Morgunblaðið - 13.06.2005, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.06.2005, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. JÚNÍ 2005 25 UMRÆÐAN BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÞEIR, sem þekkja til íslenskrar miðaldasögu vita hve torvelt hefur verið að ráða í gátur hennar sökum þess hve heimildir eru brota- kenndar og óljósar enda oft aðeins til í misjöfnum uppskriftum skráð- um löngu eftir atburðina. Eitt af því sem óljóst hefur verið er hvar þeir bjuggu ættmenn þeir, sem þekktir eru af heimildum undir kenningar- eða ættarnafninu Hólmur. Raunar er þó óljóst hvort nafnið var nokk- urn tíma formlegt ættarnafn hjá þeim karllegg eða hvort það varð það hjá seinni tíma afriturum skjala og sagna uns það komst loksins í prentuð rit á 19. og 20. öld. Ættbog- inn sem við þekkjum fyrst með Hólmsnafninu hófst til vegs með Ív- ari Jónssyni riddara um 1280 en hæst náði auður og völd þessara ættmenna með hirðstjórunum Ívari Vigfússyni (d. 1371), syni hans Vig- fúsi (d. um 1419) og Ívari yngsta (d. 1433). Þegar Jón Þorkelsson gaf út III. bindi fornbréfasafnsins, lét hann þess getið í stuttum skýringum með skjölum er snertu Vigfús, að Hólm- ur sá er Ívar Jónsson og afkom- endur hans kenndu sig við, væri e.t.v. Hólmur í Leiru, líklega vegna Kirkjubólsbrennu 1433. Hólmur í Leiru var full boðleg jörð hvaða höfðingja sem var en hann lá of fjarri þeirri valdamiðstöð sem var að verða til í Viðey á 13. og 14. öld. Sunnan úr Leiru var lang- ræði of mikið til kaupskipahafnanna í Hvalfirði og inn við Sund eða í Hafnarfirði til að höfðingjar á borð við þá feðga hefðu þar veruleg not af. Þeir hlutu því að búa nær þess- um kauphöfnum enda komu hirð- stjórar iðulega nærri afgreiðslu kaupskipa og voru oft í utanferðum sjálfir. Af skjölum Viðeyjarklausturs frá 13. og 14. öld má ráða að þá var uppi ákveðin tilhneiging klausturs- ins til tengsla við næstu nágranna þess fremur en aðila í fjarlægð þótt klaustrið ætti þó rekaítök á útnesj- um. Samþjöppun auðs og valds inn við Sund var þá hafin. Þess vegna gáfu klausturmenn út bréf 1280 um það að allir fullgildir bændur á svæðinu frá Botnsá í Hvalfirði að Hafnarfjalli ættu að gjalda klaustr- inu osta og smjör í toll klaust- urbræðrum til viðurværis. Til að innheimta þennan toll setti ábótinn í Viðey Ívar Jónsson, sem kallaður er Ívar Hólmur, m.a. í Sturlungu. Taldist hann umboðsmaður klaust- ursins sunnan Skarðsheiðar. Hann hefur því sjálfur haft tekjur af þess- ari tollheimtu eins og nokkurs kon- ar léni. Væntanlega hefur Ívar Jónsson séð um að flytja ostinn og smjörið til skips og koma því til Við- eyjar. Af Akranesi var best að koma slíkum varningi frá tveimur stöðum: Frá Skipaskaga og Hólmi. Hólmur lá þó betur við ferðalögum af landi og sjó og þaðan var forn sjóleið yfir til Saurbæjar, eins og sést af Sturl- ungu eða suður til Sundanna. Sá sem réði Hólmi hafði og í hendi sér ferðalög og flutninga af nær öllu Vesturlandi og nesjum suður. Því lá beinast við að sjálfur umboðsmaður Viðeyinga, Ívar Jónsson byggi þá á Innra-Hólmi, á sínu tollheimtu- svæði. Þannig ályktaði ég þegar ég skoðaði bréfið frá 1280 þar sem toll- heimta Viðeyinga var boðuð á svæð- inu sunnan Skarðsheiðar. Jafnframt varð ljóst af fornbréfasafni að Hólmur á Akranesi var í eigu