Morgunblaðið - 23.06.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.06.2005, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Umsóknum umsamfélags-þjónustu hef- ur fjölgað allt frá því að úrræðið kom fyrst til sögunnar árið 1995 en samkvæmt bráða- birgðatölum frá Fang- elsismálastofnun bár- ust 520 umsóknir um samfélagsþjónustu ár- ið 2004 en árið 2003 bárust stofnuninni 492 umsóknir. Umsóknir vegna óskilorðsbund- innar fangelsisvistar voru 117 árið 2004 en 118 árið 2003 og umsóknir vegna vararefsingar voru 403 árið 2004 en 374 árið 2003. Margrét Sæmundsdóttir, sér- fræðingur hjá Fangelsismálastofn- un, segir að fjöldi umsókna vegna óskilorðsbundinna dóma standi nánast í stað en hins vegar fjölgi sí- fellt umsóknum vegna vararefsing- ar. Samkvæmt IV. kafla laga um fangelsi og fangavist er heimilt, ef almannahagsmunir mæla ekki gegn því, að fullnusta allt að sex mánaða óskilorðsbundna fang- elsisrefsingu með ólaunaðri sam- félagsþjónustu og samkvæmt IV. kafla A. laganna er einnig heimilt að fullnusta vararefsingu með sam- félagsþjónustu ef fésekt innheimt- ist ekki. Samfélagsþjónusta eða sekt? Niðurstöður könnunar sem Margrét gerði á árunum 2002– 2004 á meðal brotamanna sem gegndu samfélagsþjónustu vegna vararefsingar benda til þess að meirihlutinn kjósi að gegna sam- félagsþjónustu í stað þess að greiða sekt. „Um 70% sögðust fremur vilja gegna samfélagsþjón- ustu í stað þess að greiða sekt þótt þeim væri það kleift. Þannig hefðu þeir greitt sektina ef þeir hefðu ekki átt kost á samfélagsþjónustu,“ segir Margrét en hún telur að þetta viðhorf geti hugsanlega verið ástæðan fyrir fjölgun umsókna vegna vararefsinga. „Menn virðast nýta sér þetta úrræði til þess að sleppa við að greiða sektir en þetta þyrfti samt sem áður að skoða frekar.“ Sleppa ekki auðveldlega Helgi Gunnlaugsson, afbrota- fræðingur og prófessor í fé- lagsfræði við HÍ, segir samfélags- þjónustu sem fullnustuúrræði hafa gefist vel á þeim tíma sem hún hafi staðið til boða. Þannig hafi niður- stöður rannsóknar sem gerð var á árunum 1994 til 2000 á afturhvarfi brotamanna til afbrota gefið það til kynna að tilkoma samfélagsþjón- ustu hafi ekki aukið ítrekunartíðni. Helgi segir kosti samfélagsþjón- ustu að mörgu leyti hagnýta fyrir samfélagið. „Með þessu móti þarf viðkomandi ekki að fara í fangelsi en það dregur úr kostnaði ríkisins auk þess sem samfélagið fær ákveðna þjónustu frá viðkomandi án þess að greiða fyrir hana. Ef þessa úrræðis hefði ekki notið við væri eflaust búið að reisa nýjar fangelsisbyggingar. Þá hefur sam- félagsþjónusta verið einn stærsti þátturinn í því að halda fangatöl- unni niðri,“ segir Helgi en sam- félagsþjónusta kann einnig að koma brotamönnum til góða. „Brotamaðurinn þarf ekki að rjúfa tengsl við vini og vandamenn auk þess sem margir brotamenn geta komið sér á réttan kjöl og þá er samfélagsþjónusta oft betri val- kostur en fangelsisvist. Hins vegar ber að taka það fram að þetta er kvöð sem lögð er á hinn brotlega og leggst oftar en ekki þungt á hann. Menn telja sig því ekki sleppa auð- veldlega með því að inna af hendi samfélagsþjónustu enda fylgir því ákveðinn kostnaður fyrir hinn brotlega.