Morgunblaðið - 23.06.2005, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.06.2005, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 2005 29 ÖÐRU hverju skjóta upp kollinum umræður um stöðu EES-samningsins og áhrif hans á íslenskt umhverfi. Fylgj- endur aðildar okkar að ESB beita því oft sem rökum fyrir aðild að við verðum hvort eð er að taka upp allar ESB- reglur og löggjöf og því farsælla að ganga alla leið og gerast aðilar að Evr- ópusambandinu. Þannig erum við talin geta haft áhrif sem við höfum ekki með EES- samningnum. Það er mitt mat að hagsbætur okkar af samningnum séu ótví- ræðar og að við getum oftast tryggt hagsmuni okkar innan samningsins ef við gætum þess að vera á verði í stóru sem smáu. EES og samgöngumálin Á þeim rúmu sex árum sem ég hef setið í emb- ætti samgönguráðherra hafa margar ákvarðanir verið teknar á sviði samgöngumála sem beint eða óbeint má tengja aðild okkar að evr- ópska efnahagssvæðinu. Á næstu vikum og mánuðum ætla ég að birta greinar um þróun mála á hinum ýmsu sviðum samgönguráðuneytisins í ljósi aðildar okkar að EES-samningnum og hvort „boð og bönn“ hafi komið frá Brussel sem ekki hafi verið möguleiki á að hafa áhrif á af okkar hálfu. Í hnotskurn má segja að á þessum sex árum hafi á EES- verksviði míns ráðuneytis, ef svo má segja, mestu breytingarnar átt sér stað á sviði fjarskiptanna, flugsins og örygg- is- og verndarmála ýmiss konar. Hertar reglur vegna flugverndar Á öllum sviðum samgöngukerfisins hafa sífellt strangari reglur verið settar á undanförnum árum er lúta að öryggis- og verndarmálum. Þetta á ekki síst við um alla umgjörð flugsins. Á síðustu ár- um hef ég mælt fyrir og fengið sam- þykktar á Alþingi ýmsar breytingar á lögum er lúta að öryggis- og verndar- málum flugsins. Sem dæmi vil ég nefna hina svokölluðu flugvernd en nú hefur um nokkurt skeið verið í gildi sérstök flugverndaráætlun fyrir Ísland og brátt verða til sérstakar flugverndaráætlanir fyrir alla helstu flugvelli landsins. Umsvif flugsins, sem atvinnugreinar hér á landi, eru mögnuð og hafa vaxið svo um munar á undraskömmum tíma. Nú eru hátt í áttatíu þotur skráðar hér á landi sem sinna starfsemi á vegum ís- lenskra flugfélaga um víða veröld og skapa mikil verðmæti og veltu í íslensku efnahags- lífi. Af hálfu íslenskra samgönguyfirvalda er kappkostað að hafa um- gjörð flugsins hér á landi fullkomlega til samræmis við ýtrustu öryggiskröfur, sem gerðar eru til al- þjóðaflugs, en um leið að veita fluginu sem besta og liðlegasta þjónustu. Þann- ig geta stjórnvöld lagt sitt af mörkum til að styðja, sem frekast er unnt, við vöxt og viðgang þessarar mikilvægu atvinnugreinar. 800 milljónir sparaðar á ári En um leið og við setjum fluginu strangar reglur að starfa eftir verður rödd heilbrigðrar skynsemi jafnframt að fá að hljóma. Evrópusambandið (ESB) setti reglugerð um flugvernd seint á árinu 2002 og brást þá við með mjög hertum reglum um umgjörð flugsins í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkj- unum 11. september 2001. Samkvæmt skuldbindingum okkar í EES- samningnum lá ljóst fyrir að þessa reglugerð yrði að taka upp í íslenskan rétt og um leið lá fyrir að strangar regl- ur yrðu enn strangari og kostnaður myndi aukast til muna. Þessi reglugerð er nú framkvæmd til fulls í millilandaflugi á Íslandi, en frá upphafi lá ljóst fyrir að framkvæmd mjög hertra reglna innanlands myndi kalla á umfangsmiklar og kostnaðar- samar breytingar á allri umgjörð innan- landsflugsins. Til að mynda hefði þurft að taka upp kostnaðarsama skoðun á öll- um farangri og handfarangri og vopna- leit og öryggiseftirlit