Morgunblaðið - 23.06.2005, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 2005 45
DAGBÓK
Næstu helgi verður alþjóðleg ráðstefnaum menningarmótun staða, „The Cult-ural Reconstruction of Places“, haldiní Háskóla Íslands. Ráðstefnan fer
fram á ensku og framsögumenn eru 20 frá 12 há-
skólum í 6 þjóðlöndum.
Samkvæmt upplýsingum Ástráðs Eysteins-
sonar, skipuleggjanda ráðstefnunnar, eru við-
fangsefni fyrirlesaranna margvísleg og þau lúta öll
að því hvernig ákveðnir staðir öðlast symbólskt og
sögulegt vægi og jafnframt menningargildi. Ást-
ráður fjallar til dæmis um Snæfellsjökul í fyrir-
lestri sínum – um tengslin milli jökulsins og
byggðra bóla, gildi hans í sögum og ýmsar birting-
armyndir hans í menningunni.
Dagskráin er mjög fjölbreytt og efnið spennandi
að sögn Ástráðs „Þarna verður t.d. fjallað um staði
„erfiðra“ minninga á Norður-Írlandi, Ítalíu og
Kýpur, fjallað um borgir sem staði (m.a. London,
París og Reykjavík) og staði í borgum, um fæðing-
arstað Shakespeares, um falsað þjóðar- og stað-
arminni í Rúmeníu í stjórnartíð Ceausescus.“
Um menningarmótun staða á Íslandi segir Ást-
ráður: „Staðir öðlast menningargildi af mismun-
andi ástæðum – vegna sögulegs hlutverks eða við-
burða, vegna þess að þeir tengjast ákveðnum
einstaklingum, eða vegna náttúrugildis. Á stöðum
eins og Hólum og Skálholti þykir mönnum „búa“
mikil saga. Eins er þekkt að líf og frægð lista-
manna eru gjarnan tengd ákveðnum stöðum, bú-
stað þeirra eða fæðingarstað; þannig varð Gljúfra-
steinn alkunnur meðal þjóðarinnar meðan Halldór
Laxness lifði og er nú orðinn safn.“ Hann segir
enn frekar að slík menningargildi séu óhjákvæmi-
lega sviðsett og þá gjarnan í tengslum við ferða-
mennsku, eins og sjá má af fjölda staðarsafna sem
orðið hafa til á síðustu árum. „Söfn tileinkuð Eglu
og Njálu eru í raun eðlilegt framhald af pílagríms-
ferðum sem lengi hafa verið farnar á slóðir Íslend-
ingasagna; fólk hefur viljað „staðsetja“ þær. En
Þingvellir er auðvitað augljósasta dæmið um stað
sem hlaðinn
er menningargildi og það á ýmsa lund. Þar má
„lesa“ margar minningar og ekki allar sársauka-
lausar eins og á var minnt á samkomu þar nú á
kvennadaginn 19. júní.“
Nokkrir fyrirlestranna tengjast svo innbyrðis
því þeir fjalla um rithöfundinn og hönnuðinn Willi-
am Morris og tengsl hans við Ísland og jafnframt
er fjallað um staði í fornsögunum. Reykjavíkur-
hluta ráðstefnunnar lýkur með fyrirlestri þekktra
breskrar fræðikonu, Susan Bassnett, sem fjallar
almennt um minningar, staði og „kortlagningu“.
Ráðstefnunni lýkur með fyrirlestri Guðmundar
Hálfdanarsonar á Þingvöllum.
Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur er ókeyp-
is. Hægt er að nálgast dagskrána á www.hi.is.
Ráðstefna | Alþjóðleg ráðstefna um menningarmótun 24.–25. júní
Sögulegt vægi og gildi staða
Ástráður Eysteins-
son er skipuleggjandi
alþjóðlegrar ráðstefnu
um menningarmótun.
