Morgunblaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 6
6 B FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ bílar Master ehf Glæsibæ, Álfheimum 74, 104 Reykjavík, sími 540 2200, www.masterbill.is Einstakt tækifæri fyrir bílaáhugamenn & safnara Mercedes Benz 280 CE Í fullkomnu ástandi Silfurgrár með svörtu leðri Árgerð 1982 Einn eigandi í 20 ár - uppgerður 2002 6 strokka - 2,8 L - bein innspýting - 185 hestöfl ek. 197 þkm. - óslitin þjónustusaga hjá Mercedes Allir fáanlegir aukahlutir þess tíma Verð kr. 1.950.000,- „Ég var lengi búinn að sigta á svona bíl,“ segir Sverrir Andrésson, fyrr- verandi bílasali á Selfossi og tré- smiður, sem hefur nýlokið við að gera upp frá grunni Willys árgerð 46 sem stendur skínandi fínn við heimili Sverris og ber númerið X-16. Sverrir sem er mikill bílaáhugamaður starf- rækti Bílasölu Selfoss á árunum 1964–2000, fyrst í bílskúrnum hjá sér en síðan í glæsilegu húsnæði við Hrísmýri þar sem nú er Hekluum- boðið á Selfossi. Willysinn er fimmti bíllinn sem Sverrir gerir upp frá grunni fyrir ut- an aðra sem hann hefur gert við meira og minna. Fyrir utan Willys- inn á Sverrir núna þrjá fornbíla og þar á meðal Thomsensbílinn sem er þeirra sérstakastur. Með stýrisskiptingu „Þessi Willys er einn af fyrstu landbúnaðarbílunum sem komu til landsins og er með stýrisskiptingu. Það eru sennilega fáir eftir af þeim og það var gaman að fást við að gera hann upp. Hann er með vinnuvéla- drifi og hægt að setja við hann sláttuvél. Hún er þá sett undir bílinn og greiðan stendur út undan honum bílstjóramegin. Síðan er það reim sem knýr vélina en það er reimskífa á vinnuvéladrifinu,“ segir Sverrir þegar hann lýsir þessum gamla jeppa og nýtingarmöguleikum hans. „Bíllinn var með blæjum þegar ég fékk hann fyrir ári. Ég reif hann al- veg niður, skipti meira að segja um grind og fór yfir hann allan. Síðan smíðaði ég hús á hann en það er tré- hús með fulningum eins og Kristins- húsin sem Kristinn vagnasmiður smíðaði á sínum tíma,“ segir Sverrir sem náði að útvega sér nákvæma teikningu af húsinu sem hann gat farið eftir. Gunnar Bjarnason, tré- smiður í Reykjavík, átti teikninguna og aðstoðaði Sverri við ýmsa véla- vinnu í kringum smíðina á húsinu. Sverrir bendir á að bíllinn sé að verulegu leyti trésmíði og það sé ekki verra að vera trésmiður þegar kemur að því að gera upp bíla. Hefur áður gert upp Willys „Ég átti nokkra svona jeppa á tímabili og hef áður gert upp svona bíl, reyndar Willys með blæjum. Það var svo sem ekkert sérstakt tilefni að ég lét þetta eftir mér að takast á við þennan bíl. Þetta er að vísu mikið áhugamál hjá mér að gera upp bíla og maður er búinn að vera í bíla- bransanum í gegnum tíðina. Þetta er einhvern veginn bara sjálfsagt við- fangsefni,“ segir Sverrir. Hann bendir á að saga bílsins sé nokkuð óljós en talið er að hann hafi komið nýr á Fljótsdalshérað, þá grænn að lit. „Ég á eftir að grafast nánar fyrir um það en þetta voru einu fjórhjóla- drifsbílarnir sem komu á þessum tíma. Þeim var úthlutað með leyfum og það voru þá helst bændur sem bjuggu afskekkt, læknar og ljós- mæður sem fengu þessa bíla. Það var auðvitað mikil bylting að fá fjór- hjóladrifsbíl á þeim tíma. Þeir voru duglegir og fóru margt sem aðrir komust ekki, yfir mýrarslóða og veg- leysur,“ segir Sverrir. „Ég mun hafa þennan bíl heima við og nýta hann svona á sunnudög- um í spariferðir. Svo verður lands- mót Fornbílaklúbbs Íslands 24.–27. júní hér á Selfossi og þá verður heil- mikið um að vera og þessi bíll verður örugglega þar. Nei, nei, það er ekkert ákveðið með næsta verkefni. Maður er alltaf með opinn augun fyrir einhverju sem gæti komið til greina,“ segir Sverrir Andrésson, fornbílaeigandi og bílasmiður á Selfossi. Fyrir utan húsið stendur Willys- inn X-16, skínandi fínn og tilbúinn í hvað sem er ef eigandanum sýnist svo. Hann hefur fengið ýmsar nýj- ungar svo sem nett hanskahólf og dósahaldara fyrir drykkjarföng. Og sætin eru með fallegu áklæði, bólstr- uð og þægileg. Undir húddinu er svo vélin skínandi fín með hin einföldu atriði vel sýnileg sem alltaf eru und- irstaða bílvélarinnar hvað svo sem líður hinni miklu tölvu- og tæknivæð- ingu sem fyllir vélarhús hinna nýrri bifreiða. Það er gaman að horfa á Willysinn og ekki minnkar aðdáunin þegar honum er ekið, einfaldleikinn beint í æð. Sverrir Andrésson á Selfossi endursmíðaði Willys 46 Það er sjálfsagt viðfangs- efni að gera upp bíla Meðal þeirra þæginda sem bæst hafa við í endurnýjuninni eru dósahaldari. Sverrir sýnir hér ofan í vélarrýmið á Willys ’46. Sverrir Andrésson með nýendurbyggðan Willysinn sem er af árgerðinni 1946. Drifstangirnar blasa við og er vinnu- véladrifstöngin næst sætunum. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Vagninn er þokkalega kraftalegur og laglegur tilsýndar enda nánast endurgerður. Sverrir Andrésson á Selfossi hefur gert upp nokkra bíla. Sigurður Jónsson forvitnaðist um þessa iðju hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.