Morgunblaðið - 23.06.2005, Síða 21

Morgunblaðið - 23.06.2005, Síða 21
Hafnir | „Ég geri þetta til að skapa mér vinnu og til að geta unnið við það sem mér finnst skemmtilegt,“ segir Kristín Jó- hannsdóttir sem er að reisa ein- angrunarstöð fyrir gæludýr í Kirkjuvogshverfi í Höfnum. Kristín hefur búið í fjórtán ár í Höfnum og er ánægð með að fá að byggja einangrunarstöðina þar. „Ég var búin að hugsa um þetta mál lengi og ákvað loks að láta reyna á það. Nú er allt kom- ið af stað,“ segir hún. Áður en hægt var að hefjast handa þurfti Kristín að afla sér nauðsynlegra leyfa, meðal ann- ars frá landbúnaðarráðuneytinu. Húsið stendur nokkuð frá öðrum mannvirkjum enda var það skil- yrði fyrir leyfunum að ekki yrði byggt þar í kring. Minni ferðalög með dýrin Kristín mun bjóðast til að taka við hundum og köttum sem flutt- ir eru til landsins og geyma þá í einangrun í 28 daga undir eft- þeim að fylgjast með dýrum sín- um á þann hátt á meðan á vist- inni stendur. Kristín reiknar með að tveir til þrír starfsmenn verði við ein- angrunarstöðina. Sjálf hyggst hún vinna þar mikið fyrstu árin, á meðan mesti þunginn er í af- borgunum af stofnkostnaði. Hún kvíðir starfinu ekki enda segist hún hafa óskaplega mikinn áhuga á hundum og hafi haldið hund allt frá táningsárunum. Hún vann í mörg ár við hunda- snyrtingu en starfar nú við far- þegaþjónustu hjá IGS á Kefla- víkurflugvelli. „Ég hlakka mikið til að geta farið að vinna við gæludýrin,“ segir Kristín Jó- hannsdóttir. Ný einangrunarstöð fyrir hunda og ketti er í byggingu í Höfnum Vil vinna við það sem mér finnst skemmtilegt Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Upp úr jörðinni Kristín Jóhannsdóttir við grunn einangrunarstöðv- arinnar ásamt syni sínum, Elíasi Kristjánssyni, og íslenska fjár- hundinum Fljóta-Fróða. Stöðin verður opnuð í byrjun vetrar. irliti dýralæknis eins og lög gera ráð fyrir. Hún byggir hús með búrum fyrir 26 hunda og 9 ketti. Húsinu er skipt í tvö einangr- unarhólf. Dýrunum er ekið inn í bílskúr og þau færð í búrin. Úti- svæði fylgir hverju búri þannig að dýrin komast undir bert loft á hverjum degi. „Þetta er glæsileg aðstaða og umhverfið rólegt. Dýrunum á að geta liðið vel hérna hjá okkur,“ segir Kristín. Verktakar vinna að byggingu hússins og segir Kristín að Pét- ur Jóhannsson, bróðir hennar, hafi verið stoð hennar og stytta við undirbúning fram- kvæmdanna. Stefnt er að opnun stöðvarinnar, sem heita mun Einangrunarstöðin í Reykja- nesbæ ehf., 1. desember næst- komandi. Hingað til hefur aðeins ein einangrunarstöð fyrir gæludýr verið á landinu og hún er í Hrís- ey. Kristín segist fara út í sam- keppnina full bjartsýni þótt hún geri sér einnig grein fyrir áhætt- unni. Staðsetningin sé góð í Höfnum. Það sé aðeins fimmtán mínútna akstur með dýrin frá Keflavíkurflugvelli og stutt á höfuðborgarsvæðið en flest dýr- in fara til eigenda þar að lokinni einangrun. „Fólk virðist ánægt með þennan valmöguleika. Það hefur hringt í mig fólk til að lýsa ánægju sinni, sérstaklega vegna þess hvað ferðalög dýranna sem hingað koma styttast mikið,“ segir Kristín. Hlakka til að byrja Þá eiga eigendur dýra af höf- uðborgarsvæðinu auðveldara með að heimsækja þau á milli þriðju og fjórðu viku einangr- unarinnar eins og þeir eiga rétt á. Þá hyggst Kristín bjóða eig- endum upp á þá þjónustu að senda þeim myndir og leyfa Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 2005 21 MINNSTAÐUR SUÐURNES AUSTURLAND Reyðarfjörður | Reyðfirðingurinn Miriam Fissers hélt nýlega helg- arlanga málverkasýningu í Sunnu- hvoli á Reyðarfirði. Um 80 manns sóttu sýninguna og var Miriam mjög ánægð með móttökurnar. Hún fluttist árið 1982, þá 9 ára gömul, frá Belgíu til Reyðarfjarðar þar sem foreldrar hennar kenndu við grunnskólann. Hún er stúdent frá Menntaskólanum á Egils- stöðum, stundaði jafnframt listnám í Belgíu og síðastliðinn vetur var hún við nám í Háskólanum í Ant- werpen. Hún hefur áður haldið einkasýningu á Café Nielsen á Eg- ilsstöðum. Morgunblaðið/Hallfríður Bjarnadóttir Seiður Miriam Fissers við eitt verka sinna í Sunnuhvoli. Straumar frá Antwerpen Vopnafjörður | Um helgina var opnuð sýning á nokkr- um verkum Tolla í Kaupvangi á Vopnafirði. Um er að ræða 34 verk sem unnin eru í olíu og striga á síðustu tveimur árum. Listamaðurinn var viðstaddur opn- unina og var mjög sáttur við hvað menningunni er gert hátt undir höfði á Vopnafirði þrátt fyrir að