Morgunblaðið - 11.06.2005, Síða 36

Morgunblaðið - 11.06.2005, Síða 36
36 LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÖFUGMÆLI höfð fyrir satt reika gjarnan lífseig frá manni til manns. Einu sinni trúðu Íslend- ingar því upp til hópa að fátækt og föðurleysi væri hollt veganesti ungum börnum. Og best að ganga berhöfðaður í frost- hörkum til að herða sig. Nú vita menn betur. Í flokki með öf- ugmælum nútíðar er trúin á séríslenska járntjaldið: 100% verðtryggingu lang- tímalána á Íslandi, fyrirbæri sem ekki er verðtrygging heldur magntrygging og er þeirrar náttúru að við hagstæð skilyrði margfaldast höf- uðstóll lánsins í áþekkum anda og brauðið og fisk- arnir hjá lausnara heimsins. Út- tekt Mbl. um verðtryggingu lang- tímalána 2. júní sl. staðfestir svo ekki verður um villst að öfugmæl- inu er haldið á lífi hvarvetna af sterkum trúmönnum í opinberri umræðu – öfugmælinu um þörfina fyrir sérstakt fjármálalegt járn- tjald handa Íslendingum einum þjóða í veröldinni, sem lífsnauðsyn okkar búskaparháttum. Framreiðsla Mbl. aftur athygli- verð fjölmiðlataktík sem veldur svengd eftir að hafa borðað for- réttinn, aðalréttinn, eftirréttinn og allt fjölbreytta meðlætið. Spurt er: hver er eiginlega kjarni málsins? Stutta svarið er þetta: Lánveit- andinn/t.d. Bankinn og lántakand- inn/t.d. hann Jói Jóns í kjall- aranum, leigja báðir til sín fjármagnið, hinn fyrrnefndi leigir á heildsölumarkaði til endurleigu, sá síð- arnefndi leigir á smá- sölumarkaði til fjár- festingar og/eða kaupa á vöru og þjónustu. En það er aðeins hann Jói Jóns sem greiðir afgjald vegna vísi- tölutengingar og hækkunar höfuðstóls- ins. Bankinn sem fær lánað á heildsölumark- aði borgar ekkert að þessu leyti. Endurleigir þó engu síður blákalt fjármagnið á smá- sölumarkaði á Íslandi við hvoru tveggja: ríflegum söluvöxtum fyrir öllum kostnaði og framlagi til hagnaðar, auk 100% vísitöluteng- ingar við höfuðstól, sem tryggir honum aukalega rífandi tekjur af vöxtum af hækkun höfuðstólsins yfir líftíma láns, sem nú er allt að fjórir áratugir. Niðurstaðan er séríslensk tví- þætt tekjumyndun. Verðlagning sem býr til hátt leiguverð sem Jóa Jóns er gert að greiða fyrir fjár- magnið. Og aftur þýðir síhækk- andi ávöxtun á líftíma hvers ein- asta selds eintaks af verðtryggðu láni og myndar viðmið um verð- lagningu óverðtryggðra lána. Með hagræðingu í rekstri lán- veitanda, t.d. bættu kostnaðarhlut- falli, betra lánshæfi á heild- sölumarkaði, markvissri endurfjármögnun og ákvæðum um breytilega vexti á seldum lánum, getur lánveitandinn að auki bætt arðsemina verulega jafnt og þétt af þegar seldum lánum á löngum líftíma lánanna. Til að reikna út arðsemi lánveit- andans að þessu leyti þarf ekki flókna útreikninga, aðeins örfáar traustar forsendur. Ársávöxtun banka á fyrstu þremur árum út- gefins fjörutíu ára vísitölutryggðs húsnæðisláns reiknast t.d. núna langt fyrir ofan bjartsýnustu við- mið um ársávöxtun á þróuðum hlutabréfamörkuðum. Á sama tíma er áhætta lánveitandans hverfandi, bæði gengisáhættan, sem lágmarkast með nútíma áhættustýringu og útlánaáhættan, a.m.k. ef um veðlán er að ræða með veðsetningu í einum yngsta og kannski að meðaltali best byggða húsakosti í Evrópu. Ofurverðlagning af þessu tagi sem skapar ofurarð vegna ókeypis heimildar til vísitölutengingar og aldrei var annað en skamm- tímaráðstöfun til hrossalækningar sem Alþingi gleymdi að afnema, er ein orsök