Morgunblaðið - 23.06.2005, Síða 19
Mýrdalur | Menn sem ráku fé með bóndanum á
Ytri-Sólheimum yfir Sólheimajökul í beitilandið
Hvítmögu í fyrradag urðu fyrir því að eitt lamb úr
hópnum rann ofan í sprungu á jöklinum. Þurfti því
að stöðva reksturinn á meðan lambinu var bjarg-
að. Ragnar Sævar Þorsteinsson seig ofan í
sprunguna og rétti Óskari bróður sínum lambið.
Þorsteinn Björn Einarsson, frændi þeirra, hélt í
bandið. Lambið reyndist óslasað og hljóp strax
inn í hópinn, til móður sinnar.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Lambi bjargað úr jökulsprungu
Rekstur
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi
Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir,
maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís
Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust-
urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is,
sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Krem úr minkafitu | Else Möller, hjúkr-
unarfræðingur á Akri í Vopnafirði, vinnur
að tilraunum með framleiðslu á húðvörum
úr minkafitu og villijurtum. Hefur hún
fengið styrk frá félagsmálaráðuneytinu
sem veittur er vegna atvinnumála kvenna
til að kosta frekari rannsóknir.
Vitað er að græðandi efni eru í minkafitu
og hefur Else látið á það reyna. Fram kem-
ur í Bændablaðinu að smyrsl frá henni hafa
verið notuð á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak-
ureyri, á dvalarheimili aldraðra á Vopna-
firði og víðar. Þá hefur Else fengið vini og
vandamenn til að prófa húðvörurnar.
Helsta vandamálið er að ekki hefur tekist
að losna við minkalyktina.
Else er gift Birni Halldórssyni loð-
dýrabónda og er því auðvelt fyrir hana að
nálgast hráefnið. Þá vaxa ýmsar villijurtir
við húsvegginn.
Úr
bæjarlífinu
HÉÐAN OG ÞAÐAN
Keppt í traktorstorfæru | Iðandi dagar
verða haldnir á Flúðum og nágrenni á
Jónsmessunni. Hátíðin hefst á föstudags-
kvöld með golfmóti á Selsvelli og seinna
um kvöldið verður farið í Jónsmessu-
göngu.
Eftir hádegið á laugardeginum verður
meðal annars efnt til Heimsmeistaramóts í
traktorstorfæru við Litlu-Laxá. Þá verður
fjöltefli við félagsheimilið og keppt verður
um Íslenska grænmetisbikarinn í knatt-
spyrnu á sparkvellinum við Flúðaskóla.
Um kvöldið verður varðeldur og brekku-
söngur. Hátíðinni lýkur á sunnudag.
Fyrsta vegakirkjan | Þorgeirskirkja í
Ljósavatnsskarði verður opin alla daga í
sumar frá kl. 10 til 17 og verður „stað-
arhaldari“ í kirkjunni, gestum til leið-
sagnar. Um er að ræða samstarfsverk-
efni sem Þjóðkirkjan og Þingeyskur
sagnagarður standa saman að. „Stað-
arhaldarinn“ er Guðmundur Örn Jóns-
son, guðfræðingur, frá Illugastöðum í
Fnjóskadal. Sérstök kyrrðarstund er
haldin fyrir lokun kirkjunnar á hverjum
degi. Að því aðstandendur verkefnisins
telja er hér um að ræða fyrstu vega-
kirkju á Íslandi. Verið er að undirbúa
gerð bæklings fyrir verkefnið og upplýs-
ingaskiltis sem komið verður fyrir við
þjóðveg 1 þar sem ekið er að Þorgeirs-
kirkju. Einnig verða lögð drög að göngu-
leið frá kirkjunni yfir að Goðafossi í
sumar.
nemendur fá að fara með
í hverja ferð og hafa
færri komist að en sótt
hafa um.
Varðskipsnemar fá sér-
stök einkennisföt og fá að
kynnast öllum helstu
störfum um borð í varð-
skipunum.
Á myndinni er Pálmi
Jónsson, 2. stýrimaður á
varðskipinu Óðni, að
kenna þeim Rakel S. Jón-
asdóttur og Kristjáni K.
Landhelgisgæslanhefur í samstarfivið Samband ís-
lenskra sveitarfélaga
boðið nemendum úr 10.
bekkjum grunnskólanna
um land allt að fara með
varðskipum Landhelg-
isgæslunnar í nokkurs
konar starfsnám yfir
sumartímann. Nemendur
geta sótt um að fá að vera
varðskipsnemar í einni
ferð með varðskipi. Sex
Kristjánssyni nemum,
leyndardóma siglinga-
fræðinnar. Þau eru að
handleika sextant en
hann er notaður til að
mæla hæð himintungla og
einnig til að mæla lárétt
horn, allt til að staðsetja
skipin rétt í sjókortum.
Sextantinn var mikið not-
aður áður fyrr en nú hafa
önnur tæki að mestu leyst
hann af hólmi, til dæmis
GPS-staðsetningartæki.
Grunnskólanemar í starfsnámi
Frá því var sagt íMinni stund í gær,að Heimir Bessa-
son hefði keypt Sómabát
úr Grímsey og ætti hann
að heita Laugi. Hann var
að koma úr róðri, hafði
verið við Mánáreyjar, Há-
ey og Lágey. Karl af
Laugaveginum kvað:
Mið og strauma þekkir þar
þó hann fari að kula
Heimir út við eyjarnar
eltist við þann gula.