Þor- varðs Erlendssonar lögmanns 1508 er hann kvæntist Kristínu Gott- skálksdóttur, en Þorvarður var af- komandi Ívars Jónssonar og varð ekki betur séð en að jörðin Hólmur hefði verið í eigu þeirra ættmenna alla tíð til þess er Þorvarður gaf Kristínu kost á að eignast Hólm eða Saurbæ á Kjalarnesi í „tilgjöf“ eins og það er kallað í kaupmála þeirra. Þorvarður var sjöundi maður frá Ívari umboðsmanni og eftir þessu virðist Hólmur hafa verið í eigu sömu ættar frá um 1280 til 1508. Margrét, systir Ívars yngsta, virðist hafa erft jörðina eftir Vigfús föður þeirra, sem dó um 1419. Tilgáta Jóns Þorkelssonar um að kenning- arnafnið Hólmur sé e.t.v. dregið af Hólmi í Leiru fær því varla staðist, nafnið er dregið af Innra-Hólmi, sem var eitt helsta höfðingjasetur landsins á þessum tíma. SKÚLI ÞÓR MAGNÚSSON, Aðalgötu 6, Keflavík. Var Ívar hirðstjóri frá Innra-Hólmi? Frá Skúla Þór Magnússyni:GEÐSJÚKIR sem náð hafa tök- um á lífi sínu hafa flestir átt að- standendur sem stutt hafa við bak- ið á þeim og aðstoðað þá við að halda lífsgæðum þrátt fyrir sjúk- dóm. Aukin þekking og stuðningur við aðstandendur skilar sér því margfalt. Nú á tímum er mikill þrýstingur á að útskrifa skjólstæð- inga sem fyrst en ekki er tekið til- lit til þess álags sem fylgir því að vera með veikan einstakling heima. Það er ekki einangrað fyrirbæri þegar einn í fjölskyld- unni veikist og dettur út úr hringiðu mann- lífsins. Það hefur áhrif á alla fjölskylduna. Fjárhagur riðlast, samskiptin breytast, systkini geta orðið út- undan eða gleymst og ný vandamál verða til. Tengsl milli hjóna geta rofnað og endað með skilnaði. Rann- sókn, sem gerð var í Svíþjóð, sýndi að 60% aðalumönnunaraðila geðklofasjúklinga end- uðu sjálfir sem sjúklingar síðar á lífsleiðinni. Stuðningsnet flestra er yfirleitt um 7–14 manns. Þegar fólk á við langvarandi sjúkdóma að stríða fækkar stuðningsaðilum. Ef einstaklingur á við langvinnan geð- sjúkdóm að stríða bregst oft stuðningsnetið og oftast er aðeins móðirin eftir. Rannsóknir hafa sýnt að viðhorf og tilfinningaleg viðbrögð aðstand- enda hafa áhrif á bataferlið eftir að skjólstæðingar útskrifast af geðdeildum. Ef andrúmsloftið er fjandsamlegt eða hlaðið spennu, eykur það streitu. Góð aðlög- unarhæfni og streitustjórnun er hluti þess útbúnaðar sem geðsjúka skortir. Því er mikilvægt að leita allra leiða til að þeir fái tækifæri til að sýna getu sína. Aðstand- endur eru í lykilhlutverki við að aðlaga umhverfið, gera það ein- faldara, skipulagðara og skýrara. Aðstandendur þurfa fræðslu, stuðning og hvatningu til að geta nýtt þessa sérþekkingu sína. Bráðainnlögn á alltaf að vera lokaúrræði. Aukinni færni, sjálfs- virðingu og sjálfstrausti verður ekki komið í betra horf á þeim skamma tíma sem bráðainnlögnin varir. Ef vinna á fyrirbyggjandi starf þarf að efla úr- ræði sem taka fyrr á vanda fólks; þegar fólk byrjar að ein- angra sig og detta út úr vinnu eða skóla. Eftirfylgni þarf að vera úti í samfélaginu sjálfu þar sem mark- miðið er virkni og þátttaka sem miðar að því að ná aftur fyrri hlutverkum eða skapa ný til að byggja upp sjálfstraust og sjálfsvirðingu. Líf þess sem hald- inn er geðsýki er, á sama hátt og þeirra sem ekki þjást, stöðug tog- streita eigin þarfa og þarfa um- hverfisins. Það eru alltaf ein- hverjar hindranir