“ Spónn úr aski lögfræðinga Sú vinna sem menn inna af hendi í samfélagsþjónustu er margvísleg og felst meðal annars í starfi fyrir góðgerðarstofnanir, íþróttafélög og félagasamtök af ýmsum toga. Helgi segir að þessi störf séu ekki tekin frá samfélaginu. „Þetta er gott framlag til samfélagsins en verið er að vinna verk í þágu stofn- ana sem oftar en ekki eru fjárvana og gætu að öðrum kosti ekki fengið starfskraft. Þetta eru hins vegar þörf verk.“ Lögfróðir menn hafa haldið því fram að ákvörðunarvald um sam- félagsþjónustu væri betur komið hjá dómstólum. Helgi er andsnú- inn því og bendir á að núverandi fyrirkomulag hafi gefið góða raun. „Fangelsismálastofnun hefur að- stöðu til þess að skoða persónulega hagi manna og leggja faglegt mat á umsóknir þeirra. Það er annað en dómstólar hafa verið að gera en dómarar horfa meira á afbrot við- komandi og kveða upp dóma á þeim grundvelli. Lögin eru hins vegar skýr hvað varðar skilyrði samfélagsþjónustu og dómstólar geta séð hvernig landið liggur. Þetta fyrirkomulag hefur gefist vel og ég hef ekki séð sérstök vanda- mál þessu samfara önnur en þau að sumum lögfræðingum finnst sem spónn hafi verið tekinn úr aski þeirra.“ Helgi segir að halda eigi áfram á sömu braut og hlúa að því úrræði sem samfélagsþjónustan er og rýmka skilyrði samfélagsþjónustu enn frekar þannig að hún muni standa fleiri dómþolum til boða. Fréttaskýring|Samfélagsþjónusta fullnustuúrræði hér á landi í 10 ár Umsóknum fjölgar ár frá ári „Menn virðast nýta sér þetta úrræði til þess að sleppa við sektir“ „Margir brotamenn geta komið sér á réttan kjöl.“ Þríþætt skilyrði samfélagsþjónustu  Skilyrði þess að samfélags- þjónusta komi til álita eru í stuttu máli: 1. Að dómþoli hafi óskað eftir því skriflega við Fangelsismála- stofnun. 2. Að dómþoli eigi ekki mál til meðferðar hjá lögreglu, ákæru- valdi eða dómstólum, þar sem hann er kærður fyrir refsiverðan verknað. 3. Að dómþoli teljist hæfur til samfélagsþjónustu. Eftir Þóri Júlíusson thorirj@mbl.is KJARTAN Jakob Hauksson, sem nú rær hringinn í kringum landið til styrktar Hjálparliðasjóði Sjálfs- bjargar, lagði að flotbryggjunni í Báthöfninni á Siglu- firði um miðjan dag í gær. Tafðist koma hans um stund- arfjórðung þar sem árarkefi brotnaði rétt eftir að inn í fjarðarmynnið kom. Kjartan var hress og ánægður við komuna. Á bryggjunni tóku á móti honum Runólfur Birgisson, bæjarstjóri Siglufjarðar, og formaður Sjálfs- bjargar á Siglufirði. Ráðgert er að róðurinn kringum Ísland taki um einn og hálfan mánuð, en Kjartan lagði af stað laugardaginn 4. júní sl. frá Bolungarvík. Kominn til Siglufjarðar Kjartan Jakob Hauksson á báti sínum úti fyrir Siglufirði. vélum Flugleiða-Fraktar á sann- gjörnu verði,“ segir Guðmundur. Virkur markaður Hann minnir á að flutningsmark- aður á Íslandi er afar virkur og nefnir í því samhengi kaup Avion Group á Eimskip sem áttu sér stað á meðan á rannsókn Samkeppn- isstofnunar á samruna Bláfugls og Flugflutninga við FL Group stóð. „Avion Group á fyrir Íslandsflug sem hefur um 10% markaðshlut- deild og með þessu verður