Morgunblaðið - 23.06.2005, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 23.06.2005, Qupperneq 24
24 FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF | NEYTENDUR Bónus Gildir 23. júní – 26. júní verð nú verð áður mælie. verð Thule í gleri 6*33 cl ............................. 399 0 201 kr. ltr Túnfisksteikur 250 gr. ........................... 199 499 796 kr. kg Bónuspylsur 10 stk. ............................. 499 599 50 kr. stk. Heinz-tómatsósa 907 gr. ...................... 129 0 142 kr. kg Bónus sætt sinnep 450 gr. ................... 99 0 220 kr. kg Bónus remúlaði 400 gr......................... 99 129 247 kr. kg Froson-jarðaber 750 gr......................... 159 399 212 kr. kg Froson-hindber 300 gr. ........................ 129 299 430 kr. kg KF-hrásalat 350 gr. .............................. 98 159 280 kr. kg Bónus kaldar grillsósur 270 ml. ............ 139 0 515 kr. ltr Fjarðarkaup Gildir 23. júní – 25. júní verð nú verð áður mælie. verð Kjöthúsið Grillsteik popparans Kjötb. ..... 1198 1399 1198 kr. kg Móar Piri Piri læri/leggir........................ 418 599 418 kr. kg FK. Ofnsteik......................................... 1267 1584 1267 kr. kg Kjarnaf. Grill Lambaframpartssneiðar..... 798 998 798 kr. kg Fjallalamb 1/2 grill-lambalæri .............. 989 1648 989 kr. kg Grillhamborgarar m. brauði 2 stk. .......... 238 394 119 kr. stk. FK. Kartöflusalat 320 gr........................ 88 149 275 kr. kg FK. Hrásalat 320 gr. ............................. 88 149 275 kr. kg SS. Gordon Bleu pr.pk.......................... 357 419 357 kr. stk. Móar appelsínu læri/leggir ................... 418 599 418 kr. kg Hagkaup Gildir 22. júní – 22. júní verð nú verð áður mælie. verð Holta kjúklingalæri í hvítl.kryddl............. 359 599 359 kr. kg Grillsagaður lambaframpartur ............... 399 538 399 kr. kg Holta kjúklingalæri & leggir í texaskr. ..... 359 599 359 kr. kg Holta kjúklingavængir í mexicokryddl. .... 299 499 299 kr. kg Krónan Gildir 22. júní – 28. júní verð nú verð áður mælie. verð Gourmet grísagrillsneiðar rauð. ............. 718 1025 718 kr. kg Sorella pizzur 3 tegundir ....................... 99 199 396 kr. kg Móa kjúklingavængir magnkaup............ 149 299 149 kr. kg Móa kjúklingaleggir magnkaup.............. 389 599 389 kr. kg Krónu krydduð lambasteik .................... 988 1098 988 kr. kg GM Cheerios tvöfaldur 1050 gr ............. 499 0 475 kr. kg Poco Loco Nacho cheese...................... 199 0 663 kr. kg Persil þvottaefni 5,4 kg......................... 998 1198 184 kr. kg SS Mexikópylsur .................................. 622 888 622 kr. kg Jarðarber í boxi 200 gr ......................... 199 289 995 kr. kg Nóatún Gildir 22. júní – 29. júní verð nú verð áður mælie. verð Boboli frosnir hraðréttir 4 tegundir ......... 199 249 995 kr. kg Excact sjampó og hárnæring................. 329 439 822 kr. ltr Lambaframhr. fille rib eye ..................... 1998 2998 1998 kr. kg Grísafille ............................................. 1499 1998 1499 kr. kg Bautab. svínakótilettur rauðvínsl. .......... 999 1539 999 kr. kg Bláber box USA ................................... 199 299 1592 kr. kg Kínakál ............................................... 149 199 149 kr. kg Myllu samlokubrauð 2 fyrir 1................. 259 518 336 kr. kg SS Grand orange helgarsteik ................ 995 1579 995 kr. kg Nóatúns salernispappír 12 stk .............. 299 399 24 kr. stk. Samkaup/Úrval Gildir 23. júní – 26. júní verð nú verð áður mælie. verð Helgargrís m. sólþ. tómötum/basil BK ... 1165 1665 1165 kr. kg Grillpylsur Borgarneskjötv. .................... 