við innritun líkt og farþegar eiga að venjast í millilanda- flugi. Því lagði ég ríka áherslu á að leitað yrði leiða til að tryggja, sem frekast er unnt, örugga umgjörð innanlandsflugs- ins með öðrum hætti, og óska eftir undanþágu fyrir innanlandsflugvellina frá gildissviði reglugerðarinnar. Svo víð- tæk undanþága var fjarri því að vera auðsótt, en með rökföstum málflutningi féllst framkvæmdastjórn ESB á sjón- armið okkar og flugvernd í innanlands- flugi því tryggð á einfaldari og ódýrari hátt en í millilandafluginu. Flug- málastjórn gerði lauslega áætlun á kostnaði er hlytist af fullri upptöku reglugerðarinnar í innanlandsflugi og er þar um að ræða u.þ.b. 800 milljónir króna á ári, sem með þessari einföldu undanþágu sparast því íslenskum flug- farþegum og skattgreiðendum. Til sam- anburðar má nefna að heildarframlög ríkisins til flugvallakerfisins vegna inn- anlandsþjónustu á árinu 2005 eru, sam- kvæmt samgönguáætlun, 4.090 m.kr. með stofnkostnaði, að teknu tilliti til af- borgunar lána vegna Reykjavíkur- flugvallar. Hér um að ræða eitt dæmi af mörgum þar sem sá sveigjanleiki, sem við höfum gagnvart ESB með EES-samningnum, hefur tryggt okkur í senn sameiginlegan opinn markað á öllu EES-svæðinu en um leið, þegar á reynir, er fundin skyn- samleg lausn – íslenskum skattgreið- endum og farþegum í fluginu til hags- bótar. Evrópusamstarfið, EES og flugvernd Sturlu Böðvarsson fjallar um Evrópumál ’Það er mitt mat að hags-bætur okkar af samn- ingnum séu ótvíræðar og að við getum oftast tryggt hagsmuni okkar innan samningsins ef við gætum þess að vera á verði í stóru sem smáu. ‘ Sturla Böðvarsson Höfundur er samgönguráðherra. ÞAÐ stóð í Íslandssögunni hans Jón- asar frá Hriflu að maður að nafni Garðar Svavarsson hafi komið til Íslands og kallað landið Garðarshólma. Og þetta stendur í Landnámu líka sem var biblía á undan biblíunni á mörgum ís- lenskum heimilum fyrir hundrað árum og meira. Þar stendur að maðurinn hafi verið „sænskur að ætt“ og hafi farið til Ís- lands „að tilvísan móður sinnar framsýnnar“. Síð- an er ljómi spurninganna og forvitninnar yfir þess- ari sögu. Nú veit auðvitað enginn hvort þetta er satt eða rétt, en svo mikið er víst að þessar setningar sem við lásum seinna í Landnámu hafa kveikt í okkur öllum: Hvernig var Garð- ar? Hver var Svavar? Hver var Nátt- fari? Og hvað um Náttfaravík? Og Jón Sigurðsson á Ysta-Felli skrifaði heila skáldsögu um þessi tíðindi sem kannski urðu í Íslandssögunni fyrir ævalöngu. Og nú á þessu herrans ári hafa þau tíðindi gerst að efnt er til sænskrar viku á Húsavík í heiðursskyni við Garðar Svavarsson og sænsk-íslensk samskipti almennt. Það eru landnámsmenn í nú- tímanum: Hörður og Árni Sigurbjarnar- synir með fjölskyldum sínum sem standa fyrir þessum viðburðum í lok þessa mánaðar. Sænsk-íslenskir dagar heitir það og eru komnir til þess að vera eins og það heitir á ekki alltof fallegri nú- tímaíslensku:; verða semsé árlega héðan í frá. Það er líka margt að halda upp á í samskiptum Íslands og Svíþjóðar: Stofnað hefur verið íslenskt við- skiptanet í Svíþjóð fyrir þau fyrirtæki sem annast eða hafa áhuga á íslenskum viðskiptum í Svíþjóð. Alls eru um 40 fyr- irtæki á Netinu sem er nú formgert með stjórn og lögum eins og vera ber. Sænsku konungshjónin færðu Íslendingum að gjöf eina sænska gler- listasafnið í fyrra. Íslensk/sænska orða- bókin er farin af stað sem verkefni og verður von- andi ekki stöðvuð úr þessu. Og sennilega renna líka af stað eftir sömu brautarteinum önnur nor- ræn/íslensk orðabóka- verkefni. Íslensk fyrirtæki geys- ast fram á sænskum markaði og núorðið