Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 10.12.2005, Qupperneq 12

Lesbók Morgunblaðsins - 10.12.2005, Qupperneq 12
12 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 10. desember 2005 Danski leikstjórinn Lars vonTrier þarf að finna sér nýjan framleiðandi fyrir dogma-myndina Direktøren for det hele, þar sem að Vikebeke Windeløv, fram- leiðandi von Triers til margra ára, hefur slitið samstarfi við hann. Von Trier mun hefja tökur næsta leikstjórn- arverkefnis síns, Direktøren for det hele, í febrúar næstkomandi og mun þá ekki njóta krafta Windeløv sem verið hefur ná- inn samstarfs- maður og bak- hjarl leikstjórans frá því að hann gerði Brimbrot (Breaking the Waves) árið 1993. Síð- an hafa Windeløv og von Trier unnið að fimm kvikmyndaverkefnum auk sjónvarpsþáttanna „Lansinn“. Að sögn Windeløv hyggst hún beina kröftum sínum í aðrar áttir en í sam- vinnu við von Trier. Hún segir það hafa verið mjög lærdómsríkt að vinna að sífellt stærri og alþjóðlegri framleiðsluverkefnum Triers, en nú sé tími til kominn að spreyta sig á nýjum framleiðsluverkefnum. „Hreint út sagt er ég lítið fyrir rút- ínuvinnu. Ég þarf að leita að nýjum áskorunum til að kalla fram það best í mér,“ segir Windeløv m.a. um sam- starfsslitin í samtali við danska dag- blaðið Politiken. Hún mun áfram verða meðeigandi hins virta fram- leiðslufyrirtækis Zentropa.    Martin Scorsese og Leonardo Di-Caprio eru að hefja gerð fjórðu myndar sinnar saman. Di- Caprio mun þar leika engan annan en Theodore Roosevelt, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, en um er að ræða kvikmyndaaðlögun á Pulitzerverð- launabókinni The Rise of Theodore Roosevelt eftir Edmund Morris.    Bandaríski leikstjórinn RichardLinklater er að vinna að nýrri kvikmynd eftir skáldsögunni A Scanner Darkly eftir vísinda- skáldsagnahöf- undinn Philip K. Dick. Helstu hlutverk í myndinni leika Matrix-stjarnan Keaneu Reeves, Robert Downey Jr., Woody Harrelson og Winona Ryder. Myndin fjallar um rannsóknarlögreglumann í fíkni- efnadeild sem er með klofinn per- sónuleika og er að eltast við sjálfan sig. Meðal annarra kvikmynda sem gerðar hafa verið eftir skáldverkum Philip K. Dick eru Blade Runner, Total Recall og Minority Report.    Robert Altman er þessa daganaað leggja lokahönd á kvik- myndina A Prairy Home Companion en titilinn sækir Altman til sam- nefnds útvarpsþáttar sem Minne- sota-búinn Garrison Keillor hefur starfrækt um árabil. Í myndinni er mikill stjörnufans, en þar leika m.a. saman í atriði þær Meryl Streep og ungstirnið Lindsay Lohan. Útvarps- maðurinn Garrison Keillor leikur sjálfur í myndinni, en að auki má nefna Kevin Kline, Virginiu Madsen og Tommy Lee Jones. Tónlistar- atriðin í myndinni tók Alman upp fyrir fullum sal áheyrenda í Fitzger- ald Theatre í tvíburaborginni St. Paul í Minnesota. Robert Altman er áttræður að aldri og er A Prairy Home Comp- anion 35. kvikmynd hans í fullri lengd. Erlendar kvikmyndir Keanu Reeves Leonardo Di Caprio og Martin Scorsese. Lars von Trier Ég sá framhaldið af myndinni Klónar ogviti menn: Það var sama myndin!