Morgunblaðið - 23.06.2005, Side 48

Morgunblaðið - 23.06.2005, Side 48
48 FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING VEÐRIÐ leikur við Ísfirðinga og gestir á Langa Manga sitja úti í sól- inni við hliðina á Slunkaríki þar sem sýning Hreins Friðfinnssonar er til húsa. Þar sem ég sit á tröppum sýn- ingarstaðarins og bíð eftir að hann opni lendi ég í spjalli við heima- menn. Finnbogi Hermannsson á svæðisskrifstofu Ríkisútvarpsins er óvenju snöggur að finna út hverra manna fólk er enda var mér sagt seinna að hann hafi einstaklega gott minni og geti rakið feril og ættir ein- stakra bíla og húsa ekki síður en manna. Það kemur fljótlega í ljós á sýningunni að húsnæði getur líka búið yfir ákveðnu minni um menn og atburði hvort heldur sem er í sögum eða hlutum sem geymast eða hrein- lega í yfirborði gólfs og veggja. Sýn- ingin fjallar um hvort heldur sem er í einstökum atriðum eða í heildina um sýningarrýmið sjálft. Hleri á gólfinu sem hafði áður aðeins verið opnaður til hálfs í hugmyndavinnu listamannsins 15 árum áður hefur verið opnaður upp á gátt og gerður að einni hlið „stromps“ sem byggður er umhverfis hleraopið. „Strompur“ þessi er svo haganlega gerður að það er engu líkara en að hann hafi vaxið upp úr gólfinu, hafi verið gerð- ur úr fjórum hlerum sem allir séu opnir og myndi kassalaga botnlaust form. Niðri í kjallara má sjá um- hverfið þar niðri og stigann speglast í áttundarparti af kúlulaga spegli í horni við gólf. Þar má einnig greina málverk sem hefur verið í geymslu þar niðri um árabil og er skv. texta sýningarinnar af Sóloni Guðmunds- syni en hann bjó í Slunkaríki á fyrstu áratugum síðustu aldar. Uppi í sýnirýminu má sjá í horni upp við loft samskonar kúluspegil sem nær að spegla allt sýnirýmið með gestum og gangandi inni og úti ásamt þeim myndum sem eru til sýnis á veggj- unum. Myndirnar eru á pappír og virðast við fyrstu sýn vera frekar einsleitar blýants- eða kolamyndir sem gerðar eru með svokallaðri frottage-aðferð, þegar pappír er lagður á flöt og blýi eða kolum strokið jafnt yfir þannig að áferð undirlagsins verður sýnileg. Skemmst er að minnast sýningar Sigrid Valtingojer í ASÍ fyrir stuttu. Þar sýndi hún myndir gerðar með þessari tækni þar sem hún fangaði yfirborð náttúrunnar á pappírinn. En myndir Hreins eru þó af öðrum toga, undirlag myndanna og það yfirborð sem hann dregur athyglina að er sjálfur veggurinn í sýningar- rýminu. Myndirnar hanga uppi ná- kvæmlega þar sem þær voru gerðar og draga fram allar misfellur í máln- ingunni og einnig, ef betur er að gáð, minningar um fyrri sýningar sem þarna hafa verið haldnar. Greinilega mátti sjá hringlaga form sem leyn- ast ofarlega í málningarlaginu og eru leifar af verkum JBK Ransú sem nýlega var með sýningu á staðnum. Vinnubrögðin minna á at- ferli rannsóknarlögreglumanna þeg- ar þeir lesa í rými á vettvangi glæps með tækni til að gera sýnileg fingra- för, sæðisbletti eða leifar blóðs til að fá upplýsingar um liðna atburðarás. Sýningin í heildina er hæversk og lætur lítið yfir sér, sagan sem hún dregur fram er frekar hversdagsleg og brotakennd. Hugmyndin um að draga athygli áhorfandans að