Ástráður er menntaður
í bókmenntafræði og
þýðingafræði og lauk
doktorsprófi frá Uni-
versity of Iowa í Banda-
ríkjunum. Hann er pró-
fessor í almennri
bókmenntafræði við
Háskóla Íslands en hefur einnig tekið þátt í
uppbyggingu náms í þýðingum, menning-
arfræði og kvikmyndafræði við skólann. Ást-
ráður er kvæntur Önnu Jóhannsdóttur. Hann á
þrjá syni á aldrinum 5 mánaða til 22 ára.
Frábær sýning
FÓRUM í góðra vina hópi á sýning-
una Alveg brilliant skilnaður í
Borgarleikhúsinu laugardaginn 18.
júní sl.
Þessi sýning var alveg frábær
skemmtun og hlógum við allan tím-
ann. Mjög gaman. Vonum svo sann-
arlega að þessi sýning verði tekin
aftur upp í haust.
Elsku Edda og samstarfsmenn.
Takk fyrir frábæra skemmtun.
Stuðboltarnir.
Undraefnið Stopain
MIG langar svo að benda fólki, sem
á við verki að stríða, á efnið Stopain
sem ég uppgötvaði í Lyfju á Smára-
torgi.
Ég er nú með slæma gigt og þarf
að notast við lyf og önnur efni alla
daga og hef oft eytt peningum í eitt-
hvað sem hreinlega virkar ekki neitt
og getur maður verið svo fúll að eyða
öllum þessum peningum í svoleiðis
vitleysu.
Yndisleg kona í apótekinu gaf mér
prufu af þessu Stopain og fór ég með
það heim til að prófa og fann ég ekki
fyrir verkjum í heilan sólarhring. Ég
fór að sjálfsögðu og keypti mér
brúsa og vil ég benda fólki, sem er
með verki, á þetta undrasprey, sem
er náttúrulegt efni.
Vona ég að fleiri en ég geti verið
verkjalausir í a.m.k. einn sólarhring.
Kópavogsbúi.
Selirnir eftir Guðmund
frá Miðdal
STYTTAN Selirnir eftir Guðmund
frá Miðdal hvarf úr geymslu. Ef ein-
hver hefur eignast þessa styttu á
síðustu 12–14 mánuðum þá er við-
komandi vinsamlega beðinn um að
hafa samband við Kristínu í síma
696 1556. Þessi stytta hefur mikið
tilfinningalegt gildi fyrir eigandann.
Snyrtiveski týndist
á Thorvaldsen
SNYRTIVESKI týndist á skemmti-
staðnum Thorvaldsen aðfaranótt
sunnudags. Snyrtiveskið er svart og
merkt Paula Dorf, New York, stút-
fullt af snyrtivörum og einu ilm-
vatnsglasi. Skilvís finnandi hafi sam-
band við Kristínu í síma 897 6823.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is
70 ÁRA afmæli. Í dag, 23. júní, er70 ára Helena Hálfdanardóttir,
Krummahólum 6. Hún dvelur á
afmælisdaginn hjá syni sínum og
tengdadóttur á Vattarnesi, Fáskrúðs-
fjarðarhreppi.
50 ÁRA afmæli. Í dag, 23. júní, erfimmtug Ásta Björg Björns-
dóttir. Af því tilefni verða hún og eigin-
maður hennar, Andrés Þórarinsson,
með opið hús sunnudaginn 26. júní kl.
17–19 í Hjarðarlandi 7, Mosfellsbæ.
DEMANTSBRÚÐKAUP | Í dag, 23. júní, eiga 60 ára hjúskaparafmæli hjónin
Guðbjörg Lilja Guðmundsdóttir og Kristján Páll Sigfússon, Kleppsvegi 2,
Reykjavík. Þau voru gefin saman í hjónaband af séra Sigurjóni Þ. Árnasyni 23.
júní 1945. Þau munu fagna þessum merku tímamótum í faðmi fjölskyldu sinnar.
