Morgunblaðið - 23.06.2005, Side 27

Morgunblaðið - 23.06.2005, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 2005 27 UMRÆÐAN HÉRNA um daginn birtist at- hyglisverð frétt í Fréttablaðinu, er bar heitið: „Sorgleg endalok ham- ingjustundar“. Þar var sagt frá því að „Brezku bjór- og barsamtökin“ eða „The British Beer and Pub Association – BPPA“ eins og það heitir hjá brezkum, hefðu lýst því yf- ir að stuðningur við það sem Bretar kalla: „Ham- ingjustundir – og drekktu eins og þú get- ur“, verði án tafar af- lagður. Hver skyldi svo ástæðan fyrir þess- ari yfirlýsingu vera? Svarið kemur fram í framhaldi af fréttinni – og hún er næsta aug- ljós – því ofdrykkja er orðin að vandamáli í Bretlandi og hún hefir nú þegar nánast breytt mörgum miðborgum í þessu annars ágæta landi í vígvelli – einkum þó á föstudögum og laug- ardögum. Hvernig er það nú annars – kann- ast ef til vill einhverjir við eitthvað svipað í henni Reykjavík – Akureyri – eða annars staðar frá? Fréttinni fylgir ennfremur, að haft sé eftir formanni þessa BBPA félags og birt var á fréttavef CNN, að hvers konar „tilboð og leikir“ sem bara sé boðið upp á í því augnamiði að auka áfeng- isdrykkju á sem skemmstum tíma, eigi enga samleið með þeim 32 þús- undum sem teljast félagsmenn sam- takanna. Er nokkur furða þótt sumum Bretum fari að blöskra þegar svo er komið málum, að miðkjarnar margra borga breytast eins og víg- vellir væru – vegna óhóflegrar áfengisneyzlu og drykkjuláta. Þetta leiðir hugann að þessum málum hér heima. Tölur sýna ofdrykkju vax- andi vandamál í Bret- landi, brezka stjórnin eða að minnsta kosti sumir Bretar og BBPA hafa af því áhyggjur samanber það sem for- maður samtakanna lætur hafa eftir sér og getið er um hér að framan. En hvernig er þetta hér heima? Hafa ís- lenzk stjórnvöld eða al- þingismenn yfirleitt, þ.e.a.s. meirihlutinn, áhyggjur af vaxandi áfengisneyzlu Íslendinga – ungra Íslendinga? Hvernig er það annars með hinar mörgu ólöglegu áfeng- isauglýsingar sem maður sér næst- um daglega í blöðum og tímaritum og ruslpósti – jafnvel í sjónvarpi – og ekkert er gert við, eru þær ekki beint eða óbeint hvatning, tilmæli, tilboð til fólks og þá auðvitað helzt til þeirra sem ungir eru, um að nota nú þessa eða þessa auglýstu vínteg- undina sem sé svo góð með t.d. mat eða ein sér eða því sem auglýst er þá og þá. Markmið auglýsinga er að auka kaup eða notkun á þeirri vöru sem verið er að auglýsa hverju sinni. Með áfengisauglýsingum er bein- línis verið að hvetja til aukinnar neyzlu. Fráleitt vill áfengisauðvaldið draga úr neyzlu síns görótta drykkjar. Reynslan hefur sýnt að aukinni áfengisneyzlu fylgir aukn- ing ofdrykkju áfengis og öllu því sem því fylgir eins og neyzla ann- arra fíkniefna. Sú hugmynd, sem margir dvelja við, að hefja sölu á svonefndum léttum vínum og áfeng- um bjór í matvöruverzlunum (svo fylgja væntanlega seinna með sölu- turnar og kvöldsölur, gjöri eg ráð fyrir) er ekkert annað en tilraun til þess að auka enn meir áfeng- isneyzlu, sem eg hélt að væri nógu mikil fyrir – og undir liggur þá að auka áfengisneyzlu á sem skemmst- um tíma eða hvað? Þeir sem þetta vilja – kannski er þeim líka alveg sama – hefir ekki ennþá lærzt, að áfengisneyzlu, of- drykkju og öðru slíku fylgja sorgleg endalok hamingjustundar. Endalok hamingjustunda Björn G. Eiríksson fjallar um áfengisauglýsingar ’Með áfengisaug-lýsingum er beinlínis verið að hvetja til aukinnar neyzlu.