Morgunblaðið - 11.06.2005, Side 37

Morgunblaðið - 11.06.2005, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 2005 37 UMRÆÐAN Vertu me› í Kvennahlaupinu 11. júní. Nánari uppl‡singar á sjova.is. Sjóvá hefur veri› a›alstyrktara›ili Kvennahlaupsins í 13 ár. Njóttu lífsins – áhyggjulaus Munið Mastercard ferðaávísunina Einstök ferð þar sem allar helstu perlur og borgir Kína eru heimsóttar ásamt hinni mögnuðu stórborg Hong Kong. Stórkostleg ferð um framandi land á einstökum kjörum. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Perlur Kína 21. okt. - 10. nóv - 20 dagar Síðustu 6 sætin Innifalið: Flug, skattar, gisting, flestar máltíðir, allar kynnisferðir, ferðir milli áfangastaða og fararstjórn. Ferðatilhögun: Flogið til London og þaðan til Peking. Gist í Peking í 5 næt- ur, Xian í 3 nætur, Shanghai í 3 nætur, Suzhou 2 nætur, Guilin í 3 nætur og Hong Kong í 2 nætur. Gist á 4-5 stjörnu hótelum. Flogið frá Hong Kong til London og þaðan til Íslands. Frábært verð Kr. 269.900 á mann í tvíbýli Aukagjald fyrir einbýli Kr. 64.900 • Peking • Xian • Shanghai • Suzhou • Guilin • Hong Kong • Kínamúrinn • Forboðna borgin • Torg hins himneska friðar • Terracotta herinn GAGNSTÆTT mörgum kenn- ingum, er ofvirkni enginn nútíma menningarsjúkdómur því að tauga- læknir að nafni Heinrich Hoffmann í Frankfurt í Þýskalandi lýsti svip- uðum einkennum árið 1848. En svo virðist sem tíðni þessa sjúk- dóms fari vaxandi í vestrænum þjóð- félögum. Sjúkdóm- urinn er arfgengur og útbreiddasti tauga- sjúkdómur hjá börnum í Noregi, en þar er nú lögð mikil áhersla á að rannsaka eðli hans og orsök. Ofvirkir ein- staklingar með athygl- isbrest fá að öðru jöfnu meðferð með geðlyfjum eins og metylfenídati eða amfetamíni. Þar sem þessi efna- sambönd eru gjarnan misnotuð eru þau oft kölluð „dóp“ í daglegu tali, sem er mjög óheppilegt, þar sem sú nafngift stendur í vegi fyrir réttri notkun efnanna. „Dóp“, sem er tökuorð í íslensku, ætti aðeins að nota, þegar efni eru misnotuð. Talið er, að einkenni sjúkdómsins eigi sér ekki alltaf sálrænar orsakir. Samkvæmt kenningu svissneska barnalæknisins Professor dr. Kurt Baerlocher gæti verið um magn- esíumskort að ræða, sem alltof sjaldan er hugað að. Samkvæmt skoðun hans ætti þess vegna í upp- hafi að reyna magnesíumgjöf. Magnesíum er málmur, sem er til margra hluta nytsamlegur. En ekki er eins vel þekkt, að það er eitt af 50 frum- efnum, sem líkaminn þarfnast og verður að fá með fæðunni og eru lífsnauðsynleg á svip- aðan hátt og vítamín. Þessi frumefni ganga undir heitum eins og steinefni og snefilefni. Í líkama fullorðsins manns eru 20–28 grömm af magnesíum og af þeim eru 99% inni í frumunum, þar sem það stjórnar staf- semi hinna ýmsu gerhvatakerfa (ensímkerfa), en gerhvatar eru efni, sem stjórna hinum margvíslegu efnahvörfum líkamans svo sem myndun boðefnisins dópamín. Sum- ir vísindamenn telja, að magn- esíumneysla á Norðurlöndum sé of lítil og til dæmis hefur danska heil- brigðisstjórnin