Morgunblaðið - 29.07.2005, Síða 6
6 FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
BÚAST má við vætu á laugardag og
sunnudag víðast hvar á landinu en
þó minnst á Austurlandi. Þar verður
jafnframt nokkuð bjart. Hiti verður
víða um 13–18 stig.
Á laugardag verður sunnan- og
síðar suðvestanátt, víðast 5–10 m/s.
Rigning verður fram eftir degi og
síðar smáskúrir um sunnan- og vest-
anvert landið, en úrkomulítið norð-
austan til. Hiti verður 10–18 stig,
hlýjast norðaustanlands. Á sunnu-
dag verður hæg vestlæg eða breyti-
leg átt og víða skúrir, en bjartviðri
suðaustanlands. Hiti breytist lítið. Á
mánudag snýst í austanátt með rign-
ingu einkum sunnanlands og verður
hiti 10–15 stig.
Búast má við vætu
víða um land
UM næstu helgi verða umferð-
arfulltrúar Slysavarnafélagsins
Landsbjargar á ferðinni um land
allt um verslunarmannahelgina og
munu verða á flestum þeim stöðum
þar sem skipulögð dagskrá verður.
Þá verða umferðarfulltrúarnir í
stöðugu sambandi við þær björg-
unarsveitir sem hafa skipulagða
gæslu á útihátíðum.
Í fréttatilkynningu frá Lands-
björgu eru ökumenn minntir á að
fara varlega um komandi helgi en
aðfaranótt miðvikudagsins voru
hengd upp á flestar göngubrýr á
höfuðborgarsvæðinu skilaboð til
ökumanna sem eiga að vekja þá til
umhugsunar um hvort áhættan sé
þess virði.
Umferðarfulltrú-
ar Landsbjargar
á ferðinni
LÝÐHEILSUSTÖÐ segir að góð
samskipti foreldra og barna og
góðar samverustundir séu besta
forvörnin hvað varði hættuna á að
barnið leiðist út í áfengis- eða vímu-
efnaneyslu. Þetta sé vert að hafa í
huga nú þegar verslunarmanna-
helgin sé að ganga í garð. Á und-
anförnum árum hafi þeim boðum
verið beint til foreldra og annarra
fullorðinna að leyfa ekki að börn
fari ein í útilegu og minnt á að for-
eldrar beri ábyrgð á börnum sínum
til 18 ára aldurs.
„Langi barnið mjög mikið að fara
á slíka skemmtun eða, sem er afar
algengt, „allir hinir eru að fara“ þá
er kannski hægt að koma til móts
við þessa ósk með því að öll fjöl-
skyldan fari saman. Unglingurinn
fær þá tækifæri og frelsi til að njóta
skemmtunarinnar með félögunum
en „öryggisnetið“ (foreldrarnir) er
til staðar,“ segir á vefsíðu Lýð-
heilsustöðvar.
Börn fari ekki ein í
útilegu um helgina
LÍKT og undanfarin ár er mestur
flugstraumur til Vestmannaeyja
um verslunarmannahelgina.
Um 8-900
manns eiga bók-
að flug með
Flugfélagi Vest-
mannaeyja.
Áætlað er að
hver vél fari
tvær ferðir á
klukkustund
fram og til baka,
en fjórar vélar
annast flugið. Flogið verður til
klukkan 23 í kvöld en á morgun og
á sunnudag verður flogið á milli
klukkan 10 og 18. Á mánudag hefst
flug frá Eyjum klukkan fimm um
morguninn.
Hjá Flugfélagi Íslands (FÍ) er
langmest flogið til Eyja. Fullbókað
er í flug á mánudag með FÍ en um
800 manns eiga þó bókað far frá
Vestmannaeyjum. Að sögn FÍ er
næstmest flogið til Akureyrar.
Þá er fullbókað í siglingu með
Herjólfi í dag.
Loftbrú milli
lands og Eyja
Lárus Vilhjálmsson, Bjarki
Gunnarsson og Guðmundur
Friðriksson hafa allir farið áð-
ur á Þjóðhátíð en Katrín Jó-
hannesdóttir var á leið þangað
í fyrsta skipti. Þau voru á leið í
flug og sögðust að sjálfsögðu
ætla á Húkkaraballið alræmda
í gærkvöldi.
Fiðringur í ferðalöngum
Björk Ásgeirsdóttir, (t.v.) starfsmaður veitingastaðarins Fljótt og gott á Umferðarmiðstöðinni sagði að verslunarmannahelgarumferðin væri komin á
skrið. „Það er farið að hressast hérna og komin góð stemning.“ Vigdís Ómarsdóttir og Sandra Brynjarsdóttir (t.h.) voru hressar á Umferðarmiðstöðinni.