‘ Björn G. Eiríksson Höfundur er talkennari í fjölmiðlanefnd IOGT. ÓLÍKT er ástandið í stjórn- arskrármálum á Íslandi og meg- inlöndum Evrópu innan Efnahags- bandalagsins. Á Íslandi heldur stjórnarskrárnefndin opinbera fundi og hvetur almenning til að ræða málin, áður en hún leggur fram til- lögur sínar. Innan EB hafa kjós- endur í Frakklandi og Hollandi hafnað stjórn- arskrá sambandsrík- isins. Engin áætlun er til um, hvernig bregð- ast skuli við ef stjórn- arskránni er hafnað. Margot Wallström, varaformaður EB- nefndarinnar, talar um „plan D- för demo- krati“. Kannski er það nokkuð seint, þegar almenningur í tveimur lönd- um hefur sagt nei. Af 390.694 les- endum þýska tímaritsins Bild voru 96,94% á móti stjórnarskránni í ný- legri skoðanakönnun. Í Svíþjóð er búist við að yfir 60% yrðu á móti stjórnarskránni í þjóðaratkvæða- greiðslu. Enskur vinur minn, Brian Prime, býst við að andstaða Breta við stjórnarskrána sé allt að 80%. Ég spurði hann, af hverju ríkisstjórn Tony Blairs hefði skipt um skoðun og ákveðið að leyfa þjóðaratkvæða- greiðslu í stað þess að þingið sam- þykkti stjórnarskrá EB eins og gert er í mörgum löndum. Þó að staðan hafi breyst núna og stjórnarskráin sé lögð til hliðar í bili, þá langar mig að gefa lesendum Morgunblaðsins aðgang að rökum Brian A. Prime varðandi sjálfsákvörðunarrétt þjóða. Þetta atriði hefur því miður of lítið heyrst í umræðunni um framtíð EB. Í stjórnarskrá EB kemur fram hvernig völd aðildarríkjanna eiga að flytjast yfir á stofnanir EB. Mér brá í fyrsta skipti, sem ég las þetta. Valdinu er skipt í þrjá kafla: Í fyrsta lagi altæk völd stofnana EB (hér verða þjóðirnar að framkvæma til- skipanir frá Brussel, hvað sem taut- ar og raular), í öðru lagi völd sem farið er með í samstarfi milli stofn- ana EB og þjóðanna (hér gildir regla sem segir að þjóðirnar megi ekki gera neitt sem brýtur í bága við vilja og stefnu EB) og í þriðja lagi vald, sem þjóðirnar hafa sjálfar forræði yfir. Það þarf ekki að lesa langt til að skilja, að Ísland tapar yfirráðum sín- um yfir fiskstofnunum, ef Íslendingar ganga að þessum skilmálum. Yfirráð yfir lífríki hafs- ins eru nefnilega hluti af altæku valdi stofn- ana EB. Samningagerð við erlend ríki, yfirráð og stjórnun hern- aðarmála, efnahags- og atvinnumál eru dæmi um önnur altæk völd EB. Í Svíþjóð hefur Justicekanslern lýst því yfir, að ekki sé full- reynt, hvort stjórn- arskrá EB brjóti í bága við stjórn- arskrá Svíþjóðar, vegna færslu á valdi frá sænska þinginu til stofnana EB. Ríkisstjórn Görans Perssonar hafði þó meiri áhyggjur, að Sören Wibe, einn af þingmönnum Social- demokrata, myndi takast að fá 5000 nöfn flokkssystkina sinna á bak við kröfuna um þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann hafði safnað 4000 nöfnum en hætti, vegna þess að hann telur, að stjórnarskráin sé nú dauð. Skv. Brian má engin þjóð hafa sjálfs- ákvörðunarrétt sinn né hluta hans til sölu. Engin ríkisstjórn innan EB hefur komist til valda á loforðinu að samþykkja stjórnarskrá EB. Líkja má uppbyggingu súperríkisins við stórbyggingu án byggingarleyfis hjá lögmætum aðilum, þ.e. kjósendum. Ef stjórnarskráin yrði samþykkt þyrfti EB-nefndin í miklu minna mæli að fá samþykki aðildarríkjanna en áður. Hægt verður að stjórna EB án tillits til óska aðildaríkjanna, t.d. í her- og varnarmálum. Svíþjóð gæti ekki haldið uppi hlutleysisstefnu sinni. Brian segir Breta óttast, að