Morgunblaðið - 13.06.2005, Blaðsíða 1
Fasteignir | Útsýnisíbúðir við Perlukór 50 Búmanna-
íbúðir við Grænlandsleið Íþróttir | KR-ingar lágu 2–1 í Eyj-
um Hvít-Rússar lagðir með 9 marka mun
STJÓRNVÖLD eru ekki enn tilbúin að breyta fjár-
mögnun Landspítala – háskólasjúkrahúss frá föst-
um fjárlögum yfir í afkastatengdar greiðslur. Þau
óttast óhefta framleiðslu- og kostnaðaraukningu í
kjölfarið. Búið er að kostnaðargreina alla starfsemi
sjúkrahússins en heilbrigðisráðherra segist ekki
eiga von á því að tekið verði tillit til hennar við af-
greiðslu næstu fjárlaga. Með innleiðingu svokallaðs
DRG-kerfis og kostnaðargreiningu á þjónustu
sjúkrahússins, sem unnin er samhliða, er hægt að
mæla afköst og kostnað, hvað hvert læknisverk
kostar og þar með hver deild og hvert svið.
„En stjórnvöld hafa enn ekki verið tilbúin að
breyta fjármögnunarkerfinu þannig að fjárframlög
verði reiknuð út frá DRG-kostnaðargreiningu,“
segir Anna Lilja Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri
fjárreiðna og upplýsinga á LSH.
Stjórnendur sjúkrahússins telja að fjármögnun
hafi ekki verið breytt vegna þess að stjórnvöld telji
þá hættu á að framleiðslan verði óheft og að kostn-
aður rjúki upp. Anna Lilja segir þetta óþarfa
áhyggjur. Vel sé hægt að stýra framleiðslunni. En
með fjármögnun sem tengist beint verkefnum heil-
brigðisþjónustunnar sé það hins vegar á valdi
stjórnvalda að ákveða verkefnin. „Með þessu móti
eru yfirvöld orðin upplýstir kaupendur – þetta yrði
ekki aðeins ein föst tala sem þeir hefðu litla stjórn á
hvað gert yrði við.“
Magnús Pétursson, forstjóri LSH, segir að lengi
hafi verið sagt að spítalinn hefði ekki nægilega góða
skilgreiningu á kostnaðinum, en nú eigi þau sjón-
armið ekki við. „En íslensk stjórnvöld eru hikandi.
Ég held að skýringin sé sú að þegar farið verður að
greiða eftir afköstum haldi þau að það verði áhlaup
á fjárveitingavaldið. En þetta er ekki nauðsynlega
þannig því umfjöllun um þjónustuna breytist í þá
átt að fjárveitingavaldið og spítalinn munu semja og
ákveða sameiginlega hve mikla þjónustu skuli veita
árlega.“
Afrakstur DRG-kostnaðargreiningar spítalans
hefur verið kynntur heilbrigðisráðherra og fjár-
málaráðherra. Jón Kristjánsson heilbrigðisráð-
herra segir að skoða verði hvenær og með hvaða
hætti kostnaðargreiningin verði nýtt við útreikn-
inga á fjármögnun spítalans. „Nú liggur fyrir að
skoða hvenær og með hvaða hætti DRG-greiningin
verði nýtt,“ segir Jón. „Ég sé fyrir mér að ef við tök-
um þetta upp þá verði fjármögnunin blönduð. En
þetta er verkefni sem þarf að skoða í fullri alvöru.“
Hægt að breyta fjármögn-
un strax að mati LSH
Stjórnvöld/14–18
Eftir Sunnu Ósk Logadóttur
sunna@mbl.is
KOSTNAÐUR vegna kennslu og
rannsókna á Landspítala – há-
skólasjúkrahúsi var milljarður á
síðasta ári. Um 1.100 nemendur
voru þar í klínísku námi eða
starfsþjálfun. Kennslan er fjár-
mögnuð af framlögum til reksturs
spítalans og fellur því undir heil-
brigðiskostnað. Stjórnendur LSH
vilja að kostnaðurinn verði í fram-
tíðinni greiddur af mennta-
málaráðuneyti.
Nauðsynlegt var að meta kostn-
að við kennslu og rannsóknir því
ekki er hægt að breyta fjár-
mögnun spítalans frá föstum fjár-
lögum og yfir í afkastatengdar
greiðslur eins og stefnt er að,
nema að taka þennan kostnað sér-
staklega út.
Milljarður í
kennslu og
rannsóknir
París. AFP. AP. | Florence Aubenas, franskur blaða-
maður sem hafði verið í haldi mannræningja í Írak í
fimm mánuði, kom til síns heima síðdegis í gær.
