Morgunblaðið - 11.06.2005, Page 14

Morgunblaðið - 11.06.2005, Page 14
14 LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Allt að gerast á Austurlandi! Þann 17. júní fylgir Morgunblaðinu glæsilegur blaðauki um Austurland, landsfjórðung í örum vexti. Meðal efnis er mannlíf og menning, framtíðarsýn fjórðungsins, húsbyggingar og þróun fasteignaverðs, umsvif og atvinna, áhugaverðir staðir og margt fleira. Auglýsendur! Pantið fyrir kl. 16 þriðjudaginn 14. júní. Allar nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is NORSKT laxeldisfyrirtæki, Eco Farms, hefur náð því að lækka fram- leiðslukostnað verulega með því að ala laxinn í kerum á landi. Fram- leiðslukostnaður á hvert kíló getur verið allt niður í 123 krónur, en að meðaltali var þessi kostnaður 156 krónur í norsku laxeldi árið 2003. Betri nýting á fóðri er lykilatriði. Þetta kemur fram á sjávarútveg- svefnum SeafoodIntelligence.com. Þar segir að norska fyrirtækið hafi unnið að eldi í lokuðum kerum á landi síðan árið 2000 með góðum árangri. Hægt sé að lækka framleiðslukostn- að um 25% borið saman við eldi í sjókvíum, og umhverfisáhrif séu hverfandi. Einnig sé það hugsanlegt að seiðin þurfi engin lyf. Grundvöllurinn fyrir þessum ár- angri er endurnýting vatns og betri fóðurnýting og hefur fyrirtækið fengið alþjóðlegt einkaleyfi á upp- finningu sinni. Tæplega 200 milljón- um króna hefur verið varið í þetta verkefni og hefur það fengið fransk- an styrk að upphæð 35,4 milljónir króna. Laxinn sleppur ekki Framkvæmdastjóri Eco Farm, Stephen Willoughby, segir að það séu margir þættir sem leiði til lægri framleiðslukostnaðar, aðrir en fóður- nýtingin. Þar komi meðal annars til eftirlit með vatnsgæðum, stjórnun hitastigs, vatnsflæði, lýsing og súr- efni. Auk þess sé mun minni hætta á sjúkdómum, sem þýði minni kostnað vegna bólusetningar og að fiskurinn í kerum á landi búi ekki við sömu áhættuþætti og fiskur í sjókvíum, á landi sé til dæmis engin laxalús. Af- föll á laxi í sjókvíum eru að meðaltali 20% samkvæmt opinberum norskum tölum, en í kerum á landi eru afföllin miklu minni. Umhverfisáhrif eru nánast engin og til dæmis sleppur laxinn alls ekki eins og oft gerist í sjókvíum. Miklu minna fóður Betri fóðurnýting er ennfremur mikilvægur þáttur. „Ef maður tekur trúanlegar tölur frá Bellona og WWF, þarf 2,5 til 4 kíló af fiski til að framleiða 1 kíló af laxi. Þar sem við höfum sýnt fram á að hægt sé að ná fóðurstuðlinum niður í 0,85 má reikna út að land eins og Noregur gæti notað 1,3 milljón tonnum minna af villtum fiski í laxafóður en nú er gert,“ segir Willoughby. Útreikningar Eco Farm sýna að á árinu 2003 var fóðurnotkun í norsku fiskeldi 768.000 tonn. Með aðferð Eco Farm mætti minnka þessa notkun niður í 330.000 tonn. Willoughby seg- ir ennfremur að gæði fisksins séu framúrskarandi, eins nálægt villtum laxi og hægt sé. Lögun laxins og litur á holdi sé góður og engir útlitsgallar, hvorki uggaskemmdir né vetrarsár. Getur verið nánast hvar sem er Hann bendir einnig á að með þess- ari aðferð sé hægt að hafa laxeldi og vinnslu á laxinum á sama stað og jafnvel verksmiðju sem ynni áburð úr slógi og afskurði. Starfsemina mætti líka hafa nær mörkuðunum. Þannig yrði lítið sem ekkert um flutninga á fiskinum, sem einnig dragi úr kostn- aði. Það megi í raun vera með eldið hvar sem næst í nægilega gott vatn. Þess vegna sé það ekki bundið við af- skekktari landsvæði eins og Norður- Noreg og nyrstu hluta Skotlands. Eco Farm er í samstarfi við franska fyrirtækið Aqua 21, en það hefur tryggt sér svæði undir eldi á 40.000 tonnum af laxi á ári. Til sam- anburðar var framleiðsla stærsta fyr- irtækis Noregs, Marine Harvest, 60.000 tonn í fyrra. Þegar laxeldi var fyrst reynt hér á landi í miklum mæli fyrir um tveimur áratugum var það allt í kerum á landi. Sú tilraun gekk ekki upp og var miklum kostnaði umfram eldi í sjókvíum meðal annars kennt um. Morgunblaðið/RAX Sjókvíar Eldi á laxi hérlendis er nú nær eingöngu í sjó en f́yrir tuttugu árum var eldið á landi. Lækka kostnað um 25% með laxeldi á landi Umhverfisáhrif nær engin og fóðurnýting miklu betri Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is ÁRNI M. Mathiesen, sjávarútvegs- ráðherra, segir Íslendinga eiga óskoraðan rétt til síldveiða á vernd- arsvæðinu við Svalbarða. Þeir muni því stunda síldveiðar þar verði þess þörf. Þetta kemur fram í viðtali norska blaðsins Fiskaren við Árna. „Norð- menn geta ekki sett reglur sem að- eins útiloka Íslendinga. Hvers vegna gera Norðmenn til dæmis upp á milli rússneskra og íslenskra skipa á verndarsvæðinu“? spyr Árni. Árni segir að það séu Norðmenn sem hafi dregið sig út úr því sam- komulagi sem var í gildi á milli landanna og hann gerir ekki ráð fyrir því að lausn sé á næstu grös- um vegna þess hve stutt sé í kosn- ingar í Noregi. Það þurfi ekkert að vera að ný ríkisstjórn nái betri samningi, en í stöðunni eins og hún er nú sé hæpið að skynsamlegur samningur náist. Norðmenn hafa farið fram á verulega aukningu eigin hlutdeildar á kostnað annarra þjóða, sem veið- arnar stunda, en þær hafa hafnað því. Fullur réttur til veiða við Svalbarða Stundum fæ ég þakkarbréf á morgun Elisabet Drozyner þerna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.