Morgunblaðið - 23.06.2005, Page 36
36 FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Hanna RegínaHersveinsdóttir
fæddist í Reykjavík
26. ágúst 1933. Hún
lést á Landspítalan-
um við Hringbraut
18. júní síðastliðinn
eftir skamma legu.
Hanna var yngst
fjögurra barna
hjónanna Hersveins
Þorsteinssonar skó-
smiðs, f. 2. sept. 1902,
d. 27. ágúst 1992, og
Margrétar Árnýjar
Helgadóttur, f. 13.
okt. 1906, d. 2. apríl
1988. Bræður Hönnu eru Helgi
húsasmiður, f. 1927, kvæntur
Hrafnhildi Kristjánsdóttur, Sigur-
steinn Haraldur rafeindavirkja-
meistari, f. 1928, kvæntur Ingi-
björgu Kolbeinsdóttur, og Þórir
Sigurður lögregluþjónn, f. 1931,
kvæntur Guðbjörgu Ármanns-
dóttur.
Hinn 6. maí 1968 giftist Hanna
Þorsteini Eiríkssyni bifreiða-
stjóra, f. 24. mars 1932, d. 25.des.
1990. Foreldrar hans voru hjónin
Árný Ólafsdóttir, f. 14. ágúst
1900, d. 3. des. 1984, og Eiríkur
Þorsteinsson, f. 23. nóv. 1898, d. 7.
sept. 1986. Dætur Hönnu eru: 1)
Þóra, f. 23. júlí 1959, dóttir Guð-
mundar Ragnars Brynjólfssonar,
f. 18. mars 1912, d. 26. maí 1988.
Eiginmaður Þóru er Ævar Ragn-
ar Kvaran, f. 18. sept. 1952. Þau
reka saman lakkverkstæði, synir
þeirra eru Ævar
Örn, f. 7. nóv. 1983,
nemi við Háskólann í
Reykjavík, Kristófer
Rúnar, f. 5. febr.
1987, nemi við
Menntaskólann
Hraðbraut, og Her-
sveinn Sindri, f. 9.
ágúst 1993. 2) Árný
Þorsteinsdóttir, f.
16. febr. 1969, nemi
við Kaupmanna-
hafnarháskóla, gift
Sigurði Sigurðssyni,
f. 22. nóv. 1967 phd.
adjunkt við Tækni-
háskólann í Danmörku, synir
þeirra eru Tómas, f. 7. febr. 1998,
og Matthías, f. 14. sept. 2000. 3)
Margrét Þorsteinsdóttir, hár-
greiðslumeistari, f. 23. mars 1972,
maki Jón Sigurgrímsson, f. 1. okt.
1965, sölumaður, synir þeirra Pat-
rekur Logi, f. 20. ágúst 1997, og
Alexander Máni, f. 14. júlí 2001.
Hanna ólst upp í Reykjavík og
vann þar ýmis störf, svo sem í
mötuneytinu í Gufunesi og Kassa-
gerð Reykjavíkur. Þegar hún gift-
ist Þorsteini flutti hún til Ytri-
Njarðvíkur og vann þá fyrst við
fiskvinnslu og svo hjá Íslenskum
aðalverktökum. 1992 flutti hún
aftur til Reykjavíkur og vann þá í
Ráðhúsi Reykjavíkur til ársins
2000.
Útför Hönnu verður gerð frá
Fossvogskapellu í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Fallin er frá systir okkar og mág-
kona, Hanna R. Hersveinsdóttir.
Minningar og söknuður leita á hug-
ann. Hvar er þá að leita huggunar?
Við minnumst orða Frelsarans sem
sagði: „Komið til mín allir þér sem
erfiðið og hafið þungar byrðar og ég
mun veita yður hvíld.“ Guðs orð er
oft einasta huggunin sem mögulegt
er að finna og hvílíkt tjón er að heyra
ekki þau blessandi orð.
Í helgiljóði í 121. sálmi Davíðs seg-
ir:
Ég hef augu mín til fjallanna:
Hvaðan kemur mér hjálp?
Hjálp mín kemur frá Drottni,
skapara himins og jarðar.
Hann mun eigi láta fót þinn skriðna,
vörður þinn blundar ekki.
Nei, hann blundar ekki og sefur ekki, hann
vörður Ísarels.
Drottinn er vörður þinn.
Drottinn skýlir þér,
hann er þér til hægri handar.
Um daga mun sólarhitinn eigi vinna þér mein,
né heldur tunglið um nætur.
