Lesbók Morgunblaðsins - 10.12.2005, Blaðsíða 8
Yorker, með sérstökum samningi sem
margir kollegar hafa öfundað hana af, en
gegnum tíðina hefur hún tekið mikið af
portrettum fyrir tímarit sem kunn hafa ver-
ið fyrir að birta áhrifamiklar ljósmyndir vel
og myndarlega – en til þess gerir hún kröf-
ur. Og svarthvítt er hennar stíll, hún hefur
ekki áhuga á litmyndum nema í einstaka
undantekningartillfellum. Í viðtali fyrir
nokkru síðan sagði hún: „Ég kann að meta
portrett sem segja mér eitthvað um fólkið
sem verið er að mynda, ekki hvað ljósmynd-
arinn er uppfinningasamur.“
Portrett af myndlistarmönnum
Þegar Mary Ellen var á Íslandi í haust
vann hún að nokkrum ljósmyndafrásögnum.
Þar á meðal gerði hún portrettmyndir af
myndlistarmönnum, Íslendingunum Eggerti
Magnússyni, Helga Þorgils Friðjónssyni,
Ragnari Axelssyni og Kristjáni Davíðssyni,
auk þess sem hún myndaði löndu sína, Roni
Horn, sem sótt hefur næringu í myndlist
sína hingað til lands í þrjá áratugi. Auk
þessara mynda birtist hér ljósmynd sem
Mary Ellen tók af Stefáni Jónssyni, Stórval,
sumarið 1993, og tvær ljósmyndir af banda-
rískum myndlistarmönnum sem tengjast Ís-
landi, þeim Richard Serra, sem gerði hið
mikla verk Áfanga sem stendur í Viðey, og
Matthew Barney sem er eiginmaður Bjark-
ar Guðmundsdóttur og hefur verið virkur á
myndlistarvettvangi hér á síðustu miss-
erum. Síðasttöldu myndirnar voru teknar
upphaflega fyrir The New Yorker en mynd-
in af Barney hefur ekki birst áður.
„Portrett sem þessi þarf að setja upp og
lýsa, og huga vel að bakgrunninum,“ segir
Mary Ellen Mark þar sem hún situr á
vinnustofu sinni í SoHo í New York og vel-
ur myndinar sem komu best út á fundum
hennar með myndlistarmönnum í haust.
„Svo er önnur gerð portretta, þar sem þú
ert kannski heima hjá einhverjum sem á
ákafan hund,“ segir hún og tekur hlæjandi
upp röð mynda þar sem hundur Ragnars
Axelssonar ljósmyndara, Grettir, er að
sleikja hann í framan. „Þér finnst augna-
blikið vera rétt og smellir af myndum. Hér
er eins og Grettir sé að taka gleraugun af
Rax. Stundum gerist eitthvað skemmtilegt
fyrir framan mann og útkoman verður
áhugaverð ljósmynd. Þannig hafa margar
mínar eftirlætis mannamyndir komið til,
eins og myndirnar af Fellini og Edgar
Bergen; maður fangar augnablikin. Hins
vegar setur maður portrettmyndir oftast
upp. Með árunum hef ég lært hvernig á að
gera þetta. Hvar á að hafa fyrirsætuna,
hvernig á að hafa bakgrunninn, og hvað
fólkið á að gera. Það er gjörólíkt því þegar
maður grípur vélina, rammar inn og smellir
af.“
Stundum myndar Mary Ellen fólk í stúd-
íói, þar sem ljósmyndarinn hefur fulla
stjórn á aðstæðum, en henni finnst erfiðara
að mynda við slíkar aðstæður, þar sem hún
hefur engan bakgrunn að vinna með. Hún
kýs að vinna í umhverfi fyrirsætanna.
„Venjulega þegar maður tekur portrett er
tíminn mjög takmarkaður. Oft þarf að finna
leið til að ná góðri mynd á alltof stuttum
tíma. Þessar myndir hér tók okkur yfirleitt
tvo tíma að setja upp og taka. Það var aftur
öðruvísi með Rax, hann er góður vinur
minn og þar var ég bara með vélina með
mér.
Reynir að grípa augnablikin
Hér áður fyrr kunni ég ekkert með ljós að
fara og vann ekkert í milliformati. Ég tók
bara á 35 mm vélar. Þannig að eldri
portrettmyndirnar mínar, sem oft sjást,
eins og af Bunuel og Fellini, jafnvel mynd-
irnar sem ég tók af Marlon Brando við tök-
urnar á Apocalypse Now, eru meira í þeim
stíl þar sem ég reyni að grípa augnablikin.
Þær eru ekki svo skipulagðar fyrir fram.
En ég varð að læra að setja upp myndir
til að lifa af í heimi tímaritanna. Ég þurfti
að læra að „skapa“ portrett.“
Stundum þegar Mary Ellen er að vinna
að ítarlegri heimildaljósmyndaverkefnum
tekur hún samtímis portrett af fólkinu. „Í
gærkvöldi var ég að koma frá Ekvador, þar
sem ég vann að sögu um bændur en hafði
samt mjög takmarkaðan tíma. Ég var að
mynda á bændamarkaðinum með 35 mm
vélum, að reyna að grípa augnablik, en svo
Helgi Þorgils Friðjónsson, Kjallaksstöðum á Fellsströnd.
Grettir og Ragnar Axelsson, Haukalind, Kópavogi.
8 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 10. desember 2005