lönd sem ekki hafa innleitt evruna verði neydd til að nota hana, þótt yf- irgnæfandi þjóðarvilji sé fyrir eigin landsmynt eins og gildir um pundið, sænsku og dönsku krónurnar. Ég enda með orðum Brian Prime: „Ríkisstjórnir aðildarríkjanna unnu við undirbúning stjórnarskrárinnar á öllum sviðum á fundum í Evrópu. Þær samþykktu að lokum stjórn- arskrána og undirrituðu með nöfn- um sínum. Þar á eftir átti sérhver þjóð að samþykkja stjórnarskrána. Eftir að ríkisstjórnir höfðu und- irritað stjórnarskrána var nauðsyn- legt að fá hana samþykkta af fólkinu, sem þingin eru fulltrúar fyrir og eru ábyrg gagnvart. Það er „fólkið – ekki þingið“ sem á að samþykkja undirritun ríkisstjórnar sinnar í jafnmikilvægu máli, sem varðar þjóðlegan sjálfsákvörðunarrétt. Með þjóðaratkvæðagreiðslu getur fólkið kosið með eða móti sjálfri stjórn- arskránni. Að neita fólki um þjóðaratkvæða- greiðslu í þessu máli er misnotkun á valdi ríkistjórnarinnar og hæðnisför að lýðræðinu. Er einhver svo barna- legur að trúa því, að þingið kjósi á nokkurn annan hátt en „já“, eftir að ríkisstjórnin er búin að undirbúa stjórnarskrána og undirrita hana á stórhátíð á Ítalíu? Fyrstu orð fyrsta kafla stjórn- arskrárinnar hljóða: endurspegla vilja meðborgaranna og ríkja Evr- ópu. Eftir þessu hefur ekki verið far- ið; margar ríkisstjórnir hafa neitað fólkinu um þessi réttindi. Hvernig er hægt að endurspegla vilja fólksins, þegar því er neitað um að fá að sýna vilja sinn?“ Í upphafi minntist ég á muninn á starfsaðferðum stjórnarskrárnefnd- arinnar á Íslandi og ferli stjórn- arskrármyndunar fyrirhugaðs sam- bandsríkis EB. Kannski væri staðan öðruvísi hjá EB, ef leiðtogar Evrópu hefðu tamið sér íslensku vinnu- brögðin. Þeir hefðu þá komist að því fyrr, að súperríkið er ekki pantað af fólkinu í Evrópu. Lýðræðið og Efnahagsbandalagið Gústaf Skúlason fjallar um Evrópumál ’Yfirráð yfir lífríki hafsins eru nefnilega eitt af altæku valdi stofnana EB. ‘ Gústaf Skúlason Höfundur er smáfyrirtækjarekandi og fulltrúi Evrópska smáfyrir- tækjabandalagsins í Svíþjóð. SKÖPUNARKRAFTUR, sjálfs- traust, frumkvæði og jákvætt viðhorf eru eiginleikar sem leiða til þess að ný fyrirtæki verða til og starfandi fyrirtæki ná að vaxa og dafna. Samfélag sem ætlar að verða áfram í fremstu röð þarf nýsköpun eins og einstaklingar þurfa loft til að anda. Það eru jú skapandi og kraftmiklir athafna- menn og -konur sem standa fyrir nýsköpun sem er aftur forsenda efnahagslegra fram- fara og velsældar. Vönduð við- skiptaáætlun er nauð- synleg til að afla góðri viðskiptahugmynd brautargengis en einn- ig sem áttaviti í rekstrinum. Nýsköpun 2005 er samkeppni um viðskiptaáætlanir þar sem horft er til hug- myndaauðgi annars vegar og skipulegrar framsetningar og rök- semdafærslu hins vegar. Við- skiptaáætlanir sem sendar eru í keppnina fá ítarlega umsögn sér- fræðinga auk þess sem hægt er að vinna til veglegra peningaverðlauna. Einnig fá valin verkefni ákveðinn tæknilegan stuðning við vöruþróun hjá Iðntæknistofnun. Vonandi berast margar við- skiptaáætlanir í keppnina í ár og sérstaklega er áhugavert að fá við- skiptaáætlanir frá starfandi fyr- irtækjum þótt uppistaðan verði án efa nú sem áður viðskiptaáætlanir frá einstaklingum og ungum sprotafyr- irtækjum. Markmiðið er að allir hafi ávinning af átakinu þótt aðeins fáir vinni til beinna pen- ingaverðlauna. Að þjóð- arátaki um Nýsköpun 2005 standa Íslands- banki, Nýsköp- unarsjóður