Morgunblaðið - 23.06.2005, Page 2
2 FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
MÁVAR VALDA HÆTTU
Hætta stafar af gríðarlegum
fjölda sílamáva við Keflavík-
urflugvöll, en um 37 þúsund mávar
eru á svæðinu yfir sumartímann í
þessu stærsta mávavarpi Íslands.
Hefur þeim verið gefinn lítill gaum-
ur þrátt fyrir að óhapp hafi orðið
þegar þota lenti í árekstri við máv og
varð að snúa við eftir flugtak árið
1974.
Hjónabönd samkynhneigðra
Öldungadeild Spánarþings felldi í
gær tillögu um lögleiðingu hjóna-
bands samkynhneigðra en full-
trúadeildin hafði áður samþykkt
hana. Nú fer tillagan aftur fyrir full-
trúadeildina og líklegt þykir að hún
verði samþykkt þar að nýju og verði
að lögum. Þá öðlast samkynhneigð
pör á Spáni sömu réttindi og gagn-
kynhneigðir til ættleiðingar.
Fara yfir til lögur
Fjárlaganefnd mun fara yfir til-
lögur Ríkisendurskoðunar um fram-
kvæmd fjárlaga í sumar eða síðsum-
ars, og efla eftirlit sitt með fram-
kvæmd fjárlaga. Þetta kemur í kjöl-
far greinargerðar stofnunarinnar
þar sem fram kemur hörð gagnrýni
á framúrkeyrslu ríkisstofnana.
Styðja leiðtoga Íraka
Leiðtogar áttatíu ríkja og al-
þjóðastofnana lýstu í gær yfir stuðn-
ingi við nýja stjórn í Írak, sem lýtur
forystu sjítans Ibrahims al-Jafaris.
Sérstök ráðstefna var haldin um
málefni Íraks í Brussel í gær.
Sjálfsvígum karla fækkar
Sjálfsvígum hefur fækkað mark-
tækt hjá körlum á síðustu þremur
árum þegar miðað er við árin þrjú á
undan en einnig þegar til lengri tíma
er litið. Lækkunin er mest og töl-
fræðilega marktæk hjá körlum 24
ára og yngri.
Y f i r l i t
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi,
orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju-
starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
!
"
#
$
% $ %$ %&
&%$
%$ %&
&
'() *
+,,,
$ % % &%$ %$ $% %&
$%$
%$&
% &% %$
%$ $% %&
Í dag
Fréttaskýring 8 Viðhorf 30
Erlent 15/18 Bréf 30
Minn staður 19 Minningar 31/39
Höfuðborgin 20 Hestar 40
Akureyri 20 Myndasögur 44
Suðurnes 21 Dagbók 44/46
Landið 21 Staður og stund 46
Daglegt líf 22 Leikhús 47
Neytendur 23/25 Bíó 50/53
Menning 26, 47/48 Ljósvakamiðlar 54
Umræðan 27/30 Veður 55
Forystugrein 28 Staksteinar 55
* * *
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
sýknaði í gær Landsvirkjun og ís-
lenska ríkið af kröfu landeigenda í
Reykjahlíð í Mývatnssveit, sem
kröfðust þess að fellt yrði úr gildi
rannsóknarleyfi og fyrirheit um for-
gang að nýtingarleyfi í landi
Reykjahlíðar sem iðnaðarráðherra
gaf út í maí 2002.
Um er að ræða nýtingu á jarðhita
í landi á Kröflusvæðinu, svonefnd-
um Sandabotna- og Gjástykkis-
svæðum í landi Reykjahlíðar.
Í niðurstöðu Héraðsdóms
Reykjavíkur segir m.a. að sam-
kvæmt lögum um rannsóknir og
nýtingu á auðlindum í jörðu sé ráð-
herra heimilt að hafa frumkvæði að
og/eða láta rannsaka og leita að
auðlindum í jörðu hvar sem er á
landi án tillits til þess hvort landeig-
andi hafi sjálfur hafið slíka rann-
sókn. Ennfremur segir dómurinn að
landeigendum hafi mátt vera ljóst,
jafnvel áður en þeir hafi gert ráð-
herra grein fyrir rannsóknafyrir-
ætlunum sínum, að Landsvirkjun
hafi haft hug á að gera rannsóknir á
umræddum svæðum. Því fellst dóm-
urinn ekki á að andmælaréttar
landeigenda hafi ekki verið gætt
eins og stefnandi hélt fram.