Drottinn mun vernda þig fyrir öllu illu,
hann mun vernda sál þína.
Drottinn mun varðveita útgöngu þína og
inngöngu
héðan í frá og að eilífu.
Blessuð veri minning Hönnu, syst-
ur og mágkonu okkar.
Inga og Sigursteinn.
HANNA REGÍNA
HERSVEINSDÓTTIR
Hvenær sem kallið kemur
kaupir sig enginn frí,
þar læt ég nótt sem nemur,
neitt skal ei kvíða því.
(Hallgr. Pét.)
Síminn hringir og mér er sagt að-
Þorbjörg föðursystir mín hafi veikst
alvarlega og síðar um kvöldið fæ eg
að vita að hún er látin. Mig setur
hljóða og myndir af bernsku minni
hrannast upp. Ég var níu ára hjá
henni í vist á Egilsstöðum, átti að
gæta Einars Stefáns frænda míns og
gerði það svo sem ágætlega, en mér
fannst það ekki mjög skemmtilegt.
Þannig að þegar Þorbjörg eða Obba
frænka eins og hún var alltaf kölluð,
skellti sér til Seyðisfjarðar í síld fékk
ég að fara með henni að vinna við
síldarsöltun. Raða síld í tunnur eftir
kúnstarinnar reglum á kaupfélags-
planinu á Seyðisfirði. Og þar var nú
sannarlega mikið fjör, stöðug hróp
og köll eftir tunnu og salti. Þegar ég
fór svo suður um haustið fékk ég
laun eftir síldarvinnuna sem ég held
að hafi komið úr vasa Obbu frænku,
enda enginn launamiðinn. Ég gat svo
keypt mér flugfarseðil suður fyrir
aurana og forláta þjóðbúninga-
dúkku. Þetta var í þá daga þegar
ekkert þótti vera að því að krakkar
ynnu, við áttum alltaf að hafa eitt-
hvað fyrir stafni, ekki vera að slappa
af eins og nú er lenska. Obba frænka
var mér alltaf góð, hún var sem upp-
alandi kærleiksrík og ströng við mig
en réttlát. Hún kenndi mér að virða
náttúruna og að nýta hluti til hins
ýtrasta og að bera virðingu fyrir öllu
fólki, háu og lágu.
Málefni þeirra sem minna máttu
sín voru henni alltaf hugleikin. Hún
lá ekki á skoðunum sínum á mönnum
og málefnum, og þegar við Jón kom-
um við hjá henni sl. sumar og rædd-
um framkvæmdir á Austfjörðum,
jarðgöng og Kárahnjúka, verslun og
fleira, þá sagði hún að réttast væri að
bora gat í gegnum alla ráðamenn
þjóðarinnar og varðandi hvarf kaup-
félaganna þá hefði það verið verkefni
ÞORBJÖRG
EINARSDÓTTIR
✝ Þorbjörg Einars-dóttir fæddist á
Ekru í Stöðvarfirði
16. ágúst 1915. Hún
lést á Droplaugar-
stöðum í Reykjavík
11. júní síðastliðinn
og var útför hennar
gerð frá Stöðvar-
fjarðarkirkju 20.
júní.
ákveðins stjórnmála-
flokks að eyðileggja
þau og svo ekki orð
meira um það. Síðan
var sest í eldhúskrók-
inn með allsnægtum af
hollum mat og góðgæti,
enda frænka mín langt
á undan sinni samtíð
með lífrænt ræktað
grænmeti, heimabak-
aða hollustu og að nýta
það sem náttúran gaf
okkur. Hún vildi fá
fréttir af okkar fólki og
sagði okkur jafnframt
að í fyrsta sinn á ævinni
væri hún nú að þiggja hjálp við hús-
verkin og henni hefði ekki þótt það
þægilegt fyrst, en eftir að hún hugs-
aði það þannig að hún væri bara að
reka hótel með stúlku í vinnu þá
fannst henni það bærilegri tilhugs-
un.
Stundum hefur hún skrifað mér
bréf og þau geymi ég. Síðastliðið
sumar fékk ég fallegt bréf frá henni
þar sem hún segir mér söguna um
hann pabba minn sem henni þótti
svo ofurvænt um og um skírnina
hans, hún hafði reyndar sagt okkur
hana í boðinu sem við héldum til
minningar um hann í maí 2004. Þá
var röddin hennar aðeins farin að
gefa sig og með bréfinu vildi hún
tryggja að sagan væri rétt og yrði
um ókomin ár sögð afkomendum
Björns bróður hennar.
