Morgunblaðið - 13.06.2005, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 13. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
STARFSFÓLK og
stúdentar við Há-
skóla Íslands (HÍ)
mega ekki ganga út
frá því í kennslu eða í
óformlegri samskipt-
um að allir séu gagn-
kynhneigðir. Þetta
segir í nýlegri stefnu
háskólans gegn mis-
munun þar sem sett-
ar eru fram reglur
um að ekki megi mis-
muna fólki vegna
fötlunar, heilsufars,
kyns, þjóðernis,
trúarbragða eða ann-
ars. Í stefnunni kem-
ur einnig fram að
kennarar Háskóla Íslands eigi að
leitast við að nota námsefni þar
sem margbreytileiki mannlífsins
kemur fram.
Berglind Rós Magnúsdóttir,
jafnréttisfulltrúi HÍ, segir stefn-
una marka tímamóti í réttindabar-
áttu ýmissa minnihlutahópa. Hún
segir að til séu ákvæði um sam-
kynhneigða í hegningarlögum sem
banna mismunun og illmælgi í
þeirra garð. Þrátt fyrir ítrekaða
beiðni frá samtökum samkyn-
hneigðra þegar mannréttinda-
ákvæði stjórnarskrár-
innar var síðast
endurskoðað er kyn-
hneigð ekki nefnd þar
á nafn. „Það er auðvelt
að nefna eitthvað sem
við höfum aldrei þurft
að kljást við, eins og
t.d. trúarbrögð sem
hafa ekki verið ágrein-
ingsefni fyrr en
kannski á allra síðustu
árum.“
Ekki réttlætt með
vísun til trúar
Berglind segir að
það hafi borist athuga-
semdir frá nemendum
skólans, t.a.m. vegna ummæla sem
hafa fallið í kennslustundum. M.a.
hafi nemandi verið með yfirlýs-
ingar um að samkynhneigð væri
óeðlileg og sótt skýringar sínar í
trúarsetningar. Í stefnunni er sér-
staklega tekið fram að mismunun
verði ekki réttlætt þótt unnt sé að
styðja hana með vísun til trúar-
setninga.
Sérstakur kafli í stefnunni
fjallar um fötlun. Lögum sam-
kvæmt á Háskólinn að tryggja að
byggingar séu aðgengilegar fyrir
hreyfihamlaða en þær eru það
ekki allar í dag. Aðgengi að að-
albyggingu er t.d. mjög slæmt,
rampurinn er alltof brattur og
lyftan ekki nógu stór fyrir stærri
hjólastóla.
Stöðugt unnið að
bættu aðgengi
Berglind segir að Háskólinn sé
stöðugt að vinna að bættu aðgengi
en þróunin sé alltof hæg. „Það er
verið að brjóta á þessum hópi á
hverjum degi. Ekki bara í HÍ
heldur í alltof mörgum opinberum
byggingum. Þetta er ekki bara mál
Háskólans heldur ríkisstjórnarinn-
ar og landsins í heild,“ segir Berg-
lind en bendir á að svona lagfær-
ingar séu ofboðslega dýrar og að
háskólinn hafi lítið fjármagn í við-
hald og breytingar á byggingum.
„Mér finnst eins og það sé verið að
hegna honum fyrir að vera elsti
háskólinn í landinu. Þegar flestar
þessarar bygginga voru reistar var
ekki gert ráð fyrir hreyfihömluðu
fólki. Hann þarf því meira fjár-
magn en aðrir skólar til að vinna
að þessum málum, ekki síst þar
sem hann er í huga flestra eins
konar þjóðskóli“ segir Berglind.
Stefnuna í heild sinni má nálgast á
heimasíðu jafnréttisnefndar Há-
skólans: http://www.hi.is/page/
jafnrettismal
Mega ekki
ganga út frá
gagnkynhneigð
Morgunblaðið/Þorkell
Nýleg stefnumótun Háskóla Íslands gegn mismunun er talin marka tíma-
mót í réttindabaráttu ýmissa minnihlutahópa.
Berglind Rós
Magnúsdóttir
Umræðan
á morgun
FORSTJÓRI Lýðheilsustöðvar seg-
ist vonast til þess að þær fjárveitingar
sem stöðin fær verði í framtíðinni
ekki eyrnamerktar ákveðnum þáttum
í starfseminni, heldur verði stöðinni
gert kleift að nýta féð betur til þeirra
verkefna sem ríður á hverju sinni.
Fram kom í máli Önnu Elísabetar
Ólafsdóttur, forstjóra Lýðheilsu-
stöðvar, á nýlegum ársfundi stöðvar-
innar að samtals rúm 58% af þeim
fjárveitingum sem hún fær séu ætl-
aðar til fyrirfram skilgreindra verk-
efna. Þannig eru 33% fjárins ætlaður
til áfengis- og vímuvarna, rúm 20%
eyrnamerkt tóbaksvörnum og um 5%
ætlað geðrækt. Aðrir málaflokkar
deila svo með sér því sem eftir er af
fjárveitingunum.
