu og lesa blöðin frá umræddri dag- setningu. Að vísu eru dagblöð gerð úr svo for- gengilegu efni að eftir fáein ár er þeim ekki hættandi út í dagsljósið til fundar við lifandi fingur, heldur verður að nálgast þau á filmum fyrir milligöngu þar til gerðra skoðunarvéla sem láta síðurnar rúlla yfir skjáina í draugalegri birtu, höktandi og í vondum fókus. Maður er kominn um borð í tímavél, frumstæða að vísu, og þarf að hafa sig allan við til að henda reiður á því sem fyrir augu ber. En þar koma ekki einvörðungu til takmörkuð gæði véla- búnaðarins og rispuð filman. Það hefur eitthvað með hug- búnaðinn að gera líka. Þess vegna undrunin þegar forsíða Morgunblaðsins birtist sem kunngerði um nóbelsverðlaunin handa Halldóri Kiljan Laxness þann 28. október 1955. Það er engu líkara en orðið hafi slys, andlegt snjóflóð hafi fallið. Blaðið kallar til Kristján Albertsson að bregðast við tíðind- unum og hann hefur í heitingum við skáldið og setur skilyrði fyrir því að verðlaunin geti orðið gleðiefni. Síðan er leitað eftir viðbrögðum samferðamanna sem margir hverjir eru að brjótast í vangaveltum um hvort Gunnar Gunnarsson hefði ekki verið betur að heiðrinum kominn, en til vara að þeir Halldór hefðu skipt verðlaunum á milli sín. Og blaðið minnir á að Halldór sé ekki fyrsti Íslending- urinn til að hljóta nóbelsverðlaun, Niels Finsen hafi hlotið þau árið 1903, í læknisfræði (hann var íslenskur í föðurætt, en fæddur og uppalinn í Færeyjum þar sem faðir hans var embættismaður). Sé nú tímavélinni ekið inn á síður Þjóðviljans er svo að sjá sem Nóbellinn hafi fallið sósíalistaflokknum í skaut, þar ríkir hamslaus gleði líkt og hönd Guðs hefði komið ofan úr skýjum og skakkað leikinn þeim í hag. Og enginn nefnir Gunnar Gunnarsson. Né heldur Niels Finsen. Við erum sumsé stödd í kalda stríðinu miðju og í hug kem- ur setningin góða: „Vinur hví dregurðu mig inn í þetta skelfilega hús?“ Við skulum því flýta okkur niður á höfn og blanda geði við mannfjöldann sem þar er samankominn viku síðar til að fagna skáldinu. Gullfoss er að leggja að bryggju og skáldið stendur í lyftingu. Ósjálfrátt kemur manni í hug hvað það yrði kostnaðarsamt að endurgera þessa senu í kvikmynd, að klæða allan þennan skara í föt frá tímabilinu. Hugsanlega gera þrengslin að verkum að höfuðföt og hárgreiðsla ættu að duga. En Reykjavíkurhöfn er horfin, skipaferðir heyra sög- unni til og áreiðanlega þyrfti töluverða tæknivinnu til að ná forneskjulegu sándinu í hljóðnemanum sem þá var nýjasta nýtt. En aftur að mannfjöldanum. Hvaða tilfinningar bærðust með honum? Því það var svo laukrétt sem sagði í ávarpi skáldsins: „Þakka þú mér eigi fyrir þessi ljóð, það varst þú sem gafst mér þau öll saman áður.