Morgunblaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 2005 B 17 bílar ,,-. /0,1 . ,,-. /0,1 . ,23- ,24- ,23- ,-55 ,/36 ,12- ,/36 ,1/- /,1  /33  /46  ,3.  /33  ,53  ,,5  ,12/ .-1,    ! " # $ ! ! $ #   "  % & & '   (                     !       "  #!! $ $%  &''(    3   ,2 ',445789:#9:+:;8+ ( /, 44 (<<  0 !"#"$     0 $!# 0 %&'"     = > ! (    8 & 8  () #  <<  $    *+,,- "#."#'' /0) 10 0)# =" *<<    ,4460 ? *   <0 &  @'0 & 0 #*  '  0 # ' *  0   2 /*+  3 )  $45 6  3 ) 70 7  8) 98:10  ) (: 8) /0) 8) ; , 8) <8) 7 :1 =) >0: () ?:1 /)0)) ?)  FERNANDO Alonso hjá Renault kveðst reiðubúinn að segja Kimi Räikkönen hjá McLaren stríð á hendur í Evrópukappakstrinum í Nürburgring um helgina og ná aft- ur yfirhöndinni í keppninni um heimsmeistaratitil ökuþóra í Formúlu-1. Räikkönen hefur sett sér það sem markmið að vinna Evrópu- kappaksturinn og þar með þriðja mótið í röð. Hann fór með yf- irburðasigur af hólmi bæði í Barcelona fyrir tæpum þremur vikum og í Mónakó um síðustu helgi. Alonso er jafnframt staðráðinn í að koma liði sínu aftur á verð- launapall eftir að hann féll af hon- um í fyrsta sinn á árinu í Mónakó er hann kom í fjórða sæti á mark. Þá gera heimsmeistarinn Mich- ael Schumacher og Ferrariliðið sér vonir um að breytingar á tíma- tökufyrirkomulaginu hjálpi til við að stöðva lengstu eyðimerk- urgöngu liðsins frá 1996. Orðið er lengra frá því Ferrari vann mót en nokkru sinni frá því Schumacher gekk til liðs við það fyrir áratug. Landi Räikkönen, Mika Häkk- inen, er síðasti McLarenþórinn til að vinna þrjú mót í röð í Formúlu-1. Það afrekaði hann árið 1998 er hann vann fyrri heimsmeistaratitil sinn af tveimur. Naut hann þá góðs af stöðugleika og ending- artraustum bíl; nokkuð sem Mc- Laren hefur ekki átt að fagna und- anfarin ár. Räikkönen hafnaði í þriðja sæti í Nürburgring árið 2002 en féll úr leik bæði í fyrra og hittifyrra. Sér- lega þótti honum það slæmt í fyrra skiptið en þá hóf hann keppni af ráspól í fyrsta sinn á ferlinum. Ráspólinn hefur hann unnið undanfarin þrjú mót og ekið til sig- urs í þeim tveimur síðustu. Er hann sem stendur 22 stigum á eftir Alonso í keppninni um titil ökuþóra. En hann er fullur bjart- sýni á framhaldið og að gæfan sé að snúast á sveif með McLaren. Renault hefur ekki átt góðu gengi að fagna í Nürburgring und- anfarin ár. Alonso, sem hafði unnið þrjú mót í röð er Räikkönen stöðv- aði sigurgöngu hans, segir bílinn hafa verið með nýjan loftaflsbúnað í Mónakó en notið ávinnings af því. Hann segir nýja búnaðinn tví- mælalaust munu gagnast sér í Nürburgring. „Eftir hin frábæru úrslit í Mónakó hlakka ég til kappaksturs- ins í Nürburgring. Bíllinn er snar og traustur og ég kann vel við mig þar. Við skulum því bíða og sjá hvað gerist, en ég trúi því að við eigum eftir að eiga góða helgi þar,“ segir Räikkönen um komandi kappakstur. Íslenskur dómari í Nürburgring Einn þriggja aðaldómara kapp- akstursins um helgina er Ólafur Guðmundsson, fyrrverandi forseti Landssambands íslenskra akst- ursíþróttafélaga. Hefur mætt mjög á dómurunum í síðustu mót- um vegna hvers kyns uppákoma. Alonso glímir við Räikkönen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.