Síðustu vikur hefur
verið kaldranalegt á sjón-
um fyrir norðan og veð-
urfræðingar gefa þá
skýringu, að það sé út af
hafísnum. En það er svo
sem ekki nýtt. Látra-
Björg kvað til Stígs Þór-
arinssonar, sem henni
þótti linur ræðari:
Róðu betur, kær minn karl,
Kenndu ekki í brjóst um
sjóinn.
Harðara taktu herðafall
hann er á morgun gróinn.
Og enn kvað hún:
Bið ég höddur blóðugar
þó bregði upp faldi sínum
Ránar dætur reisugar
rassi að vægja mínum.
Af skaki
pebl@mbl.is
Árnessýsla | Samstarfsnefnd um samein-
ingu Ölfuss og Flóa hefur tekið til starfa.
Nefndin vinnur að undirbúningi samein-
ingarkosninga sem fram fara 8. október
næstkomandi þar sem lagt er til að sveit-
arfélögin Árborg, Hraungerðishreppur,
Hveragerði, Gaulverjabæjarhreppur, Vill-
ingaholtshreppur og Ölfus verði sameinuð.
Tillöguna má rekja til samstarfsverkefnis
Sambands íslenskra sveitarfélaga og fé-
lagsmálaráðuneytisins um eflingu sveitar-
stjórnarstigsins.
Fram kemur í fréttatilkynningu að
nefndin mun vinna samstiga og af heilum
hug að því að undirbúa kosningar um sam-
einingu. Markmið hennar er að koma af
stað umræðu og leggja síðan tillöguna í
dóm kjósenda á svæðinu í lýðræðislegum
kosningum. Nefndin mun vinna ákveðna
greiningu og hagkvæmniathugun þar sem
dregnir verða fram kostir og gallar sam-
einingar og sameiginleg framtíðarsýn nýs
sveitarfélags. Nefndin mun halda úti
heimasíðu, gefa út kynningarbækling og
kynna niðurstöður sínar á opnum kynning-
arfundum í öllum sveitarfélögunum í
haust.
Samstarfs-
nefnd um
sameiningu
tekin til starfa
♦♦♦
FELLAHVARF 9
OPIÐ HÚS Í KVÖLD FRÁ KL. 19-21
UM ER AÐ RÆÐA FULLBÚIÐ RAÐHÚS Í
NÝJU HVERFI FYRIR OFAN VATNSENDA
MEÐ GLÆSILEGU ÚTSÝNI YFIR
ELLIÐAVATN OG ALLAN FJALLAHRINGIN.
LÝSING: Húsið skiptist í tvær hæðir og bílskúr.
NEÐRI HÆÐ: Forstofa, stigahol, tvö svefnherbergi,
baðherbergi, þvottahús, geymsla og bílskúr sem er
innangengt í úr íbúðinni. Gólfefni á neðri hæð eru
svartur náttúrusteinn á forstofu, holi og baði sem held-
ur áfram upp allan stigan og inn á efri hæðina. Her-
bergin eru bæði með hnotu á gólfi. Þvottahúsið er flísalagt og einnig bílskúr og
geymsla. Skápar eru í forstofu og í herbergjum. Falleg lýsing er í loftum. Baðher-
bergið er með sturtu. Allur frágangur og stíll er glæsilegur.
EFRI HÆÐ: Tvö herbergi, baðherbergi, eldhús, tvær stofur og svalir.
Náttúruflísarnar halda áfram úr stiganum og skipta yfir í hnotuparket í stofunni en eru
flæðandi inn í eldhúsið og inn á baðherbergið og upp með baðkarinu. Á báðum her-
bergjunum er hnota. Hvíttaður askur er í öllum loftum á eftir hæð. Kirsuberjainnrétt-
ingar eru í húsinu, einnig í eldhúsinu þar sem er gashelluborð, tvöfaldur ísskápur og
uppþvottavél sem fylgja. Svalirnar eru flísalagðar og er ómótstæðilegt útsýni af þeim
yfir allan Bláfjallahringinn, Elliðavatn og Heiðmörkina.
SÖLUMENN KLETTS FASTEIGNASÖLU TAKA Á MÓTI GESTUM.
Kristján Ólafsson, hrl. og löggildur fasteignasali
Keflavíkurflugvöllur | Félag íslenskra
bifreiðaeigenda, FÍB, hefur sent frá sér
athugasemdir við gjaldtöku á skamm-
tímabílastæði við Flugstöð Leifs Eiríks-
sonar á Keflavíkurflugvelli og hvernig
staðið er að henni. Gjaldtakan var tekin
upp í byrjun júní og þá voru jafnframt
sett upp hlið og sjálfsalar.
Í athugasemdum FÍB kemur fram að
allmargir félagsmenn hafi snúið sér til
félagsins vegna þessa. Einn hafi til
dæmis orðið að bíða í biðröð í fimmtán
mínútur til að komast inn á stæðin og
jafnlengi til að komast aftur út eftir að
náð hafði verið í farþega. Þá er gagnrýnt
að gjaldið, sem nefnt er skattlagning
ríkisstofnunar, sé einungis lagt á þá sem
koma á einkabílum en ekki leigubílum
eða rútum.
Gagnrýna
bílastæðagjöld
við flugstöð