“ Þjóðinni fannst sem hún hefði hlotið þessi verðlaun. Þetta var svo kærkomin staðfest- ing á sjálfsmynd hins tíu ára gamla lýðveldis. Viðurkenning umheimsins á réttmæti þess. Og viðeigandi að tilefnið var einmitt það sem gerði hana að þjóð: tungan og örlögin sem á hana höfðu verið ort. Þessar þúsundir sem fylla hafnarbakkann og klifra upp á skúra og húsþök að ógleymdum lyftarastrákum og uppskip- unarkörlum sem í trássi við verkstjórann gerðu verkfall á meðan athöfninni stóð. Síðan tók forseti Alþýðusambandsins við verðlaununum fyrir hönd íslenskrar alþýðu og Formaður bandalags íslenskra listamanna í nafni allra hinna nafnlausu skálda og listamanna þjóðardjúpsins. Það er þetta sem er svo dæmalaust við atburðinn, hvað hann snertir marga strengi í þjóðarsálinni. Einum af við- mælendum Þjóðviljans, ljóðskáldinu Guðmundi Böðvarssyni, fannst jafnvel að með þessari verðlaunaveitingu hefði loksins verið hefnt morðsins á Snorra Sturlusyni (d. 1241). Hugsum okkur til samanburðar að verðlaunin hefðu fallið Gunnari Gunnarssyni í skaut árið 1918, en það ár var hann orðaður við þau. Einnig þá var Ísland í tímabæru ljósi vegna nýfengins sjálfstæðis. En auðvitað var Gunnari mótdrægt að hann skrifaði ekki á móðurmálinu heldur tungu herraþjóð- arinnar. Með líkum hætti á William Heinesen að hafa hafnað Nóbelnum árið 1975 vegna þess að hann var færeyskur höf- undur skrifandi á dönsku, ef marka má orð Þorgeirs Þor- geirsonar í TMM 3.2000. Halldór er svo sannarlega réttur maður á réttum stað á réttum tíma. Styrjöldin sem hann hafði háð við allt það við- tekna og staðnaða, að viðbættum hreinsunareldi ofsóknanna, hafði gert hann að útvöldum fulltrúa þjóðarsálarinnar. *** En hvaða þýðingu höfðu verðlaunin fyrir hann sem höfund? Eðli málsins samkvæmt hlýtur hinn verðlaunaði jafnan að eiga meginverk sín að baki, annars hefði hann ekki hlotið verðlaunin. Það er ekki hægt að ætlast til að hann endurtaki leikinn. Sömuleiðis hlýtur að vera flókið að ætla að draga þráð verðlaunanna út úr atburðavef sem þegar var vel á veg kom- inn, jafnt í þroskaferli skáldsins sem viðburðarás heimsins. Innrás Rússa í Ungverjaland ári síðar afhjúpaði endanlega sovét-fasismann og varð tilefni fyrir stóran fjölda stuðnings- manna að snúa baki við Sovétríkjunum. Halldór þar meðtal- inn. Þó fer ekki á milli mála ef við skoðum greinasöfn Halldórs eftir Nóbel, að þjóðfélagsmál verða honum æ fjarlægari. Magnús Kjartansson, ritstjóri Þjóðviljans, fer á fund Halldórs af því tilefni og spyr hverju sæti og fær það svar að þjóðfélag- ið sem Halldór dreymdi um og barðist fyrir ungur sé nú orðið að veruleika og áhugamál hans þarafleiðandi önnur og ekki fallin til að gera þeim skil í dagblöðum. Og landsfleyg urðu ummæli hans í sjónvarpsspjalli við rit- stjóra Morgunblaðsins, Matthías Johannessen, þegar hann varpaði fram þeirri spurningu hvort þjóðfélagið væri yfir höf- uð til. Þetta gengur eftir í skáldverkunum. Einnig þar verða áber- andi viðhorf sem hafa endaskipti á sjónaukanum þannig að það þjóðfélag sem áður var í forgrunni er komið í fjarska. Jafnvel svo að Peter Hallberg, brautryðjandi Halldórs í Sví- þjóð og þýðandi fær ekki orða bundist í Skírni árið 1969: „Þessi temprun og spennuminnkun í skáldskap Halldórs á sér greinilega hliðstæðu í persónulegri þróun hans og viðleitni til eins konar ólympísks afskiptaleysis sem veraldlegur skark- ali samtímans má ekki trufla …“ Halldór hefur færst úr þjóðardjúpinu upp á Ólympstind, jafnvel í fílabeinsturn. Sjálfur líkir hann sér á einum stað við Eiffel-turninn.1 Það var einmitt þetta sem gerði að