Morgunblaðið - 13.06.2005, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 13. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Ekki eru allir sammála þeirri áherslu
LSH að útskrifa sjúklinga fyrr en áð-
ur og telja að önnur úrræði skorti þótt
efling göngudeildarþjónustu og
sjúkrahústengdrar heimaþjónustu sé
vissulega til bóta. Tengist það m.a.
umræðu um hvert hlutverk LSH eigi
að vera í heilbrigðiskerfinu og hvern-
ig samstarfi við heilsugæsluna og fé-
lagsþjónustuna eigi að vera háttað.
Biðlistarnir styttast
Góður árangur hefur náðst í að
stytta biðlista sjúklinga eftir aðgerð-
um undanfarin ár. Nú er þannig kom-
ið að í mörgum sérgreinum skurð-
lækninga er engin bið og í öðrum
eðlileg eða viðunandi. Flestir eru á
biðlista eftir skurðaðgerð á augasteini
og nemur biðin að jafnaði rúmum átta
mánuðum. Þörfin fyrir þessar aðgerð-
ir fer vaxandi og þrátt fyrir fjölgun
aðgerða hefur ekki náðst að stytta
biðlistann að neinu marki. Engin bið
er eftir aðgerðum vegna krabba-
meina eða bráðra sjúkdóma.
Bið eftir kransæðaaðgerð er stutt,
eða um hálfur mánuður. Hins vegar
er bið eftir hjartaþræðingu hjá
hjartadeild LSH nokkuð löng og í maí
áttu 69 af þeim 200 sem biðu eftir
hjartaþræðingu von á því að þurfa að
bíða lengur en þrjá mánuði. Um
þennan ákveðna biðlista hefur verið
deilt í fjölmiðlum og hefur LSH
brugðist við með því að fjölga hjarta-
þræðingum. Eftirspurn eftir hjarta-
þræðingum og kransæðavíkkunum
hefur aukist umtalsvert á síðustu ár-
um og má nefna að á síðustu fimm til
sex árum hefur hjartaþræðingum á
LSH fjölgað um rúm 30% og krans-
æðavíkkunum enn meira.
Í maí í ár biðu 107 einstaklingar á
LSH eftir varanlegri vistun utan
sjúkrahússins. Þó að dregið hafi úr
fjölda þeirra einstaklinga, sem hafa
lokið meðferð á sjúkrahúsinu en hafa í
engin hús að venda, er það mat
stjórnenda að ástandið sé engan veg-
inn viðunandi. Þetta séu einstaklingar
sem séu betur komnir utan sjúkra-
hússins. Að auki bíða margir eftir bú-
setuúrræðum á vegum félagsþjónust-
unnar. Þá skapist flöskuháls, því
sjúklingarnir taka rúm sem annars
gætu nýst öðrum sem þurfa á sjúkra-
húsþjónustu að halda. Mikil vinna fer
í það hjá starfsmönnum LSH að út-
vega þessum einstaklingum viðun-
andi úrræði.
Benti einn viðmælandi Morgun-
blaðsins á að í Svíþjóð þyrftu sveita-
félög sjúklinganna að greiða fyrir
dvöl þeirra á sjúkrahúsinu eftir að
meðferð þar lýkur. Hefur það nánast
þurrkað út þann vanda sem við
glímum við hér. Dýrara væri fyrir
sveitarfélögin að borga sjúkrahús-
reikninga en að útvega pláss annars
staðar fyrir sjúklingana.
Eðlileg aukning útgjalda
Anna Lilja segir eðlilegt að heil-
brigðisútgjöld aukist að einhverju
marki í takt við fólksfjölgun og
breytta aldurssamsetningu þjóðar-
innar. Þá eiga tækniframfarir og ný
og dýr lyf einnig stóran þátt, hægt er
að gera fleiri aðgerðir nú en áður og
lífaldur er sífellt að lengjast. Hún seg-
ir ekki rekstrarvanda á LSH í þeim
skilningi að útgjöldin þenjist út ár frá
ári. Þvert á móti hafi útgjöld á LSH á
föstu verðlagi staðið í stað undanfarin
ár en taka þarf tillit til fjölgunar þjóð-
arinnar, og þá sérstaklega í röðum
aldraðra, þegar fjárlög eru unnin.
„Þetta er góður árangur ef tekið er
mið af því sem fræðin segja um
tækniframfarir og aukna eftirspurn,“
segir Anna Lilja. Miðað við þetta hafi
stjórnvöld fengið þann sparnað út úr
sameiningu sjúkrahúsanna sem
stefnt var að. Ekki hafi orðið áfram-
haldandi hækkun á útgjöldum sjúkra-
hússins.
