Morgunblaðið - 23.06.2005, Side 6

Morgunblaðið - 23.06.2005, Side 6
6 FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SJÁLFSVÍGUM hjá körlum yngri en 24 ára fækkaði um meira en helming á árunum 2002–2004 miðað við þrjú síðustu árin þar á undan. Þannig voru framin 13,8 sjálfsvíg að meðaltali á síðustu þremur árum, miðað við hverja 100 þúsund íbúa í þessum aldurshópi en árin 1999– 2001 voru sjálfsvíg að meðaltali 29,6 ár ári. Kom þetta fram á blaða- mannafundi hjá Landlæknisemb- ættinu í gær þar sem verkefnið Þjóð gegn þunglyndi var kynnt. Sjálfsvígum hefur fækkað mark- tækt hjá körlum á síðustu þremur árum þegar miðað er við árin þrjú á undan en einnig þegar til lengri tíma er litið. Hins vegar hefur ekki orðið marktæk breyting á sjálfsvíg- stíðni hjá konum. „Við höfum aðeins tvisvar áður séð jafn lágar tölur á þessu langa tímabili [frá 1975–2004] það er 1975–77 og 1992–95. Þannig að eitthvað er að gerast hérna síð- ustu þrjú árin hvort sem það er til- viljun eða ekki,“ segir Högni Ósk- arsson, geðlæknir og formaður fagráðs um verkefnið Þjóð gegn þunglyndi. Hann sagði fækkunina vera fyrst og fremst hjá karlmönn- um 24 ára og yngri og að það væri mikið ánægjuefni. Hvatning til að halda áfram á sömu braut „Þetta er áhugavert fyrir okkur í þessari forvarnarvinnu vegna þess að þetta er hópurinn sem við höfum áhyggjur af og sem við vildum sér- staklega beina okkar kröftum að,“ segir Högni en sló niður þann var- nagla að tíðnisveiflur séu verulegar í tíðni sjálfsvíga. Þeir þættir sem hafa áhrif á tíðnina eru ekki nægj- anlega vel þekktir, en þeir geta ver- ið margvíslegir s.s. veðurfar, efna- hagsástand, áföll, fíkniefni o.fl. „Þetta er hvatning fyrir okkur sem stöndum að verkefninu að halda áfram á þeirri braut sem við lögðum af stað með,“ segir Högni. Á fundinum kom fram að mark- tæk aukning hafi verið hjá körlum í þróun sjálfsvíga hérlendis frá árinu 1911–2000, en árlega falla fleiri fyr- ir eigin hendi en í umferðarslysum. Milli 1911–1940 var meðaltalið 12,8 af hverjum 100 þúsund einstakling- um en milli 1971–2000 var talan komin í 18,1 af 100 þúsund. „Aukn- ingin er svo til einungis hjá körlum. Sjálfsvígstíðnin hjá konum stendur í stað,“ segir Högni en á milli ár- anna 1911–2000 er tíðnin um fimm af hverjum 100 þúsund. Hann sagði að á þessum tíma hafi meðalaldur karla lækkað en hækkað hjá kon- um. „Ef við horfum sérstaklega á þá sem eru 19 ára og yngri þá er engin breyting á þessu hjá konunum en hjá körlunum er gífurlega mikil aukning og þetta er í rauninni ástæðan fyrir því að verkefnið fór af stað,“ segir Högni og bætir því við að þessi þróun eigi ekki einvörð- ungu við Ísland heldur önnur lönd í Evrópu og víðar. Verkefnið „Þjóð gegn þunglyndi“ hefur nú verið formlega starfrækt í tæp tvö ár. Hvati verkefnisins var upphaflega sá, að tíðni sjálfsvíga hafði færst niður í æ yngri aldurs- hópa, og þá sérstaklega meðal ungra karlmanna. Sjálfsvíg er ná- tengd þunglyndi og öðrum alvarleg- um geðröskunum. Verkefnið er á vegum Land- læknisembættisins, í höndum fag- ráðs gegn þunglyndi og sjálfsvíg- um. Samvinna hefur verið við fjölmarga aðila, stjórnendur í heil- brigðiskerfinu, skólum, félagsþjón- ustu, lögreglu, forsvarsmenn fé- lagasamtaka auk einstaklinga með sérþekkingu á þessum málum. Áhersla lögð á að bæta þekk- ingu almennings á þunglyndi Áherslur verkefnisins eru tví- þættar. Annars vegar að auka færni og þekkingu fagfólks á þessu sviði þunglyndis og sjálfsvíga og stuðla að betri tengslum þeirra sem starfa að þessum málum utan og innan stofnana. Hins vegar að bæta þekk- ingu almennings á þunglyndi og sjálfsvígshegðun og um leið að draga úr fordómum. Unnið hefur verið í nánu sam- starfi við hjálparsíma Rauða kross- ins, 1717, auk Neyðarlínunnar og bráðamóttöku geðdeilda ef um mjög alvarleg símtöl hafi verið að ræða. Það hefur verið lögð