Morgunblaðið - 23.06.2005, Síða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
Opið 8-24 alla daga
í Lágmúla og Smáratorgi
GUÐBRANDUR Einarsson og Bjarki
Birgisson, sem nú ganga kringum landið
undir slagorðinu „Haltur leiðir blindan“,
gengu í gær frá Hveragerði að Skeiðavega-
mótum. Í hádeginu var þeim boðið í heim-
sókn á hæfingarstöðina VISS í Árborg.
Eftir það gekk hinn landsfrægi göngu-
garpur frá Sólheimum í Grímsnesi, Reynir
Pétur Ingvarsson, með þeim frá Ölfusár-
brú og ætlaði að fylgja þeim áleiðis. Reynir
gekk á sínum tíma fyrstur manna í kring-
um landið.
Guðbrandur og Bjarki munu í dag ganga
að Eystri-Rangá, en á leiðinni heimsækja
þeir Laugaland í Holtum, sem er sumar-
dvalarstaður fyrir börn með sérþarfir.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Haltur leiðir blindan á Ölfusárbrú.
Göngugarpar í
góðum félagsskap
UMSÓKNUM um samfélags-
þjónustu hefur fjölgað allt frá því
að úrræðið kom fyrst til sög-
unnar árið 1995 en samkvæmt
bráðabirgðatölum frá Fangelsis-
málastofnun bárust árið 2004 alls
520 umsóknir um samfélagsþjón-
ustu, 117 umsóknir vegna óskil-
orðsbundinnar fangelsisvistar og
403 umsóknir vegna vararefsing-
ar.
Niðurstöður könnunar sem
Margrét Sæmundsdóttir, sér-
fræðingur hjá Fangelsismála-
stofnun, gerði á árunum 2002–
2004 á meðal brotamanna sem
gegndu samfélagsþjónustu vegna
vararefsingar benda til þess að
meirihlutinn kjósi að gegna sam-
félagsþjónustu í stað þess að
greiða sekt. Að hennar mati þarf
því að skoða betur hvort menn
nýti þetta úrræði til þess að
sleppa við að greiða sektir.
Helgi Gunnlaugsson, afbrota-
fræðingur og prófessor í fé-
lagsfræði við HÍ, segir sam-
félagsþjónustu sem fullnustu-
úrræði hafa gefist vel á þeim
tíma sem hún hafi staðið til boða.
Þannig hafi niðurstöður rann-
sóknar sem gerð var á árunum
1994 til 2000 á afturhvarfi brota-
manna til afbrota gefið það til
kynna að tilkoma samfélagsþjón-
ustu hafi ekki aukið ítrekunar-
tíðni. Bendir hann á að menn
telji sig ekki sleppa auðveldlega
með því að inna af hendi sam-
félagsþjónustu enda fylgir því
ákveðinn kostnaður fyrir hinn
brotlega.
Að sögn Helga hefur sam-
félagsþjónustan verið einn
stærsti þátturinn í því að halda
fangatölunni niðri, því ef þessa
úrræðis hefði ekki notið við hefði,
að mati Helga, vafalítið þurft að
reisa nýjar fangelsisbyggingar.
Umsóknum um samfélagsþjónustu hefur fjölgað mikið
Nýta þetta úrræði til
þess að sleppa við sekt
Umsóknum | 8
SUMARSTÖRFIN í sveitinni eru í hugum margra einar bestu
endurminningar úr bernsku. Að mörgu er að huga í sveitinni
og krefjast kýrnar mikillar umhirðu og athygli. Kristín Júlía
Hannesdóttir á Austurvaðsholti II í Holta- og Landsveit, er
ein þeirra fjölmörgu í sveitum landsins sem hugar að skepn-
unum dag hvern.