Þegar við urðum fyrir þeirri sáru
reynslu að missa Hilmar son hennar
Guggu systur, kom hún Obba
frænka til hennar, bakaði flatbrauð
og huggaði og styrkti okkur öll.
Hlýja og þakklæti eru mér efst í
huga fyrir allt sem hún hefur gert
fyrir Guggu og okkur systkinin sem
þarna vorum nýlega orðin munaðar-
laus. Enginn fastur punktur virtist
vera í tilverunni, allt var svart og við
kviðum morgundeginum, við vorum
ráðalaus. Þá kom hún Obba frænka,
stóra systir hans pabba og við fund-
um að við vorum ekki ein og óstudd
og nú yrði allt betra. Við vissum líka
að einn er sá sem alltaf vakir og
verndar okkur, það er frelsarinn
Jesús Kristur.
Fyrir fáeinum dögum vorum við
Braga systir að spjalla saman og
bera saman drauma sem okkur
dreymdi og varð okkur þá að orði að
nú væri sennilega komið að kveðju-
stund hjá Obbu frænku sem hefði
orðið 90 ára í ágúst í sumar. Við syst-
ur áttum síðan fallega stund með
Obbu frænku í Fossvogskapellu sl.
mánudag og þar létum við hugann
reika til þess sem var og kemur aldr-
ei aftur.
Að leiðarlokum og með þakklæti
fyrir allt kveð ég nú kæra frænku
mína og samferðamann og bið henni
Guðs blessunar á nýjum slóðum.
Kæru frændsystkin og ættingjar,
ég verð með ykkur í huganum á
kveðjustund og við Guðbjörg Birna
munum finna okkur kirkju hér í
Kaupmannahöfn til að kveikja kerta-
ljós fyrir Þorbjörgu frænku. Guð
styrki ykkur og huggi.
Kolbrún Þóra Björnsdóttir
og fjölskylda.
Ég á margar hugþekkar myndir af
Þorbjörgu Einarsdóttur. Á einni
þeirra birtast þau mér bæði Þor-
björg og Björn bóndi hennar þar
sem þau standa í túninu fyrir framan
húsið sitt, Hól í Stöðvarfirði. Þau
standa þétt saman eins og þau gerðu
í lífinu, að baki þeim blasa við fjöllin í
botni fjarðarins. Björn horfir beint
fram með opnum svip, hún út í
fjarskann, íhugul og næm á menn og
málleysingja. Á þessari mynd er
Þorbjörg með svuntu enda rétt ófar-
in inn í eldhús að að huga að góð-
gerðum handa sínu heimafólki eða
einhverjum af þeim ótalmörgu gest-
um sem sóttu þau hjón heim. Gesta-
komur fylgdu þeim Birni og Þor-
björgu alla tíð og einkenndu
heimilishald þeirra hvort heldur þau
bjuggu á Siglufirði eða á Egilsstöð-
um, í Kópavogi eða á Stöðvarfirði.
Ég kynntist Þorbjörgu fyrst að
nokkru ráði þegar ég fékk að koma
stelpa og salta síld sumarpart á
kaupfélagsplaninu á Siglufirði.
Björn föðurbróðir minn var þá kaup-
félagsstjóri í þeim líflega bæ sem
Siglufjörður var þá. Mér eins og fjöl-
mörgum öðrum sumargestum var
tekið opnum örmum á heimili
þeirrra Björns og Þorbjargar. Þetta
sumar saltaði Þorbjörg síld eins og
allir sem vettlingi gátu valdið á
Siglufirði, en hún sá jafnframt alfar-
ið um rekstur síns mannmarga heim-
ilis. Svo vel fórst þessari fíngerðu,
einbeittu og gjöfulu konu við börn og
gamalmenni sem voru undir hennar
forsjá að ég leit upp frá því á hana
sem nána vinkonu mína þótt aldurs-
munurinn væri rúm þrjátíu ár.
Þorbjörg Einarsdóttir var sterkur
perónuleiki, tildur og yfirborðs-
mennska voru henni fjarri skapi og
hún hafði afdráttarlausar skoðanir á
mönnum og málefnum. Þorbjörg
fylgdist vel með þjóðmálum og það
fór enginn í grafgötur um að í þjóð-
málaumræðunni voru það málefni
sem stefndu að ríkara réttlæti og
jöfnuði hvers konar sem áttu hug
hennar. Þorbjörg gat verið mjög
skemmtileg og ræðin og hrókur alls
fagnaðar ef svo bar undir. Henni var
lagið að tala við fólk á öllum aldri og
af ólíkri skaphöfn og uppruna. Natni
einkenndi Þorbjörgu í öllu sem hún
tók sér fyrir hendur, hvort heldur
var að búa til hollan og góðan mat
handa öllum sem við hennar borð
settust, annast sjúka eða hjálpa
börnum við heimalærdóminn.
