Morgunblaðið - 23.06.2005, Qupperneq 32
32 FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Þorgeir Gests-son læknir fædd-
ist á Hæli í Gnúp-
verjahreppi í Ár-
nessýslu 3. nóvem-
ber 1914. Hann
andaðist á Landa-
kotsspítala í Reykja-
vík að morgni 19.
júní síðastliðins. For-
eldrar hans voru þau
Margrét Gísladóttir,
húsfreyja og organ-
isti, f. 30. sept. 1885,
d. 7. júní 1969, og
Gestur Einarsson,
bóndi og oddviti
Gnúpverja, f. 2. júní 1880 sem lést
úr spönsku veikinni 23. nóvember
1918. Systkini Þorgeirs eru Gísli,
f. 6. maí 1907, d. 4. okt. 1984, safn-
vörður á Þjóðminjasafni Íslands,
Einar, f. 15. okt. 1908, d. 14. okt.
1984, bóndi á Hæli. Ragnheiður, f.
23. maí 1910, d. 19. ágúst 1912,
Steinþór, f. 31. maí 1913, bóndi og
alþingismaður, Hjalti, f. 10. júní
1916, fyrrv. framkvæmdastjóri
Búnaðarsambands Suðurlands,
Ragnheiður, f. 7. febrúar 1918, d.
26. júní 1997, húsfreyja á Ásólfs-
stöðum í Þjórsárdal.
Hinn 23. júní 1945 kvæntist Þor-
geir Ásu Guðmundsdóttur, f. 25.
júní 1918, húsmæðrakennara frá
Harðbak á Melrakkasléttu. Synir
þeirra þrír eru: 1) Guðmundur,
hjartasérfræðingur og prófessor,
f. 14. mars 1946. Kona hans er
Bryndís Sigurjónsdóttir aðstoðar-
skólameistari, f. 17. mars 1946.
menntaskólanemi. d) Þorgerður, f.
21. des. 1993, nemi. e) Eiríkur Ari,
f. 7. maí 1996, nemi. Eiríkur Ingv-
ar á soninn Guðna Rafn, viðskipta-
fræðing, f. 4. apríl 1977, kona hans
er Marta Þórðardóttir. Móðir
Guðna er Bryndís Guðnadóttir
viðskiptafræðingur. Barnabarna-
börn Þorgeirs eru orðin sjö.
Þorgeir varð stúdent frá MR
1938 og lauk embættisprófi frá
Læknadeild Háskóla Íslands árið
1945. Hann gegndi starfi héraðs-
læknis í Árneshéraði 1945–46, var
kandídat á Landspítalanum
1946–7 og síðan héraðslæknir á
Norðfirði 1947–1950.
Hann stundaði framhaldsnám í
Danmörku, m.a. við Ríkisspítalann
í Kaupmannahöfn á árunum 1950–
51 en tók þá við Húsavíkurhéraði
og gegndi því til 1958. Var héraðs-
læknir í Hvolshéraði frá 1958–
1965 þegar hann flutti til Reykja-
víkur, en þar starfaði hann sem
heimilislæknir til 1989.Var því
orðinn rúmlega 75 ára þegar hann
lét af störfum.
Þorgeir var formaður stúdenta-
ráðs Háskóla Íslands 1940, í stjórn
Læknafélags Íslands 1952–58, í
stjórn Læknafélags Reykjavíkur
1966–72, í Heilbrigðisráði Íslands
um árabil frá 1977, í siðanefnd
Læknafélags Íslands frá 1970–
1985. Hann var heiðursfélagi í Fé-
lagi sjálfstætt starfandi heimilis-
lækna.
Hann stofnaði MA-kvartettinn
1932 ásamt Steinþóri bróður sín-
um, Jakobi Hafstein og Jóni frá
Ljárskógum. Þorgeir söng 1. ten-
ór í MA-kvartettinum, Fóstbræðr-
um og fleiri kórum.
Útför Þorgeirs verður gerð frá
Dómkirkjunni í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Þeirra börn eru: a)
Þorgeir, f. 29. des.