til ákveðin samvinna á milli Íslands- flugs og Eimskips þannig að ljóst er að áhugi Íslandsflugs á þessum markaði mun aukast. Munu þeir því sinna honum betur en þeir hafa gert. Þess má og geta að eftir kaup Avion Group á Eimskip er velta þeirrar samstæðu a.m.k. á við tvö- falda veltu FL Group,“ segir Guð- mundur og telur að þannig muni samkeppni á markaði aukast. Guðmundur segir að ekki sé mögulegt koma í veg fyrir samráð fyrirtækja, t.d. það að forsvars- menn þeirra ræði saman í sum- arbústöðum, Öskjuhlíðinni eða ann- ars staðar. „Þetta ætti fyrrverandi starfsmönnum grænmetisdreifing- arfyrirtækja að vera ljóst. Það sýni einbeittan brotavilja hagi menn sér þannig. Þá eru þeir að brjóta sam- keppnislög vitandi vits. Markaðs- aðilar þekkja reglurnar og á þeim hvílir sú ábyrgð að fylgja þeim,“ segir hann. Flókið mál Hvað varðar mál Iceland Ex- press gegn Icelandair varðandi skipulega verðlækkun af hálfu síð- arnefnda aðilans segir Guðmundur að úrskurður sé ekki væntanlegur fyrir mánaðamót en sem kunnugt er tekur nýr forstjóri við Sam- keppniseftirlitinu eins og stofnunin mun heita frá og með mánaðamót- um. Málið er að hans sögn afar flókið, bæði í hagfræðilegum og lög- fræðilegum skilningi. Gylfi Magnússon, sem verður for- maður stjórnar hinnar nýju stofn- unar, hefur starfað sem ráðgjafi Icelandair í því máli en Guðmundur vill ekki tjá sig um hæfi hans. „Það er hans að gera upp við sjálfan sig,“ segir Guðmundur. VISSAR tölulegar upplýsingar sem Almar Örn Hilmarsson gaf upp í viðtali við Morgunblaðið í fyrradag eru rangar að sögn Guðmundar Sigurðssonar, forstöðumanns sam- keppnisviðs Samkeppnistofnunar. „Þar kemur fram að í kjölfar sam- runans fari markaðshlutdeild FL Group upp í 85–90% en staðreyndin er sú að Flugleiðir-Frakt voru með 75% af fraktflugi til og frá Íslandi fyrir samrunann,“ segir Guðmund- ur. Ennfremur segir hann að í viðtal- inu og leiðara Morgunblaðsins í gær sé horft framhjá því að ákvörð- unin er gerð í tólf liðum. „Þarna er einblínt á einn lið sem lýtur að þessu stjórnunar- og rekstrarlega skipulagi eftir samrunann. Ekki má þó gleyma öðrum atriðum og vek ég þá sérstaka athygli á töluliðum 4, 5, 6 og 8 í ákvörðunarorðinu sem lúta að því að FL Group er nú bannað að tvinna saman sölu á flutningum milli t.d. Íslands og Bandaríkjanna annars vegar og Ís- lands og Evrópu hins vegar. Það er okkar mat að eftir að hafa sett þessi skilyrði sé ástandið orðið betra en það var áður. Rök okkar eru þau að Flugleiðir-Frakt eru nánast með einokunarstöðu í frakt- flutningum í flugi á milli Íslands og Ameríku. Þessa stöðu hafur fyr- irtækið getað notað til þess að við- halda sinni markaðsstöðu á Evr- ópumarkaði með því að bjóða fyrirtækjum heildarsamninga. Þetta hafa önnur fyrirtæki ekki getað boðið hingað til en í 6. grein skilyrðanna segir að keppinautum fyrirtækisins skuli boðið að áfram- selja til sinna viðskiptavina farm- rými í flugvélum þess. Þannig skal keppinautum bjóðast farmrými í Forstöðumaður samkeppnissviðs Samkeppnisstofnunar Okkar mat að ástandið sé orðið betra en áður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.