692 989 692 kr. kg Gourmet lambaframpartssneiðar........... 1119 1598 1119 kr. kg Grillsagaður lambaframpartur Goði........ 479 639 479 kr. kg Goða Ostapylsur .................................. 794 1134 794 kr. kg Doritos snakk 200 gr............................ 149 249 745 kr. kg Mix 2L ................................................ 99 219 49 kr. ltr Vatnsmelónur ...................................... 75 159 75 kr. kg Lambaframhryggjarsneiðar þurrkr. BK .... 1286 1864 1286 kr. kg Spar, Bæjarlind Gildir 22. júní – 28. júní verð nú verð áður mælie. verð Vöffluduft 500 gr. Katla ........................ 299 386 598 kr. kg Big kremkex 500 gr. ............................. 169 229 338 kr. kg Lamba grill framhr. sneiðar, kryddað ...... 898 1498 898 kr. kg Nautalundir New Zealand ..................... 2898 3898 2898 kr. kg Kjúklingur BBQ læri/leggir .................... 398 499 398 kr. kg T&K Java Mokka kaffi 400 gr................. 398 479 995 kr. kg Lambasíðubitar ................................... 105 199 105 kr. kg Murray sykurlaust kex Cremes 184gr...... 98 221 533 kr. kg Jarðarber 200 gr. box ........................... 99 219 495 kr. kg Vatnsmelónur ...................................... 99 149 99 kr. kg  HELGARTILBOÐ|neytendur@mbl.is Vatnsmelónur og kjúklingur Íþróttahjónin Erla Hendriksdóttir iðjuþjálfi og Bragi Jónsson MBA rekstrarhagfræðingur hafa búið í Kaupmannahöfn í sex ár. Þau fara flestra sinna ferða á hjóli eins og algengt er í gömlu höfuðborginni og þá er ágætt að hafa fimm verslanir um að velja í nágrenninu. Erla er landsliðsfyrirliði og þekkt knattspyrnukona úr Breiðabliki og hefur spilað með danska lið- inu Skovlunde undanfarið ár. Bragi er reynd- ur handboltakappi og hefur verið hand- boltaþjálfari undanfarin ár. Eins og íþróttafólki sæmir hugsa þau Erla og Bragi vel um heilsuna og borða mikið grænmeti og ávexti. „Við borðum yfirleitt hollan mat,“ seg- ir Bragi en Erla bætir við að þau séu nú ekk- ert heilög. „Við leyfum okkur óhollustu stund- um og borðum alveg nammi en reynum að hafa sérstaka nammidaga til þess,“ segir Erla. Ekkert sælgæti er keypt í þessari verslunar- ferð í Føtex en hins vegar ratar einn poki af frönskum kartöflum í innkaupakerruna en vel að merkja fitusnauðari en venjulegar. Føtex er ein af verslununum sem eru nálægt heimili þeirra á Amager, stór verslun þar sem vöru- úrval er gott en verðið í hærra lagi miðað við Netto eða aðrar lágvöruverðsverslanir þar sem þau kaupa yfirleitt nauðsynjarnar, en fara t.d. í Føtex til að fá það sem upp á vantar. Gott úrval af ostum Erla og Bragi hafa búið alla sína sambúð í Danmörku og hafa því litla reynslu af mat- arinnkaupum á Íslandi. Erla segir að þeim bregði stundum vegna verðsins þegar þau komi heim í frí og fari út í búð. „Það er mikill munur á verði á sumu eins og kjöti, grænmeti, ávöxtum og svo léttvíni og bjór, segir hún. „Það er æðislegt að geta keypt léttvín og bjór úti í búð og ég skil ekkert í að það skuli ekki vera leyft heima á Íslandi,“ segir Bragi. Appelsínur, vínber, epli og kál fara ofan í innkaupakerruna úr grænmetis- og ávaxta- borðinu að þessu sinni. Ostaúrvalið er næst á dagskrá og þar er erfitt að velja. „Það er mjög gott úrval af ostum hérna og mikið af góðum ostum,“ segir Bragi og skoðar. „Við kaupum yfirleitt fituminni osta,“ segir Erla og velur einn 17%. Fisk fá Erla og Bragi sendan frá Ís- landi. „Við prófuðum að kaupa fisk hér þegar við vorum nýflutt og það heppnaðist frekar illa. Hráefnið var bara vont,“ segir Erla. „Við erum góðu vön," segir Bragi. „Reyndar kaup- um við norskan lax hér og hann er mjög góð- ur. “ Heil önd fyrir hundraðkall Kjúkling hafa þau oft í matinn, nautahakk eða