“hrópaði áhorfandinn sem ekki vildi látakoma sér á óvart. Ekki er margt sem kemur á óvart í kvikmynda- húsunum þessar síðustu vikur fyrir jól. Það gefur okkur kærkomið svigrúm til að hugleiða gildi þess að vænta ekki þess óvænta og meta það sama, njóta þess fyrirsjáanlega, gleðjast yfir öllum þess- um litlu, föstu liðum kvikmyndanna, sem með ár- unum verða gamlir kunningjar og gaman er að hitta aftur og aftur. Kjarni málsins er sá að þessi atriði eiga aðeins heima í bíómyndum, ekki í veru- leikanum. Ég er að meina það sama og ágætur íslenskur kvikmyndagerðarmaður og rithöfundur sagði við mig fyrir mörgum árum: „Ef þú sérð í hasarmynd mann sem ekur á lítt ásjá- legri og ryðgaðri beyglu máttu vita að þessum manni er ætlað að aka fyrir ætternisstapa áður en myndin er búin.“ Um innbyggðar fastar stærðir af þessu tagi eru mörg dæmi í hefðbundnum afþreyingarmyndum og menn hafa dundað sér við að taka þau saman: Hafiði t.d. tekið eftir því að þegar maðurinn á beyglunni ekur fyrir ætternisstapa skal beyglan ævinlega springa í loft upp með miklum eldglær- ingum? Að ökumenn á jafnvel algjörlega beinum brautum hreyfa stýrið til beggja handa með fárra sekúndna millibili?Að sjáist breið og há glerrúða í bakgrunni atriðis mun ekki líða á löngu uns ein- hverjum vesalingi er kastað í gegnum hana? Að eigi hetja í slagsmálum við marga í einu dansa andstæðingarnir með hnefa á lofti hringinn í kringum hana og bíða eftir að röðin komi að þeim? Að persóna sem vaknar af vondum draumi snöggrís ævinlega upp í rúminu með andköfum? Að konur í hugsanlegum lífsháska á heimilum sín- um eða heyra ókennileg hljóð, hvort heldur er af völdum drauga eða lifenda, reika jafnan um rökkvaða ganga og herbergi eins fáklæddar og verða má? Að unnt er að opna hvaða lás sem er með bréfaklemmu eða greiðslukorti nema þegar einhver er í lífsháska innandyra? Að sú persóna, sem í stríðsmynd sýnir einhverjum ljósmynd af elskunni sinni heima, er dauðadæmd? Hafiði tekið eftir því í glæpamyndum að löggan virðist endilega þurfa að koma við á a.m.k. einum súlustað? Að yfirmaðurinn skal leysa aðalrann- sóknarlögguna frá störfum eða gefa honum tvo sólarhringa til að ráða gátuna? Að þá fyrst tekst löggunni að leysa málið? Að komi löggan inní myrkvaðan sal af stærð Laugardalshallarinnar nægir eldspýta til að lýsa hann upp? Hafiði tekið eftir því að persónur í bíómyndum heilsast sjaldnast eða kveðjast þegar þær tala saman í síma? Að þegar símtali er lokið tekur per- sónan símann frá eyranu og horfir furðu lostin á tólið í greip sinni með svip sem segir: Vá, þetta virkar! Að í amerískum bíómyndum byrja öll símanúmer á 555? Hafiði tekið eftir því að gerist bíómynd í París á annað borð er Eiffelturninn sjáanlegur hvar sem er í borginni? Að komi fyrir manneskja með inn- kaupapoka í bíómynd skal ævinlega standa uppúr honum a.m.k. eitt langt franskbrauð? Að sé kveikt á sjónvarpstæki birtist strax á skjánum frétt sem varðar þann sem kveikti? Hafiði tekið eftir því að í hryllingsmyndum kemur jafnan slímugt skrímsli út um skoltinn á öðru slímugu skrímsli og annað útúr því og annað útúr því og …? Auðvitað hafið þið tekið eftir þessu öllu saman. Auðvitað vitið þið að framhaldið af myndinni Klónar er sama mynd. Framhaldið af myndinni Klónar ’Hafiði tekið eftir því í glæpamyndum að löggan virðistendilega þurfa að koma við á a.m.k. einum súlustað? ‘ Sjónarhorn Eftir Árna Þórarinsson ath@mbl.is S jö ár eru liðin frá því að leikstjórinn Terrence Malick sendi frá sér stór- virkið The Thin Red Line, sem er aðeins hans fjórða á ferlinum. Nýja