Vigdís er úr Eyjum og nýtur því þeirra forréttinda að fá að gista í heimahúsi hjá foreldrum sínum. Hún hefur aðeins einu sinni misst af Þjóðhátíð. Þá var
hún í Afríku og grét úr sér augun að eigin sögn. Vigdís er í hljómsveitinni VaGína sem spilar á stóra sviðinu í Eyjum á sunnudaginn. Sandra var á leiðinni
á hátíðina í fyrsta skipti. Hún ætlaði að vera í tjaldi og sagði markmið helgarinnar vera að skemmta sér vel.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
MARGIR hafa eflaust hlakkað
lengi til verslunarmannahelg-
arinnar og sumir eru þegar haldn-
ir á vit ævintýranna. Þegar blaða-
maður og ljósmyndari
Morgunblaðsins komu við á
Reykjavíkurflugvelli og Umferð-
armiðstöðinni í gærkvöldi lá
straumurinn á Þjóðhátíð í Vest-
mannaeyjum og fjör var að færast
í ferðalanga. Margir voru með gít-
ar undir hönd og flestir með bros
á vör, enda mikil ferða- og
skemmtanahelgi framundan.
BIRGIR Guðjónsson, formaður þjóðhátíðarnefnd-
ar í Vestmannaeyjum, segir dúndrandi stemningu
vera í bænum. Hann telur að á bilinu 6–700 manns
hafi komið til Eyja þegar á miðvikudag og svo hafi
verið góður straumur fólks til Eyja í gær. Um 7–
8.000 manns sækja Þjóðhátíð í Eyjum á hverju á
ári og á Birgir von á svipuðum fjölda í ár ef ekki
fleiri.
Hann sagði að sídegis í gær hefði verið komið
töluvert af tjöldum inn í Herjólfsdal. Formleg
dagskrá hófst í gærkvöldi þegar menn komu sam-
an á hinu víðfræga Húkkaraballi og skemmtu sér
fram eftir nóttu. Birgir segist finna fyrir því að
menn séu nokkuð fyrr á ferðinni heldur en venju-
lega.
Sömu sögu hafði Elías Bjarni Ísfjörð, fram-
kvæmdastjóri Síldarævintýrisins á Siglufirði, að
segja, þ.e. að honum þótti menn vera fyrr á ferð-
inni heldur en í fyrra. Hann segir hátíðina verða
setta með formlegum hætti í dag, en í gærkvöldi
voru haldnir tónleikar þar sem ÓB kvartettinn
spilaði ásamt Fílapenslunum og Helenu Eyjólfs-
dóttur. „Dagskráin er mjög þétt í ár, mikið um að
vera og nóg fyrir alla,“ segir Elías. Aðspurður seg-
ist hann eiga von á um 3–4.000 manns í bæinn og
bætir því við að allt umfram það sé ofar öllum
væntingum.
Birgir segir allan undirbúning hafa gengið mjög
vel og veður hafi verið með eindæmum gott.
„Menn eru búnir að vera berir að ofan í þrjár vikur
að undirbúa Þjóðhátíð.“ Hann kveðst ekki hafa
miklar áhyggjur af spánni en rigningu hefur verið
spáð á sunnanverðu landinu á laugardag og
sunnudag. „Það kemur einhver smávæta á laug-
ardag, en það verður aldrei neitt til þess að hafa
áhyggjur af,“ segir Birgir.
Töluverð löggæsla verður í Eyjum og kveðst
Birgir sérstaklega fagna aukinni fíkniefnalög-
gæslu um helgina.
Hátíðagestir fyrr á ferðinni
Eftir Jón Pétur Jónsson
jonpetur@mbl.is
„VIÐ leggjum okkur fram um að
hafa kerfið þannig um þessa helgi að
tafir verða sem minnstar. Til dæmis
reynum við að koma því þannig fyrir
að klæðingar hafi ekki verið nýlega
lagðar, til þess að það sé búið að
leggjast í klæðningaslitlögin, það sé
ekki steinkast og annað slíkt. Ég
held svona almennt séð að umferð
geti farið áfallalaust fram,“ segir
Gunnar Gunnarsson aðstoðarvega-
málastjóri um ástand vega og um-
ferð um verslunarmannahelgina. Að
sögn Gunnars verða engar fram-
kvæmdir í gangi um verslunar-
mannahelgina.
Varðandi framkvæmdir við Vest-
urlandsveginn segir hann það vera
mikinn miskilning að tala um þreng-
ingu umfram það sem hafi verið.
Ávallt hafi verið ein akrein í hvora
áttina, en nú sé verið að breikka veg-
inn í fjórar akgreinar. Hann segir að
búast megi við að umferð um þennan
kafla verði eitthvað hægari sökum
mikillar umferðar.
Flestar aðalleiðir eiga að vera fær-
ar en þess má geta að í Stafholts-
tungum í Borgarfirði hefur verið
unnið að því að endurbyggja sex km
langan kafla frá Gljúfurá áleiðis að
Bifröst.
Fólk verði rólegt og afslappað
Umferðarstofa verður með vakt
fram eftir kvöldi, á laugardag og
mánudag. „Við reynum að fylgja
fólki af stað og heim aftur,“ segir
Sigurður Helgason, verkefnisstjóri
Umferðarstofu, og bætir því við að
Umferðarstofa verði með útsending-
ar eftir þörfum á útvarpsstöðvunum.
Búast má við töluverðri umferð úr
bænum um helgina og segir Sigurð-
ur mikilvægt að fólk átti sig á því að
það geti tekið tíma að komast út úr
bænum. Hann segir mikilvægt að
fólk taki lífinu með ró.
Umferð um verslunarmannahelgina
Tafir verði með
minnsta móti