ákveðið 400 mg sem ráðlagðan dagskammt. Góðar magnesíumlindir eru grænt grænmeti (magnesíum er meðal annars í blaðgrænunni) og jurtir, kornmeti, kjöt og fiskur. Í nýlegri útgáfu Pharmazeutische Zeitung, tímariti þýskra lyfjafræð- inga, er greint frá tilraun með 230 ofvirk börn, þar sem náðist mjög góður árangur með því að gefa þeim 10 mmol af magnesíumasp- artati á dag. Börnin, sem tóku þátt í rannsókninni voru á aldrinum 4 til 12 ára og höfðu oft kvartað um ein- beitingarskort, mikla þreytu, kvið- verki, svefntruflanir eða höfuðverk. Í upphafi rannsóknar höfðu öll börnin minna en 0,76 mmol magn- esíum í blóði. 112 barnanna fengu síðan 5 mmol magnesíu-L-aspartat (Magnesiocard-R) tvisvar sinnum á dag í þrjár vikur. Til viðmiðunar fengu 118 börn 5 mmol samsvarandi kalsíumsalts 2 sinnum á dag. Báðar gjafir þoldust vel þannig að aðeins eitt barn í „magn- esíumhópnum“ og sex börn í „kalsí- umhópnum“ kvörtuðu um auka- verkanir, sem voru smávægilegar. Samkvæmt mati sjúklinga, for- eldra og barnalæknis var magn- esíumsaltið marktækt betra en kalsíumsaltið. Hjá 80,2% barnanna sýndi magn- esíumaspartat-meðferðin „mjög góða“ til „góða“ verkun, en hjá kalsíumaspartati var samsvarandi árangur 65,5%. Höfundar grein- arinnar telja, að 10 mmol magn- esíumaspartat á dag sé lágmarks- skammtur til þess að fá fram marktæka verkun. Vandamál samfélagsins Ofvirkni er ekki aðeins alvarlegur sjúkdómur, sem hrjáir einstaklinga og þeirra nánasta umhverfi. Sjúk- dómurinn hefur einnig samfélags- legar afleiðingar. Talið er, að 3–5% allra drengja þjáist af þessum sjúk- dómi, en tíðnin hjá stúlkum sé lægri. Um það bil 30% þeirra, sem dvelja í norskum fangelsum þjást af þessum sjúkdómi, einnig fjöldi þeirra, sem misnota ávana- og fíkni- efni. Námserfiðleikar hrjá þessa sjúklinga með afleiðingum, sem fylgja þeim alla ævi, ef ekki er að gert og fólk, sem hefur þennan sjúkdóm, er oftar viðriðið bílslys og þjáist oftar af þunglyndi en aðrir. Það er greinilegt, að lyf eins og metylfenidat (Ritalin, Concerta) og amfetamín hafa gagnleg áhrif á at- hyglisbrest og ofvirkni, en eins og öll lyf geta þau haft óæskilegar aukaverkanir. Auk þess taka fram- leiðendur þessara lyfja fram, að þau skuli ekki nota handa börnum, sem eru yngri en 6 ára, en samkvæmt áðurnefndri rannsókn er forsvar- anlegt að gefa 4 ára börnum magn- esíumsölt. Þau hafa, eftir því sem ég best veit, ekki verið mikið í um- ræðunni sem heppilegur valkostur, en hljóta að koma til greina, ef reynsla þeirra við nánari rann- sóknir verður eitthvað í líkingu við það, sem greint er frá í áðurnefndri tilraun. Ástæðan er sú, að magn- esíum er eðlilegur hluti mannslík- amans, það er mjög ódýrt, auka- verkanir eru hverfandi og það hefur verið notað í öðrum tilgangi áratug- um ef ekki öldum saman. En aðal- atriði er, að það er gagnlegt og skaðlaust. Enda þótt orsök þessa alvarlega sjúkdóms sé ekki þekkt, er vitað að heili þessara sjúklinga framleiðir of lítið af boðefninu