1968, kvikmyndaleik-
stjóri, kona hans er
Sigrún Hrólfsdóttir.
b) Sigurjón Árni, f. 11.
mars 1974, verkfræð-
ingur, kona hans er
María Rán Guðjóns-
dóttir. c) Hjalti, f. 18.
júní 1976, læknir,
kona hans er Katrín
Haraldsdóttir. d)
Bogi, f. 10. júlí 1981,
laganemi, kona hans
er Ólafia Ásgeirsdótt-
ir. e) Ása Bryndís, f.
22. júlí 1986, menntaskólanemi. 2)
Gestur, hjartasérfræðingur og yf-
irlæknir, f. 15. júlí 1948. Kona
hans er Sólveig Jónsdóttir, f. 24
maí 1949, taugasálfræðingur.
Börn þeirra eru: a) Erla Sigríður,
f. 24. apríl 1972, verkfræðingur og
MBA, maður hennar er Hugi Sæv-
arsson. b) Ása Fanney, f. 31. jan
1976, söngkona, maður hennar er
Claudius Brodmann. c) Þorgeir, f.
21. júní 1978, læknir, kona hans er
Helga Eyjólfsdóttir. d) Jón Gunn-
laugur, f. 7. nóv. 1984, flugnemi. 3)
Eiríkur Ingvar, augnlæknir, f. 20.
mars 1953. Kona hans er Ragn-
heiður Guðmundsdóttir, f. 19.
sept. 1953, hjúkrunarfræðingur.
Börn þeirra eru: a) Ása Margrét, f.
13. nóv. 1981, tannlæknanemi,
maður hennar er Tryggvi Sveins-
son. b) Ingunn Erla, f. 25. jan.
1984, fyrirsæta og nemi. c) Hrafn-
hildur Hekla, f. 7. maí 1988,
Við andlát Þorgeirs Gestssonar,
tengdaföður míns, hrannast minn-
ingarnar upp í hugann. Fyrsta minn-
ing mín um hann er frá 17. júní 1966.
Við Guðmundur vorum nýstúdentar
og hann vildi kynna mig fyrir for-
eldrum sínum. Ég var feimin og upp-
burðarlítil frammi fyrir þessum
virðulega manni en með traustvekj-
andi augnaráði og ljúfmennsku tókst
honum strax að láta mér líða vel.
Þessa sérstöku samskiptahæfileika,
sem ég skynjaði strax við fyrstu
kynni, átti ég eftir að sannreyna aft-
ur og aftur við fjölbreytilegar að-
stæður.
Með sinni hógværu framkomu
tókst honum að láta öllum líða vel í
kringum sig. Hann var góður hlust-
andi, sýndi fólki áhuga og virðingu,
beitti ríkulegri kímnigáfu af smekk-
vísi og nærfærni og hafði aldrei þörf
fyrir að vera miðpunktur athygli.
Þessir mannkostir gerðu það að
verkum að sjúklingar hans dáðu
hann og þótt nú sé nokkuð langt um
liðið síðan hann hætti störfum líður
varla sá dagur að ekki verði á vegi
manns fólk sem skiptir um tón þegar
það heyrir um vensl við Þorgeir
Gestsson.
Sem fjölskyldumaður ræktaði
hann hlutverk sitt með slíkum sóma
að seint verður fullþakkað. Við hjón-
in bjuggum í Ameríku um árabil en
þegar við komum heim með stóra
fjölskyldu tóku þau hjón á móti okk-
ur opnum örmum og gengu úr rúmi
svo unga fjölskyldan hefði það sem
best. Þannig var gestsrisnin á þeim
bæ. Allar veislurnar sem þau héldu
þjöppuðu hópnum saman. Sam-
heldni þeirra hjóna var einstök. Þor-
geir var barngóður maður og böldn-
ustu börnin urðu ljúf sem lömb í
fangi afa síns. Hvarvetna var hann
unga fólkinu góð fyrirmynd, um-
hyggjusamur eiginmaður, góður fað-
ir og frábær afi.
Þorgeir var landsþekktur söng-
maður og í söngnum eins og í allri
hans framgöngu kom fram sú fágun
og smekkvísi sem honum var í blóð
borin.
Lífið og starfið hafði kennt honum
ákveðið æðruleysi og hann hafði öðl-
ast sýn sem gerði það að verkum að
hann bar engan kvíðboga fyrir dauð-
anum. Hann talaði um þann meðbyr
og gæfu sem honum hafði hlotnast
að þurfa ekki að horfa á eftir neinum
af afkomendum sínum fara yfir móð-
una miklu.