er þeim alls staðar vel tekið í þessu landi. Efnt hefur verið til fjölmennustu Ís- landshátíðar nokkru sinni í Svíþjóð með um 40.000 þátttakendum í miðborg Stokkhólms. Sænsk stjórnvöld hafa fallist á að Ís- lendingar fái að skrá nöfn sín hér eins og á Íslandi og er þar með lokið áratuga- þrætu um það efni. Haldnir eru reglulega einu sinni á ári embættismannafundir utanríkisráðu- neyta landanna um öll sameiginleg mál- efni. Fjórði fundurinn verður í haust. Hér verður látið staðar numið í upp- talningunni en lengi mætti enn telja sem skiptir ekki öllu máli og raunar engu. Aðalatriðið er það að á milli landanna ríkir fyrirvaralaus vinátta sem nær til viðskipta jafnt og menningar og alls þar á milli. Áhuginn á Íslandi í Svíþjóð hefur sjaldan verið meiri, það sést í hestum ís- lenskum, íslenskukennslu og í umsvifum íslenskra fyrirtækja. Þegar svona gerist er mörgum það tamt að spyrja um menn á bak við þessa þróun. Það er íslenski vaninn. Til að svara því þyrfti langan lista en hér verða nefndir tveir landar Garðars Svavars- sonar auk allra þeirra góðu Íslendinga sem hafa komið að þessum verkum: Fyrst Göran Persson forsætisráðherra Svía sem hefur ævinlega lagt íslenskum málefnum lið. Þegar hann fór í sumarfrí í fyrra fór hann auðvitað til Íslands með konu sinni og dvaldist hér í viku, keyrðu hringinn og Ísland setti eitt veðurmet á dag þeim hjónum til heiðurs. Hinn ein- staklingurinn er Bertil Jobeus sendi- herra Svía á Íslandi í liðlega þrjú ár. Þar hefur Ísland átt hauk í horni og það hef- ur skilað sér með margvíslegum hætti. Og nú með sænsku vikunni á Húsavík. Þar er tekið upp úr þeim kartöflugarði sem hefur verið sett ofan í síðustu árin; þar bendir allt til góðrar uppskeru og undirritaður og Guðrún Ágústsdóttir kona hans eru þakklát fyrir að hafa feng- ið að vera með í þessari garðyrkju. Gleðilega sænska daga á Húsavík. „Að tilvísan móður sinnar framsýnnar“ Svavar Gestsson skrifar í tilefni af sænskum dögum á Húsavík 24. til 26. júní ’Þar er tekið upp úr þeimkartöflugarði sem hefur verið sett ofan í síðustu árin; þar bendir allt til góðrar uppskeru …‘ Svavar Gestsson Höfundur er sendiherra Íslands í Svíþjóð. frá því að opnað var fyrir umferð um tvöfalda kaflann. Fimm létust á Reykjanesbrautinni árið 2003, ekkert slys varð árið 2002, eitt banaslys varð 2001 og árið 2000 létust sex manns í fjórum bana- slysum. Kjartan segir að Reykjanes- brautin sé sambærileg Vestur- lands- og Suðurlandsvegi. „Þarna er þung umferð og hröð. Þess vegna myndi ég vilja sjá að hafinn yrði undirbúningur að hinum veg- unum líka,“ segir hann og bætir við að það hafi valdið honum von- brigðum að tvöföldun þessara vega hafi ekki verið inni í sam- gönguáætlun, þó einhverjar fram- kvæmdir séu þar í gangi. „Það er ekki í mörgum tilvikum sem við getum sagt með vissu að slysum muni fækka ef við setjum peninga í ákveðnar framkvæmdir,“ segir Kjartan. Vinir Hellisheiðar og Sjóvá kynntu á dögunum skýrslu um tjón á Suðurlandsvegi árin 1990– 2005. Þar kemur meðal annars fram að árið 2003 hafi heildar- kostnaður vegna tjóna verið rúm- ur milljarður, en þá er reiknaður saman samfélagskostnaður, tjón tjónvalds og slysa- og munatjón. Á árunum 1990–2005 er talið að heildarkostnaður vegna allra slysa hafi verið um 5 milljarðar króna. Hjá Vegagerðinni liggur fyrir áætlaður kostnaður á tvöföldun Suðurlandsvegar frá Rauðavatni að Selfossi. Jónas Snæbjörnsson segir að sú leið sé um 45 kílómetr- ar og er kostnaður við tvöföldun áætlaður um 100 milljónir á hvern kílómetra. Þar ofan á leggst kostnaður við að fækka vegamót- um á leiðinni og gera þau sem eft- ir