sérstök áhersla á ungmenni og m.a. grunn- og framhaldsskólar heimsóttir og starfsfólk skólanna hefur fengið fræðslu þannig að það verði meira vakandi fyrir kvíða- og þunglyndis- einkennum hjá börnum. Auk þess hafa verið haldin ýmis námskeið og fræðslufundir bæði fyrir fagaðila og almenning. VÍS er aðalstuðningsaðili Þjóðar gegn þunglyndi. Auk þess hefur al- mannatengslafyrirtækið Athygli ehf. og auglýsingastofan Fíton lagt hönd á plóg. Aðrir stuðningsaðilar á árinu voru Síminn, SPRON og KB banki auk ráðuneyta dómsmála, fé- lagsmála og heilbrigðismála. Fækkunin mest hjá körlum 24 ára og yngri Eftir Jón Pétur Jónsson jonpetur@mbl.is Morgunblaðið/Árni Torfason Salbjörg Björnsdóttir, geðhjúkrunarfræðingur og verkefnisstjóri, ásamt Högna Óskarssyni geðlækni kynntu verkefnið Þjóð gegn þunglyndi.                       !      "   #$%  !  &     ! $ '  (' ( ( ' () (' (* (' ( '  )'  *' ( ' '  +    (  *  )* ( (   , -     , -     .. ,    ,      ,  , -                 ,  , -              Sjálfsvígum hefur fækkað undanfarin þrjú ár samkvæmt tölum landlæknis TALSVERÐ umræða átti sér stað um vísindaveiðar Japana á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins í Ulsan í Suður-Kóreu í gær og voru þeir harðlega gagnrýndir fyrir þær. Stefán Ásmundsson, formaður ís- lensku sendi- nefndarinnar, segir að ekkert hafi verið minnst á vísindaveiðar Íslendinga í gær. „Við vorum bein- línis ekkert gagnrýndir fyrir það að þessu sinni.“ Hann segir að meðal stærstu mála sem voru rædd í gær hafi ver- ið svokölluð friðarsvæði fyrir hvali. „Það var tillaga um friðarsvæði í Suður-Atlantshafi sem var felld og jafnframt tillaga um að aflétta frið- arsvæðinu sem er í suðurhöfunum, og var sú tillaga líka felld,“ segir Stefán. Hann segir að þetta hafi verið fyrirséð enda þurfi ¾ hluta at- kvæða til að umræddar breytingar taki gildi. Hann segir að einnig hafi verið rætt um frumbyggjaveiðar og þar hafi Grænlendingar fengið mesta athygli í ljósi þess að þá skorti vís- indalegar upplýsingar, og þá sér- staklega um langreyðina sem þeir séu að veiða. Samþykktu þeir að fullnýta ekki þann kvóta sem þeir eru með til þess að tryggja að ekki verði um ofveiði að ræða á meðan þeir safna betri vísindalegum upp- lýsingum. Að sögn Stefáns verða hvalveiðar í atvinnuskyni ræddar í dag. Hann telur ólíklegt að sátt náist um til- lögu sem sé líkleg til framgangs í því máli. Íslendingar ekk- ert gagnrýndir að þessu sinni Reuters Frá fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins í Ulsan í Suður-Kóreu. Stefán Ásmundsson SPRENGISANDSLEIÐ úr Bárðardal verður opnuð í dag. Enn er ófært úr Skagafirði og Eyjafirði yfir Sprengisand, en að sögn Valdísar Eiríksdóttur, þjónustufulltrúa Vegagerðarinnar, má búast við að þeir vegir verði færir á næstu dögum. Gæsavatnaleið, nyrðri og syðri, er ófær og einnig Hlöðuvallavegur og Skjaldbreiðarvegur. Þá eru jeppaslóðarnir úr Víðidal og Vatnsdal í Húna- vatnssýslu, upp á Arnarvatnsheiði, enn ófærir.        '  (  ) *+ ,  , *,  , - ../  *+( +0(  *   1 (  , ( +   *0  + 1  #              !      "!# '  ( +  ..# ,0(  +      2  , " 3 (  +-  Sprengisandsleið úr Bárðardal opnuð í dag STARFSMENN Íslenska járnblendifélagsins á Grund- artanga fögnuðu því í gær að 1.000 dagar eru liðnir frá því að síðast varð vinnuslys sem leiddi til fjarveru starfs- manns félagsins. Segja forsvarsmenn verksmiðjunnar að margþætt starf hafi stuðlað að þessum árangri. Aukin áhersla hafi verið lögð á bætta umgengni, þrif og ýmsar merkingar á vinnustaðnum. Bent er á að í síðustu kjarasamningum voru samþykkt bónusákvæði sem tengjast snyrti- mennsku á vinnusvæðum, notkun öryggisbúnaðar og skráningu á hættulegum aðstæðum. Þá er mikil áhersla lögð á að skrá öll óhappatilvik og hættulegar aðstæður. 1.000 dagar án vinnuslyss með fjarveru

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.