Morgunblaðið/RAX
Kýr úti í haga
ÁÆTLAÐ útflutningsverðmæti sjávar-
afurða á árinu 2006 eru 130 milljarðar
króna, sem er 8 milljörðum króna meira en
í ár, og verður hækkunin fyrst og fremst
vegna verðhækkana erlendis. Leyfilegur
afli helstu fisktegunda á næsta fiskveiðiári
var kynntur í gær, og verður hann svip-
aður og í ár. Sjávarútvegsráðherra fór að
mestu eftir ráðleggingum Hafrannsókna-
stofnunar við úthlutunina, en fór þó fram
úr því sem ráðlagt var í nokkrum tegund-
um, þar á meðal skrápflúru, skarkola,
sandkola og humri. | 14
Útflutnings-
verðmæti eykst
STÆRSTI lax í Laxá í Aðaldal það
sem af er sumri veiddist þar í gær-
dag. Það var Árni Jörgensen sem
setti í u.þ.b. 22 punda lax við svo-
kallaðan Suðurhólma á Svæði 6.
Fyrr um daginn hafði sést fiskur
stökkva á þessum slóðum. Árni
kvaðst hafa fengið þau ráð hjá Pétri
Péturssyni laxaleiðsögumanni að
fara mun ofar en venjan væri og
það hefði borið þennan árangur.
Laxinn tók á Snældu Gríms Jóns-
sonar kl. 18.10 og um hálfa klukku-
stund tók að landa honum en um kl.
19 synti hann á brott eftir að tekið
hafði dágóða stund að koma lífi í
hann.
Um 22
punda lax
úr Laxá
í Aðaldal
FJÁRLAGANEFND mun fara
yfir ábendingar og tillögur Rík-
isendurskoðunar um framkvæmd
fjárlaga fyrir haustið, og efla eft-
irlitshlutverk sitt með fram-
kvæmd fjárlaga, segir Magnús
Stefánsson, formaður fjárlaga-
nefndar Alþingis.
Ríkisendurskoðun gerði í gær
opinbera greinargerð sína um
framkvæmd fjárlaga árið 2004, en
þar kemur fram hörð gagnrýni á
framúrkeyrslu ríkisstofnana, sem
nam 12,7 milljörðum króna í árs-
lok 2004. Einnig er það átalið að
ríkisvaldið, Alþingi og ráðherrar,
láti framúrkeyrsluna óátalda, og
beiti ekki ákvæðum reglugerðar
og áminni þá forstöðumenn stofn-
ana sem fari meira en 4%
fram úr heimildum.
Meðal þeirra ábend-
inga sem fram koma í
greinargerð Ríkisendur-
skoðunar er að frysta
mætti framlög til stofn-
ana þegar þær eru komn-
ar yfir 4% fram úr fjár-
heimildum þar til búið er
að gera úrbætur til að
koma lagi á reksturinn.
„Það þarf að skoða svona til-
lögur mjög vel áður en farið er út
í slíkar aðgerðir. Það geta oft
verið ýmsar skýringar, og í sum-
um tilvikum eðlilegar ástæður
fyrir framúrkeyrslunni, svo ég
held að það sé ekki hægt að setja
einhverja algilda reglu
með þessum hætti,“ seg-
ir Magnús. „En mér
finnst koma til greina að
menn ræði þennan
möguleika.“
Ábyrgðin liggur
hjá Alþingi
Fjárveitingarvaldið
liggur hjá Alþingi, og um
leið liggur ábyrgðin á
ástandinu þar, að mati Ríkisend-
urskoðunar. Magnús segir að
fjárlaganefnd muni auka eftirlit
sitt með framkvæmd fjárlaga, en
hingað til hafi lélegt upplýsinga-
streymi til nefndarinnar tak-
markað það hlutverk hennar. Það
standi hins vegar til bóta þar sem
tekið hafi verið í gagnið nýtt fjár-
hagskerfi árið 2003 sem auðveldi
aðgengi nefndarinnar að nauðsyn-
legum upplýsingum.
„Ég held að það megi taka und-
ir mest af því sem kemur fram hjá
Ríkisendurskoðun. Það er nauð-
synlegt að líta til athugasemda
þeirra og tillagna,“ segir Magnús.
„En það er ekki síður áhugavert
að það eru ekki bara ýmsar stofn-
anir sem hafa farið ítrekað fram
úr fjárheimildum, heldur eru líka
stofnanir sem skila afgangi ár eft-
ir ár. Það þarf ekkert síður að
skoða það.“
Ríkisendurskoðun gagnrýnir framúrkeyrslu á fjárlögum
Eftirlitshlutverk fjár-
laganefndar verður eflt
Magnús
Stefánsson
Útgjöld umfram heimildir | 4
♦♦♦