Morgunblaðið - 23.06.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.06.2005, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SJÁLFSVÍGUM hjá körlum yngri en 24 ára fækkaði um meira en helming á árunum 2002–2004 miðað við þrjú síðustu árin þar á undan. Þannig voru framin 13,8 sjálfsvíg að meðaltali á síðustu þremur árum, miðað við hverja 100 þúsund íbúa í þessum aldurshópi en árin 1999– 2001 voru sjálfsvíg að meðaltali 29,6 ár ári. Kom þetta fram á blaða- mannafundi hjá Landlæknisemb- ættinu í gær þar sem verkefnið Þjóð gegn þunglyndi var kynnt. Sjálfsvígum hefur fækkað mark- tækt hjá körlum á síðustu þremur árum þegar miðað er við árin þrjú á undan en einnig þegar til lengri tíma er litið. Hins vegar hefur ekki orðið marktæk breyting á sjálfsvíg- stíðni hjá konum. „Við höfum aðeins tvisvar áður séð jafn lágar tölur á þessu langa tímabili [frá 1975–2004] það er 1975–77 og 1992–95. Þannig að eitthvað er að gerast hérna síð- ustu þrjú árin hvort sem það er til- viljun eða ekki,“ segir Högni Ósk- arsson, geðlæknir og formaður fagráðs um verkefnið Þjóð gegn þunglyndi. Hann sagði fækkunina vera fyrst og fremst hjá karlmönn- um 24 ára og yngri og að það væri mikið ánægjuefni. Hvatning til að halda áfram á sömu braut „Þetta er áhugavert fyrir okkur í þessari forvarnarvinnu vegna þess að þetta er hópurinn sem við höfum áhyggjur af og sem við vildum sér- staklega beina okkar kröftum að,“ segir Högni en sló niður þann var- nagla að tíðnisveiflur séu verulegar í tíðni sjálfsvíga. Þeir þættir sem hafa áhrif á tíðnina eru ekki nægj- anlega vel þekktir, en þeir geta ver- ið margvíslegir s.s. veðurfar, efna- hagsástand, áföll, fíkniefni o.fl. „Þetta er hvatning fyrir okkur sem stöndum að verkefninu að halda áfram á þeirri braut sem við lögðum af stað með,“ segir Högni. Á fundinum kom fram að mark- tæk aukning hafi verið hjá körlum í þróun sjálfsvíga hérlendis frá árinu 1911–2000, en árlega falla fleiri fyr- ir eigin hendi en í umferðarslysum. Milli 1911–1940 var meðaltalið 12,8 af hverjum 100 þúsund einstakling- um en milli 1971–2000 var talan komin í 18,1 af 100 þúsund. „Aukn- ingin er svo til einungis hjá körlum. Sjálfsvígstíðnin hjá konum stendur í stað,“ segir Högni en á milli ár- anna 1911–2000 er tíðnin um fimm af hverjum 100 þúsund. Hann sagði að á þessum tíma hafi meðalaldur karla lækkað en hækkað hjá kon- um. „Ef við horfum sérstaklega á þá sem eru 19 ára og yngri þá er engin breyting á þessu hjá konunum en hjá körlunum er gífurlega mikil aukning og þetta er í rauninni ástæðan fyrir því að verkefnið fór af stað,“ segir Högni og bætir því við að þessi þróun eigi ekki einvörð- ungu við Ísland heldur önnur lönd í Evrópu og víðar. Verkefnið „Þjóð gegn þunglyndi“ hefur nú verið formlega starfrækt í tæp tvö ár. Hvati verkefnisins var upphaflega sá, að tíðni sjálfsvíga hafði færst niður í æ yngri aldurs- hópa, og þá sérstaklega meðal ungra karlmanna. Sjálfsvíg er ná- tengd þunglyndi og öðrum alvarleg- um geðröskunum. Verkefnið er á vegum Land- læknisembættisins, í höndum fag- ráðs gegn þunglyndi og sjálfsvíg- um. Samvinna hefur verið við fjölmarga aðila, stjórnendur í heil- brigðiskerfinu, skólum, félagsþjón- ustu, lögreglu, forsvarsmenn fé- lagasamtaka auk einstaklinga með sérþekkingu á þessum málum. Áhersla lögð á að bæta þekk- ingu almennings á þunglyndi Áherslur verkefnisins eru tví- þættar. Annars vegar að auka færni og þekkingu fagfólks á þessu sviði þunglyndis og sjálfsvíga og stuðla að betri tengslum þeirra sem starfa að þessum málum utan og innan stofnana. Hins vegar að bæta þekk- ingu almennings á þunglyndi og sjálfsvígshegðun og um leið að draga úr fordómum. Unnið hefur verið í nánu sam- starfi við hjálparsíma Rauða kross- ins, 1717, auk Neyðarlínunnar og bráðamóttöku geðdeilda ef um mjög alvarleg símtöl hafi verið að ræða. Það hefur verið