dópamín. Ástæða þess kann að vera sú, að gerhvat- inn, sem hvetur myndun þess úr ákveðinni amínósýru er ekki nægi- lega virkur, en verður það, ef nægi- legt magnesíum kemst með blóði til myndunarstaðarins. Við það minnka sjúkdómseinkenni eða hverfa með öllu. Auk þess er talið að magnesíum hafi milda róandi verkun og þar sem það er hættulaust getur það að vissu marki komið í stað róandi lyfs. Orð í belg – fyrst magnesíum en síðan metylfenídat Vilhjálmur G. Skúlason fjallar um lyf og athyglisbrest ’Talið er að magnesíumhafi milda róandi verk- un og þar sem það er hættulaust getur það að vissu marki komið í stað róandi lyfs.‘ Vilhjálmur G. Skúlason Höfundur er prófessor emeritus í lyfjaefnafræði í HÍ. Í DAG er 16. Kvennahlaup ÍSÍ haldið. Allt frá upphafi hlaupsins, árið 1990, hefur verið kappkostað að hvetja konur til þátttöku í því og leggja stund á útiveru og hreyfingu. Margir koma að undirbúningi hlaupsins hverju sinni enda má fullyrða að hann hafi alltaf verið góður og umgjörð hlaupsins með ágætum og til fyr- irmyndar. Garðbæing- ar með UMF. Stjörn- una í fararbroddi hafa lagt metnað sinn í að standa þannig að þessum íþrótta- viðburði að hann sé eftirsóknarverður og þátttakendum eftirminnilegur. Hvað er svona eftirsóknarvert? Kvennahlaupið – ganga og skokk – er sniðið að þörfum kvenna, til- gangurinn að efla líkamsrækt kvenna. Það hvetur konur á öllum aldri til að koma saman, njóta sam- verustundar og hreyfa sig án þess að keppni sé í fyrirrúmi. Vega- lengdir hæfa getu og mismunandi aldri. Um allt land koma konur saman. Kvennahlaupið í Garðabæ hefur sáð fræjum um land allt – og þau hafa blómstrað vel! Öflug framkvæmd hlaupsins af hálfu ÍSÍ hefur eflt hlaupið á landsvísu og erlendis. Breyttar áherslur í líkamsrækt Ýmislegt hefur breyst frá því fyrsta hlaupið fór fram. Meiri áhersla er nú lögð á hollt mataræði og reglubundna og fjöl- þætta hreyfingu en áður var gert. Allir eiga helst að hreyfa sig dag- lega. Stafganga hefur rutt sér til rúms og náð vinsældum. Mikilvæg- ast er að líkamsrækt sé skemmti- leg. Það er lykillinn að reglubund- inni hreyfingu og að árangur skili sér. Einnig hefur andlegri líðan ver- ið meiri gaumur gefin í þessu sam- bandi. Hvatning Undirrituð hefur starfað við Kvennahlaupið frá upphafi og m.a. skrifað margar greinar í blöð í þeim tilgangi að hvetja konur til þátt- töku. Í dag hvet ég konur til að mæta. Ég hvet konur á öllu landinu til að vera með. Njótið þess að vera úti í íslensku sumri og vera með kynsystrum, vinkonum, frænkum, dætrum, mæðrum og ömmum! Bæt- um heilsu okkar með hreyfingu: Dagleg ganga er hressandi fyrir lík- ama og sál. Kvennahlaup – ganga og skokk Lovísa Einarsdóttir hvetur konur til að taka þátt í Kvennahlaupinu Lovísa Einarsdóttir ’Allir eiga helst aðhreyfa sig daglega‘ Höfundur er íþróttakennari og býr í Garðabæ. ÞAKRENNUKERFI á öll hús – allsstaðar Dalvegi 28 – Kópavogi Sími 515 8700 BLIKKÁS –

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.