myndin hans, The New World, verður frumsýnd á jóladag í Banda- ríkjunum – til að teljast fullgild í keppninni um Óskarsverðlaunin í febrúar (academy run). Menn gera sér greinilega vonir um að hún hljóti umtalsverðar tilnefningar því hún fer í almenna dreifingu um það leyti sem þær verða til- kynntar. Líkt og nafnið bendir til fjallar The New World um Nýja heiminn, þar sem viðskipti Evrópubúa og frumbyggja Norður-Ameríku eru til umfjöllunar. Nánar til tekið sögufrægt sam- band Englendingsins Johns Smith (Colin Far- rell) og indjánaprinsess- unnar Pocahontas (Q’orianka Kilcher). Frumbyggjarnir hafa yfirleitt fengið vonda útreið í Hollywood- myndum, þar sem þeir hafa verið vinsælt um- fjöllunarefni frá fyrstu tíð og oftast lýst sem blóðþyrstum villimönnum andspænis hug- rökkum og siðfáguðum landnemunum. Myndir um sögufræga stríðsjálka og ofbeldismenn á borð við Crazy Horse, Geronimo og Sitting Bull, voru algengar en friðardúfur eins og Pocahontas voru mun fáséðari á hvíta tjaldinu. Þrátt fyrir fastan sess í sögu Bandaríkjanna hefur hlutskipti Powhatan-indjánaprinsess- unnar, sem var aðeins 12 ára gömul er hún kynntist fyrst enska landkönnuðinum og skip- stjóranum Smith árið 1607, verið ómerkilegar B-myndir sem byggðust meira á munnmælum en sagnfræði. Ein þeirra, Captain John Smith and Pocahontas (’53), fór með rakalausann þvætting og kvikmyndagerðarmenn Disney voru ámóta vegvilltir fjörutíu árum síðar, í teikni- myndinni Pocahontas. Prinsessan var vissulega íðilfögur með sín möndlulaga augu og hrafn- svarta hár og Smith hinn stæðilegasti, hár og herðabreiður með gullið lokkaflóð. Sagan, Vín- landsútgáfa Rómeós og Júlíu – án harmsög- unnar í lokin, var jafnvel enn fjær sannleik- anum. Menn bíða því spenntir eftir útgáfu völundar- ins Malicks, því þrátt fyrir að lítið hafi spurst til innihaldsins (sem oftar þegar verk leikstjórans eiga í hlut), er vitað að hann byggir myndina á því sem best er vitað um atburðarásina þegar fjallað er um árekstra hinna ólíku menningar- heima bresku landnemanna og Powhatan-ætt- bálksins. Malick hélt sig einnig við sem raun- verulegasta tökustaði á söguslóðum í Chickaho- miny-héraði og við James Rivers í Virginíufylki, áður en innitökur hófust í London. Útlit nýju myndarinnar verður því örugglega samkvæmt bestu fáanlegum heimildum,bæði hvað snertir umhverfisþáttinn, búninga, muni og siði. Annað er uppi á teningnum þegar kemur að samskiptum Smith skipstjóra og Pocahontas (sem er leikin af Kilcher, Quechua indjána úr frumskógum S-Ameríku í föðurætt og var að- eins 14 ára meðan á tökunum stóð). Malick skrifaði upphaflega handritið árið 1970, ferlið hefur því tekið röska þrjá áratugi og loka- útgáfan leggur áherslu á nýjar skoðanir í sam- skiptum aðalpersónanna – þó svo að sá þáttur hafi mýtuna um þetta einstaka samband að ein- hverju leiti til hliðsjónar. Umbúðirnar verða því eins ósviknar og mögulegt er en ástarsagan, sem handritið hefur að leiðarljósi, er að miklum hluta fiskuð í gruggugu vatni. Áhorfendur jafnt sem kvikmyndaiðnaðurinn hafa dálæti á ást og rómantík og þá kemur upp staðreyndavandamál varðandi skötuhjúin; Eftir því sem best er vitað var samband þeirra lítið annað en gagnkvæm vinátta. „Pocahontas var aldrei í nánu sambandi við John Smith,“ segir John Mohawk, sem stýrir frumbyggjarannsóknum við Háskóla New York- fylkis í Buffalo. „Smith var einn af þeim náung- um sem hafa gaman af að skrifa sögur þar sem þeir upphefja sjálfa sig í dýrðarljóma. Það var hefð fyrir því í þá daga. Hann samdi þessa skrautlegu sögu um hvernig hún bjargaði lífi hans, en það er tómur uppspuni.