Lesbók Morgunblaðsins - 10.12.2005, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 10.12.2005, Page 6
Þ egar menn hrista hausinn nú á dögum yfir því hvaða kínverska útlagaskáldi eða hvaða pólsku kellingu sé nú verið að veita Nóbelinn og hafa á orði að alltaf skuli það vera einhver óþekkt skáld úr leyndum kimum jarðarinnar sem fái þessi miklu verðlaun, þá ber að hafa í huga að einmitt slíkt jaðarskáld tók á móti verðlaununum 10. desem- ber 1955. Halldór Laxness var lítt eða ekki þekktur utan hins „germanska“ og sósíalíska menningarsvæðis, suðurlandabúar þekktu hann vart og New York Times þurfti að klóra sér í kollinum til að muna að einhvern tíma hafði komið út eitthvað þar vesturfrá sem hét „Independent People“. Eins og ævisagnaritari Halldórs, nafni hans Guðmundsson, bendir á voru viðbrögð Þjóðverja líka blendin og höfðu þeir þó greiðari aðgang að verkum hans í þýðingum en flestar aðrar þjóðir. En þá strax og ætíð síðan höfum við Íslendingar sótt til verð- launanna mikinn andlegan styrk. Hugmyndin um okkur sjálf í heiminum hefur í 50 ár átt sér verðmæta innistæðu í Nób- elspeningi Halldórs Laxness. Og þótt fleiri stoðir standi nú undir brothættri sjálfsmyndinni á alþjóðavettvangi en fyrir hálfri öld, er tilhneigingin sterk til að réttlæta allt okkar vafstur hér á eyjunni með vísun til þessarar viðurkenningar: Bókmenntir okkar skópu í það minnsta einn Nóbels- verðlaunahafa. Menning sem stendur undir þannig manni er samkeppnisfær við hvað sem er. Halldór fékk Nóbelsverðlaunin vegna sagnagerðar sinnar og vegna þess að hann skrifaði á móðurmáli sínu, endurreisti það sem bókmenntamál, ef marka má opinberar yfirlýsingar sænsku akademíunnar. Almennt hafa Íslendingar skilið verð- launin svipuðum skilningi og þar mest fest í sessi draum sem oft hefur verið hæðst að, en er einmitt þess vegna sannur. Þetta er draumurinn um að íslensk menning geti í fyllingu tímans af sér nýjan Nóbelhöfund sem standi á herðum Hall- dórs, hafi til að bera svipaðan epískan þankagang, og megni að vera svo stór í sniði að veröldin hlusti á hann. Grundvöllur þessa draums hefur á síðustu árum styrkst ef eitthvað er. Umræðan um Halldór hefur verið gríðarleg, enda hafa tveir ævisagnaritarar keppst við að túlka verk hans og ævi með til- heyrandi andlegu landvinningastríði sem sýnir að innistæðan í Nóbelspeningnum er á háum kúrsi. Samtímis hefur vegur Halldórs út um veröldina vaxið. Myndarlegar útgáfur Steidl forlagsins í Þýskalandi og Vintage og Harvill Press í Banda- ríkjunum og Bretlandi hafa tengt Halldór enn kirfilegar við heimsbókmenntirnar og nýjar útgáfur verka hans víða um heim sýna að í augum bókmenntafólks er eftir einhverju að slægjast þar sem eru verk Halldórs. Því er ekki fjarri lagi að ætla að íslenskur höfundur sem í senn byggði á epískri sagnahefðinni sem Halldór festi í sessi og umskapaði hana í ljósi nýrra tíma eigi möguleika á heimsbókmenntamark- aðnum. Það væri þá aldrei að við fengjum nýjan Nóbel. Halldór Laxness var sjálfur duglegur að leggja niður hvernig bæri að skilja hlutskipti sitt í menningarsögunni, stöðu sína og mikilvægi. Í ótal greinum, fyrirlestrum og ræð- um mótaði hann, einkum á efri árum, hugmyndina um sagna- skáldið sem rís upp úr þjóðardjúpinu með þúsund ára menn- ingararf í blóðinu og skapar verk sem tjá öfgar og ógnir lífsins við ysta haf – rödd þjóðarinnar. Hann leit á sig sem lið í keðju sem teygði sig frá hinum miklu höfundum Íslend- ingasagna og inn í nýja öld. Hann var arftaki nafnlausra manna sem tendruðu bál sem síðan kulnaði og breyttist í glæður sem rétt tírðu í aumum hreysum en var haldið lifandi af þeim sem gengu gegnum niðurlægingu þjóðar sinnar og menningar með höfuðið hátt, þess fullvissir að stórfenglegar bókmenntir gera mennina mikla, sama hvernig er annars háttað um veraldargengi þeirra. Þessir menn settust við skriftir