eru mislæg og áætlar Vega- gerðin heildarkostnað við framkvæmdina því um 6–7 millj- arða. Áætlaður kostnaður við tvöföld- un Vesturlandsvegar liggur ekki fyrir en Jónas segir að miða megi við sama kostnað á hvern kíló- metra og á Suðurlandsveginum. Frá Reykjavík að Borgarnesi eru 74 kílómetrar en 14 kílómetrar hafa þegar verið tvöfaldaðir. Þá standa eftir 60 kílómetrar og ef ekki er reiknað með tvöföldun Hvalfjarðaganga og Borgar- fjarðarbrúar þyrfti að tvöfalda veginn á um 54 kílómetra kafla. Miðað við sama kostnað og á Suðurlandsveginum yrði kostn- aður við framkvæmdina um 5,5 milljarðar en þá er eftir að taka með í reikninginn gatnamót sem þarf að fjarlægja. Kostnaðurinn færi því hæglega upp í 7 milljarða fyrir tvöföldun Vesturlandsvegar og samanlagður kostnaður við þessar tvær framkvæmdir um 13– 14 milljarðar. Úthverfi Reykjavíkur? Tvöföldun Vestur- og Suður- landsvegar hefur nokkuð verið rædd í sveitastjórnum Árborgar og Borgarbyggðar. Þorvaldur Guðmundsson, formaður bæjar- ráðs Árborgar, segir framkvæmd- irnar vera eitt brýnasta verkefni varðandi þróun þeirra jaðar- byggða sem eru farnar að gegna hlutverki úthverfa frá Reykjavík og að í nýlegri könnun hafi komið í ljós að 10% íbúa Árborgar vinni á höfuðborgarsvæðinu. Umferð um veginn hafi aukist í fyrra og segir Þorvaldur öryggissjónarmið ekki síst mæla með því að ráðist verði í tvöföldun Suðurlandsvegar, þetta sé fjallvegur sem geti orðið mjög hættulegur. Páll S. Brynjarsson, bæjar- stjóri í Borgarbyggð, tekur í sama streng og segir tvöföldun Vest- urlandsvegar brýnt verkefni, enda hafi umferð undir Hafnar- fjalli vaxið hratt auk þess sem þungaflutningar séu komnir upp á vegina í auknum mæli sem geri framúrakstur á þessum vegum erfiðan. Spurður um sameiginlegt at- vinnusvæði segir Páll ljóst að með tilkomu Sundabrautar muni sam- gangur milli Borgarfjarðar og höfuðborgarsvæðisins aukast til muna. Samband sveitarfélaga á Vesturlandi hefur ályktað um tvö- földun Vesturlandsvegar og á að- alfundi Sambands sunnlenskra sveitarfélaga í fyrra var samþykkt ályktun um mikilvægi vegabóta á Suðurlandsvegi í ljósi aukinnar umferðar og þungaflutninga og íbúafjölgunar á svæðinu. Lagt var til að á næstu fjórum árum yrði gerður þriggja akreina vegur á milli Selfoss og Reykja- víkur með mislægum gatnamót- um á mótum Suðurlandsvegar og Þrengslavegar. „Við þá uppbygg- ingu verði gert ráð fyrir að hægt verði að fjölga akreinum í fjórar á næstu 12 árum,“ segir m.a. í álykt- uninni. Breytt forgangsröðun „Stjórnmálamenn þurfa að taka upp breytt vinnubrögð við for- gangsröðun vegafjár,“ segir Kjartan. Aðspurður hvernig hann vilji breyta forgangsröð vegafram- kvæmda hér á landi segir hann að framkvæmdir sem skila ekki auknu umferðaröryggi á vegum verði að færast aftar í röðinni og nefnir gangagerð í Héðinsfirði sem dæmi. „Kjördæmakarpið hefur verið áberandi að undanförnu. Þegar samgönguáætlunin var afgreidd voru kjördæmin að bítast um pen- ingana. Ég held að í þessum efn- um þá eigi stjórnmálamenn að hefja sig upp yfir kjördæmapotið og ná samstöðu um að hlusta á fagmennina, hlusta á Vegagerð- ina, tryggingarfélögin og rann- sóknarnefnd umferðarslysa og segja að nú ætlum við að taka út hættulegustu staðina á þjóðveg- unum, hvar sem þeir eru,“ segir Kjartan. iðs rð- t un . ðri a r eg- - uns í es- in að öld- sta að –3 því d- - . ns ur í f er n, ar i ndsvegar upp í Borgarnes mið vegi dæmapot arnihelgason@mbl.is    # # # # # # / ! +,,  . ! !+     ! '     & $    , '  6   +  (  +1 +    ,  ++  ( ? * +     ,  +  ( 1*, +   '  (
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.