100ÁRA afmæli. Feðgarnir Jóhann Sigurðsson og Sigurður Björgvinssonfagna þeim áfanga að fylla 100 ára aldurinn samanlagt. Jóhann verður 40
ára 25. júní og Sigurður varð sextugur 12. maí síðastliðinn. Af þessu tilefni efna
þeir feðgar til fjölskylduhátíðar á heimili þeirra í Skarði í Gnúpverjahreppi laugar-
daginn 25. júní kl. 16 og vonast þeir til að sem flestir vinir og ættingjar sjái sér
fært að mæta og fagna með þeim þessum merku tímamótum. Það verður m.a. boð-
ið uppá reiðtúra fyrir börnin, tjaldsvæði, grillveisla, léttar veitingar og hlöðuball.
1. d4 Rf6 2. Rf3 d5 3. c4 e6 4. Rc3 Bb4
5. cxd5 exd5 6. Da4+ Rc6 7. Bg5 h6 8.
Bxf6 Dxf6 9. e3 O-O 10. Be2 Be6 11.
O-O a6 12. Hfc1 Bd6 13. Dd1 Re7 14.
Hab1 Had8 15. b4 c6 16. Ra4 Bc8 17.
Rc5 g5 18. a4 b5 19. Rd3 Rg6 20. Rfe1
Bb8 21. Hc3 Re7 22. Hbc1 Dd6 23. g3
Kg7 24. Rf3 f6 25. Rd2 Hd7 26. Rc5
Ha7 27. Ha3 Rg6 28. axb5 axb5 29.
Hxa7+ Bxa7 30. Rdb3 Hf7 31. Dc2 Re7
32. Ha1 Bb6 33. Bd3 Hf8 34. De2 g4 35.
Bc2 h5 36. h4 f5 37. Rd3 Be6 38. Rbc5
Hb8 39. Dd2 Bf7 40. Ha6 Dd8 41. Re5
Ha8 42. Rb7 Dc8 43. Hxb6 Dc7
Staðan kom upp í Elítu flokki á
minningarmóti Capablanca sem lauk
fyrir skömmu í Havanna á Kúbu. Walt-
er Arencibia (2530) hafði hvítt gegn
Baadur Jobava (2637). 44. e4! Dxb6
45. Dg5+ Rg6 46. Rd6 Dd8 47. Rxf5+
Kg8 48. Dh6 Df6 49. Rd7 Dh8 50.
Re7+! og svartur gafst upp þar sem
hann verður að láta drottninguna af
hendi eftir 50... Rxe7 51. Rf6+.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is
Hvítur á leik.
Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali
OPIÐ HÚS
Fellsmúli 16, 2. h. v.
Falleg 87 fm 3ja herb. íbúð á 2. hæð í fjölbýli. Nýleg gólfefni eru á íbúðinni.
Stórar svalir. Snyrtileg sameign. Breiðband. V. 16,4 m. 4140
ÍBÚÐIN VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG (FIMMTUDAG)
FRÁ KL. 17.00-19.00
SÝNINGU Önnu Líndal, Umbrot-
um, í Skaftfelli, Seyðisfirði lýkur á
laugardaginn. Umbrot er hluti af
myndlistarsýningu Listahátíðar í
Reykjavík 2005. Anna verður með
leiðsögn um sýninguna þennan síð-
asta sýningardag kl. 15.00. Þar mun
hún segja frá því hvernig verkin
urðu til og aðferðum sem notaðar
voru. Sýningin fjallar um hitaflæði í
Vatnajökli og hvernig jökullinn
skapar sína eigin veröld.
Samsýningu bandaríska ofur-
stirnisins Matthew Barney og
Gabríelu Friðriksdóttur í Listasafni
Akureyrar lýkur núna á sunnudag.
Sýningin er hluti Listahátíðar í
Reykjavík sem ber yfirskriftina tími,
rými, tilvera. Gabríela er fulltrúi Ís-
lands á Feneyjar-tvíæringnum
Sýningum lýkur