Á efri árum fluttu Þorbjörg og
Björn á upprunaslóðir og komu sér
upp heimili á Hóli í Stöðvarfirði.
Þangað sóttum við Tómas sonur
minn þau heim í nokkur sumur og
nutum gestristni þeirra og vináttu
sem skipar sérstakan sess í huga
mínum og hjarta. Föður mínum og
Þorbjörgu var alla tíð vel til vina og á
efri árum þegar hugur föður míns
sótti mjög á æskuslóðir var hann tíð-
ur gestur hjá mágkonu sinni á Hóli.
Öldruð og slitin af striti tók hún á
móti honum af sömu reisn og mildi
og hún hafði ætíð sýnt gestum sínum
og veitti honum þann besta viður-
gjörning sem hugsast gat. Ég þakka
Þorbjörgu, vinkonu minni, fyrir gjöf-
ul kynni og alla elskusemi í minn
garð og fjölskyldu minnar.
Kristín Unnsteinsdóttir.
Ég hitti Þorbjörgu Einarsdóttur
fyrst fyrir meira en 40 árum, en aldr-
ei nema stuttlega. Hún var önnum
kafin við að reka stórheimilisúthald
fyrir tvo aðila eigin fjölskyldu annars
vegar og samvinnuhreyfinguna hins
vegar. Björn Stefánsson maður
hennar var kaupfélagsstjóri. Ég
varð sjálfur aldrei vitni að þeim
miklu umsvifum en heyrði af þeim
sögur hvernig hún varð að halda
einskonar hótel með veitingum fyrir
viðskiptamenn Kaupfélags Siglfirð-
inga og seinna Héraðsbúa væntan-
lega fyrst og fremst útvegsmenn og
bændur. Mér er nær að halda að hún
hafi verið afrend að afli á þessu sviði.
Seinna kynntist ég henni miklu
betur, þá voru kaupfélagsumsvifin
um garð gengin. Þau hjón fluttu í
Kópavoginn og kannski hafa þau átt
náðugri daga um sinn. Björn Stef-
ánsson maður hennar starfaði að
vísu við áfengisvarnir af sama áhuga
og hann hafði unnið fyrir samvinnu-
hreyfinguna, með þeim afleiðingum
að hann var á stöðugum ferðalögum
um landið. Ég get mér þess til að
umskiptin hafi orðið býsna mikil, öll
börnin farin að heiman og eiginmað-
urinn eiginlega líka og heimilisum-
svifin sem höfðu fylgt honum svo
lengi fyrir bí en sjálf vann hún nú úti
eins og það var kallað.
En best kynntist ég henni allra
síðustu árin, kannski 10 20 eða svo.
Við Ragnheiður frænka hennar
skildum og eins og ævinlega gerist í
slíkum tilfellum: Ég hætti að um-
gangast margt fólk sem hafði verið
sameiginlegir vinir og kunningjar
okkar hjóna, en ekki Þorbjörgu en
þau hjón fluttu aftur á æskustöðv-
arnar og bjuggu á Hóli á Stöðvar-
firði. Þangað kom ég ef ég átti leið
um Austfirði og við skiptumst á bréf-
um. Hún hafði mikinn áhuga á skáld-
skap og þjóðfélagsmálum og kunni
góð skil á því sem var að gerast. At-
hugasemdir hennar voru skarpar,
réttlætiskenndin brennandi, og sýn
hennar á misréttið sem hún sá vaxa á
nýjan leik í samfélaginu skýr. Ríkir
urðu ríkari, miklu ríkari, en hinir
efnaminni drógust aftur úr. Síðustu
misserin hef ég oft hugsað til hennar
þegar eitthvert „efnahagsundrið“
hefur brostið á: Hvað skyldi Þor-
björg segja við þessu?
Og nú á ég ekki lengur von á bréfi
frá Stöðvarfirði. Tíminn er runninn
út en ég er viss um að ég á oft eftir að
segja við sjálfan mig þegar hinn
„frjálsi“ markaður vinnur ný „af-
rek“: Um þetta hefði Þorbjörg átt
meitlaða einkunn!
