Morgunblaðið - 23.06.2005, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 2005 23
DAGLEGT LÍF | NEYTENDUR
„Ég var sjómaður í tuttugu og sjö ár, fyrir
þremur árum fór ég að hugsa um hvort ég
ætti ekki að breyta til og gera eitthvað annað
en að eyða ævinni um borð í togara,“ segir
Auðunn Herlufsen sem stofnaði Drangabakst-
ur fyrir rúmu ári síðan og hóf að selja land-
anum kartöflukökur. „Ég var nú oft búinn að
hugsa um þessa kartöfluköku sem ég ólst upp
við, fór og spjallaði um þetta við mömmu og
fékk blessun hennar um að fá ættaruppskrift-
ina. Ég skráði mig svo á sýninguna Matur
2004, í raun áður en fyrirtækið var komið á
fullt, keyrði allt af stað en fékk ekki tæki og
aðstöðu fyrr en daginn fyrir sýningu. En ég
mætti á sýninguna með kartöflukökuna og
fékk verðlaun sem einyrki ársins á henni. Þá
byrjaði boltinn að rúlla og kartöflukakan hef-
ur rokið út eins og heitar lummur síðan.“
Auðunn er Hafnfirðingur og er með
Drangabakstur til húsa þar í bæ. Ásamt því að
baka kartöflukökur þá setti hann speltkökur
nýverið á markaðinn.
„Uppskriftinar að þessum kökum eru báðar
komnar frá mömmu, sem fékk þær frá ömmu
sem fékk þær frá langömmu og svo framvegis.
Þetta eru uppskriftir sem hafa gengið í ætt-
inni í yfir hundrað ár.“
Auðunn segir aðeins hann, mömmu sína og
nokkur systkini hennar vita uppskriftina.
„Mamma er frá Dröngum og merki fyrir-
tækisins er af Drangaskörðunum. Auðvitað lét
ég fyrirtækið heita í höfuðið á upprunastað
uppskriftanna, af virðingu við fólkið og stað-
inn. Þessar kökur skapast úr fátækt og eru frá
þeim tíma þegar engu var hent og gerður mat-
ur úr öllu.“
Kartöflukaka í öllum veislum
Móðir Auðuns bakar kartöflukökur oft og
borðaði hann mikið af þeim í æsku. Hann segir
þær alltaf hafa verið á borðum á sínu heimili á
jólum og páskum í staðinn fyrir laufabrauð
eða flatkökur. „Mamma kom líka alltaf með
kartöflukökur í veislur og þar fannst öllum
þær rosalega góðar og margir höfðu á orði að
við ættum að fara að framleiða þær. Því var ég
lengi með þessa hugmynd á bak við eyrað áð-
ur en ég framkvæmdi hana.“
Drangabakstur er sannkallað fjölskyldu-
fyrirtæki því uppskriftirnar eru fjölskyldu-
leyndarmál ásamt því að Auðunn vinnur þar
ásamt tveimur börnum sínum.
„Þegar maður er með svona lítið fyrirtæki
þá þarf maður að geta gert allt sjálfur hvort
sem það er að baka, sjá um fjármálin eða laga
bílinn.
Þetta hefst ekkert nema með því að leggja
svolítið á sig,“ segir Auðunn sem er menntað-
ur netagerðarmaður. Hann segist ekki vera
hættur með nýjungarnar þrátt fyrir að spelt-
kakan sé nýkomin á markað. „Ég stefni að því
að koma með eina nýja köku á ári næstu ár.
Það er ýmislegt sem ég er með handrað-
anum.“
BAKSTUR | Auðunn Herlufsen bakar kartöflu- og speltkökur
Aldagamlar fjölskylduuppskriftir
Auðunn hjá Drangabakstri með speltbrauð
Morgunblaðið/ÞÖK
„Ég byrja að baka um klukkan eitt á nótt-
unni og er að til klukkan níu á morgnana,“
segir Auðunn Herlufsen, eigandi Dranga-
baksturs.
Þegar búið er að velja ferskt græn-
meti eftir kúnstarinnar reglum í
matvörubúðinni þá er líka mik-
ilvægt að geyma grænmetið á rétt-
um stað.
Setjið rótargrænmeti eins og
kartöflur og gulrófur á dimman og
kaldan stað. Annað grænmeti á að
fara í grænmetisskúffu í ísskáp.
Ekki þvo grænmeti áður en
það er sett í geymslu. Það rýrir
geymsluþolið.
Hendið grænmeti sem lyktar
illa, er orðið slímugt eða myglað. Ef
salat er orðið þreytulegt getur það
orðið miklu lystugra ef því er
stungið í kalt vatn í örskamma
stund og svo þurrkað í „salatvindu"
sem eru sérstök ílát til að þurrka í
salat..
MATUR
Svona á að geyma
grænmeti
Ásdís
Ekki þvo grænmetið áður en það er sett í geymslu.