kalkún sem er vinsæll í Danmörku. Kæli- kistan í Føtex er full af alls kyns kjötmeti í pökkum, þ. á m. ýmsu sem sjaldan er að finna í kælikistum íslenskra matvöruverslana eins og andabringum og kalkúnahakki, sem Erla og Bragi nota oft í staðinn fyrir nautahakk þar sem það er fituminna. „Og við höfðum aldrei smakkað önd fyrr en við fluttum til Danmerkur og hún er alls ekki dýr. Við keyptum heila önd um daginn fyrir innan við 100 danskar krónur,“ segir Bragi. Grænlenskar rækjur á wokpönnuna „Af hverju ertu að spyrja að því,“ segir Erla hlæjandi þegar spurt er hvort þeirra sjái um eldamennskuna. Hún viðurkennir að Bragi sé aðeins duglegri að elda. „Við eldum yfirleitt fjórum til fimm sinnum í viku og þá er það oftast eitthvað fljótlegt en hollt af því við erum flest kvöld á æfingum, segir hann. „Svo keyptum við kíló af grænlenskum rækjum um daginn, þær eru mjög góðar, einmitt með grænmeti á wok-pönnu til dæmis,“ segir Bragi og grípur einn poka með frosnu græn- meti. „Erla elskar síld,“ segir Bragi þar sem þau standa fyrir framan síldarkrukkur af öllu tagi. „Síld og rúgbrauð og danskt smörrebröd finnst mér rosalega gott,“ segir Erla og velur venjulega ediksmarineraða síld í kerruna. Það er hægt að kaupa íslenska síld í dönskum verslunum en Erlu finnst sú danska ekki síðri auk þess sem hún er ódýrari. Lokað á sunnudögum Þau hjónin segjast hafa verið fljót að venj- ast því að matvöruverslanir í Danmörku eru alltaf lokaðar á sunnudögum og ekki eins lengi fram eftir á virkum dögum og tíðkast á Íslandi. Þetta er að hluta til bundið í lög í Danmörku sem ætlað er að vernda kaup- manninn á horninu. Í lögunum felst að ein- ungis litlar verslanir með ákveðna hámarks- veltu mega hafa opið á sunnudögum en ekki stórmarkaðirnir og á að koma í veg fyrir að þeir útrými litlum hverfisverslunum. Þetta kemur sér einnig vel fyrir hjólreiðafólkið. „Hér er hlutfallslega minna um stórmark- aði þar sem margir eru bíllausir og því fleiri litlar verslanir,“ segir Bragi um leið og hann kemur öðrum innkaupapokanum úr versl- unarferðinni fyrir í körfunni á hjólinu hennar Erlu. Tveir innkaupapokar með kjúklingi, grænmeti, ávaxtasafa, síld, ávöxtum, osti, mjólkurvörum og frystivörum kosta tæpar 280 danskar krónur eða rétt rúmar 3.000 ís- lenskar krónur. Erla og Bragi segjast fara með um 2.500 danskar krónur í mat og drykk á mánuði en það samsvarar um 27 þúsund ís- lenskum krónum.  HVAÐ ER Í MATINN|Erla Hendriksdóttir og Bragi Jónsson kaupa í matinn í Kaupmannahöfn Elda oftast eitthvað fljót- legt en hollt Erla Hendriksdóttir og Bragi Jónsson segjast fara með um 2.500 danskar krónur í mat og drykk á mánuði en það samsvarar um 27 þúsund íslenskum krónum. Tveir innkaupapokar með kjúklingi, græn- meti, ávaxtasafa, síld, ávöxtum, osti, mjólk- urvörum og frystivörum kosta tæpar 280 danskar krónur eða rétt rúmar 3.000 íslensk- ar krónur. Fisk fá Erla Hendriksdóttir og Bragi Jónsson sendan frá Ís- landi. Þau sögðu Steingerði Ólafsdóttur að þau hefðu próf- að að kaupa fisk í Kaupmanna- höfn en það hefði heppnast frekar illa. Danskur sítrónukjúklingur 1 kjúklingur 2 laukar 1 vorlaukur 2 stk. chili 2 hvítlauksrif 0,6 dl ólífuolía 0,6 dl sítrónusafi Skerið kjúklinginn í tvennt. Hakkið saman lauk, vorlauk, chili, hvítlauk, olíu og sítrónusafa. Hellið blöndunni yfir kjúklinginn og látið hann liggja í ísskáp í a.m.k. klukkutíma (best yfir nótt) Hitið ofninn í 180°C. Setjið kjúklinginn í ofn- fast fat og steikið í 40 mínútur eða þar til hann er steiktur í gegn. Smyrjið mar- ineringunni yfir kjúklinginn öðru hvoru. Berið fram með hrísgrjónum og fersku grænmeti. steingerdur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.