Um meint vanhæfi Valgerðar
Sverrisdóttur iðnaðaráðherra sagði
dómurinn að landeigendurnir
byggðu kröfu sína ekki á því að sá
einstaklingur er gegndi ráðherra-
embætti er leyfið var veitt hefði
verið í sérstökum tengslum við
Landsvirkjun, en ákvæði stjórn-
sýslulaga um hæfi stjórnvalds beri
að skýra svo, að þau séu bundin við
einstaklingana sem fara með emb-
ættin hverju sinni. Því verði van-
hæfi ráðherrans ekki reist á þessum
lögum.
Skúli Magnússon héraðsdómari
dæmdi málið. Jónas Aðalsteinsson
hrl. flutti málið fyrir stefnanda,
Skarphéðinn Þórisson ríkislögmað-
ur fyrir ríkið og Þórður Bogason
hdl. fyrir Landsvirkjun.
Ríkið og Landsvirkjun voru
sýknuð af kröfu Mývetninga
„ÉG ER búinn að vera með þetta á
heilanum í mörg ár ef ekki áratugi,“
segir Pétur Pétursson þulur um leit
sína að plakati eða „poster“ Roose-
velts Bandaríkjaforseta með loforði
um brottför Bandaríkjahers að
styrjöld lokinni, en Pétur hlaut á
dögunum 100 þúsund króna styrk úr
Þjóðhátíðarsjóði til leitar sinnar. Að
sögn Péturs voru plakötin hengd
upp víða um land þegar Bandaríkja-
her gekk á land 7. júlí 1941.
„Á þessu plakati var mynd af
Roosevelt forseta og bandaríska fán-
anum, en þar á milli stóð: „Ég heiti
því að bandaríski herinn fer héðan
strax og núverandi styrjöld lýkur til
þess að íslenska þjóðin geti búið
frjáls og óháð í sínu eigin landi.“
Þetta er að mínu viti afar markvert
og jafngildir Gamla sáttmála sem
Jón Sigurðsson forseti byggði sjálf-
stæðiskröfu Íslendinga á, því sam-
kvæmt þessu er
ljóst að Banda-
ríkjaforseti lítur
svo á að þjóð sé
ekki frjáls ef hún
er hersetin, jafn-
vel þó að það sé
með samningum
við vinsamlega
þjóð,“ segir Pét-
ur. Að sögn hans
eru heimildir fyrir því að eintak af
plakatinu hafi enn hangið uppi við í
Reykjavík tíu árum eftir að Banda-
ríkjaher gekk á land. Bendir hann á
að bæði íslensk söfn og bandarísk
hafi geymsluskyldu á opinberum
plöggum.
„Plakötin héngu lengi uppi við
víða um land, en svo skyndilega
hurfu þau. Spurningin er hvort ís-
lensk og bandarísk stjórnvöld hafi
sameinast um að eyða þessu plak-
ati,“ segir Pétur sem leggur nú drög
að Ameríkuferð í því skyni að hafa
uppi á plakatinu góða.
„Þetta er ævinlegt
sjálfstæðisplagg“
Pétur Pétursson
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
Vestmannaeyjar | FIMM vísindamenn
á tveimur bátum hófu í gær rann-
sóknir á hafsbotninum milli lands
og Eyja sem eiga að leiða í ljós
hvort möguleiki sé á gerð jarð-
ganga. Þeir hafa þegar lokið rann-
sóknum í Krossfjöru og niðurstöður
eiga að liggja fyrir í september
næstkomandi.
Karl Gunnarsson, Þorsteinn Eg-
ilson og Gunnar Hilmarsson, allir
jarðeðlisfræðingar hjá Íslenskum
orkurannsóknum, sögðu að ennþá
væri ekkert hægt að segja og það
væri Vegagerðarinnar að greina
frá niðurstöðum þegar þar að
kæmi. „Tilgangurinn er að rann-
saka möguleika á að gera bílagöng
til Eyja og kanna hvað er langt nið-
ur á fast berg og styrk þess og
gæði,“ sagði Gunnar.
