Lesbók Morgunblaðsins - 10.12.2005, Page 15

Lesbók Morgunblaðsins - 10.12.2005, Page 15
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 10. desember 2005 | 15 Kvikmyndir Borgarbíó, Akureyri The Ice Harvest The Exorcism of Emily Rose  (SV) Saw II  (HJ Smárabíó The Ice Harvest Saw II  (HJ) The Exorcism of Emily Rose  (SV) Into the Blue In Her Shoes  (HJ) The Legend of Zorro  (SV) Regnboginn The Ice Harvest Saw II  (HJ A Sound of Thunder The Exorcism of Emily Rose  (SV) In Her Shoes  (HJ) Laugarásbíó Saw II  (HJ The Devil’s Rejects  (SV) Waiting Four Brothers  (SV) The Legend of Zorro  (SV) Háskólabíó Green Street Hooligans Harry Potter og eldbikarinn  (HJ) Lord of War  (SV) La Marche de L’Empereur  (HJ) Litli kjúllinn  (SV) Corpse Bride  (SV) Tim Burton’s Corpse Bride Sambíóin Reykjavík, Keflavík, Akureyri Noel Harry Potter og eldbikarinn  (HJ) Lord of War  (SV) Serenity  (HJ) Litli kjúllinn  (SV) Elizabethtown  (HJ) Two for the Money  (SV) Just Like Heaven The Exorcism of Emily rose  (SV) Tim Burton’s Corpse Bride Greenstreet Hooligans Myndlist Artótek, Grófarhúsi: Björg Þorsteinsdóttir til desem- berloka. Aurum: Ásta Júlía Guðjóns- dóttir, sýnir ljósmyndir til 17. des. Bananananas: Inngarður eft- ir Daníel, til 17.des. BV Rammastúdíó inn- römmun: Guðmunda H. Jó- hannesdóttir, til jóla. Café Babalu: Claudia Mrug- owski til desemberloka. Gallerí 101: Jólasýning til 6. jan. Gallerí BOX: Jón Sæmundur Auðarson til 18. des. Gallerí Húnoghún: Soffía Sæ- mundsdóttir til 5. jan. Gallerí i8: Þór Vigfússon til 23. desember. Gallerí Sævars Karls: Hrund Jóhannesdóttir, Hlaðgerður Íris Björnsdóttir, Kolbrá Bragadóttir, Kristín Helga Káradóttir, Margrét M. Norðdahl og Ólöf Björg Björnsdóttir sýna í desember. Gerðuberg: Eggert Magn- ússon til 9. janúar. GUK+: Hartmut Stockter til 16. janúar. Hafnarborg: Jón Laxdal til 31. desember. Hallgrímskirkja: Kristín Gunnlaugsdóttir og Margrét Jónsdóttir til febrúarloka. Karólína Restaurant: Óli G. til aprílloka 2006. Listasafnið á Akureyri: Helgi Þorgils Friðjónsson til 23. desember. Listasafn Einars Jónssonar: Fastasýning. Listasafn Íslands: Ný íslensk myndlist II til 12. febrúar. Listasafn Reykjanesbæjar: Húbert Nói til 4. desember. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn: Bernd Koberling til 22. janúar. Listasafn Reykjavíkur, Hafn- arhús: Guðrún Vera Hjartar- dóttir til 30. desember. Erró til 23. apríl. Listasafn Reykjavíkur, Kjar- valsstaðir: Jóhannes Sveins- son Kjarval. Til 19. mars. Listasmiðjan Þórsmörk, Nesk.: 10 listakonur, fram í janúar 2006. Listhús Ófeigs: Dýrfinna Torfadóttir, Rósa Helgadótt- ir, Þorbjörg Valdimarsdóttir til 31. desember. Norræna húsið: Jonas Wilén, Henrika Lax og Annukka Turakka. Til 18. desember. myndir Marco Paoluzzo í Myndasal og ljósmyndir Pét- urs Thomsen í Myndasal. Til 20. febrúar. Þrastalundur, Grímsnesi: Reynir Þorgrímsson, til 15. des. Leiklist Borgarleikhúsið: Salka Valka, sun. Woyzeck, mi., fö. Kalli á þakinu, sun. Lífsins tré, su. Þrjár systur, lau., þri., fö. Leikhópurinn Perlan frumsýnir