Aubenas lenti á flugvellinum í Villacoublay, vestur
af París, við mikinn fögnuð þeirra sem þar biðu
hennar. Fremst í flokki var móðir hennar ásamt
fleiri fjölskyldumeðlimum og forseta landsins, Jacq-
ues Chirac.
Aubenas var rænt
ásamt íröskum túlki
sínum, Hussein Han-
oun al-Saadi, í Bagd-
ad, þann 5. janúar síð-
astliðinn. Hún segir
mannræningjana hafa
geymt þau í kjallara
og að yfirleitt hafi þau
verið bundin þannig
að þau gátu sig lítið
hreyft, auk þess sem
bundið var fyrir aug-
un á þeim. Al-Saadi
kom einnig til síns heima í gær og þar var honum
fagnað af konu sinni og þremur ungum börnum.
Aubenas var lúin en geislaði af gleði að sögn
blaðamanna sem hún ávarpaði á flugvellinum. Hún
sagðist á síðustu vikum hafa fengið að sjá franskt
sjónvarp og varð hún hrærð yfir fréttum þar sem
verið var að telja dagana sem hún hafði verið í haldi.
„Það er gleðilegt að sjá slíkt þegar maður liggur í
hnipri á gólfinu,“ sagði Aubenas, „þess vegna er mér
svo mikilvægt að þakka öllum hér“. Þegar blaða-
menn spurðu hana hvernig henni liði við heimkom-
una, hló hún og svaraði: „miklu betur“.
Þrátt fyrir langa vist hjá mannræningjunum beið
Aubenas ekki skaða af veru sinni í haldi þeirra. Hún
ætlar sér nú að verja tíma utan sviðsljóssins í faðmi
fjölskyldunnar. Móðir hennar, Jaqueline Aubenas,
sagði við blaðamenn um atburði gærdagsins: „Ég
hélt að ég hefði vitað allt um hamingjuna. En það var
ekkert. Nú veit ég hamingjan er miklu betri en ég
hélt.“
Líður
„miklu
betur“
Florence Aubenas í faðmi
móður sinnar, Jacqueline,
við heimkomuna.
Franskur blaðamaður laus
úr haldi mannræningja
MENNINGARHÁTÍÐ Seltjarn-
arness lauk í gærkvöldi með
því að útilistaverkið Kvika eft-
ir Ólöfu Nordal var vígt að
viðstöddu fjölmenni. Verkið
stendur á Kisuklöppum í fjör-
unni við Norðurströnd og þar
geta gestir og gangandi dýft
menningarnefndar Seltjarn-
arness, vígðu listaverkið og
létu vel af fótabaðinu í volgu
vatninu.
fæti í það, ef svo má að orði
komast. Jónmundur Guð-
marsson bæjarstjóri og Sól-
veig Pálsdóttir, formaður
Morgunblaðið/Árni Torfason
Útilistaverk vígt með fótabaði
Washington. AFP. | Bandarískur þingmaður,
sem var á sínum tíma í forsvari fyrir því að
franskar kartöflur yrðu kallaðar frelsis-
kartöflur (freedom fries) í mötuneytum op-
inberra bygginga í Washington hefur snúist
gegn stríðinu í Írak. Walter Jones, sem er
þingmaður Repúblikanaflokksins, berst nú
fyrir því að hersveitir Bandaríkjamanna verði
kallaðar heim úr stríðinu.
Árið 2003 var hans hins vegar harður
stuðningsmaður stríðsins og krafðist þess að
orðalagi yrði breytt á matseðlum í mötu-
neytum Washington þannig að franskar
kartöflur yrðu kallaðar frelsiskartöflur. Átti
það að vera táknræn aðgerð til að lýsa
óánægju með Frakka sem ekki studdu stríð-
ið.
Jones segist hafa tekið sinnaskiptum í
málinu þegar hann sótti jarðarför hermanns,
þriggja barna föður, sem fallið hafði í stríð-
inu. „Sú reynsla hefur búið í hjarta mér síð-
an,“ segir hann. „Þegar ég hugsa um þá sem
hafa fallið, næstum 1.700 manns, auk þeirra
12.000 sem hafa særst, þá finn ég til.“ Að
auki segir Jones búið að sanna að forsendur
stríðsins, að Írakar gætu búið til gjöreyðing-
arvopn, hafi ekki átt við rök að styðjast.
Frelsiskartöflu-manni snýst hugur
STOFNAÐ 1913 158 . TBL. 93. ÁRG. MÁNUDAGUR 13. JÚNÍ 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Bersögull
Bubbi
Dómur Arnars Eggerts um plötu-
tvennu söngvaskáldsins | Menning
Fasteignir og Íþróttir í dag