þess hvers vegna fella ber járntjald 100% verð- tryggingar. Önnur ástæða er sú að hvergi annars staðar á þróuðum mörkuðum í kaupmennsku með fjármagn fæst slík heimild til hækkunar leiguverðs á fjármagni. Og þætti raunar víðast hvar dóna- leg viðskipti að nota hana. Hér- lendis er heimildin þó notuð ótæpilega og skammarlaust til óhóflegrar verðlagningar og auð- söfnunar ef miðað er við sömu og löglega atvinnustarfsemi hjá öðr- um þjóðum sem við viljum miða okkur við. Mest á kostnað almenn- ings og smærri lögaðila því þeir sem geta, færa viðskipti sín úr okrinu á okkar örmarkaði, sem stundum heldur sig stóran. Vonandi sjá allir í hendi sér að séríslenskar leikreglur á frjálsum landamæralausum fjármálamark- aði geta ekki staðist til lengdar. Við verðum að laga okkur að öðr- um í þessu samhengi. Þetta gildir um leikreglur á borð við 100% verðtryggingu, um óhóflega álagn- ingu stimpilgjalds og um útreikn- ing íslenskrar vísitölu neysluverðs til mælingar á verðlagsþróun með- an aðrar þjóðir Evrópu nota sam- ræmda evrópska vísitölu neyslu- verðs. Samræmdar leikreglur eru af- farasælastar eins og í fótbolta. Og munu þegar frá líður skapa hag- felldari starfsskilyrði kaupenda og seljenda á lánsfjármarkaði, auka vöruþróun, auka veltu og sam- keppni, einfalda regluverk, auka gagnsæi, auðvelda samanburð við önnur markaðssvæði, lækka greiðslubyrði viðskiptavina og skapa betri sátt hjá almenningi um starfshætti þessara fyrirtækja. Seðlabanki Íslands mun fá enn meira vægi við að verja verðbólgu- markmiðin og síðast en ekki síst mun aðhald og eftirlit með verð- bólguþróun enn aukast frá al- menningi, stéttarfélögum og fyr- irtækjum, rétt eins og í okkar nágrannalöndum. Sumarið er góður tími til að undirbúa stjórnvaldsaðgerðir. Er eftir einhverju að bíða? Verðtrygging lánsfjár: séríslenskt járntjald sem verður að standa? Jónas Gunnar Einarsson fjallar um verðtryggingu lána, séríslenskt fyrirbæri ’Seðlabanki Íslandsmun fá enn meira vægi við að verja verðbólgu- markmiðin og síðast en ekki síst mun aðhald og eftirlit með verðbólgu- þróun enn aukast frá al- menningi, stéttarfélög- um og fyrirtækjum, rétt eins og í okkar ná- grannalöndum.‘ Jónas Gunnar Einarsson Höfundur er rithöfundur. ER ÍSLENSKAN í fjötrum, fær hún ekki vegna hreintungu- þvingana að þróast á eðlilegan hátt í lifandi samfélagi vestrænna tungumála, svipað og mál Norð- urlandaþjóða? Full- yrðing í þessa átt kom nýlega frá virt- um enskum málvís- indamanni. Viðleitni margra að sneiða hjá erlendum orðum, sé sæmilega gott ís- lenskt orð til, er þá sennilega verulegur hluti þessara þvingana. Er ég og mínir líkar í vondum málum? Við sem telj- um þetta eðlilegt hugsum þó sjaldnast um neina stefnu eða erum með- vitað að vernda málið, við erum einungis að útskýra sem best við- fangsefnið. Ég vil lýsa þessu með skír- skotun til eigin reynslu. Ég lærði eðlisfræði við Háskólann í Kaup- mannahöfn rétt eftir miðja nýliðna öld og vann þar síðan nokkur ár. Þar var einnig eðlisfræðingurinn Ari Brynjólfsson, sem um tíma var nágranni minn. Eftir að við Ari höfðum eitt sinn sem oftar tal- að lengi um fag okkar spurði kona mín: hvaða mál er það sem þið tal- ið? Ekki var auðvelt að svara spurning- unni, var þessi graut- ur íslenska, danska eða enska? En hvað sem kalla mátti málið, þá þjónaði það vel til- gangi sínum í sam- ræðu tveggja kollega, og má kannski líta á þetta sem óþvingaða þróun