Jólasveinasögu, sun. Hafnarfjarðarleikhúsið: Himnaríki, lau. Iðnó: Ég er mín eigin kona, lau., sun. fim. fös. Íslenska óperan: Öskubuska, sun., fö. Leikfélag Akureyrar: Full- komið brúðkaup, lau., fös. Æv- intýrið um Augastein lau., sun., mán. Tjarnarbíó: Jólaævintýri Hug- leiks, lau. Þjóðleikhúsið: Halldór í Holly- wood, lau. Edith Piaf, sun. Leitin að jólunum lau., sun., þri., mið., fim. Nýlistasafnið: Snorri Ás- mundsson, Tilraunaeldhúsið. Til 19. desember. Ráðhús Reykjavíkur: Helga Birgisdóttir (Gegga) til ára- móta. Ráin Keflavík: Erla Magna, til 15. des. Safn: Ólafur Elíasson. Guð- rún Hrönn Ragnarsdóttir, Kristinn E. Hrafnsson, Jón Laxdal til 11. desember. Skaftfell: Rúna Þorkelsdóttir til desemberloka. Smekkleysa plötubúð – Hum- ar eða frægð: Jólasýning Lóu og Hulla. Suðsuðvestur: Þóra Sigurð- ardóttir og Anne Thorseth. Til 11. desember. Sundlaugin í Laugardal: Ólafur Elíasson sýnir olíu- landslagsmyndir til jóla. Yggdrasill: Tolli til 25. jan. Þjóðarbókhlaðan: Brynjólfur Sveinsson til áramóta. Þjóðmenningarhúsið: Hjört- ur Hjartarson, út nóvember. Íslenskt bókband. Þjóðminjasafn Íslands: Huldukonur í íslenskri mynd- list í Bogasal, til 28. maí. Ljós- SEGJA má að Kjartan Valdimarsson sé, ásamt Eyþóri Gunnarssyni og Agnari Má Magnússyni, einn þriggja höfuðdjasspíanista okkar síðan Guðmundur Ingólfsson féll frá. Því miður gefast fá tækifæri til að heyra Kjartan í djasshlutverkinu enda er það van- þakklátt starf og illa launað. Þó lék hann á fínum tónleikum í Norræna húsinu með Nordic kollektiv í vor og sömuleiðis með M&M á Borginni, þar sem sóló hans í Lonley woman Silvers var dýrasti demantur kvölds- ins. Það voru alltof fáir mættir á sunnudags- kvöldið að hlýða á Kjartan og félaga því djassleikur hans er sjaldgæf upplifun. Þarna vantaði tvo mæta aðdáendur hans: Þóri Guð- mundsson, látinn, og David Bell, fluttur að nýju til Grimsby. Þeir hefðu kunnað að meta snillina. Fyrsti ópus kvöldsins var eftir Jarrett og síðan skipt yfir í Richard Rodg- ers, sem sjaldan var hrifinn af að lög hans væru færð í djassbúning; þó held ég að hann hefði hrifist af túlkun Kjartans á Bewitches. Eftir frábæran inngang lék Kjartan laglín- una yfirvegað og tært, sólóinn rómantískur framan af en blúsaður er yfir lauk. Þarna var hrynsveitin fín en einhvern veg- inn fannst mér þeir þremenn- ingar ekki ná saman í Someday my prince will come og Kjartan fór mikinn í hljómum þar og endaði næstum á garnerískan máta. Þetta lag var jafnan á efnisskrá Bill Evans, og spila- mennska þeirra félaga minnti oft á síðasta tríó Evans með Marc Johnson og Joe LaBarbera. Tvö Evanslög fylgdu í kjölfarið. Turn of the stars var undurfallega spilað. Rennisléttar línur Kjartans og létt slegnir hljómar í sólónum glöddu hugann og síðan rökrétt framhald í sóló Gunnars Hrafnssonar. Ekki má gleyma túlkun Kjart- ans á hinu afar viðkvæma snilldarverki Charlie Hadens: Silence. Þar lék hann laglín- una af tærri snilld. Jóel Pálsson bættist í hópinn í fjórum síðustu lög- unum: Brubeck, Monk, Victor Young og Ray Nobel. Í In your own