Morgunblaðið - 23.06.2005, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 2005 15
ERLENT
! !
!
""
"
#
LEIÐTOGAR áttatíu ríkja og al-
þjóðastofnana lýstu í gær yfir
stuðningi sínum við nýja stjórn í
Írak, er lýtur forystu sjítans Ibra-
hims al-Jaafaris, en sérstök ráð-
stefna var haldin í Brussel í gær
um málefni Íraks. Stuðningsyfir-
lýsingunni fylgdu ekki bein fyr-
irheit um tiltekna aukna aðstoð en
engu að síður lýsti Kofi Annan,
framkvæmdastjóri Sameinuðu
þjóðanna, því yfir að sú víðtæka
stuðningsyfirlýsing sem Írakar
hefðu fengið á fundinum markaði
„þáttaskil“ í sögu Íraks.
Í lokayfirlýsingu fundarins sagði
að þátttakendur lýstu sem ein
heild yfir stuðningi sínum við við-
leitni bráðabirgðastjórnar Jaafaris
til að búa til lýðræðislegt samfélag
í Írak, þar sem réttindi allra hópa
væru virt, vilji þjóðarinnar hafður í
fyrirrúmi, sem og almenn mann-
réttindi.
Stjórnarinnar í Írak bíður hið
vandasama verkefni að tryggja ör-
yggi í landinu, en ódæðisverk og
dauðsföll eru þar nánast daglegt
brauð, blása lífi í efnahag þess og
rita nýja stjórnarskrá. Gert er ráð
fyrir að nýjar kosningar verði
haldnar í desember og skal sú
stjórn, sem mynduð verður í kjöl-
farið, verða meira en bara til
bráðabirgða eins og sú sem nú er.
Leiðtogar írösku bráðabirgða-
stjórnarinnar voru komnir til fund-
arins í Brussel til að kynna fyrir
þátttakendum hans áætlanir sínar
um hvernig áðurnefndum mark-
miðum verði náð. Hvatti Jaafari
forsætisráðherra þá m.a. til að
styðja Íraka bæði með sérfræði-
kunnáttu, sem einstakar þjóðir
kynnu yfir að ráða, og með fjár-
framlögum. Slíkt væri til þess fall-
ið að auka öryggi í landinu.
Condoleezza Rice, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, áréttaði hins
vegar að Írakar yrðu sjálfir að
leggja sitt af mörkum, stjórnin í
Bagdad þyrfti að bæta öryggi
borgara sinna, þróa efnahagskerfi
sitt og „búa til þannig aðstæður í
stjórnmálum landsins að fólk úr
hverju horni samfélagsins er hafn-
ar ofbeldi geti látið til sín taka“.
Ráðstefnan í Brussel var haldin
að frumkvæði Sameinuðu þjóðanna
og Evrópusambandsins.
Geir H. Haarde fjármálaráð-
herra sótti fundinn fyrir Íslands
hönd í fjarveru Davíðs Oddssonar
utanríkisráðherra og í tilkynningu
frá utanríkisráðuneytinu kom fram
að hann hefði í ræðu sinni lýst
stuðningi íslenskra stjórnvalda við
lýðræðisþróunina í Írak og lagt
áherslu á mikilvægi þess að ný
stjórnarskrá landsins tryggði rétt
allra íraskra borgara án tillits til
trúarbragða, kynþáttar eða kyn-
ferðis. Þá áréttaði Geir einnig
þann ávinning sem lýðræði og
stöðugleiki í Írak myndi hafa á
önnur ríki í þessum heimshluta.
Leiðtogar Íraka fengu
stuðningsyfirlýsingu
THABO Mbeki, forseti Suður-
Afríku, skipaði í gær Phumzile
Mlambo-Ngcuka sem varaforseta í
stað Jacobs Zuma, sem var vikið úr
embætti í síðustu viku vegna spill-
ingarmála. Mlambo-Ngcuka er
fyrsta konan til að gegna svo valda-
miklu embætti í Suður-Afríku.
Zuma var rekinn úr embætti eft-
ir að fjármálaráðgjafi hans var sak-
felldur vegna spillingar og fjár-
svika. Saksóknarar hafa síðan
tilkynnt að Zuma verði sjálfur
leiddur fyrir rétt. Hann neitar hins
vegar allri sök. Um tíma var talið
líklegt að Zuma tæki við af Mbeki
sem forseti er hann sest í helgan
stein 2009.
Öflugur ráðherra
Mlambo-Ngcuka var áður auð-
linda- og orkumálaráðherra 1999 og
þótti standa sig mjög vel. Hún er
49 ára gömul, gift Bulelani Ngcuka,
fyrrum yfir-
saksóknara. Það
var rannsókn
hans sem leiddi
síðar til þess að
Zuma var vikið
úr embætti.
Kemur fram á
fréttavef BBC að
sumir telji að út-
nefning Mlambo-
Ngcuka gæti af
þessum sökum átt eftir að reynast
umdeild.
Mbeki sagði þegar hann tilkynnti
um útnefningu Mlambo-Ngcuka að
hann hefði litið á þetta sem gullið
tækifæri til að auka hlut kvenna í
stjórn landsins. Hann hefur áður
sagt að hann vildi gjarnan að kona
tæki við af honum sem forseti.
Ekki er þó litið svo á að hægt sé að
gefa sér að hún verði arftaki Mbek-
is er fram líða stundir.
Nýr varaforseti í Suður-Afríku
Phumzile
Mlambo-Ngcuka
Fyrsta konan til að gegna svo valdamiklu embætti í stjórn landsins
PAKISTANSKIR krakkar sjást hér að leik í svölu vatni en miklir hitar hafa
geisað í Suðaustur-Asíu að undanförnu. Að minnsta kosti 375 manns hafa
látist af völdum hitanna og stefnir í að þetta verði eitt heitasta sumar í
þessum heimshluta frá því að mælingar hófust.
Reuters
Hitabylgja í
Suðaustur-Asíu
Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500.
www.flis.is ● netfang: flis@flis.is
lím og fúguefni