Morgunblaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 20
20 B FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ bílar BMW 328 IA 5/2000. 2800 cc, ek. 73 þ. km. 4 dyra, sjsk., afturhjdrif, svartur, hlaðinn. Verð kr. 2.490.000. 100% lán. CHRYSLER TOWN & COUNTRY 2000. 3800 cc. Ek. 160 þ. km. Framhj- drif, 5 dyra, 7 manna, sjsk., hvítur. Verð kr. 1.690.000. 100% lán. HYUNDAI SANTA FE 1/2002. 2400 cc. Ek. 82 þ. km. 5 gíra, sídrif, 4 sum- ardekk, hvítur. Verð kr. 1.790.000. 100% lán. Skipti á ódýrari. LAND ROVER FREELANDER L+ 6/2001. 1800 cc. Ek. 38 þ. km. Sjsk., vínrauður, 5 dyra, sídrif. Verð kr. 2.290.000. 100% lán. NISSAN TERRANO II SE 2/2000. 2400 cc. Ek. 51 þ. km. Hvítur, 5 gíra, 7 manna, fjórhj.drif. Verð kr. 1.770.000. 100% lán. TOYOTA RAV 4 12/2003. 2000cc. Ek. 19 þ. km. Grár/tvílitur, 5 dyra, 5 manna, sjsk., sídrif. Verð kr. 2.650.000. 100% lán. FORD FOCUS 1,6 GIA 3/1999. 1600cc. Ek. 52 þ.km. 5 gíra, 5 manna, framhj.dr., grár. Verð kr. 1.050.000. 100% lán. HJÓLHÝSI TEC TRAVEL KING 460TDF Árgerð 2004. Hvítt. Nýtt for- tjald, sólarsella, 2 gaskútar og margt fleira. Topp eintak. Verð kr. 2.290.000. 100% lán. Nánari upplýsingar veita SG bílar í síma 421 4444 SEAN Lawless, ritstjóri hins virta breska tímarits Dirt Bike Rider, kom til landsins sl. þriðjudag og byrjaði heimsóknina að sjálfsögðu á því að skola af sér ferðarykið í Bláa lóninu. Ástæða Íslands- heimsóknarinnar er sú að verið er að vinna blaða- grein um land og þjóð fyrir Dirt Bike Rider blaðið. Klausturskeppnin, sem fram fer laugardaginn 28. maí, og fólkið sem hana sækir, eru miðpunktur greinarinnar og segir hann brautina og stemn- inguna sem þar myndast einstaka. Sean keppir í boði Yamaha á YZ 250 með íslenskum liðsfélaga sínum, Þóri Kristinssyni, en aðspurður segir Sean dagskipunina vera þá eina að ná að klára keppnina í heilu lagi en kappaksturinn stendur yfir í heilar 6 klukkustundir samfleytt og flestir orðnir örmagna í lok dags eftir allan þann barning sem fylgir akstri torfæruhjóla. Sean hefur notað tímann sem hann hefur haft aflögu fyrir keppnina til að hitta íslenska vini sína sem hann á orðið nokkuð marga frá fyrri heimsókn- um sínum til Íslands. Einnig hefur hann verið að skoða landið og fór m.a. í hjólatúr á klifurhjólum (trialshjólum) en grein um slík hjól birtist einmitt á síðum Bíla í síðustu viku. Sean ók nýju GasGas 250cc í boði JHM sport og var farið yfir grjót og klettagil. Sean, sem hefur áratuga reynslu á klif- urhjólum, segir aðstæður á Íslandi vera á heims- mælikvarða og hann telur að hún eigi eftir að ná góðri fótfestu hér á komandi árum. Það eru fleiri útlendingar væntanlegir til landsins vegna keppninnar á Klaustri. Ron Lawson, ritstjóri bandaríska tímaritsins Dirt Rider, er væntanlegur og keppir í boði KTM. Spaugilegt hversu nöfn rit- stjóranna tveggja eru lík, annars vegar Lawless og hins vegar Lawson, sérstaklega ef maður reynir svo að íslenska eftirnöfn þeirra tveggja. Eitt stærsta nafnið á Klaustri er þó án efa margfaldur meistari, hinn sænski Anders Eriksson og liðsfélagi hans, Bretinn Tony Marshall. Ferð