Morgunblaðið - 29.07.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.07.2005, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SÍMINN SELDUR Þrjú bindandi tilboð bárust í Sím- ann og var hann seldur hæstbjóð- anda á 66,7 milljarða króna. Þá sér fyrir endann á stærstu einkavæð- ingu hér til þessa. Hæsta boð kom frá Skiptum ehf., sem eru að mestu í eigu Exista og KB banka, auk fjög- urra lífeyrissjóða og fleiri fjárfesta. IRA hættir vopnaðri baráttu Írski lýðveldisherinn gaf í gær út yfirlýsingu þar sem tilkynnt var að samtökin hygðust láta af vopnaðri baráttu sinni. Bresk og írsk stjórn- völd fagna yfirlýsingunni og segja hana geta orðið sögulegt skref, en fulltrúar mótmælenda segjast ætla að bíða með að fagna þar til í ljós kemur hvort hugur fylgir máli. Hagnaður hjá bönkunum Samanlagður hagnaður bankanna á fyrri helmingi ársins er ríflega 8,6 milljörðum hærri en á öllu síðasta ári, eða 54 milljarðar. Afkoman hef- ur batnað um 136% á milli ára og munar mest um hagnað KB banka. Mikið manntjón í flóðum Hátt í átta hundruð manns hafa farist í flóðum vegna gríðarlegrar úrkomu á Indlandi. Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka mikið. Á þriðjudag og miðvikudag var úr- koma sú mesta sem mælst hefur á einum sólarhring þar í landi, eða 94,4 sentímetrar. Olíufélög höfða mál ESSO (Ker), Olís og Skeljungur hafa höfðað mál gegn Samkeppn- iseftirlitinu. Vilja þau að úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála um samráð félaganna verði felldur niður eða sektir lækkaðar. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Umræðan 24 Úr verinu 10 Minningar 25/29 Viðskipti 14 Myndasögur 32 Erlent 14/15 Víkverji 32 Minn staður 16 Dagbók 32/35 Höfuðborgin 17 Staður og stund 34 Suðurnes 18 Menning 36/41 Landið 19 Bíó 38/41 Daglegt líf 20 Ljósvakamiðlar 42 Neytendur 21 Veður 43 Forystugrein 22 Staksteinar 43 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                 ! " # $ %           &         '() * +,,,                              BJÖRGUN hf. vinnur nú að endurnýjun náma- leyfis vegna efnistöku félagsins af hafsbotni í Faxaflóa. Leyfið, sem var veitt til 40 ára fyrir um aldarfjórðungi, er nú útrunnið vegna ákvæðis í lögum sem tóku gildi 22. maí 2000. Umrædd lög eru um breytingar á lögum um eignarrétt íslenska ríkisins að auðlindum hafs- botnsins, nr. 73 18. maí 1990. Í 6. grein laganna (101/2000) segir m.a.: „Þeir sem hafa leyfi til leitar og hagnýtingar efna á, í eða undir hafsbotni skulu halda þeim í fimm ár frá gildistöku laga þessara.“ Nú eru liðin fimm ár og ríflega tveimur mánuðum betur frá setningu laganna. Sigurður R. Helgason, framkvæmdastjóri Björgunar hf., sagði að félagið væri að vinna að endurnýjun vinnsluleyfisins. „Það er verið að kortleggja þessar námur og fara í gegnum málið af jarðfræðingum í samvinnu við Skipulagsstofn- un, iðnaðarráðuneytið og fleiri,“ sagði Sigurður. Félagið hefur stundað efnisnám á hafsbotni frá árinu 1962. Samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum (106/2000) eru nýjar efnisnámur háðar umhverf- ismati, ef áætluð efnistaka raskar 50.000 m2 svæði eða stærra eða er 150.000 m3 eða meiri. Einnig efnistaka þar sem fleiri en einn efnistökustaður ná til samans yfir 50.000 m2 svæði eða stærra. Aðrar reglur gilda um framkvæmdir sem hafa þegar ver- ið leyfðar, framkvæmdar eða eru í framkvæmd og kunna að hafa umtalsverð umhverfisáhrif, að því er segir í 2. viðauka laganna um umhverfisáhrif. Í þeim tilvikum ákveður Skipulagsstofnun hvort framkvæmdin telst matsskyld, eða ekki. Aðspurður vildi Sigurður ekki upplýsa ná- kvæmlega hve mikið efnismagn Björgun nemur af hafsbotni á ári. Hins vegar væru eftirlitsaðilum og iðnaðarráðuneyti veittar upplýsingar um umfang efnisnámsins á hverju ári. Í skýrslu Náttúru- verndarráðs frá 1995 (Námur á Íslandi) kemur fram að Björgun hf. í Reykjavík hafi numið 500.000–900.000 m3 af efni á ári úr Faxaflóa og Hvalfirði áratuginn áður en skýrslan var gerð. Að sögn Sigurðar hefur magnið aukist í áranna rás. Sigurður sagði að endanleg umsókn um leyfi yrði