Morgunblaðið - 23.06.2005, Side 40
40 FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
HESTAR
Úrtöku fyrir Heimsmeistara-
mót íslenska hestsins sem
fram fer í Norrköping í Sví-
þjóð 1.–7. ágúst næstkomandi
lauk um síðustu helgi. Þrír
fullorðnir keppendur tryggðu
sér sæti í landsliði Íslands og
tvö ungmenni auk þess sem
Sigurður Sæmundsson lands-
liðseinvaldur valdi þriðja ung-
mennið í landsliðið.
Þau sem komin eru í lands-
liðið eru Hinrik Bragason á
Sæla frá Skálakoti, Sig-
urbjörn Bárðarson á Sörla frá
Dalbæ og Sigurður Sigurð-
arson á Silfurtoppi frá Lækj-
armóti, ungmennin Sylvía
Sigurbjörnsdóttir á Vini frá
Minni-Völlum, Valdimar
Bergstað á Feykivindi frá
Svignaskarði og Sigurður
Straumfjörð Pálsson á Prinsi
frá Syðra-Skörðugili. Þess má
geta að nú keppa feðgin fyrir
hönd Íslands á HM, þau Sig-
urbjörn og Sylvía.
Þá á eftir að velja fjóra
keppendur í landsliðið auk
þess sem gert er ráð fyrir að
heimsmeistararnir þrír frá
síðasta heimsmeistaramóti
mæti til að verja titla sína.
Það eru þau Berglind Ragn-
arsdóttir, Jóhann Skúlason og
Sigurður V. Matthíasson.
Fer með opnum huga
á mótin framundan
„Mér líst afar vel á þá kepp-
endur sem komnir eru og ég
var ánægður með úrtökuna,“
sagði Sigurður Sæmundsson
landsliðseinvaldur. Hann mun
á næstunni fara víða til að
fylgjast með hverjir koma til
greina í landsliðið. „Það eru
margir knapar að gera það
gott bæði hér heima og er-
lendis og nokkrir hafa meldað
sig sem eru tilbúnir að taka
þátt. Ég lít svo á að allir sem
tóku þátt í úrtökunni séu til-
búnir að fara út með hesta
sína og einnig að þeir sem hafi
áhuga á því hafi tekið þátt í
úrtökunni. Það er þó alls ekki
algilt því Íslandsmótið er eftir
og þar geta ýmsir hlutir gerst.
Ég fer því með opnum huga á
öll væntanleg mót.“
Sigurður ætlar að fara á
sænska og danska meist-
aramótið og keyra á milli því
þau verða bæði dagana 1.–4.
júlí. Helgina eftir er þýska
meistaramótið. „Nokkrir Ís-
lendingar hafa verið að gera
góða hluti í skeiði í Þýskalandi
sem koma vel til greina í
landsliðið, en einnig horfi ég á
þá sem voru á mörkunum í úr-
tökunni. Ég vil þó ekki nefna
nein nöfn því þá halda hinir
kannski að þeir komi ekki til
greina. Þetta ætti þó allt að
skýrast eftir Íslandsmótið og
fyrr gef ég ekki út neinar yfir-
lýsingar um valið.
Dreymir um baráttu-
stöðu í fjórum greinum
Ég læt mig dreyma um bar-
áttustöðu í fjórgangi og fimm-
gangi, tölti og gæðingaskeiði.
Heimsmeistararnir eru líka
að skoða stöðuna. Berglind
hefur ekki ákveðið á hvaða
hrossi hún keppir. Hún eign-
aðist barn í vetur og hefur því
ekki þjálfað um skeið. Sig-
urður Matthíasson hefur
keppt á nokkrum mismunandi
hrossum og er með mörg
hross til að velja úr. Jóhann
Skúlason hefur unnið ístölt og
tvö önnur mót í Danmörku á
Hvin frá Holtsmúla. Ég er
bjartsýnn á að þau þrjú geti
gert stóra hluti.“
Sigurður segist ekki hafa
miklar áhyggjur af kepp-
endum þeirra þjóða sem við
eigum helst við að etja á
heimsmeistaramótum, svo
sem Þjóðverjum og Svíum.
„Þessir keppendur, sér-
staklega í Þýskalandi, hafa
mjög mikinn hestakost,
mannafla og fjármagn á bak
við sig, en ég hef engar rosa-
áhyggjur. Það er þó rétt að
meta andstæðinginn rétt. Við
höfum sem betur fer úr breið-
um hópi góðra knapa að
velja.“
Undirbúningur er þegar
hafinn hjá þeim sem komnir
eru í landsliðið og um miðjan
júlí þegar landsliðið verður
fullskipað hefst hann af fullum
þunga.
Enn fjögur sæti laus í landsliðið fyrir HM íslenska hestsins í Svíþjóð
Hef úr breiðum hópi
góðra knapa að velja
Eftir Ásdísi Haraldsdóttur
asdish@mbl.is
Morgunblaðið/Eyþór
Sigurður Straumfjörð Pálsson á Prinsi frá Syðra-Skörðugili er einn af nýliðunum í landsliði Íslands fyrir Heimsmeistaramót ís-
lenska hestsins sem fram fer í Norrköping í Svíþjóð.