Til þess eru notaðar bylgjubrots-
mælingar sem eru gerðar með
sprengingum. „Við erum á tveimur
bátum, Friðrik Jessyni sem Hafró á
og Lunda sem er í eigu Vals And-
ersen. Við sprengjum af öðrum
bátnum en hinn dregur á eftir sér
300 metra langan kapal sem nemur
hljóðið frá sprengjunum. Út frá því
getum við séð hvað djúpt er í gegn-
um setlögin niður á fast berg og
þéttleika þess.“
Þetta er seinni hluti rannsókn-
anna, fyrrihlutinn fór fram í Kross-
fjöru. „Þar gerðum við fyrst flug-
segulmælingar í þyrlu og svo
bylgjubrotsmælingar, og tilgang-
urinn er sá sami, að finna út hvað
langt er niður á fast berg.“
Sprengingar áttu að hefjast eftir
hádegi í gær.
Jarðgangarannsóknir
hafnar milli lands og Eyja
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Vísindamennirnir fóru á tveimur bátum frá Vestmannaeyjum í gær til rannsókna á hafsbotninum.
ÚTHLUTAÐ var samtals 4,1 milljón
króna úr Þjóðhátíðarsjóði við 28. út-
hlutun sjóðsins fyrir skemmstu. Í
skipulagsskrá sjóðsins er kveðið á
um að hlutverk hans sé að veita
styrki til stofnana og annarra aðila,
er hafi það verkefni að vinna að varð-
veislu og vernd þeirra verðmæta
lands og menningar sem núverandi
kynslóð hefur tekið í arf.
Samkvæmt upplýsingum frá
sjóðnum bárust alls 111 umsóknir
um styrki að fjárhæð um 62,6 millj-
ónir króna. Alls kom 4,1 milljón til
úthlutunar í ár og voru styrkþegar
32. Meirihluti styrkja nam á bilinu
100 til 150 þúsundum króna, en
hæsti styrkurinn, að upphæð 250
þúsund krónur, féll í hlut Ríkisút-
varpsins til afritunar og skráningar
á elsta safnefni útvarpsins.
Meðal annarra verkefna sem
hlutu styrk má nefna að Hanna Dóra
Sturludóttir óperusöngkona fékk
100 þúsund kr. til að hljóðrita á
hljómdisk öll sönglög dr. Páls Ísólfs-
sonar, Fuglaverndarfélag Íslands
fékk 150 þúsund kr. til verndunar ís-
lenska arnarins, Kammersveit
Reykjavíkur hlaut 100 þúsund kr. til
að ljúka frágangi á upptökum fimm
verka eftir Þorkel Sigurbjörnsson
tónskáld, Plús film hlaut 150 þúsund
kr. til að ljúka við frágang kvik-
myndar um sögu Þorfinns blinda og
annarra vesturfara sem fluttu til
Norður-Dakóta upp úr 1870 og fjalla
um hvernig Íslendingabyggðir þró-
uðust á sléttunum miklu, Smekk-
leysa fékk 150 þúsund til að gefa út
tvöfaldan geisladisk með þulum,
barnagælum og öðru efni sem venjan
var að fara með fyrir börn og Heim-
ilisiðnaðarfélag Íslands fékk 100
þúsund kr. til að útbúa kynningar-
myndbönd um selskinnsskógerð og
íslenska þjóðbúninginn með sér-
staka áherslu á faldbúninginn.
32 styrkir til
ólíkra verkefna
HITT HÚSIÐ og Íþrótta- og
tómstundaráð Reykjavíkur
(ÍTR) hafa tryggt Jafningja-
fræðslunni það fjármagn sem
hún þarf til að halda úti öflugu
forvarnarstarfi í vetur og næsta
sumar. Unnur Gísladóttir,
starfsmaður Jafningjafræðsl-
unnar, segir að verkefnið hafi
fengið þær fjórar milljónir sem
þurfti til að halda því áfram.
Unnur bendir á að með þessu
móti sé þó aðeins hægt að bjóða
grunn- og framhaldsskólum í
Reykjavík upp á fræðslu í vetur
en vonast sé til að fá mennta-
málaráðuneytið í samstarf til að
hægt verði að heimsækja fram-
haldsskóla á landsbyggðinni.
Uppfull af hugmyndum
um forvarnarstarfið
Unnur og Jóhann Fjalar
Skaptason munu vinna að því í
sumar að móta starfið fyrir vet-
urinn og næsta sumar en Unn-
ur segir að þau séu uppfull af
hugmyndum um hvernig megi
halda úti öflugu forvarnar-
starfi. „Það fer svo allt eftir því
hversu mikil eftirspurnin verð-
ur eftir fræðslu í vetur hversu
marga starfsmenn við munum
hafa,“ segir Unnur.
Starfsem-
in tryggð
fram á
næsta ár
Jafningjafræðslan