sýni- rýminu sjálfu er ekki ný af nálinni og ekki laust við að það læðist að manni einhver þreytutilfinning við tilhugsunina fyrirfram. Hins vegar þegar á hólminn er komið þá er næmi framsetningarinnar slíkt, og sjónarspilið sem opinberast í inn- setningunni það áhrifaríkt að sýn- ingin er ákaflega vel heppnuð. Ekki spillir fyrir einstaklega elskuleg og upplýsandi viðvera hinna ungu yfir- setukvenna í Slunkaríki, þeirra Rannveigar og Bjargar, sem eru í sjálfu sér ekki síður áhugaverður partur í margslunginni sögu Slunkaríkis í samræmi við það víða sögulega samhengi sem sýningin byggir á. Veggirnir tala Morgunblaðið/Inga María Hluti af innsetningu Hreins Friðfinnssonar í Slunkaríki á Ísafirði. MYNDLIST Listahátíð í Reykjavík Slunkaríki Ísafirði Opið fimmtudaga til sunnudags kl. 16-17 Sýningin stendur til 26. júní. Hreinn Friðfinnsson Þóra Þórisdóttir Þ egar Norræna húsið var byggt árið 1968 var kjallari þess hálffylltur af grús og ekki hugsað út í að nýta rýmið til sýninga. Fyrsta forstjóra hússins fannst fráleitt að ekkert sýningar- rými yrði í menningarhúsinu og því var kjallaranum fljótlega breytt í sýningarsal sem nýttur hefur verið sem slíkur síðan. Sal- urinn stenst þó alls ekki kröfur listaheims dagsins í dag því þar er lágt til lofts og erfitt að vinna með gólf og loftrými salarins. Nú er annars konar Grús komin í salinn því í dag verður opnuð sýning þriggja íslenskra mynd- listarmanna undir því nafni. Lista- mennirnir eru Ásdís Sif Gunnars- dóttir, Helgi Þórsson og Magnús Logi Kristinsson. Sýningarstjórar Grúsar, Hanna Styrmisdóttir og myndlistarkonan Rúrí, ákváðu að fá þetta unga fólk til liðs við sig til að setja upp áhugaverða og óhefðbundna sýn- ingu. Ýmsar aðferðir og miðlar eru notaðar til að kalla fram mismun- andi upplifun listamannanna á móti sjónrænum eiginleikum hússins. Upplifun úr sveitinni Svo skemmtilega vill til að allir þrír myndlistarmennirnir hafa menntað sig alfarið erlendis og hafa á undanförnum árum sýnt víða í heiminum. Þau tóku öll þátt í Grasrótarsýningu Nýlistasafnsins 2002 en hafa annars ekki sýnt saman áður. Ásdís Sif Gunnarsdóttir hefur verið áberandi í íslensku listalífi síðasta árið og hélt einkasýningu í galleríi Smekkleysu á þessu ári en hún nam við UCLA í Bandaríkj- unum. „Það er svolítill leyndardómur í kringum þetta og okkur listamönn- unum líður kannski eins og ein- hvers konar spámönnum því við komum ekki hingað inn með fastar hugmyndir um hvað við vildum gera,“ segir Ásdís. Hún segist hafa komið að rým- inu með þá einu hugsun að gera innsetningu sem gestir gætu tekið þátt í en ekki einungis staðið fyrir framan og horft á. Hún vildi má út mörkin á milli áhorfandans og listaverksins. Ásdís lýsir innsetningunni sem þremur hugsanastöðvum þar sem ein hugsun er á hverri stöð. Hún notar einnig vídeóvarpa og hugsar verkið út frá endurspeglun. Innblásturinn sækir hún út á land, undan Eyjafjöllum, þar sem hún dvaldi nýverið. Þar tók hún mikið efni upp á kvikmyndatökuvél og nýtir upplifun sína frá sveitinni og sjónum í innsetningarnar. Barstemningin í algleymingi Helgi Þórsson er þekktur sem annar helmingur tónlistartvíeyk- isins