„Við þessar aðstæður er okkur gert
erfiðara fyrir með að ná fram há-
marksnýtingu fjár, og því er það að
mínu mati mikilvæg forsenda árang-
ursríks starfs hjá Lýðheilsustöð að
breyta lagaumhverfinu í þá veru að
fjárveitingar séu ekki merktar ein-
stökum málaflokkum heldur séu þær
ætlaðar til forvarna- og heilsuefling-
arverkefna sem forgangsraðað er í
samræmi við heilbrigðisáætlun
hverju sinni,“ sagði Anna.
Málaflokkar skarast
Hún sagði það auðvelda alla sam-
þættingu rannsóknarstarfs ef hætt
verði að eyrnamerkja fé með þessum
hætti, enda skarist oft afmarkaðar
rannsóknir sem fjármagnaðar séu af
ákveðnum málaflokkum við aðra
málaflokka, og því gjarnan verið að
tvívinna hluta rannsókna með fé úr
mismunandi málaflokkum.
„Forvarnir og heilsuefling er risa-
stórt viðfangsefni sem lætur fátt
ósnortið og innbyrðis tengsl milli
málaflokka, eins og við skilgreinum
þá núna, eru mjög mikil og víðtæk.
Það er sjaldnast að einstaklingur hefji
neyslu á fíkniefnum upp úr þurru,“
sagði Anna.
„Áður hefur hann í flestum tilfell-
um byrjað á því að reykja, hefur ef til
vill átt við andlega vanlíðan að stríða,
síðar hefur hann prófað áfengi og allt
þetta leiðir því miður stundum til
neyslu ólöglegra vímuefna með þeim
hrikalegu afleiðingum sem því fylgja
s.s. auknar líkur á þunglyndi og þar
með á sjálfsvígum, auknar líkur á of-
beldi og svo framvegis. Heilsu og líð-
an má líkja við keðju samsettri úr
mörgum hlekkjum þar sem hver
hlekkur tengist og hefur áhrif á ann-
an.“
Hætt verði að
eyrnamerkja
fjárveitingar
LEIKSKÓLINN Berg á Kjal-
arnesi hlaut umhverfismerkið
Grænfánann á föstudaginn en um
er að ræða umhverfismerki sem er
tákn um góða fræðslu- og umhverf-
isstefnu í skólum. Leikskólinn
Berg er þriðji leikskólinn í Reykja-
vík sem hlýtur þessa viðurkenn-
ingu.
Í fréttatilkynningu frá Land-
vernd segir m.a. að við hönnun og
efnisval í leikskólanum Berg á
Kjalarnesi hafi sérstaklega verið
tekið tillit til umhverfisvernd-
arsjónarmiða og við rekstur skól-
ans og mótun uppeldisstefnu hafi
umhverfisvernd og umhverf-
ismennt verið höfð að leiðarljósi.
Þá tók leikskólinn þátt í verkefni
Landverndar ,,skólar á grænni
grein“ og skilaði í vor skýrslu um
starf sitt. Í kjölfarið var gerð út-
tekt á skólanum sem leiddi í ljós að
hann verðskuldaði Grænfánann.
Að baki Grænfánanum stendur
sjálfseignarstofnunin Foundation
for Environmental Education
(FEE) en Landvernd á aðild að
FEE og hefur umsjón með Græn-
fánanum á Íslandi. Verkefnið nýtur
stuðnings bæði menntamálaráðu-
neytis og umhverfisráðuneytis.
Umhverfisráðherra, Sigríður Anna Þórðardóttir, og framkvæmdastjóri
Landverndar, Tryggvi Felixson, færa leikskólanum Grænfánann.
Leikskólinn Berg
hlaut Grænfánann
♦♦♦
daglegt
málþing
þjóðarinnar
Blönduós | Knattspyrnudeild Hvat-
ar á Blönduósi hélt Smábæjarleik-
ana í knattspyrnu í annað sinn um
helgina. Til leiks mættu knatt-
spyrnulið yngri aldursflokka, bæði
stúlkna og pilta, frá sjö sveit-
arfélögum víða að af landinu. Upp-
haflegur tilgangur þessa móts var að
yngri kynslóð knattspyrnumanna
frá smærri sveitarfélögum gæti att
kappi á jafnréttisgrundvelli. Hefur
þetta fyrirkomulag mælst svo vel
fyrir að félagslið frá stærri byggð-
arlögum hafa óskað eftir keppn-
isrétti fyrir þau lið sem minna fá að
keppa á stórmótum. Mótið tókst í
alla staði vel og veðrið lék við kepp-
endur og mótsgesti.
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Þátttakendur skemmtu sér vel og
sýndu oft stórgóð tilþrif á vellinum.
Smábæjarleik-
ar á Blönduósi