Lesbók Morgunblaðsins - 10.12.2005, Blaðsíða 10
10 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 10. desember 2005
fór ég heim á bæi, eins og til svínaræktenda, og þar tók ég
portrett. Lét fólkið setjast niður með grísi eða standa í svína-
stíunni. Ég reyndi þannig að láta myndefnið ganga upp á áhuga-
verðan hátt, með báðum þessum aðferðum.“
Portrett er eitthvað sem þú lærir
Listamennirnir sem birtast í þessum ljósmyndum eru jafn ólíkir
og verkin sem þeir skapa. Mary Ellen segist alltaf reyna að
endurspegla á einhvern hátt karakterinn og það sem hann
stendur fyrir, þótt stundum geti nálgunin verið óvænt. Helga
Þorgils fannst henni eðlilegt að mynda nakinn, enda þekkir hún
vel til myndheimsins sem hann skapar en þar er fólkið ætíð
nakið. „Helgi hefði gefið mér allan tímann í heiminum til að
mynda, því hann skilur hvað ég er að fást við,“ segir hún. „Roni
hafði lítinn tíma, var býsna upptekin þennan dag, Eggert var
mjög ljúfur og þægilegur, rétt eins og Kristján sem var að
jafna sig eftir erfið veikindi. Ég er mjög ánægð með myndina af
honum. Portrett er eitthvað sem þú lærir að gera og verður
bara betri í.
Í myndinni af Roni vissi ég strax að Kaffivagninn væri góður
staður, hún elskar þennan stað og hann er stílhreinn. Hann
hæfði henni vel, því hvernig hún leit út og klæddist þennan dag.
Í nágrenni við sumarhús Helga Þorgils í Dölunum var þessi
klettur, það var rétti staðurinn. Heima hjá Eggerti fannst mér
að hann ætti að sitja í eldhúsinu og svo var hann með þessa
fínu mynd af páfanum sem ég hafði með í ljósmyndinni. Erf-
iðast var að staðsetja Kristján. Bakgrunnurinn í vinnustofu
hans var of órólegur, of margir hlutir. Því þurfti ég að einfalda
myndrammann, láta bara sjást í nokkra hluti, nóg til að sýna að
hann væri listmálari. Stóllinn hreinsaði bakgrunninn. Ég naut
líka aðstoðar mannsins míns, Martin Bell, við að lýsa allar þess-
ar myndir; hann er kvikmyndagerðarmaður, ég vildi að ég gæti
lýst jafn vel og hann.“
Roni Horn, Kaffivagninum, Reykjavík.
Mary Ellen Mark
Richard Serra, Brooklyn, New York, 2004.