Þegar litið er yfir farinn veg eru
það einstök forréttindi að hafa fengið
að njóta samfylgdar Þorgeirs Gests-
sonar og þeirrar látlausu en virðu-
legu hógværðar, góðvildar og ástúð-
ar sem hann auðsýndi þeim sem
honum kynntust.
Blessuð sé minning hans.
Bryndís Sigurjónsdóttir.
Elskulegur tengdafaðir minn Þor-
geir Gestsson hefur lokið langri veg-
ferð. Hann var óvenju miklum mann-
kostum búinn, einstakt góðmenni,
sem geislaði af velvild og hlýju svo
öllum leið vel í návist hans. Hann var
hvers manns hugljúfi, jákvæður,
glaðlyndur og örlátur á elsku sína.
Aldrei heyrði ég hann tala illa um
nokkurn mann. Honum var lagið að
draga fram sterkar hliðar fólks og
hrósa fyrir þær. Hann var ómetan-
leg fyrirmynd með framkomu sinni
og breytni. Hann var óeigingjarn,
hógvær, gjafmildur öðlingur, sem
setti fjölskyldu sína framar öllu og
sjálfan sig síðast.
Hann var einstaklega æðrulaus
maður. Ég minnist þess þegar ribb-
aldar réðust inn á heimili þeirra Ásu
tengdamömmu, skáru fallegu mál-
verkin þeirra úr römmunum og stálu
öllu verðmætu. Þau hjónin dvöldu þá
sér til heilsubótar í Hveragerði.
Hringt var í Þorgeir seint að kvöldi
og honum tilkynnt um atburðinn.
Hann gerði lítið úr ráninu, en þakk-
aði guði fyrir að enginn í fjölskyld-
unni hefði slasast eða veikst.
Þorgeir var mikill listamaður,
músíkalskur svo af bar. Hann hélt
sinni tæru og fallegu tenórrödd til
hins síðasta. Hann var einstaklega
tónviss og setti fallegan blæ með
röddun í samsöng. Þorgeir hafði líka
mikla ánægju af garðinum sínum og
ræktaði hann vel.
Ég var 18 ára gömul er ég kynnt-
ist verðandi tengdaföður mínum.
Framganga hans var með þeim
hætti að maður öðlaðist strax djúp-
stæða virðingu fyrir honum. Hann
var glæsimenni, hafði fallega og
fyrirmannlega framkomu, var herra-
maður og höfðingi. Hann og Ása
tengdamóðir mín voru einstök heim
að sækja og tóku manni ávallt bros-
andi og fagnandi. Þau voru frábærir
gestgjafar, sem kunnu að láta gest-
um sínum líða vel og mörg veislan
endaði með fjöldasöng. Alltaf voru
þau hjónin meira en tilbúin að gera
manni greiða og gerðu það með þeim
hætti að ekkert væri sjálfsagðara.
Undir það síðasta sótti hugur Þor-
geirs æ oftar austur að Hæli. Heyrði
ég hann nýlega segja að hann lang-
aði mikið til að skreppa austur og
fara með Steina bróður á hestbak.
Hann bar velferð Ásu sinnar líka fyr-
ir brjósti til hinstu stundar.
Þorgeir var gæfumaður í sínu lífi.
Hann eignaðist frábæra konu og átti
barnaláni að fagna. Hann var farsæll
í starfi, vinsæll og virtur af sjúkling-
um sínum.
Ég er þakklát forsjóninni fyrir að
hafa átt Þorgeir að vini og velgjörð-
armanni og þakka honum alla þá ást
og umhyggju, sem hann hefur ávallt
sýnt mér og mínum.
Föðurbróðir Þorgeirs og velgjörð-
armaður, Eiríkur Einarsson, alþing-
ismaður frá Hæli, orti þannig til Þor-
geirs, er hann var drengur:
Það mun fleirum þykja en mér
Þorgeir vera sprækur;
nú er hann orku að safna sér,
og senn er hann baggatækur.
Þéttur á velli er þessi sveinn
og þétt er í honum lundin;
skoðun sína á hann einn,
aungri kreddu bundinn.
Geiri minn góður,
guði sértu falinn;
mögur míns bróður,
muntu drengur valinn.