verkum að Jean-Paul Sartre hafnaði Nóbelnum þegar röðin var komin að honum ár- ið 1964: óttinn við að stofnbindast, styttuvæðast. Og fróðlegt að þróun Sartre eftir Nóbel verður eins og öndverð við Hall- dórs, hann umpólast til ýtrustu róttækni og tekur að selja Stéttabaráttuna á götum úti. Það er aftur á móti af Halldóri að frétta að eftir þá orrahríð sem hafði staðið um hann án afláts í aldarfjórðung er skyndi- lega dottið á logn. Nóbellinn einangrar hann í þeim skilningi að um hann lykst þögn samkomulagsins. Það er helst að hans gamli samherji, Magnús Kjartansson, endist til að kýta við hann og þá um jafn óbrýn mál sem dönskuslettur. Fleira kemur til. Tilraunir hans til leikritunar brotlenda ein af annarri og ekki laust við að í endurminningum skáldsins frá sjöunda áratugnum gæti beiskju, einkum í Íslendingaspjalli frá árinu 1967 þar sem þjóðfélagsrýnandinn hefur vikið fyrir nöldurseggnum og sjálfsvorkunnin tekur á sig grátbroslegar myndir, til dæmis þegar hann segist aldrei hafa slegið í gegn á Íslandi og sé nú gleymdur verðskuldaðri gleymsku. En ber sig jafnframt upp undan áráttubundnum árásum „helstu snild- aranda þjóðarinnar“ í þriðja ættlið.2 Átti þá fyrir Halldóri að liggja að hverfa inn í nöldrandi elli? Öðru nær. Ári síðar gengur hann í einhverja ótrúlegustu endurnýjun á öllum sínum ferli með Kristnihaldi undir Jökli og fatast vart flugið upp frá því og nær hámarki í flugeldasýn- ingu skáldævisögunnar fjórþættu (1975–1980). Meira að segja þjóðfélagið er aftur mætt til leiks í „Hern- aðinum gegn landinu“ frá 1970, einhverju skeleggasta manífesti umhverfisverndar á Íslandi.3 *** Í viðtali við Árna Þórarinsson í Vísi 24. apríl 1977 staðnæmist Halldór við afstöðu sína til þjóðfélagsmála þá og nú. „… þá var líf í landinu erfitt og hart; mjög sorgleikskennt. Núna er það miklu meira í ætt við skrípaleik.“ Og aðferð Halldórs til að gera þessum skrípaleik skil voru einmitt farsarnir þrír: Strompleikurinn, Prjónastofan og Dúfnaveislan. Í öllum þessum verkum er valkosturinn að standa utan við, leiða ruglið hjá sér, gera sig stikkfrían með einhvers konar taói. Hvernig skyldi sú afstaða horfa við okkur sem nú drögum andann? Að sönnu skortir ekki á að veruleiki okkar sé farsa- kenndur, jafnt heima sem á heimsvísu. En sorgleikurinn er ekki langt undan. Og aldrei hefur verið fjær lagi að hægt sé að einangra sig frá samfélaginu eða taka sér stöðu utan þess. Við erum samfarþegar í hraðakstri að hengiflugi þar sem blind sérgróða- og sóunaröfl sitja undir stýri og hver og einn hlýtur að þurfa að vakna til vitundar um nauðsynina að snúa við.  Tilvísanir 1 Halldór Guðmundsson: Halldór Laxness, bls. 671. 2 Íslendingaspjall, bls. 91. 3 Yfirskyggðir staðir, 1971. Í náðarfaðmi Nóbels Gullfoss kemur með Halldór „Þjóðinni fannst sem hún hefði hlotið þessi verðlaun. Þetta var svo kærkomin staðfesting á sjálfsmynd hins tíu ára gamla lýðveldis. Viðurkenning umheimsins á réttmæti þess.“ Þessi mynd og sú á forsíðunni hafa ekki birst áður. Ljósmynd/Gunnar H. Pálsson Eftir Pétur Gunnarsson peturgun@centrum.is Höfundur er rithöfundur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.