atvinnulífs- ins, Morgunblaðið, Háskólinn í Reykjavík, Framleiðnisjóður land- búnaðarins og Iðn- tæknistofnun. Skilafrestur í keppn- ina er 1. sept. næstkom- andi þannig að enn er tími til stefnu og um að gera að bretta upp erm- ar og hefjast handa. Ef fylgt er leiðbeiningum og notuð þau gögn sem fyrir liggja þarf það alls ekki að vera mikið verk að koma saman lítilli viðskiptaáætlun. Nú og svo luma margir ein- staklingar og fyrirtæki á tilbúinni við- skiptaáætlun sem þá er tilvalið að senda í keppnina. Hægt er að fá upplýsingar um keppnina á netfanginu www.nyskopun.is eða með því að senda tölvupóst á ny- skopun@nyskopun.is Nægur tími til stefnu G. Ágúst Pétursson fjallar um Nýsköpun 2005 – samkeppni um viðskiptaáætlanir G. Ágúst Pétursson ’Vönduð við-skiptaáætlun er nauðsynleg til að afla góðri við- skiptahugmynd brautargengis en einnig sem áttaviti í rekstr- inum. ‘ Höfundur er verkefnisstjóri í Nýsköpun 2005. Á SÍÐASTA ári var mikil umræða um akstur utan vega og þær landskemmdir sem slíkum akstri fylgdu. Það hefur mik- ið vatn runnið til sjáv- ar frá þeim tíma og margir, bæði opinberir aðilar, fyrirtæki, áhugasamtök, hagsmunasamtök og einstaklingar hafa lagt hönd á plóg við að gera úr- bætur. Fyrir það fyrsta hefur umhverf- isráðherra gefið út reglugerð sem ber heitið Takmarkanir á umferð í náttúru Íslands. Hún felur í sér verulegar umbætur frá fyrri reglu- gerðum þannig að einstaklingum á að vera ljósara hvað má og hvað telst óheimilt. Ennfremur eru ákvæði sem gera eftirlitsaðilum auðveldara að fylgja málum eftir komi til brota, en þar var mikill misbrestur á í eldri reglugerðum. Í öðru lagi hefur verið haft víð- tækt samráð við aðila í ferðaþjónust- unni, svo sem flugfélögin, Norrænu og bílaleigur. Það hefur verið mikill vilji hjá þessum aðilum til að upplýsa ferðamenn um hve viðkvæm íslensk náttúra er og hvaða umgengn- isreglur gilda. Nú liggur fyrir kynn- ingarefni sem dreift er í alla bíla- leigubíla, afhent ferðamönnum við komu til landsins með Norrænu og afhent á stöðum þar sem landvarsla er. Þá hefur í þriðja lagi verið unnið að því að kortleggja alla þá slóða sem vegagerðin og skipulagsyfirvöld á hverjum stað hafa ákveðið að séu opnir. Það er hins vegar meira mál og tekur einhver ár að ná endanlegri niðurstöðu um slíka kortlagningu. Hinn mikli vöxtur torfæruhjóla er annað mál sem verður að horfast í augu við og reyna verður að finna þessum aðilum stað þar sem þeir geta fengið útrás án þess að skaða viðkvæma náttúru landsins. Um- hverfisstofnun vill gjarnan leggja hönd á plóg með þessum aðilum og stuðla að því að viðunandi lausn finn- ist. Að öllu samanlögðu verður að telja að við séum sæmilega búin fyr- ir þetta sumar. Þar sem ljóst er að upplýsing og afstaða skiptir sköpum er mikilvægt að við tökum öll þátt í að veita hvert öðru það aðhald að menn geti notið ósnortinnar náttúru án þess að skaða umhverfið fyrir öðrum. Með von um að þetta og komandi ár hverfi sporlaust í tímans rás hvað varðar utanvegaakstur. Á réttri leið Davíð Egilson og Árni Bragason fjalla um akstur utan vega Árni Bragason ’…er mikilvægt að viðtökum öll þátt í að veita hvert öðru það aðhald að menn geti notið ósnort- innar náttúru án þess að skaða umhverfið…‘ Davíð er forstjóri Umhverfis- stofnunar. Árni er forstöðumaður Náttúru- verndarsviðs Umhverfisstofnunar. Davíð Egilson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.