málsins. Um fimm árum síð- ar, eftir að til Íslands var komið, datt mér í hug að bjóða útvarp- inu nokkra þætti um ýmislegt markvert sem tengdist fræðum mínum, þetta gæti orðið ánægju- legt brauðstrit. Úr þessu varð föst þáttaröð, sem var aðra hverja viku yfir vetrarmánuðina í nokkur ár og bar heitið Tækni og vísindi. Nú var ég ekki að tala við koll- ega, heldur íslenskan almenning. Ég varð að sjálfsögðu að haga orðavali þannig að efnið kæmist vel til skila hjá hlustendum og taldi því skynsamlegast að nýta nýyrði, sem eru oft auðskilin, sagði til dæmis blöndungur frekar en karbúrator. Mikið starf var bú- ið að vinna í þessum efnum og leitaði ég iðulega til þeirra sem þekktu vel það svið sem var til umræðu hverju sinni og til vinnu- félaga minna á Raunvísindastofn- un. Stundum kom ég með ný orð. Síðar þýddi ég nokkar bækur um tæknileg efni, meðal annars litla bók um tölvur, þar sem sami vandi blasti við. Ég vil nefna þar dæmi um orð sem ég glímdi þá við. Grunnefni allra smára (trans- istora) er frumefnið kísill, sem í hefur verið bætt örlitlu af t.d. áli, sem gefur kísilnum þá einstæðu eiginleika sem nútímarafeinda- tækni byggist á. Þetta viðbót- arefni er á ensku kallað dope og að bæta því í kísilinn er kallað doping. Segja má að dóp falli all- vel að íslensku máli, beygist eins og „hróp“. Doping er hinsvegar stirðara, t.d. þegar bæta þarf við ákveðnum greini eða kynbinda, og er þetta dæmi um að erlend töku- orð eiga oft tregan aðgang að mál- kerfi okkar, að minnsta kosti svo lengi sem við höldum í fallbeyg- ingar, kyngreiningu og oft flóknar fleirtöluendingar. Samstarfsmenn mínir notuðu þó ávallt þessi heiti og þóttu þau vel boðleg. Eftir nokkrar vangaveltur tók ég þann kost, sem eftir á virtist augljós, að tala um íbót og að íbæta. Á undra- skömmum tíma tóku kollegar mín- ir upp þessi orð. Ég vil nefna annað lýsandi dæmi sem Örnólfur Thorlacius, fyrrverandi rektor Menntaskólans við Hamrahlíð, benti mér á fyrir löngu. Á prófi í efnafræði mennta- skóla var iðuleg spurt: Hvað er katalysator? Þetta er efni sem örvar efnabreytingar. Að jafnaði kom rétt svar frá um helmingi nemenda. Þá fann einhver orð- hagur maður upp á því að kalla efnið hvata. Við þetta misstu kennarar ágæta prófspurningu, því væri spurt hvað efnahvati væri, voru svo til öll svörin rétt. Verði ábendingum breska mál- vísindamannsins fylgt og hömlur að mestu af lagðar, þá verða forn- sögur okkar hátíðarárið 2074 kannski helst kenndar í máladeild- um menntaskóla og gamla biblían nær aðeins lesin á elliheimilum. En er þá ekki skynsamlegra að taka skrefið fyrr en síðar til fulls og taka upp hið vel þróaða og út- breidda mál, enskuna? Fyrsta meðvitaða skrefið í þessa átt hefur kannski þegar verið stigið, en til eru deildir í háskólum þar sem kennsla fer að mestu eða öllu leyti fram á ensku. Þá er talað um að íslenskir háskólar eigi að sækjast eftir að fá erlenda nemendur. Þeim verður að sjálfsögðu að kenna á ensku og vegna kostnaðar verður það sama að ganga yfir þá íslensku. Í upphafi skal endi skoða. Viljum við þetta? Dópuð eða íbætt íslenska – (eða islenska) ? Páll Theodórsson fjallar um málfar ’En er þá ekki skyn-samlegra að taka skref- ið fyrr en síðar til fulls og taka upp hið vel þróaða og útbreidda mál, enskuna? ‘ Páll Theodórsson Höfundur er eðlisfræðingur og starf- ar við Raunvísindastofnun Háskólans.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.