Stilluppsteypu og fór upp- haflega til útlanda í tónlistarnám en skipti fljótlega yfir í mynd- listarnám og útskrifaðist frá Sand- berg Instituut í Hollandi á síðasta ári. Bæði Helgi og Magnús Logi hafa einbeitt sér að sýningum er- lendis og því gaman að sjá þeirra sköpun og hugmyndir á þessari sýningu nú hér heima. Helgi, eins og Ásdís, hugsar verk sín þannig að gestir geti tekið þátt í þeim. Hann hefur komið börum skemmtilega fyrir sem út- búnir eru úr gömlum tekkskápum. Helgi sér fram á að bjóða fólki upp á veitingar svo barirnir munu nýt- ast jafnframt sem þeir eru lista- verk. Þá eru álfar á nokkrum stöð- um um salinn og hver veit nema þeir muni bjóða gestum eitthvað í gogginn. „Það verður nóg að gera hjá fólki að borða, drekka, hlusta á tónlist og njóta sýningarinnar á sama tíma,“ segir Helgi, en hann vill kalla fram þægilega stemmn- ingu. Á veggjunum eru myndir sem Helgi tók úr skissubókinni sinni. Hann segir teikningar á veggjum ekki áður hafa verið hluti af sýningum hjá sér en nú hafi hann ákveðið að teikna og mála á veggina í takt við stemmninguna. Falið glans Verk Magnúsar Loga Kristins- sonar eru blanda af eldri verkum og svo hugmyndum sem hann fékk þegar hann kom fyrst inn í sýn- ingarrýmið. Hann er með gjörn- inga sem sýndir verða á sjónvarps- skjám ásamt verki síðan 1996 og heitir Magga. „Bæði Ásdís og Helgi eru með svolítið glans í sín- um innsetningum svo ég ákvað að halda mínu glansi í lágmarki,“ seg- ir Magnús Logi og hlær. Þó er fal- ið glans í einum af skúlptúrunum þar sem hann leikur sér með rým- ið, lítið verk í stórum kassa. Magnús Logi lauk nýverið list- námi í Helsinki og hefur haldið sýningar meðal annars í Berlín, Helsinki og Amsterdam. Hann segir hugmyndirnar á bakvið verkin ákaflega tilviljunar- kenndar og ekki hafi allar innsetn- ingarnar verið hugsaðar fyrir þetta ákveðna rými en passað vel samt. Honum finnst verk þeirra allra svolítið lík þó svo öll séu þau að gera sitt eigið. Í byrjun hafi þau jafnvel ætlað að gera eitthvað sam- an fyrir sýninguna en tími hafi ekki verið nægilegur og því sé gaman að sjá að sumstaðar séu þau með svipaðar hugmyndir. Anarkísk hugsun Á sýningunni verður ekki þessi hátíðlega stemmning sem oft er á listasýningum heldur þægilegt andrúmsloft. „Gestir ættu að taka sér góðan tíma í að skoða sýn- inguna, þar er mikið fyrir bæði augað og skynjunina,“ segir Hanna Styrmisdóttir annar sýningar- stjóra. Hún segir myndlistarmennina vera svolítið anarkíska í hugsun og leiki sér á skemmtilegan hátt með rýmið. Tímavíddin sé innbyggð í verk þeirra allra á margvíslega vegu. Þessi fjölbreytilega og skemmti- lega skapandi Grús verður í Nor- ræna húsinu fram til 28. ágúst. Myndlist | Þrír ungir listamenn sýna í Norræna húsinu Anarkí og glans- grús í óhefð- bundnu rými Innsetning Ásdísar á sýningunni Grús. Innblásturinn fékk hún í sveitinni, undir Eyjafjöllum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Myndlistarmennirnir Helgi Þórsson, Magnús Logi Kristinsson og Ásdís Sif Gunnarsdóttir við eitt af verkum Magnúsar Loga. Eftir Völu Ósk Bergsveinsdóttur valaosk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.