sum- ir vilji meina að þar eigi hjarinn upptök sín. Menningin ríður ekki við einteyming á Vopnafirði, því á laugardag var skáldakvöld í Miklagarði þar sem kynnt voru verk Gunnars Gunnarssonar og Jóns Múla og Jónasar Árnasona. M.a. fluttu þau Hilmir Snær Guðnason, Guðrún Ásmundsdóttir, Gunnar Eyjólfsson, Kristján Franklín Magnúss, Bjartur Aðalbjörnsson og fleiri leiklestur úr Fjallkirkjunni eftir Gunnar skáld, flutt var erindi um hann og leikin var írsk tónlist og djass. Þótti dagskráin öll hin glæsilegasta og metn- aðarfull eins og Vopnfirðinga er von og vísa. Það eiga ekki allir eigin menningamálaráðherra en Vopnfirð- ingar eru svo lánsamir að Sigríður Dóra Sverrisdóttir sér um menningamálin á staðnum ásamt öðru dug- legu fólki. Það er ekki síst henni að þakka hvað menning er blómleg og fjölbreytt á Vopnafirði enda hefur hún óbilandandi áhuga á listum og menningu og trúir ekki á nein landamæri í þeim efnum. Tolli opnaði sýninguna formlega með því að gefa Vopna- fjarðarhreppi eitt verka sinna sem hann nefnir „Frá- bært land“ sem á vel við myndefni það sem Tolli sýnir á Vopnafirði. Ljósmynd/Tryggvi Aðalbjörnsson Fjallkirkjan leiklesin Bjartur Aðalbjörnsson með þeim Gunnari Eyjólfssyni og Guðrúnu Ásmundsdóttur. Tolli opnar sýningu á Vopnafirði Morgunblaðið/Jón Sigurðarson Opnaði sýningu Tolla lýst vel á hve menningunni er gert hátt undir höfði á Vopnafirði. Reykjanesbær | Eitt hundrað færri nemendur taka þátt í starfi Vinnuskóla Reykjanesbæjar í sumar en í fyrra. Nú eru 294 nemendur úr 8. til 10. bekk í Vinnuskólanum en voru 394 á síðasta ári. Árið þar á undan voru 420 nemendur í skól- anum. Kemur þetta fram í fyrirspurn Árna Sig- fússonar bæjarstjóra við fyrirspurn Kjartans Más Kjartanssonar, bæjarfulltrúa Framsóknarflokks- ins, sem lögð var fram í bæjarstjórn í vikunni. Fram kemur í svarinu að aðsókn unglinga fer oftast eftir atvinnuástandi á hverjum tíma. Segir að í ár sé atvinna með besta móti og skýri það meðal annars fækkunina. Þá kemur fram að tímakaup unglinga í Vinnuskóla Reykjanesbæjar er hærra en þekkist meðal nemenda í 8. til 9. bekk á höfuðborgarsvæðinu og svipað hjá tíundu- bekkingum. Þá kemur fram í svari bæjarstjóra að sú vinna sem staðið hefur einstökum árgöngum til boða hefur minnkað mikið á undanförnum árum.    Hundrað færri unglingar í Vinnuskóla Reykjanesbæjar Sáð í Húshólma | Sjálfboðaliðar fara í Hús- hólma í Ögmundarhrauni kvöld til að sá í gróð- ursárin sem þar hafa myndast, hefta frekari gróðureyðingu og vernda minjarnar. Haldið verður af stað klukkan 18, frá Ísólfsskálavegi, við vegvísinn niður í Húshólma. Landhelgisgæslan hefur flutt fræ og áburð inn í Húshólma að tilstuðlan Landgræðslu ríkisins og Fornleifavernd ríkisins hefur samþykkt aðgerð- ina fyrir sitt leyti. Þátttakendum verður boðið að kynna sér minjarnar í fylgd kunnugra.    Skólastjóri í Sandgerði | Bæjarstjórn Sand- gerðisbæjar hefur samþykkt að veita Guðjóni Þ. Kristjánssyni, skólastjóra grunnskólans í Sand- gerði, námsleyfi á komandi skólaári. Jafnframt var ákveðið, að fenginni tillögu skólaráðs, að Pét- ur Brynjarsson aðstoðarskólastjóri gegni störf- um skólastjóra í námsleyfi Guðjóns og að Fanney D. Halldórsdóttir verði aðstoðarskólastjóri næsta skólaár. Egilsstaðir | Kvenfélagið Bláklukk- ur á Fljótsdalshéraði gaf Heilbrigð- isstofnun Austurlands á Egils- stöðum nýlega svokallaðan Holter, eða hjartasírita. Tækið tekur upp hjartsláttarstarfsemi einstaklings, yfirleitt í einn sólarhring í senn. Það er gert út af ýmsum einkenn- um hjá sjúklingi, vegna hjartslátt- artruflana eða annars. Tækið er hengt á viðkomandi einstakling, sem ber það á sér meðan á ritun stendur og tölva les svo úr því. Pét- ur Heimisson, yfirlæknir HSA á Egilsstöðum, sagði við móttöku tækisins að tæknin sem slík væri ekki ný. „Byltingarkennd breyting frá því sem við þekkjum áður er hversu handhægt tækið er og auð- velt og öruggt að lesa úr ritinu, sem er stafrænt. Það er hlaðið inn í tölvu eftir ritun og lesið úr því á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak- ureyri.“ Tækið kostaði 465 þúsund krónur og er góð viðbót við tækja- kost heilsugæslunnar. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Væn gjöf Halla Eiríksdóttir, f.h. HSA, veitir hjartasírita viðtöku úr hendi Gunnhildar Ingvarsdóttur f.h. Kvenfélagsins Bláklukkna. Bláklukkur gefa hjartasírita

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.