Komi næðings kaflar,
kólgan eins og vorþeyr
þér verði, Þorgeir.
Blessuð sé minning Þorgeirs
Gestssonar.
Sólveig.
Það er alltaf sárt að kveðja en sem
betur fer gera minningarnar kveðju-
stundina oft bærilegri, minningar
sem við getum haldið í og yljað okk-
ur við og oftar en ekki brosað yfir.
Þannig er og verður minningin um
Þorgeir tengdaföður minn, fáguð,
tignarleg og gleðirík, enda var stutt í
grínið og var hann léttur í lund. Þor-
geir hafði yndi af því að syngja og
hafði óvenju fagran og bjartan tenór
og röddinni og sönggleðinni hélt
hann fram í það síðasta.
Hann var einn af stofnendum MA-
kvartettsins sem söng sig inn í
hjörtu þjóðarinnar fyrir meira en 60
árum og átti glæsilegan feril.
Þorgeir minntist oft á það er þeir
bræður á Hæli tóku lagið við hey-
skapinn og sungu mikið og oftast
fjórraddað og talaði hann um hve
móðir þeirra hefði verið dugleg að
æfa börnin í söng en hún var org-
anisti við Stóra-Núpskirkju, stjórn-
aði söng og veitti þeim tónlistarlegt
uppeldi og fyrir það var hann henni
ævinlega þakklátur. Það var gaman
að fara með Þorgeiri og Ásu í 90 ára
afmælisferð sl. vetur á gömlu heima-
slóðirnar á Hæli og heimsækja
Steinþór bróður hans sem var með
honum í MA-kvartettinum og þá
naut Þorgeir sín við leiðsögn, þekkti
hverja hæð og hól, fjöll og sagði sög-
ur.
Þorgeir var mikill gæfumaður, átti
góða konu og syni, glæsilegan feril
sem söngvari og var mjög farsæll og
vel liðinn læknir. Það var hamingju-
dagur í lífi hans er hann kynntist eft-
irlifandi eiginkonu sinni Ásu Guð-
mundsdóttur frá Harðbak á
Melrakkasléttu og giftust þau 23.
júní l945 og hefðu því átt 60 ára brúð-
kaupsafmæli í dag. Ása og Þorgeir
heimsóttu okkur er við vorum við
nám í Svíþjóð og ferðuðust með okk-
ur og eigum við fjölskyldan margar
skemmtilegar minningar sem nú eru
perlur í sjóði sem við varðveitum.
Þorgeir var börnunum okkar Eiríks
afar góður afi, sem alltaf talaði mikið
við þau og fylgdist vel með því hvað
þau höfðu fyrir stafni.
Þorgeir tengdaföður minn kveð ég
með miklu þakklæti og virðingu og
bið ég góðan guð að styrkja þig,
elsku Ása, og fjölskyldu þína.
Blessuð sé minning hans.
Ragnheiður Guðmundsdóttir.
Allir sem þekktu afa minn Þorgeir
geta borið vitni um hógværð hans og
nærgætni. Hann var einstakur mað-
ur sem setti hagsmuni annarra ofar
sínum eigin. Hann kom jafnt fram
við alla og lyfti þeim upp á þeirra
besta plan. Kímnin var aldrei langt
undan, en þó ekki á kostnað annarra.
Þegar fór að húma að ævikvöldinu og
minnið að bresta var það m.a. húm-
orinn fyrir sjálfum sér, sem fyllti
okkur hin aðdáun og stolti. Hann
sagði eitt sinn að stundum væri hann
staddur í miðjum stiganum heima á
Norðurbrún og að hann myndi ekki
hvort hann væri að fara upp eða nið-
ur. „En veistu, ég er hræddur um að
það skipti bara engu máli.“
Minningarnar flæða yfir nú þegar
ég kveð elsku afa minn í hinsta sinn.
Við tveir saman á bát að vitja um
netin norður á Harðbak. Hann
kenndi mér og öllum krökkunum að
gera að aflanum. Spjall um heima og
geima í stofunni á Norðurbrún.
Hafravatn. Við tveir að dytta að
sumarbústaðnum og svo bauð hann
mér á Ask sem vinnulaun. Það þótti
mér ansi tilkomumikið tíu ára göml-
um.