þeirra til landsins er styrkt af Flugleiðum og aka þeir félagar á Hus- qvarna TC 450. Það er því ljóst að frá því fyrir fjór- um árum er 6 tíma þolaksturinn á Klaustri var haldinn í fyrsta skipti hefur keppninni vaxið fiskur um hrygg, keppendum fjölgað, innlendum sem er- lendum og ljóst að uppákoma af þessu tagi er mikil lyftistöng fyrir ferðamannaiðnaðinn á svæðinu. Risastór landkynning Sean Lawless, ritstjóri Dirt Bike Rider, keppir á Klaustri. KJARTAN Kjartansson, kennari á Kirkjubæjarklaustri, átti það frum- kvæði fyrir 3 árum að halda 6 klukkutíma þolaksturskeppni í landi Efri-Víkur. Keppnin heppnaðist vel og allir höfðu gaman af. Erlendir keppendur sýndu mótinu mikinn áhuga og mótið fékk umfjöllun í er- lendum fjölmiðlum. Síðan þá hefur mótið vaxið með eindæmum og er orðin allra stærsta mótorsport- keppni sem haldin er á Íslandi. Ekki spillir fyrir vexti mótsins að undan- tekningarlaust leikur veðrið við keppendur og áhorfendur. Kjartan hefur staðið í ströngu síðustu vikur við skipulagningu og undirbúning mótsins. Brautin er lögð í gígóttu graslendi í bland við gljúpan sand og hvasst hraun. Allt gistirými á stóru svæði í kringum keppnina er uppselt en tjaldsvæði staðarins tekur lengi við. Tvennir tónleikar hafa verið skipulagðir um helgina ásamt hinni árlegu grillveislu staðarhaldara. Sjöfaldur heimsmeistari meðal keppenda Svíinn og Husqvarna ökumaður- inn Anders Eriksson er svo sannar- lega þungaviktarmaður í sportinu. Þessi sænski jaxl á að baki 7 heims- meistaratitla í þolakstri síðastliðin 10 ár. Hann hefur einnig orðið Þýskalandsmeistari og sigurvegari í hinni erfiðu argentínsku keppni Enduro del Verano – þrjú ár í röð. Í Svíþjóð hefur hann unnið stærsta þolakstursmót Svíþjóðar sem kallast Novemberkåsan og árið 1999 fékk hann sænsku nafnbótina „Bifhjóla- maður ársins“ í öllum flokkum. And- ers er í dag á fullu að keppa í heims- meistaramótinu í þolakstri, lenti í 4. sæti í síðustu keppni sem fram fór á Ítalíu 8. maí og er í þriðja sæti í mótaröðinni. Anders er mættur til Íslands til að keppa og ætlar sér um- fram allt að hafa gaman af keppninni en á einnig óneitanlega mikla mögu- leika á sigri. Það er gífurleg lyfti- stöng fyrir sportið á Íslandi og heið- ur fyrir keppnishaldara að fá Anders til að keppa og verður gaman að sjá Íslendingana berjast við kappann í þessari 6 klukkustunda glímu. Alþjóðleg þolakstursveisla á Klaustri Ljósmynd/Aron Leópoldsson Það reynir hrikalega á þolrifin að keyra þolakstur í 6 tíma. Það gengur mikið á í þolakstri. Einar Sigurðarson, Íslandsmeistari í þolakstri, mun eflaust blanda sér í topp- baráttuna við erlenda keppendur. Stærsta mótorsportkeppni sem nokkurn tímann hefur verið haldin á Íslandi fer fram um helgina. Um er að ræða al- þjóðlegt mót í þolakstri á tor- færuhjólum sem haldið er í landi Efri-Víkur við Kirkjubæj- arklaustur. Bjarni Bærings fylgdist með undirbúningi tæplega 400 þátttakenda frá 4 löndum sem stefna á Kirkju- bæjarklaustur, þar sem vel á annað þúsund manns mun eyða helginni í mótorblandaðri sveitasælu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.