Lesbók Morgunblaðsins - 10.12.2005, Page 7

Lesbók Morgunblaðsins - 10.12.2005, Page 7
Eftirlætisverkefni ljósmyndaransMary Ellen Mark eru ítarlegar ogkrefjandi ljósmyndafrásagnir um tiltekið fólk og ákveðnar aðstæður, sem hún fylgir eftir dögum og vikum saman. Dæmi um það eru frásagn- ir sem hún hefur unnið gagngert fyrir tímarit og bækur, eins og þegar hún fylgd- ist í nokkrar vikur með Federico Fellini gera kvikmyndina Satyricon, dvaldi á ör- yggisdeild fyrir geðsjúkar konur í Oregon um nokkurra vikna skeið eða meðal vænd- iskvenna í Bombay. Samhliða frásögnum, sem byggjast á mörgum myndum þar sem kafað er í líf fólksins, hefur Mary Ellen átt afar farsælan feril sem portrettljósmyndari. Hefur hún unnið mikið fyrir tímarit á því sviði, ekki síst myndað fólk sem tengist kvikmyndum og skemmtanaiðnaðinum; eða listum í sinni víðustu mynd. Hefur hún myndað ótölu- legan fjölda af stjörnum í stökum portrett- um, má þar nefna Woody Allen, Marlon Brando, John Irving, Jodie Foster og Sylvester Stallone. Síðustu misserin hefur Mary Ellen unnið talsvert fyrir hið virta tímarit The New Myndin af listamanninum Stefán Jónsson, Stórval, Reykjavík, 1993. Listamaðurinn er sígild fyrirmynd annarra listamanna. Bandaríski ljósmyndarinn Mary Ellen Mark myndaði myndlistarmenn fyrir Morgunblaðið, fólk sem starfar hér á landi eða sækir inn- blástur í náttúru Íslands. Ljósmyndarinn hefur í fjóra áraugi myndað listamenn víða um heim. Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is Ljósmyndir: Mary Ellen Mark Eggert Magnússon, Víkurási, Reykjavík. Lesbók Morgunblaðsins ˜ 10. desember 2005 | 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.