eftir að löngu dagsverki var lokið eða urðu þá svo frá- vita af kalli skáldskaparins að þeir glutruðu öllu frá sér, misstu frá sér börnin og kúna og horfðu upp á féð horast nið- ur og hundinn drepast úr pest, allt vegna þess að skáldskap- urinn, fræðin og sögurnar og þeirra mikla erindi höfðu vitjað þeirra. Aftur og aftur skynjar maður hve heillaður Halldór var af þessu andlega þreki, af miskunnarleysi þessarar menningar sem heimtaði efnislega hamingju og samneyti við annað fólk í skiptum fyrir að fá að yrkja samansúrraða hring- hendu eða semja þátt um einkennilega menn. Þessi þróun- arkenning menningarinnar með sínum nietzscheísku hátón- um hefur þrátt fyrir krítískar aðfinnslur – bækur og greinar Jóns Karls Helgasonar koma hér upp í hugann – lifað góðu lífi og stingur sér regulega niður þegar sögulegt samhengi ís- lenskra bókmennta ber á góma. Því undir blundar vonin um að aftur komi Nóbelinn úr þessari átt. Sá hængur er þó á að undanfarin ár hefur sænska aka- demían ekki verið sérlega upptekin af þess háttar höfundum. Hún hefur einmitt beint sjónum sínum að þeim sem hafa á einhvern hátt gengið gegn þjóðmenningu heimalands síns og sem eiga sér grundvöll í alþjóðlegu samhengi fremur en þjóð- legu. Nýjasti Nóbelsverðlaunahafinn, Harold Pinter, er vissulega breskur höfundur og þeir verða í raun ekki bresk- ari, en hann er ekkert epískt stórskáld, leikverk hans í „fullri lengd“ eru sárafá, ein sjö, átta talsins, og heildarverk hans rúmast auðveldlega í einu hrísgrjónapappírsbindi líkt og þeim sem Frakkar gefa sín stórskáld út í. Nóbelsverð- launahafinn Elfriede Jelinek er einskonar innlægur upp- reisnarmaður í sínu heimalandi, Austurríki, og finnst fátt jafn andstyggilegt og austurrísk þjóðmenning. Raunar hefur það verið megineinkenni austurrískra höfunda um langt skeið að vera í uppreisn gegn menningunni sem ól þá af sér, andstaða sem verður stundum að hálfgerðu stríði. Séð á þann hátt er Jelinek kannski verðugur fulltrúi síns heimalands, en Nóbelsverðlaun hennar eru ekki tilkomin vegna þess að hún lærði kvæði af þjóðinni sem hún flutti henni svo aftur í nýjum búningi og kallaði hana ástmey sína. Þau eru veitt vegna þess að hún skrifar málamiðlunarlausar bókmenntir um valda- gerðir vestrænna samfélaga: hina karlmiðaða, tuddalegu og valdníðandi menningu sem aldrei má sjá neitt í friði og sækir sér kraft með því að leggja undir sig náttúruna, konuna, vötnin, vindinn og himininn. Baksvið hennar er pólitískt og alþjóðlegt og viðurkenning hennar á sér hugmyndalegan samhljóm í femínisma, afbyggingu og öðrum slíkum gagnrýnisstraumum. Í raun hafa aðeins tvö „þjóðskáld“ verið verðlaunuð á síðustu árum þeir Günter Grass og Derek Wal- cott, sem hvorir um sig hafa gefið sögu þjóða eða heimasvæða sinna mál og búið því ósagða mikilfenglegan búning í skáld- skap. Slíkir höfundar eru sannarlega til enn, en það verður að teljast fremur ósennilegt að slíkur höfundur komi héðan úr Norðrinu og hreppi Nóbel í bráð. Hinar miklu sagnabókmenntir samtímans koma nefnilega frá löndum þar sem blöndun og skörun þjóðanna, auðæfanna og trúarbragðanna hefur skapað tröllauknar andstæður og átök – efnið sem mikill sagnaskáldskapur er gerður úr. Ís- lenskur veruleiki samtímans, þessi skrítna þéttbýlis- og markaðsmenning sem stundum virðist eiga sér sjálfseyðing- arhvötina að sinni dýpstu þrá, er ekki sami skurðpunktur og Halldór Laxness hafði fyrir augunum. Á tímum þar sem menningarleg réttlæting er ekki einvörðungu sótt í Nóbelinn heldur í Grammy verðlaunin, Óskarinn eða MTV-verðlaunin eða þess vegna verst klæddu konu ársins í People, er upphaf menningarlegrar sjálfsvirðingar langt í frá bundið samþykki sænsku akademíunnar. Það ætti engan að styggja að segja að menningarlegt sjálfsstyrkingarhlutverkið sem bókmennt- irnar höfðu lengstum hefur færst yfir til dægurtónlist- arinnar. Og