“ Í raunveruleikanum tók Pocahontas kristna trú, giftist John Rolfe (Christian Bale), fyrsta tóbaksjöfri sögunnar, fluttist til London og ól honum son. Þar var hún kynnt fyrir hirðinni sem Lafði Rebecca, lifandi sönnun mögulegra fjárfesta að The Virginia Company var ekki einungis frábært fyrirtæki, heldur með konungleg tengsl, bláa blóðið komið frá föður Lafðinnar, höfð- ingja ættbálksins í Virginíu. Hún andaðist á Englandi rétt liðlega tvítug, frá eiginmanni og syni. Í gegnum tíðina hafa hlutverk Pocahontas verið mörg og mis- jöfn, allt frá þjóðargersemi til landráðamanns. Sú nútímaskoðun að þau Smith hafi átt í ástarsam- bandi er einkum sótt í hugmyndir Smiths um eigið ágæti sem ómót- stæðilegur kvennamaður. „Síðar á ævinni átti Smith eftir að skrifa fjölmargar lýsingar á hrifningu kvenna í öllum heimshornum, sem féllu fyrir honum og létu hans hagsmuni ganga fyrir sínum,“ segir Camilla Townsend, sögupró- fessor við Colgate-háskólann, og höfundur Pocahontas and the Powhatan Dilemma. Hvað sem sambandi þeirra leið er það viðtekin staðreynd að þau Smith og Pocahontas áttu í mikl- um vandræðum með að læra tungumál hvort annars. Fyrir Smith var það rökrétt, fyrsta skref á meðan landnemarnir voru enn alls ófærir um að sjá sér far- borða en voru háðir hjálp frum- byggjanna. Smith lét gjarnan kylfu ráða kasti, aðstæður og aðferðir skiptu hann ekki höfuðmáli. Hann var kunnur fyrir að safna liði og fara í ránsferðir í lítil indjánaþorp og láta greipar sópa með vopnavaldi. Undir einni slíkri árás var Smith handsamaður og, að því er virtist, búinn undir aftöku. Sam- kvæmt minningum hans (sem af einhverjum tor- ræðum ástæðum, eru skrifaðar í þriðju per- sónu), birtist Pocahontas á ögurstundu og tók „höfuð hans í fang sér og lagði við sitt til að bjarga honum frá bráðum bana“. Menn eru í miklum efa um sannleiksgildi at- burðarins því Smith gleymdi honum í frum- útgáfunni, hann stakk hins vegar upp kollinum í síðari útgáfu sem kom út skömmu eftir lát Poca- hontas. Fræðimenn hafa fundið trúverðugri skýringu á atvikinu; Smith hélt að það ætti að taka hann af lífi en í rauninni hafi Powathan-menn ætlað að vígja hann inn í ættbálkinn með tilheyrandi athöfn. Að endingu var Pocahontas numin á brott af Englendingunum, ófriður hafði brotist út, hún kynntist Rolfe, giftist honum og gerðist kristin. Þau sigldu til Englands með nýfæddan son sinn og tók Pocahontas m.a. þátt í söfnun til styrktar nýlendunni. Komandi kynslóðum Bandaríkja- manna var hún flekklaus ímynd „góða indján- ans“, tákn sátta og samlyndis milli kynþáttanna. Fljótlega eftir fráfall hennar var friðurinn úti í Jamestown. Malick og mýtan um Pocahontas Ný mynd eftir Terrence Malick telst til stórtíð- inda. Hún nefnist The New World er víðast hvar ein jólamyndanna í ár. Terence Malick „Líkt og nafnið bendir til fjallar The New World um Nýja heiminn, þar sem viðskipti Evrópubúa og frumbyggja Norður- Ameríku eru til umfjöllunar.“ Eftir Sæbjörn Valdimarsson saebjorn@heimsnet.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.