sweet vay var sóló Kjartans barrokskotinn og að því leyti í anda Brubecks en hljómar höf- undarins hefðu verið groddalegri en Kjartans. Bemsha swing Monks var einstaklega glæsilega blásið af Jóel og Pétur fór á kostum í trommuleiknum. Þessir tónleikar voru með skemmtilegri djasstónleikum sem ég hef sótt í vetur og við hæfi að enda þá á trylltu Cherokee. Í slíkum blæstri á Jóel fáa jafningja. Vonandi þurfum við ekki að bíða of lengi eftir að heyra Kjartan í aðalhlutverki að nýju og væri skemmtilegra að heyra Kjartan leika með tríói sínu í Kast- ljósi en undir Nylonsöng. Sjaldgæf upplifun DJASS Múlinn í Þjóðleikhúskjallaranum Kjartan Valdimarsson píanó, Gunnar Hrafnsson bassa og Pétur Grétarsson trommur. Gestur: Jóel Pálsson tenórsaxófón. 4.12.2005. Tríó Kjartans Valdimarssonar Vernharður Linnet Kjartan Valdimarsson Í TÓNLISTARLÍFINU fyrir mörg- um árum var djúp gjá á milli þess sem kallað var hámenning og lág- menning. Afþreyingarmenning var fyrirlitin af elítu gáfufólks. Hámenn- ingin var athvarf þeirra sem ekki að- eins vildu fullnægja frumhvötum sín- um heldur þráðu líka samneyti við hið háleita. Elítan þóttist bera skynbragð á það sem almúginn skildi ekki. Hún leit niður á alþýðuna fyrir að sækjast aðeins eftir hinu efnislega og áþreif- anlega og átta sig ekki á öðru. Hámenning var list listarinnar vegna, lágmenning það sem framleitt var með hagnaðarvon í huga og laut fremur lögmálum markaðarins en listarinnar. Heraklítus hneykslaðist á fjöldan- um fimm öldum fyrir Krist og sagði hann ófæran um að meta „hið besta“ og vilja eingöngu „hið venjulega“. Nietzsche var á svipuðum nótum löngu síðar. Í dag eru breyttir tímar. Hámenn- ingin hefur verið að skarast við lág- menningu æ meira og eru til fjöl- mörg dæmi um slíkan vel heppnaðan samruna. Nokkur þeirra nefndi ég í langri grein um þetta í efni í Lesbók- inni í fyrra haust. Þessi samruni er í takt við op- inbera menningarstefnu Reykjavík- urborgar, þar sem segir að menning- arbragur borgarinnar eigi að „styrkja sjálfsvirðingu og treysta samkennd allra landsmanna“. Æðri menning sé með öðrum orðum ekki bara fyrir sérstaka elítu, heldur fyrir hvern sem er. Og ekki bara æðri menning, eða hámenning, heldur öll menning. Þátttaka í menningu geti, og eigi að styrkja samkennd landsmanna, af hvaða stétt sem þeir tilheyra. Aðeins fáir útvaldir Í þessu ljósi eru tónleikar sem Sin- fóníuhljómsveit Íslands hélt í Há- skólabíói á fimmtudagskvöldið ekki bara tímaskekkja, heldur smekk- leysa. Þarna var einn fremsti og dáð- asti söngvari heims að syngja með hljómsveitinni, en eingöngu boðs- gestir fengu að njóta lifandi söngs- ins. Þetta voru „elstu og tryggustu áskrifendur“ Sinfóníunnar og boðs- gestir KB banka. Aðeins fáeinir út- valdir. Og sameiningartákn þjóðarinnar, herra Ólafur Ragnar Grímsson for- seti, tók þátt í smekkleysunni með því að bjóða barónessu með sér á tónleikana. Samt var þjóðin síður en svo sam- einuð á tónleikunum. Flestir tónlist- arunnendur misstu af einstöku tæki- færi til að sjá og heyra Bryn Terfel á Íslandi. Þrátt fyrir