„Landspítalinn er eini hátæknispít-
alinn í landinu, hann er endastöðin,“
segir Anna Lilja. „Hér er flóknasta og
sérhæfðasta þjónustan. Aldraðir
þurfa talsvert meiri heilbrigðisþjón-
ustu en yngra fólk eins og allir vita.
Eftirspurnin eftir þjónustunni eykst
af þessum sökum með hverju árinu
sem líður.“
Þá hafa tækniframfarir í læknavís-
indum einnig áhrif. Nú er hægt að
laga ský á auga með augnsteinaað-
gerð svo dæmi sé tekið sem var ekki
hægt hér áður fyrr. Að auki voru
skurðaðgerðir iðulega af þeirri stærð-
argráðu að þeir sem voru mjög veikir
fyrir eða gamlir gátu ekki farið í þær.
„Nú gerir tæknin okkur kleift að gera
aðgerðir með mun minna inngripi inn
í líkamann,“ bendir Anna Lilja á.
„Fólk liggur stutt inni og er komið í
vinnu fljótt. Í staðinn fyrir að áður
fyrr var þetta margra vikna meðferð.
Það er fyrir tilstilli tækninnar að við
getum gert meira fyrir fleiri. Þetta er
þjóðhagslega hagkvæmt í heildina þó
að kostnaður heilbrigðiskerfisins auk-
ist þessu samhliða.“
En uppsafnaður halli gerir rekstur
LSH erfiðan. „Greiðslustaða spítal-
ans er því afar erfið sem gerir það að
verkum að við þurfum að greiða um-
talsverða fjármuni í dráttarvexti
vegna vanskila við birgja,“ segir Anna
Lilja. Ekki er svigrúm til að spara það
mikið til viðbótar í rekstri sjúkrahúss-
ins að hægt verði að greiða hallann
upp með fjármunum af fjárlögum.
Þessi slæma staða hefur óneitan-
lega komið við spítalann í samskipt-
um við birgja. Spítalinn hefur vissu-
lega sterka stöðu á markaðnum en
birgjar hafa hótað því að hætta að af-
greiða vörur til LSH. Enginn hafi þó
látið verða af því. Þá halda margir því
fram að spítalinn fái ekki besta mögu-
legt verð vegna þessa.
Erfiður niðurskurður
Árið 2004 var erfitt fyrir Landspít-
alann. Stjórnvöld kröfðust sparnaðar
í starfsemi sjúkrahússins. Var gerð
krafa um að skera niður í rekstri um
1,4 milljarða króna en kröfunni var
skipt á tvö ár. Hljóðaði því heildar-
krafan upp á um 3% samdrátt en á
3
4 !
' *(' 2
2
%'
(' ' ' '(
!(%(
3 %
!(
,' '(
)
(%#
4 1'(!
&
(%# !(!
5 (('
' '(
% 5 (('
' '(
"'
,' '(
(
4 6!
(%%%
'
' '(
%
& (
7' %+
' '(
,' '(
4"' !
( (
8 &%
!
!
A41 A42 A43 A41 A42 A43 A41 A42 A43 A41 A42 A43 A41 A42 A43 A41 A42 A43 A41 A42 A43 A41 A42 A43 A41 A42 A43 A41 A42 A43
5
!6
758' (' $
)::
0444 044. 0440 0441 0442
)
) )
)
)
=
%(%
044. 0440 0441 0442
9:5;
' (' $
#:/
14
03
04
.3
.4
43
4
9%% %
!:2
Legurúmum hefur fækkað á LSH um 31% frá sameiningu og legudög-
um þar af leiðandi líka. Sjúklingar sem áður voru lagðir inn á LSH eru
nú margir hverjir sendir heim eftir rannsóknir og meðferðir og sinnt á
göngu- og dagdeildum en sú þjónusta hefur verið efld á sjúkrahúsinu
undanfarin ár. Þetta hefur m.a. orðið til þess að fækka legudögum. En
ýmislegt annað kemur til.
Aðgerðir og meðferðir sjúklinga hafa breyst hratt undanfarin ár.
Með nýrri tækni er t.d. mögulegt að framkvæma aðgerðir á fólki með
því að gera fimm göt á kviðinn í stað holskurðar áður. Sjúklingar eru
því fljótari að jafna sig eftir aðgerðir en áður. Þá hafa hugmyndir um
meðferð þeirra eftir aðgerð einnig breyst. Hjúkrunarfræðingur sem
Morgunblaðið ræddi við bendir á að ekki sé langt síðan sjúklingar áttu
helst að liggja í rúminu í marga daga þar til þeim var loks leyft að fara
á fætur. Það er liðin tíð. Nú hefur áhersla á hreyfingu sjúklinga og holl-
an mat orðið til þess að þeir ná sér fyrr og þar með fækkar legudögum.
Legudögum fækkar