Morgunblaðið - 23.06.2005, Side 25

Morgunblaðið - 23.06.2005, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 2005 25 DAGLEGT LÍF | NEYTENDUR Glöggur neytandi varð var við það í einni verslunarferð sinni að skyndiréttirnir 1944, sem Slátur- félag Suðurlands framleiðir, höfðu hækkað nokkuð í verði. Steinþór Skúlason, forstjóri SS, segir verð- hækkanir á réttunum hafa tekið gildi 6. júní síðastliðinn. „Að und- anförnu hafa orðið verðhækkanir á öllum kjöttegundum og ekki bara hjá okkur. Við erum að koma úr tímabili þar sem það var of- framboð á öllum kjöttegundum og yfir í aðstæður þar sem það er heldur knappt af kjöti og auðvitað endurspeglast það í verðinu. Áður var verið að selja margar kjötvör- ur undir kostnaðarverði en núna er komið meira jafnvægi, en þetta er auðvitað alltaf í einhverjum sveiflum.“ Hækkunin á 1944-réttunum var á bilinu 8 til 11% en svo eru ein- stakir réttir sem hafa hækkað meira. „Mesta hækkunin er á fiski- bollum, eða um 20%, en þar erum við að kaupa bollurnar frá öðrum og er hækkunin byggð á útreikn- ingi á kostnaðarverði,“ segir Stein- þór. Annar fljótlegur matur hefur ekki hækkað eins mikið og 1944- réttirnir. Sóma samlokurnar hafa ekkert hækkað í verði síðan í apríl árið 2004 en Júmbó samlokur voru hækkaðar um 6 til 7% í apríl síð- astliðnum en þá hafði ekki orðið hækkun á þeim síðan í júní árið 2002. Hækkunin var eingöngu vegna verðhækkunar á hráefni.  VERÐHÆKKUN | Tilbúnir réttir hækka í verði um allt að 20% Minna framboð af kjöti skýringin Morgunblaðið/ÞÖK Sykurminni mjólkurvörur Nú eru komnir á markað jógúrt- drykkir frá MS sem ætlað er að koma til móts við óskir neytenda um sykurminni mjólkurafurðir. Léttu jógúrtdrykkirnir innihalda minni sykur en sambærilegar vörur. Drykkirnir eru sýrðir með lifandi jógúrtgerlum og innihalda næringar- efni mjólkur. Þeir innihalda 0.8% fitu og eru með fituminnstu jógúrtvörum á markaði hérlendis. Hitaein- ingainnihald er frá 37 kcal í 100 g. Þeir fást í þremur bragðtegundum, tveimur sykurskertum og einni án viðbætts sykurs. Í fréttatilkynningu frá Mjólkursamsölunni kemur fram að flestir sem hafa mjólkursykurs- óþol geti drukkið nýju jógúrtdrykk- ina þar sem meira en 80% af mjólk- ursykrinum hafa verið klofin. Svalandi sumarkokteilar Svokallaðar Dreams-kokteil- blöndur frá Suður-Afríku eru nú fá- anlegar hér á landi. Kokteilblönd- urnar eru unnar úr freskum ávöxtum og hægt er að nota þær til að blanda bæði áfenga og óáfenga kokteila. Fjölmargar uppskriftir fylgja hverri flösku. Bragðtegundirnar eru fjórar: Pina Colada, með ekta kókosmjólk og ananas, Margarita með ferskum lime- og sítrónusafa, Sweet ’n’ Sour úr appelsínum, sítrónum og lime og Strawberry úr ekta jarðarberjum og sítrónusafa. Kokteil- blöndurnar fást í versl- uninni La Vida á Laugavegi 51. Þar fást einnig sér- stakar krapa- blöndur frá Urban Thirst á Nýja- Sjálandi til þess að gera frosna kok- teila. Einnig selur La Vida kokteil- hristara, ananas- og jarðarberjasyk- ur og limesalt til að setja á glasabrúnirnar.  