Þorgeir Gestsson var merkur
listamaður. Margir þekkja hinn ást-
sæla fyrsta tenór MA- kvartettsins.
Sú tónlist sem hann gaf okkur með
sinni englarödd er mér og öðrum
ómetanleg.
En svo tók við hans aðal listform
sem var að hlusta á aðra og setja sig
inn í þeirra mál, alveg sama hversu
smávægileg. Þannig held ég að hann
hafi raunverulega hugsað sem lista-
maður þegar hann starfaði sem
læknir og átti þannig farsælan feril
sem slíkur og var afar vinsæll.
Ég man eftir heimsóknum á
læknastofuna til hans. Þar fékk mað-
ur að prófa ýmsar græjur og gat
gengið að rauðum Opal vísum í
brjóstvasa afa.
Störfum sem læknir hætti afi með
einstakri reisn og varð þá garðurinn
á Norðurbrúninni honum drjúgur.
Þaðan á ég margar minningar með
honum og af fótboltaleik okkar
bræðra. Amma sleikti sólina og
fylgdist með öllu.
Nú um daginn þegar hann kvaddi
okkur keyrði ég einn þangað og
horfði yfir þetta listaverk hans. Þá
var eins og hann stæði þar enn,
ánægður með sitt hlutskipti.
Ég veit ekki hvort afi var sér með-
vitandi um hversu mikil fyrirmynd
hann var okkur hinum. En hitt veit
ég að honum fannst hann vera lán-
samur maður og var sáttur við sitt
lífshlaup.
„Er ekki gaman að vera ungur?“
spurði hann oft.
„Það er líka ágætt að vera gamall,
og þú sérð nú hvað maður er vel
staddur eigandi afkomendur.“
Rokkarnir eru þagnaðir.
Bless, elsku afi minn.
Þorgeir Guðmundsson.
Fallinn er frá afi minn og alnafni,
Þorgeir Gestsson. Hæfileikar hans
sem læknis voru rómaðir og söng-
rödd hans hefur látið fáa ósnortna
sem kynnst hafa. Einn af hans helstu
kostum laut að skapgerð hans. Hóg-
værð, rólyndi og góð kímnigáfa gerði
hann sérlega þægilegan í umgengni
og samstarfi. Í starfi og námi hef ég
oft hitt fólk sem þekkti afa. Nafnið
hefur yfirleitt fljótt komið upp um
ættartengsl okkar. Iðulega ljómar
fólk upp þegar það minnist hans eða
verður ábúðarfullt eins og til að vera
visst um að ég skilji að hrós þess sé
ekki eingöngu fyrir kurteisi sakir.
Þessi viðbrögð hef ég fengið frá fyrr-
um skjólstæðingum hans, samstarfs-
mönnum og aðdáendum sönghæfi-
leika hans. Ávallt hefur mér þótt
vænt um að heyra þessar sögur af
afa og þá mynd sem aðrir höfðu af
honum.
Fyrir mér verður hann einnig af-
inn sem alltaf gaf mér úr ópalpakk-
anum sem hann geymdi í brjóstvas-
anum, afinn sem í minningunni var
alltaf brosandi, hlæjandi eða syngj-
andi. Ég man bókstaflega ekki eftir
því að hann hafi skipt skapi og hef
raunar aldrei haft spurn af slíku
heldur. Hann var afinn sem á furðu-
legan hátt var alltaf jafngrannur og
spengilegur, þrátt fyrir að búa við
eldamennsku ömmu minnar, hús-
mæðrakennarans, og þrátt fyrir að
gæða sér á öllu því feitasta af diskum
annarra sem höfðu lokið sér af.
Ég man öll skiptin sem við fórum
með honum á rauðu Hondunni upp
að Hafravatni þar sem hann sló túnið
upp á gamla mátann með orfi og ljá,
og á Norðurbrún þar sem við tefld-
um eða horfðum á sjónvarp. Afa
fannst gott að fá sér lúr eftir kvöld-
matinn fyrir framan sjónvarpið. Ein
elsta minning mín um afa er frá
Bandaríkjunum þangað sem hann og
amma komu í heimsókn, ég hef lík-
lega verið um 5 ára aldur. Þar spil-
uðum við minnisspil sem gekk út á að
ÞORGEIR
GESTSSON