Ég sendi afkomendum og vanda-
mönnum Þorbjargar mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Helgi Guðmundsson.
Þorbjörg Einarsdóttir er dáin. Við
vorum henni ekki samtíða nema
stuttan tíma en þó hafði hún áhrif,
skildi eftir minningar sem aldrei
gleymast. Hún var kona svo mikilla
sanda að enginn sem henni kynntist
getur sagt að hún hafi verið „bara
húsmóðir“ eins og það hét á hátindi
hennar starfsævi meðan öll húsmóð-
urstörf voru unnin heima og ólaunuð.
Við kynntumst Þorbjörgu þegar
hún var húsmóðir á Egilsstöðum, í
húsi því sem gekk undir nafninu
Kongó, byggt á árum Kongóstríðsins
fyrir kaupfélagsstjórann og varð
húsið þannig þáttur í endalausri
hreppapólitík milli þeirra í neðra
(Reyðfirðinga sem höfðu hýst kaup-
félagsstjórann) og í efra (Héraðsbúa,
sem héldu að þeir væru að verða
meiri menn en áður).
Svona lítilfjörlegir hlutir snertu
ekki Þorbjörgu okkar. Hún fyllti
húsið af lífi og starfsgleði, bjó eigin-
manni, börnum og öldruðum foreldr-
um sínum gott heimili.
Eiginmaður hennar, Björn Stef-
ánsson kaupfélagsstjóri, taldi sjálf-
sagðan hlut að bjóða þeim sem áttu
erindi við hann á skrifstofunni eða
úti á götu rétt fyrir matar- eða kaffi-
tíma heim til Þorbjargar ( án þess að
láta vita) og þegar hann réð ungt,
ógift fólk úr öðrum landshlutum
(rétt eins og okkur) þá var fyrsti
kosturinn að hýsa liðið í Kongó, næst
að leigja úti í bæ. Sumir urðu jafnvel
kostgangarar líka (teljum líklegt að
það hafi ekki verið fært til bókar eða
tekna fyrir Þorbjörgu). Stundum var
vinkona okkar Þorbjörg þreytt á
allri þessari endalausu gestanauð en
stutt hlé og fjörlegar samræður gáfu
henni þrek til að halda áfram.
Við erum mörg sem nutum þess að
vera vinir hennar alla tíð og þökkum
öllum góðum vættum og guðum fyrir
að hafa kynnst slíkri eldsál sem lét
aldrei deigan síga í baráttunni fyrir
betra lífi, ekki í eigin þágu heldur
annarra.
Stundirnar með Þorbjörgu í
Kongó, kveðjustundirnar á Egils-
stöðum þegar fjölskyldan flutti það-
an, heimsóknirnar á Stöðvarfjörð og
símtölin, þó yrðu ekki mörg, gleym-
ast aldrei.
Lilla og litlu strákarnir (Björn og
Einar) fá innilegar samúðarkveðjur,
einnig eldri systkinin. Allir afkom-
endur Björns og Þorbjargar fá sam-
úðarkveðjur frá fyrrverandi fjöl-
skylduvinum þeirra hjóna.
Minning þeirra mun lifa.
Ágústa Þorkelsdóttir,
Erna Egilsdóttir.
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skilafrestur Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún
að berast fyrir hádegi tveimur
virkum dögum fyrr (á föstudegi ef
útför er á mánudegi eða þriðju-
degi). Ef útför hefur farið fram
eða grein berst ekki innan hins til-
tekna skilafrests er ekki unnt að
lofa ákveðnum birtingardegi. Þar
sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur
út.
Lengd Minningargreinar séu ekki
lengri en 2.000 slög (stafir með
bilum - mælt í Tools/Word Count).
Ekki er unnt að senda lengri grein.
Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og
votta þeim sem kvaddur er virð-
ingu sína án þess að það sé gert
með langri grein. Ekki er unnt að
tengja viðhengi við síðuna.
Formáli Minningargreinum fylgir
formáli, sem nánustu aðstand-
endur senda inn. Þar koma fram
upplýsingar um hvar og hvenær
sá, sem fjallað er um, fæddist,
hvar og hvenær hann lést, um for-
eldra hans, systkini, maka og börn
og loks hvaðan útförin fer fram og
klukkan hvað athöfnin hefst. Ætl-
ast er til að þetta komi aðeins
fram í formálanum, sem er feit-
letraður, en ekki í minningargrein-
unum.
Minningar-
greinar