Morgunblaðið - 11.06.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.06.2005, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Góð gisting í Kaupmannahöfn Hótel í miðbænum. Snyrtileg herbergi. 295 danskar kr. fyrir manninn í 2ja manna herb. með wc og sturtu. Løven Hotel, Vesterbrogade 30, DK-1620 Cph. V. Sími +45 33 79 67 20. www.loeven.dk • loeven_bb@hotmail.com NEYTENDASAMTÖKIN hafa gert verðkönnun á ofnæmislyfjum sem virka á frjóofnæmi og seld eru í lausasölu í apótekum. Verð var kannað á 6 tegundum lyfja í þremur apótekum, Apótek- aranum, Lyf og heilsu og Apótek- inu. Verðmunur var almennt ekki mikill, apótekið þó oftast með lægsta verðið og Lyf og heilsa oft- ast með það hæsta. Fram kemur í könnuninni að 10 töflur af ofnæm- islyfi kosti frá 520 krónum upp í tæpar 700 krónur, sem þýðir að ein tafla getur kostað allt að 70 krónum. Ódýrara í Danmörku Neytendasamtökin höfðu einnig samband við apótek í Danmörku og þar var kannað verð á þessum lyfjum. Fram kom að 10 stykkja pakki kostaði um 30 danskar krónur, um 330 krónur íslenskar. Telja samtökin ljóst að skoða verði nánar þann verðmun sem er á algengum lausasölulyfjum hér á landi og í nágrannalöndum.  VERÐKÖNNUN | Neytendasamtökin kanna verð á ofnæmislyfjum Apótekið oftast með lægsta verðið Morgunblaðið/Arnaldur Gestgjafi kvöldsins varKristín Sigtryggsdóttirsöngkona og hafði húnboðið til sín nokkrum vin- konum. „Ég hef aldrei farið á svona heimakynningu, mér hefur oft verið boðið en alltaf náð að koma mér hjá því. Þar sem ég þekki hana Öldu ákvað ég að slá til og halda kynn- ingu,“ segir Kristín en Alda Ingi- bergsdóttir var sölukona kvöldsins. Undirfötin eru frönsk og fást í heimakynningum í mörgum lönd- um. Íslenska fyrirtækið SÍON ehf. hóf innflutning og kynningu á þeim fyrir skemmstu. Helga Georgsdótt- ir, framkvæmdastjóri Charlott á Ís- landi, segir þetta undirföt sem höfði til allra. „Við erum með fimmtán til tuttugu kynningar á viku og oftast eru um fimm til tíu konur á hverri þeirra, en svo hittum við líka stærri hópa eins og kvenfélög. Sölukon- urnar okkar eru um þrjátíu og eru þær á öllum aldri eins og konurnar sem við erum að kynna fyrir. Það hefur ekki verið neitt vandamál fyr- ir okkur að fá kynningar og oft er hringt og óskað eftir þeim.“ Að sögn Helgu eru konur meðvit- aðar um gæði og þægindi heima- kynningar. „Þjónustan er góð og persónuleg. Á þessum kynningum hittast konur, skoða undirföt saman og tala um kvenleg mál. Það slæðist jafnvel einn og einn karlmaður með á kynningar, enda Charlott með sérstaka línu fyrir þá.“ Oft í rangri brjóstahaldarastærð Þegar allir gestirnir hafa komið sér fyrir í sófanum hjá Kristínu hefst kynningin. Alda sölukona er örugg og hress. Nærfötin eru fyrir augað, alls konar blóm og slaufur skreyta þau og verður einni kon- unni á orði: „Maður fengi nú ekki að vera lengi í þessu.“ Hópurinn á kynningunni virðist passlega stór. Fyrir utan Kristínu segjast þær allar hafa farið á heimakynningu áður og þá aðallega á Tupperware og heilsu- og hrein- lætisvörum. Alda mælir út brjóstahald- arastærð hverrar konu með rönt- genaugum og segist sjaldan hafa rangt fyrir sér. „Ég hef tekið eftir því að konur kaupa ekki réttar stærðir, eitt ráð er að kaupa aldrei haldara sem þarf að setja í innsta krók á bakinu því ef þeir slappast er gott að hafa möguleika á þreng- ingu.“ Skyndilega er dyrabjöllunni hringt og karlkyns ljósmyndari Morgunblaðsins mætir á staðinn. Andrúmsloftið breytist strax, það er kominn karlmaður í húsið. En konurnar grínast í honum með þá heppni að lenda í þessum mynd- arlega kvennahópi. Eftir hina formlegu kynningu fara konurnar að skoða nærfötin á borðinu. Það er þreifað, andvarpað, spurt og valið til mátunar. Alda drífur sig í einn toppinn og sýnir hvað hann fer vel undir jakka og kallar svo yfir hópinn: „Mátið, stelpur,“ og þær drífa sig inn í her- bergi með nærfatabunkana. Mikið stuð virðist vera hjá konunum í mátuninni og skyndilega kemur ein út í glæsilegum brjóstahaldara og önnur kallar á eftir: „Sjáið hvað hún er geggjuð.“ Gestgjafanum Kristínu finnst þetta skemmtilegt og öðruvísi en að fara út í búð. „Maður gefur sér oft lítinn tíma til að kaupa nærföt og svo er leiðinlegt að troða sér inn í mátunarklefa með lélegri lýsingu. En hérna heima fær maður nægan tíma til að máta og svo er frábært að fá álit vinkvennanna og fé- lagsskap þeirra,“ segir Kristín um leið og hún ber fram ilmandi epla- köku með ís og kaffi. Það róast að- eins í húsinu yfir veitingunum og hegðun karla í búðum er komin í umræðuna. „Í Frakklandi gera kon- ur í því að halda heimakynningar þegar karlarnir þeirra eru að horfa á fótbolta í sama húsi. Því þá fá þær að kaupa hvað sem er, þeir eru svo uppteknir af leiknum að þeir segja bara „já, elskan“ þegar þær spyrja hvort þær eigi að kaupa eitt- hvað,“ segir Helga og hópurinn hlær.  HEIMAKYNNING | Konur skoða undirföt og spjalla Gestgjafinn, Kristín Sigtryggsdóttir, skoðar ásamt vinkonum sínum. Morgunblaðið/Golli Bleikur dúkurinn er í stíl við undirfötin sem verið er að kynna þetta kvöldið. Félagsskapurinn gerir þetta skemmtilegt Vörukynningar í heimahúsum hafa lengi þekkst á Íslandi. Það er hinsvegar liðin tíð að það séu bara plastílát, hreinsivörur eða pottar á slíkum kynningum. Ingveldur Geirsdóttir slóst í hópinn í heima- húsi í Kópavoginum þar sem verið var að kynna undirfatalínu. Nánari upplýsingar um nærfötin má finna á www.charlott.is Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.