Morgunblaðið - 11.06.2005, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 11.06.2005, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Konur í stjórnum enn of fáar BRÉF iðnaðar- og viðskiptaráð- herra til hlutafélaga varðandi fjölg- un kvenna í stjórnum hefur ekki skil- að viðunandi árangri að mati ráðherrans, Valgerðar Sverrisdótt- ur. Áður en bréfið var sent voru 10,08% stjórnarmanna í hlutafélög- um konur, en eftir aðalfundahrinuna sem nú er lokið er hlutfallið 11,28%. Hún segir fyrirtæki fara á mis við mikinn mannauð því konur hafi kraft, víðsýni og þekkingu sem nýst geti fyrirtækjum vel. „Ég er ennþá þeirrar skoðunar að lagasetning sé ekki ákjósanleg,“ segir hún hins veg- ar. Valgerður segir áberandi hvað útrásarfyrirtæki standi sig betur að þessu leyti en þau sem heima sitja.  Óviðunandi / 16 ÞAÐ VAR sannkölluð skrautsýn- ing í Skautahöllinni í Laugardal í gærkvöldi þegar sýnd var nýjasta tískan í kvenfatnaði frá Karen Millen, Oasis, Coast og fleiri vörumerkjum. Fjöldi áhrifafólks úr íslenskum og breskum tísku- og viðskiptaheimi var viðstaddur sýninguna, sem var á vegum Mosaic Fashions, tískuversl- anakeðju í eigu Baugs Group og KB banka. Almennu hlutafjárútboði Mosa- ic Fashions lauk í gær en verið er að skrá fyrirtækið í Kauphöll Ís- lands. Var eftirspurn eftir bréf- unum um 8,6 sinnum meiri en framboð. Um 2.400 fjárfestar óskuðu eftir að kaupa liðlega 90,6 milljónir nýrra hluta í fyr- irtækinu. Forstjóri Mosaic Fash- ions segist í Morgunblaðinu í dag vera afskaplega ánægður með árangurinn. | 16 Morgunblaðið/Sverrir Skrautsýning í Skautahöllinni LANDIÐ er að gliðna og austurhluti þess að færast í norðaustur og vest- urhlutinn að færast í norðvestur. Gliðnunin nemur um tveimur senti- metrum á ári og almennt fylgja hreyfingarnar áður þekktum plötu- skilum landsins. Þetta er meðal þess sem fram kemur í fyrstu niðurstöðum á endurmælingu á grunnstöðvaneti Íslands, landshnitakerfinu, sem fram fóru í ágúst í fyrra en lokið er fyrsta áfanga í úrvinnslu gagnanna. Í niðurstöðu mælinganna kemur fram að þegar litið sé nánar á hreyf- ingarnar séu bæði Evrópuplatan og Ameríkuplatan á hreyfingu til norð- urs auk þess að gliðna í austur og vestur. „Einnig koma í ljós stað- bundnar bjaganir á netinu og eru augljós dæmi um slíkar færslur á suð- ur- og norðurhluta Reykjaness,“ seg- ir þar meðal annars. Kemur og fram að hreyfingar við Grímsvötn séu meiri en í nálægum punktum eða um 27 cm frá árinu 1993 og að hreyfingar í Grímsey séu frábrugðnar hreyf- ingum í nálægum svæðum. Dæmi um mikla tilfærslu nálægt byggð er um 20 cm, skammt frá Akureyri. Fara varlega í túlkun Þórarinn Sigurðsson, for- stöðumaður mælingasviðs Landmæl- inga Íslands, tjáði Morgunblaðinu að hann færi sér rólega í að túlka nið- urstöðurnar og léti það jarðvís- indamönnum eftir. Hann segir að til að treysta niðurstöðurnar hafi mæl- ingarnar verið sendar til Þýskalands og þegar þær verði fengnar munu Landmælingarnar gefa þær formlega út. Hann segir að burtséð frá þeirri vitneskju sem mælingarnar eigi eftir að færa sé verkefnið merkilegt þar sem hnitakerfi landsins hafi nú verið endurmælt í fyrsta sinn með þessum hætti og hafi Íslendingar staðið einir að verkefninu. Hann segir margar opinberar stofnanir og sveitarfélög hafa komið við sögu og án þeirrar samvinnu hefði verkefnið verið ofviða Landmælingum. Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmælinga Íslands, segir að nauð- synlegt sé talið að mæla allt netið á 10 ára fresti til að tryggja nákvæmni þess. Segir hann niðurstöðurnar nýt- ast við jarðfræðirannsóknir og hvers kyns framkvæmdir. Hann segir að fastar mælistöðvar séu nú á þremur stöðum á landinu, Reykjavík, Höfn og Akureyri og fást upplýsingar frá þeim með sírita. Magnús segir æski- legast að koma upp 9 slíkum síritandi stöðvum til viðbótar til að nema allar hreyfingar jarðskorpunnar, slíkt geti nýst til rannsókna á jarðhræringum á svæðum sem nauðsynlegt er talið að fylgjast vel með. Fyrstu niðurstöður mælinga Landmælinga Íslands á grunnstöðvanetinu liggja fyrir Landið gliðnar áfram og færist í norður Örvarnar sýna hreyfinguna frá árinu 1993 til 2004 á 115 grunnstöðva- punktunum og hvernig landið færist í norðvestur og norðaustur. Eftir Jóhannes Tómasson joto@mbl.is ARENA Huld Steinarsdóttir er nefnd eftir einni plötu Duran Dur- an. Hún spilar á bassa eins og John Taylor og hefur áhuga á tónlist. Hún segir að nafnið hafi reynst henni vel, fólk muni frekar eftir henni vegna þess og „það rímar ekki við neitt leiðinlegt“. Arena, sem á enga nöfnu á Íslandi, verður á meðal gesta á tónleikum Duran Duran í Egilshöll 30. júní. | 60 Morgunblaðið/Eyþór Arena með plötuna Arena. Eina Arenan Feneyjar | Sýning Gabrí- elu Friðriksdóttur, Versations/Tetralogía á Feneyjatvíæringnum var opnuð í gærdag. Laufey Helgadóttir sýn- ingarstjóri sagði í sam- tali við Morgunblaðið að ef marka mætti hversu Gabríela hefði verið önnum kafin við viðtöl frá því foropnanir hóf- ust væri ljóst að sýning hennar vekti mikla athygli. Við opnun íslenska skálans í gær var mikið fjölmenni. Veðurblíðan lék við gesti sem nutu íslensks vatns, lambakjöts og ítalsks freyðivíns undir skafheiðum himni og merkja mátti marga mikilvæga gesti úr myndlistarheiminum, galleríista, sýn- ingarstjóra og safnstjóra á svæðinu, auk fjölmargra listamanna íslenskra og er- lendra. Menntamálaráðherra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og sendiherra Ís- lands í París, Tómas Ingi Olrich, heiðruðu einnig samkomuna með nærveru sinni. Þorgerður Katrín lýsti sýninguna opna og vísaði síðan í orðum sínum til þess að Íslendingar munu væntanlega ekki sýna oftar í skálanum sem þeir hafa haft afnot af í áraraðir, þar sem Finnar, sem eiga skálann, hyggjast nýta hann sjálfir. Ítarlega er rætt við Gabríelu um sýn- inguna í Lesbók Morgunblaðsins í dag. Gabríela Friðriksdóttir  Aldrei jafn | Miðopna Galopnar dyr | Lesbók Fjölmenni við opnun íslenska sýningarskálans Fyrstu lax- arnir í Kjósinni „ÉG var búinn að láta mér detta í hug að það væri lax þarna,“ sagði Ólafur Haukur Ólafsson frá Valdastöðum eftir að hafa landað ellefu punda hrygnu eftir snarpa baráttu við Laxfoss í Laxá í Kjós um sjö- leytið í gærkvöldi. Þetta var fjórði laxinn sem opnunarhollið veiddi og tók hann svarta Frances túbu. Fyrsta laxinn veiddi Ásgeir Þór Árnason í fyrsta rennsli með maðkinum klukkan sjö í gærmorgun í Kvíslarfossi. „Þegar ég vissi að ég fengi þetta svæði í morgun þá var ég viss um að fá fisk,“ sagði Ásgeir við blaðamann í Kjós- inni í gærkvöldi. „Laxinn er greinilega mættur.“ Allt voru þetta tveggja ára laxar, tíu til ellefu pund. ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.