lögð sérstök áhersla á ungmenni og m.a. grunn- og framhaldsskólar heimsóttir og starfsfólk skólanna hefur fengið fræðslu þannig að það verði meira vakandi fyrir kvíða- og þunglyndis- einkennum hjá börnum. Auk þess hafa verið haldin ýmis námskeið og fræðslufundir bæði fyrir fagaðila og almenning. VÍS er aðalstuðningsaðili Þjóðar gegn þunglyndi. Auk þess hefur al- mannatengslafyrirtækið Athygli ehf. og auglýsingastofan Fíton lagt hönd á plóg. Aðrir stuðningsaðilar á árinu voru Síminn, SPRON og KB banki auk ráðuneyta dómsmála, fé- lagsmála og heilbrigðismála. Fækkunin mest hjá körlum 24 ára og yngri Eftir Jón Pétur Jónsson jonpetur@mbl.is Morgunblaðið/Árni Torfason Salbjörg Björnsdóttir, geðhjúkrunarfræðingur og verkefnisstjóri, ásamt Högna Óskarssyni geðlækni kynntu verkefnið Þjóð gegn þunglyndi.                       !      "   #$%  !  &     ! $ '  (' ( ( ' () (' (* (' ( '  )'  *' ( ' '  +    (  *  )* ( (   , -     , -     .. ,    ,      ,  , -                 ,  , -              Sjálfsvígum hefur fækkað undanfarin þrjú ár samkvæmt tölum landlæknis TALSVERÐ umræða átti sér stað um vísindaveiðar Japana á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins í Ulsan í Suður-Kóreu í gær og voru þeir harðlega gagnrýndir fyrir þær. Stefán Ásmundsson, formaður ís- lensku sendi- nefndarinnar, segir að ekkert hafi verið minnst á vísindaveiðar Íslendinga í gær. „Við vorum bein- línis ekkert gagnrýndir fyrir það að þessu sinni.“ Hann segir að meðal stærstu mála sem voru rædd í gær hafi ver- ið svokölluð friðarsvæði fyrir hvali. „Það var tillaga um friðarsvæði í Suður-Atlantshafi sem var felld og jafnframt tillaga um að aflétta frið- arsvæðinu sem er í suðurhöfunum, og var sú tillaga líka felld,“ segir Stefán. Hann segir að þetta hafi verið fyrirséð enda þurfi ¾ hluta at- kvæða til að umræddar breytingar taki gildi. Hann segir að einnig hafi verið rætt um frumbyggjaveiðar og þar hafi Grænlendingar fengið mesta athygli í ljósi þess að þá skorti vís- indalegar upplýsingar, og þá sér- staklega um langreyðina sem þeir séu að veiða. Samþykktu þeir að fullnýta ekki þann kvóta sem þeir eru með til þess að tryggja að ekki verði um ofveiði að ræða á meðan þeir safna betri vísindalegum upp- lýsingum. Að sögn Stefáns verða hvalveiðar í atvinnuskyni ræddar í dag. Hann telur ólíklegt að sátt náist um til- lögu sem sé líkleg til framgangs í því máli. Íslendingar ekk- ert gagnrýndir að þessu sinni Reuters Frá fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins í Ulsan í Suður-Kóreu. Stefán Ásmundsson SPRENGISANDSLEIÐ úr Bárðardal verður opnuð í dag. Enn er ófært úr Skagafirði og Eyjafirði yfir Sprengisand, en að sögn Valdísar Eiríksdóttur, þjónustufulltrúa Vegagerðarinnar, má búast við að þeir vegir verði færir á næstu dögum. Gæsavatnaleið, nyrðri og syðri, er ófær og einnig Hlöðuvallavegur og Skjaldbreiðarvegur. Þá eru jeppaslóðarnir úr Víðidal og Vatnsdal í Húna- vatnssýslu, upp á Arnarvatnsheiði, enn ófærir.        '  (  ) *+ ,  , *,  , - ../  *+( +0(  *   1 (  , ( +   *0  + 1  #              !      "!# '  ( +  ..# ,0(  +      2  , " 3 (  +-  Sprengisandsleið úr Bárðardal opnuð í dag STARFSMENN Íslenska járnblendifélagsins á Grund- artanga fögnuðu því í gær að 1.000 dagar eru liðnir frá því að síðast varð vinnuslys sem leiddi til fjarveru starfs- manns félagsins. Segja forsvarsmenn verksmiðjunnar að margþætt starf hafi stuðlað að þessum árangri. Aukin áhersla hafi verið lögð á bætta umgengni, þrif og ýmsar merkingar á vinnustaðnum. Bent er á að í síðustu kjarasamningum voru samþykkt bónusákvæði sem tengjast snyrti- mennsku á vinnusvæðum, notkun öryggisbúnaðar og skráningu á hættulegum aðstæðum. Þá er mikil áhersla lögð á að skrá öll óhappatilvik og hættulegar aðstæður. 1.000 dagar án vinnuslyss með fjarveru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.