þar gerist nokkuð merkilegt sem undirstrikar enn „málleysi“ hinnar nýju menningarsjálfsmyndar okkar. Textar Sigurrósar eru nefnilega ekki nema að litlu leyti á ís- lensku. Þeir hafa tekið stökkið frá orðlistinni sem kotbænd- urnir þreyðu þorrann fyrir að fá að njóta yfir til hins al- þjóðlega og ósvæðisbundna tungumáls – hvergilenskunnar. Erindið við heiminn er þar með laust úr viðjum móðurmáls- ins og er statt í mállegri vídd þar sem boðskiptin eru horfin en leyndardómurinn einn eftir – draumaland hinnar ljóðrænu þrár. Á því gullaldarskeiði sem sannarlega hefur ríkt í ís- lenskum sagnabókmenntum undanfarin 25 ár hefur stór hóp- ur íslenskra höfunda náð að þroska rödd sína og móta, meira eða minna meðvitað í framhaldi af sagnagerð Halldórs. Af- raksturinn er fjölbreytni og áhugi lesenda á íslenskum bók- menntum. Þessi blómlegi tími hefur sótt andlegan stuðning til innistæðunnar í Nóbelnum en nú ganga íslenskir höfundar í æ ríkari mæli óstuddir um lönd heimsbókmenntanna og reyna að hasla sér þar völl án stuðnings af Halldóri og Ís- lendingasögum. Ef hinn nýi Nóbel kemur einhvern tíma er hins vegar afar líklegt að hann verði ekki á vegum þeirrar ep- ísku sagnagerðar sem gerði Halldór Laxness að miklum höf- undi. Kannski verður það sá töframaður sem fundið hefur leiðina sem gullgerðarlistamenn allra tíma hafa leitað að: Veginn að hjartanu gegnum hvergilensk tákn sem opinbera lífið og samhengi þess gegnum hugljómun og hrifningu. Nýr Nóbell Eftir Kristján B. Jónasson kristjan.jonasson@edda.is Höfundur er bókmenntafræðingur og þróunarstjóri Eddu útgáfu. Halldór Laxness Hér tekur hann við Nóbelsverðlaununum úr hendi Gústafs Adolfs VI Svíakonungs. 6 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 10. desember 2005 Í tilefni af fimmtíu ára afmæli Nóbelsverðlauna Hall- dórs Laxness verður efnt til hátíðardagskrár í Þjóð- menningarhúsinu við Hverfisgötu í dag milli kl. 11.00– 22.00. Þar munu tónlistarmenn, leikarar, skáld og fræðimenn koma fram og minnast þessara tímamóta með ýmsum hætti. Einnig verður opnuð sýning þar sem ýmislegt í kringum Nóbelsverðlaunin verður rifj- að upp og mun hún standa út janúar. Dagskrá Kl. 11.00 Ég býð þér dús, mín elskulega þjóð. Skóla- kór Kársness tekur á móti gestum með söng. Þór Tul- iníus leikari flytur þakkarræðu Halldórs Laxness. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra opnar sýn- inguna Flístríóið hittir Laxness. Bjarni Ármannsson forstjóri Íslandsbanka, Valur Brynjar Antonsson frá Nýhil. Hlutverk og framtíðarsýn Gljúfrasteins. Þór- arinn Eldjárn stjórnarformaður og Guðný Dóra Gests- dóttir framkvæmdastjóri kynna. Kl. 13.00 Hvert ör- stutt spor, Skólakór Kársness syngur og les upp undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur. Kl. 14.00 Málþing í samvinnu við Lesbók Morgunblaðsins. Jón Karl Helgason: Stemmning í Stokkhólmi. Bergljót Krist- jándsdóttir: Veðreiðahestur með sorpvagn í eftirdragi? Um viðtökur við verkum Halldórs Laxness fyrir og eftir nóbelsverðlaun. Stjórnandi málþings og umræðna er Guðmundur Heiðar Frímannsson. Kl. 15.00 Hjá lygnri móðu. Ragnhildur Gísladóttir og Davíð Þór Jónsson Kl. 17.00 Bráðum kemur betri tíð. KK spilar og syngur fyrir gesti. Kl. 18.00 Láttu aungvan mann segja þér. Flís hittir Laxness. Flístríó Davíðs Þórs Jónssonar, Valdimars Kolbeins Sigurjónssonar og Helga Svavars Helgasonar. Kl. 20.00 Unglingarnir í skóginum Nýhil hópurinn : Haukur Már Helgason Kristín Eiríksdóttir Valur Brynjar Antonsson, Örvar Þóreyjarson Smárason, Óttar Martin Norðfjörð, Ófeigur Sigurðsson, Eiríkur Örn Norðdahl. Böðvar Yngvi Jakobsson flytur ljóð afturábak. Dóri DNA flyt- ur rímur og rapp. Leikstjóri hátíðardagskrár: Viðar Eggertsson. Hönnuður sýningar: Ólafur Engilberts- son. Hátíðardagskrá í Þjóðmenning- arhúsinu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.