væntanlega lögð inn til Skipulagsstofnunar á næstu vikum. Ágæt samvinna hefði verið við stofnunina um undirbúning umsóknarinnar. Sig- urður benti á að efnistaka á sjávarbotni ylli ekki sjónmengun. Ef þetta efni væri ekki tekið af sjáv- arbotni yrði að taka það af melum og úr fjöllum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Efnið er af ýms- um kornastærðum og bæði notað til bygginga og uppfyllingar, að meirihluta til fyllingarefni. Unnið að endurnýjun námaleyfis Björgunar hf. Morgunblaðið/Ómar „ÉG HEF aldrei áður séð ástandið jafn slæmt og nú,“ segir Arnþór Garðarsson, prófessor í líffræði við Háskóla Íslands, um fjölda sjófugla við landið en í tuttugu ár hefur hann talið fugla í Krýsuvíkurbergi á Reykjanesskaga og Skoruvík- urbjargi á Langanesi. Ber flestum viðmælendum Morgunblaðsins sam- an um að varp sjófugla t.d. svart- fugls, rytu, álku, fýls og lunda, hafi víðast hvar komið illa út í ár. Þannig er langvíuvarpið á Langanesi aðeins þriðjungur þess sem það er í venju- legu árferði. Líklegasta skýringin er talin vera skortur á sandsíli og loðnu við landið. „Ég hef farið á fimm ára fresti frá árinu 1985 og talið svartfugl, rytu og fýl á þessum tveimur stöðum sín- um hvorum megin á landinu,“ segir Arnþór. „Hingað til hef ég merkt litlar sveiflur og hægfara breytingar [...] Núna í vor verður svo mikil fækkun á rytu og langvíu en þær hafa verið í sókn á undanförnum ár- um.“ Fækkunin á langvíu er jöfn yfir landið að sögn Arnþórs en rytan hefur hrunið á Norðausturlandi. Í Skoruvíkurbjargi hafa að jafnaði verið 70–80 þúsund hreiður en nú eru þau aðeins 20 þúsund og mjög lítið af ungunum komst á legg. Á norðanverðum Reykjanesskaga og Snæfellsnesi er ástand rytunnar afleitt, einn ungi á hvert hreiður. Frá Reykjanestánni og austur að Dyrhólaey er ástandið mjög slæmt, en aðeins 10% eggjanna hafa klakist út. „Við höfum svo verið að skoða hvaða ástæður liggja að baki þess- ari fækkun og kemur þá í ljós að kríuvarp hefur verið lítið sem ekk- ert alveg frá Snæfellsnesi og austur að Dyrhólaey í Mýrdal,“ segir Arn- þór. „Það stafar væntanlega af því að hana hefur skort æti í ungana, en helsta fæða hennar er sandsíli. Það er því langlíklegast að sandsíli hafi brugðist þetta árið með þessum af- leiðingum. Þá hefur lítið af loðnu fundist í kringum landið í sumar og það er eflaust hluti af skýringunni,“ sagði Arnþór. Morgunblaðið/Ómar Ástand rytustofnsins er afleitt á Snæfellsnesi og Reykjanesskaga. Mikil fækkun sjófugla víða um land Skortur á sandsíli og loðnu orsökin Eftir Kristján Torfa Einarsson kte@mbl.is ÓLAFUR Á. Torfason fugla- áhugamaður hefur undanfarin tíu ár farið og talið fugla í Skrúð fyrir Austurlandi. „Svartfuglinn þarna virtist vera í ágætu ásigkomulagi en rytan hefur hrunið. Á svæði þar sem ég hef venjulega talið 200–400 fugla taldi ég nú ellefu.“ Kristinn Guðmundsson hefur í 30 ár farið til eggjatöku í Látrabjarg og segist aldrei hafa séð þar jafn- lítið af fugli og nú. „Verst fannst mér ástandið í Stóruurð þar sem stærsta álkuvarp landsins er. Þar voru nú ekki nema örfáir fuglar og við tíndum ekki eitt einasta egg. Þá sá maður minna af svartfugli bæði í bjarginu og á sjónum.“ „Sigurður Bjarnason, bóndi á Hofsnesi í Öræfum, fer reglulega með ferðamenn út í Ingólfshöfða og segist aldrei hafa séð jafnlítið af langvíu og í sumar. „Hún kom líka miklu seinna í varpið en venjulega og varptíminn dreifðist yfir lengri tíma en áður.“ Tryggvi Guðmundsson frá Ísa- firði, sem hefur sigið í Hornbjarg á undanförnum árum segist ekki hafa séð marktækan mun á ástandi fuglsins þar. Það sama sagði Jón Eiríksson um ástandið í Drangey. Aldrei séð jafn- lítið af fugli og nú ELDUR kom upp á jarðhæð í iðn- aðarhúsnæði í Dugguvogi 3 laust fyrir klukkan hálfsex í gær. Allir bílar frá Slökkviliði höfuðborg- arsvæðisins fóru á staðinn og lög- regla lokaði nærliggjandi götum. Mikinn reyk lagði frá húsinu en í því voru málningarvörur og gas- kútar. Eldsupptök eru ókunn, sam- kvæmt upplýsingum Slökkviliðsins. Eldur í iðnaðarhúsnæði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.