NÝTT Morgunblaðið/Jim Smart Þegar bera á viðarvörn á tréverk á borð við glugga, vindskeiðar, skjólveggi og timburhús þarf að byrja á því að fjarlægja alla gamla lausa málningu. Ef viðurinn er illa veðraður á yfirborði er nauðsynlegt að slípa eða skafa niður í þéttan og óskemmdan við. Ávallt skal kappkosta að viðurinn sé vel þurr þegar málað er. Ef gömul og gljáandi málning er til staðar, skal matta hana vel með sand- pappír fyrir málun og gott er að metta allan beran við með því að mála blautt í blautt í allt að þremur umferðum með til dæmis Kjörvara 14 eða 16, hálfþekjandi eða þekj- andi. Á palla og aðra lárétta fleti, þar sem vatn getur legið, er best að nota Kjörvara 12 pallaolíu sem er olíubundin viðarvörn með gott veðrunarþol. Ef viðurinn er illa veðr- aður á yfirborði þarf að kappkosta að slípa eða skafa niður í þéttan og óskemmdan við- inn, sem þarf að vera bæði þurr og mettaður við áburð. Varast skal hins vegar að bera svo mikið á flötinn að lakkhúð myndist. Þetta eru meðal þeirra ráða sem húsamál- ararnir Svanþór Þorbjörnsson og Óli Hvann- dal mæla með að fólk tileinki sér við með- höndlun á tréverki. Þeir voru í óðaönn að ljúka við að fúaverja nýlegan golfskála Odd- fellowa í Heiðmörk þegar Daglegt líf brá sér í heimsókn og náði þeim í kaffipásu í vik- unni. Ferðinni var síðan heitið í Grafarvog- inn í meira tréverk. Þeir félagar segjast nota nær einvörðungu Kjörvara frá Málningu ehf. á allt tréverk, jafnt í vinnunni sem heima þegar dytta þarf að, því að öðrum efnum ólöstuðum, hafi þeir einfaldlega mjög góða reynslu af þeirri af- urð. Grænt og gagnvarið Viður á Íslandi er í ríkari mæli seldur gagnvarinn, sem kallað er. Annars vegar er um olíuvörn að ræða sem dregin er inn í við- inn undir lofttæmi og hins vegar saltvörn, þar sem söltum í vatnslausn er þrýst inn í viðinn. Saltaðferðin er mun algengari, en hún gerir viðinn grænleitan, sem margir kæra sig ekkert um. Fólk getur á hinn bóg- inn valið úr fjölmörgum litaafbrigðum af fúavörn og pallaolíu auk glæra litarins. Þegar talið berst að því hvort farsælla sé að velja hálfþekjandi eða þekjandi efni á palla og annað tréverk, svara þeir Svanþór og Óli því til að líklega myndu þeir sjálfir velja hálfþekjandi fúavörn á glænýtt timbur, en það inniheldur meiri olíuefni en þekjandi fúavörnin. „Hálfþekjandi efni flagnar ekki. Það bara veðrast og því fylgir óneitanlega minna viðhald en þekjandi efnum. Þekjandi efni á hinn bóginn er til í mörgum viðarlík- ingum, en þegar slík efni hafa einu sinni verið borin á verður ekki aftur snúið nema ef viðurinn er allur slípaður upp frá grunni. Í því felst mikil þolinmæðisvinna. Þegar öllu er á botninn hvolft snýst þetta auðvitað allt um smekk hvers og eins, en við myndum aldrei nota akrýlefni beint á timbur, eins og sumar verslanir gefa sig út fyrir að bjóða. Okkar reynsla af akrýlefnum á timbur er ekki góð, en vilji menn fara þá leið er nauð- synlegt að grunna með grunnfúavörn á timbur áður en málað er með akrýlefnum. Að öðrum kosti flettist málningin af innan ekki langs tíma þegar viðurinn blotnar því viðloðunin er þá engin.“ Gráminn í burtu Þegar fagmennirnir eru að því spurðir hver séu helstu mistökin, sem fólk geri í við- haldi tréverks og palla, segja þeir að þau felist einna helst í undirbúningsvinnunni. „Lykilatriðið er að vanda allan undirbúning mjög vel. Það þarf að hreinsa öll óhreinindi vel og vandlega áður en hafist er handa með pensilinn og slípa allan gráma í burtu úr viðnum.“  VIÐARVÖRN|Hvernig er best að viðhalda tréverkinu? Lykilatriði að vanda allan undirbúning Morgunblaðið/Eyþór Húsamálararnir Óli Hvanndal og Svanþór Þorbjörnsson segja að helstu mistökin sem fólk geri í viðhaldi tréverks felist í undirbúningsvinnunni. Húsamálararnir Svanþór Þor- björnsson og Óli Hvanndal voru að fúaverja nýlegan golf- skála Oddfellowa í Heiðmörk þegar Jóhanna Ingvarsdóttir spurði þá út í tæknina við góða vörn. join@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.