að hljómsveitin sé styrkt af opinberu fé. Fé sem allir skattgreiðendur leggja til. Ekki bara elítan. Það væri hægt að afsaka þetta með öðrum tónleikum þar sem Bryn Terfel hefði komið fram og væru að- gengilegir almenningi. En því var ekki að heilsa. Þetta glataða tækifæri til að heyra meistarann á tónleikum hér á landi er þeim mun sárara fyrir það hversu frammistaða söngvarans var frábær. Rödd hans var ótrúleg; þétt og jöfn, hljómfögur og kraftmikil. Túlkun hans á bandaríska þjóðlaginu Shen- andoah, írska þjóðlaginu Danny Boy og því austurríska sem bar nafnið Still, Still, Still var stórfengleg. Hún var tilfinningaþrungin og gædd skáldlegri dýpt sem maður skynjar ekki oft á tónleikum. Fjörlegri lög, Nautabanaarían eft- ir Bizet, Katalógarían úr Don Giov- anni eftir Mozart, Granadaeftir Aug- ustin Lara og The Impossible Dream úr Man of La Mancha eftir Mitch Leigh voru sömuleiðis einstaklega litrík og skemmtileg í meðförum söngvarans. Kostulegt aukalag Sérstaklega verður að nefna annað aukalaganna, aríuna við mandólín- undirleikinn úr Don Giovanni eftir Mozart, en þar brá Terfel á leik, gekk meðfram áheyrendapöllunum með rauða rós og viðhafði flag- aralega tilburði við nokkrar konur í salnum. Ólafur Kjartan Sigurðarson söngvari spilaði á mandólínið og fórst það ágætlega úr hendi. Atriðið var kostulegt og kallaði fram hlátrasköll tónleikagesta. Terfel hafði lítið fyrir að syngja í takmarkaðri endurómun Há- skólabíós; rödd hans barst furðuvel þangað sem ég sat, en það var á 27. bekk. Hljómsveitin, undir stjórn Rumon Gamba, stóð sig yfirleitt vel á tón- leikunum. Enigma-tilbrigðin eftir Elgar voru almennt talað sannfær- andi, þótt misfellur hafi verið grein- anlegar á strengjaleiknum hér og þar. Hátíðarforleikur eftir Pál Ísólfs- son var sömuleiðis áheyrilegur, en sumir málmblástursleikararnir virt- ust samt eiga dálítið bágt á köflum. Gamba fylgdi Terfel yfirleitt eins og best verður á kosið, það var helst í Nautabanaaríunni sem hann var ögn á undan söngvaranum. Þetta voru eftirminnilegir tón- leikar og það að sjá og heyra Terfel syngja var mögnuð upplifun. Varla sú sama og að hlýða á hann syngja í útvarpinu eins og þeir sem ekki var boðið á tónleikana þurftu að sætta sig við. Ljóst er að þeir sem ekki voru meðal útvaldra misstu af miklu. Í grein sem Þorkell Helgason, stjórnarformaður Sinfóníunnar, skrifaði í tengslum við umræðu um listræna stefnu hljómsveitarinnar síðasta haust, sagði hann að Sinfón- ían vildi vera þjóðarhljómsveit. Von- andi verður hún það alltaf. Þjóðin var ekki sameinuð TÓNLIST Háskólabíó Tónlist eftir Elgar, Bizet, Pál Ísólfsson, Mozart, Lara og fleiri. Einsöngvari: Bryn Terfel. Stjórnandi: Rumon Gamba. Fimmtudagur 8. desember. Sinfóníutónleikar Jónas Sen Morgunblaðið/Sverrir Bryn Terfel „Þetta glataða tækifæri til að heyra meistarann á tónleikum hér á landi er þeim mun sárara fyrir það hversu frammistaða söngvarans var frábær. Rödd hans var ótrúleg; þétt og jöfn, hljómfögur og kraftmikil,“ segir Jónas Sen m.a.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.