NÝTT fyrirtæki, Icelandic
Equestrian, hefur verið stofnað
og er ætlunin að reka alþjóð-
legan reiðskóla í íslenskri reið-
mennsku á vegum þess bæði hér
á Íslandi og í Bandaríkjunum.
Frumkvöðlar að stofnun fyrir-
tækisins eru þau Peggy og
Charles Gilbert frá Main í
Bandaríkjunum, en samstarfsfólk
þeirra hér á landi eru þau Björn
Ólafsson og Guðríður Gunnars-
dóttir á Þúfu í Kjós.
Björn Ólafsson sagði í samtali
við Morgunblaðið að þau Peggy
og Charles hefðu átt íslenska
hesta í nokkurn tíma og ættu nú
um 7 hross. „Hún er MS-sjúk-
lingur og hestamennskan hefur
hjálpað henni mikið,“ sagði hann.
„Þau hafa reynt að fá reiðkenn-
ara frá Íslandi, en erfitt hefur
reynst að fá atvinnuleyfi fyrir þá.
Með stofnun alþjóðlegs reiðskóla
í íslenskri reiðmennsku í báðum
löndunum virðist sem lausn sé
fundin á þeim málum.“
Reiðskólinn verður fyrst
byggður upp hér á landi og
smám saman verður starfsemin
víkkuð út. Fyrst um sinn mun
skólinn bjóða upp á námskeið í
Bandaríkjunum sem eru í takt
við það sem kennt verður hér á
landi, en síðan verður opnaður
reiðskóli þar einnig. Fyrirtækið
er skrásett bæði hér á landi og í
Bandaríkjunum.
„Nú er búið að stofna fyrir-
tækið og við vonumst til að geta
farið af stað í vetur. Þó eigum við
enn eftir að finna stað fyrir skól-
ann,“ sagði Björn. „Við ætlum þó
að kynna skólann hér á landi og
einnig á Heimsmeistaramótinu í
Svíþjóð. Engin inntökuskilyrði
verða í skólann en hugurinn
stendur til að byggja á knapa-
merkjakerfinu, allavega verður
námið stigskipt svo að nemend-
urnir geti haldið áfram stig af
stigi, hvort sem er hér á landi
eða í Bandaríkjunum.“
Alþjóðlegur reið-
skóli í íslenskri reið-
mennsku stofnaður
UNDIRBÚNINGUR fyrir Fjórð-
ungsmót Vesturlands, sem haldið
verður á Kaldármelum 30. júní til
3. júlí, gengur ljómandi vel að sögn
Bjarna Jónassonar framkvæmda-
stjóra. Búið er að bæta svæðið með-
al annars með því að aka nýju lagi
yfir vellina og verið er að setja upp
hvítar plastslár til að afmarka þá.
„Við erum að reyna að gera
svæðið eins gott og mögulegt er,“
sagði Bjarni, „enda virðist vera
mikill áhugi á þessu móti. Skrán-
ingum er lokið og eru þær fleiri en
nokkru sinni fyrr á fjórðungsmóti
á Kaldármelum. Auk hefðbund-
innar gæðingakeppni í A- og
B-flokki í öllum aldursflokkum fyr-
ir félaga í hestamannafélögunum á
Vesturlandi verður opin keppni í
tölti, fljúgandi skeiði og gæðinga-
keppni stóðhesta. Alls eru 120
hross skráð í töltið, en nú er í
fyrsta sinn boðið upp á keppni í
barna-, unglinga- og ungmenna-
flokkum. Því hefur verið gífurlega
vel tekið eins og skráningar sýna.
Átján eru skráðir til leiks í fljúg-
andi skeiði, fimm í A-flokk stóð-
hesta og tíu í B-flokkinn. Búist er
við að kynbótahrossin verði á milli
60 og 70 og 16–18 ræktunarbú
sýna hross sín.“
Veitingahúsið Fimm fiskar í
Stykkishólmi mun sjá um veitingar
á svæðinu en þær verða seldar í
200 fermetra tjaldi sem sett verður
upp. Í öðrum enda þess verður
markaður, eins og tíðkast hefur á
stórmótum hestamanna að undan-
förnu. Bjarni segir að hreinlætis-
aðstaða verði góð og möguleikar á
að auka við hana eftir þörfum.
„Það er nóg pláss á tjaldstæð-
unum á Kaldármelum, en ég er
hræddur um að annað gistirými í
nágrenninu sé orðið þéttbókað,“
sagði hann. Boðið verður upp á
fjörureið á föstudagskvöldið og
dansleikir verða í Kvosinni með
Geirmundi Valtýssyni á föstudags-
kvöldið og Pöpunum á laugardags-
kvöldið.
Fjórðungsmót á Kaldármelum
Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir
Fjórðungsmótin á Kaldármelum hafa alltaf verið fjölsótt.