sem koma í veg fyrir að við náum að fullnægja þörfum okkar. Við verðum að hliðra til með eigin kröfur, taka til- lit til annarra, gera samning innra með okkur og setja okkur skamm- tíma- og langtímamarkmið til að uppfylla drauma okkar. Við erum oftast með útbúnað í lagi sem hjálpar okkur við þetta. Streitu- stjórnun og varnarhættir eru t.d. bráðnauðsynlegur útbúnaður til að viðhalda sjálfstrausti og sjálfsvirð- ingu, án þeirra yrði lífið óbærilegt. Auka þarf fjölbreytni í þjónustu og bjóða upp á nálganir sem grípa fyrr inn í, og miðast að því að finna styrkleika og ný tækifæri bæði í einstaklingnum og í um- hverfinu sjálfu. Í slíka vinnu þarf fjölbreytilega starfskrafta, sem setja sér það markmið að ryðja úr vegi hindrunum með sama dugnaði og metnaðarfullir ungir athafna- menn hasla sér völl. Lífið sjálft er í samfélaginu þar sem við búum, vinnum, lærum og sinnum okkar hlutverkum. Geðsjúkir og fleiri hópar með skerta færni þurfa að- stoð á vettvangi. Aðstandendur eru hluti nánasta umhverfis og þeirra hlutverk í bata eru því afar mik- ilvæg. Þjónustan við geðsjúka í samfélaginu verður aldrei byggð upp af neinu viti nema með þátt- töku aðstandenda og notenda sem hafa reynslu af þjónustunni. Vinir, kunningjar, samstarfsmenn og ættingjar eru hluti af stuðnings- neti sem hefur áhrif á heilsu og einn þáttur aðstoðarinnar er að virkja stuðningsnetin. Heilsugæslan ætti að vera vett- vangur nýsköpunar. Örlítill vísir að þverfaglegri nálgun innan heilsu- gæslunnar hefur orðið upp á síð- kastið og því ber virkilega að fagna. Heilsugæslan er vettvangur þar sem á að vera hægt að grípa strax inn í ef fólk er á leiðinni að detta út úr vinnu eða skóla. Hún er líka vettvangur fyrir fyrirbyggj- andi vinnu, eftirfylgni, fjölskyldu- starf og notendaáhrif. Innan heilsugæslunnar verða þó engar breytingar sem máli skipta á næstu áratugum ef menn treysta sér ekki til að skoða stjórnfyr- irkomulag og hugmyndafræði hennar. Það skilar sér ekki í þjón- ustunni ef þverfagleg sýn og not- endasýn er aðeins stunduð neðst í valdapíramídanum. Hugmynda- fræðin þarf að speglast frá ákvarð- anatöku á stjórnsýslustigi niður á vettvang. Ég fagna umræðunni um heilbrigðismál sem verið hefur síð- ustu misseri. Stjórnmálamenn myndu taka minni áhættu ef þeir veðjuðu ekki öllu fjármagninu á sömu úrlausnirnar í mismunandi pakkningum. Mín von og trú er að innan ráðuneytanna finnist konur og karlar sem hafa kjark og þor til að brjótast úr viðjum vanans í stefnu heilbrigðismála. Aðstandendur geðsjúkra skipta máli Elín Ebba Ásmundsdóttir fjall- ar um batahorfur geðsjúkra ’Aðstandendur eruhluti nánasta umhverfis og þeirra hlutverk í bata eru því afar mikilvæg. ‘ Elín Ebba Ásmundsdóttir Höfundur er forstöðuiðjuþjálfi geðsviðs LSH og lektor við HA. Baðheimar ehf. Fosshálsi 1 110 Reykjavík Sími 525 0800 www.badheimar.is Handklæðaofnarl f r i . l i j í í i . i .i Allt að gerast á Austurlandi! Þann 17. júní fylgir Morgunblaðinu glæsilegur blaðauki um Austurland, landsfjórðung í örum vexti. Meðal efnis er mannlíf og menning, framtíðarsýn fjórðungsins, húsbyggingar og þróun fasteignaverðs, umsvif og atvinna, áhugaverðir staðir og margt fleira. Auglýsendur! Pantið fyrir kl. 16 þriðjudaginn 14. júní. Allar nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.