Morgunblaðið - 29.07.2005, Qupperneq 10
10 FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Hugsjónir
um skipulag
á morgun
SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ
hefur að tillögu Hafrannsókna-
stofnunar heimilað að stundaðar
verði kolmunnaveiðar með með-
aflaskiljum á fjórum svæðum um-
hverfis Þórsbankasvæðið úti fyrir
Austfjörðum þar sem kolmunna-
veiðar hafa verið bannaðar að und-
anförnu. Kolmunnaveiðar verða
áfram bannaðar á Þórsbanka þar
sem þær hafa verið bannaðar und-
anfarin ár vegna meðafla. Samhliða
þessu hefur ráðuneytið gefið út
reglugerð um hvernig meðaflaskilj-
unni skulið komið fyrir á kol-
munnaflotvörpu.
Kolmunnaveiðin hefur verið afar
lítil að undanförnu, en Börkur NK
er nú að veiðum á þessu svæði með
fiskiskilju og hefur eitthvert líf ver-
ið hjá honum.
Norðmenn hófu veiðar á ný í síð-
ustu viku eftir stopp frá því í maí,
en þeir hafa ekkert fengið enn.
Haldi svo fram sem horfir er ljóst
að engin veiðiþjóðanna nær þeim
kvóta sem þær höfðu sett sér, enda
er hann mjög mikill, en Norðmenn
höfðu ætlað sér að veiða 890.000
tonn. Afli þeirra er nú 624.000 tonn
auk 56.000 tonna úr Norðursjó.
Svæði opnuð
fyrir
kolmunnaveiðar
ÁSGEIR Valdimarsson, skipstjóri og útgerðarmaður á
Garpi SH, er hér að landa um 5 tonnum af beitukóng. Að
sögn Ásgeirs róa þeir norður undir Reykhóla og Brjáns-
læk og er það um tveggja og hálfs til fjögurra tíma stím á
miðin.
Er beitukóngurinn veiddur í gildrur og eru um 100
gildrur í trossu og átta faðmar á milli gildra. Draga þeir
félagar um átta trossur á dag og eru þeir með um 3000
gildrur í sjó. Eru þær dregnar þriggja nátta, enda geym-
ist beitukóngurinn vel í gildrunum. Einnig rekur Ásgeir
beitukóngsvinnsluna Sægarp og starfa þar 8 manns við
vinnslu á beitukóngnum, sem fer aðallega á markað í
Kóreu og eitthvað í Frakklandi, og er verð viðunandi.
Alls eru 3 bátar á beitukóngsveiðum frá Grundarfirði
og á þeim 9 sjómenn. Róið er 5 daga vikunnar og frí á
föstudegi og laugardegi. Eru bátarnir á beitukóngs-
veiðum frá byrjun maí fram í janúar og síðan fara þeir á
Garpnum á netaveiðar.
Morgunblaðið/Alfons
Á beitukóngi á Breiðafirði
NORSKA sjávarútvegsráðuneytið
hefur ákveðið að auka hrefnukvót-
ann um þrjú dýr á hvern bát vegna
veiða innan norskrar lögsögu og á
fiskverndarsvæðinu við Svalbarða.
Skilyrði er frá Norges Råfisklag,
sölusamtaka fyrir ferskan fisk, að
veiðimennirnir tryggi áður sölu
kjötsins.
Nokkuð vel hefur gengið að selja
hvalkjötið en vegna sumarfría er
aðeins einn kaupandi nú sem tekur
á móti kjötinu. Þess vegna gætu
skapazt vandamál ef allir bátarnir,
30 að tölu, nýta sér þetta tækifæri,
en þá bætast 90 hrefnur við kvót-
ann. Auk þess er enn töluvert
óveitt af kvótanum. Nú hafa verið
teknar rúmlega 600 hrefnur af 651
dýrs kvóta innan norsku lögsög-
unnar og verndarsvæðisins við
Svalbarða. Við Jan Mayen er kvót-
inn 145 dýr en aðeins einn hvalur
hefur verið tekinn þar. Lítill áhugi
er á veiðum þar vegna langrar
siglingar með olíuverð í hámarki.
Því hafa veiðar þar verið gefnar
frjálsar.
Nokkrir hvalfangarar hafa byrj-
að eigin vinnslu á afurðunum úr
hrefnunum og selja þær svo sjálfir.
Kaupendum hefur fjölgað frá því í
fyrra og vel gengur að selja kjötið.
Norðmenn auka
hrefnukvótann
ÚR VERINU
„Akureyri í öndvegi“
EINMUNA veðurblíða lagði leið
sína yfir Húnavatnssýslur og Húna-
flóann sl. miðvikudag. Þegar sól
var í hádegisstað og glöggir veg-
farendur höfðu séð vaðandi sil-
ungagöngu rétt vestan við ós
Blöndu ákvað Skaparinn að full-
komna meistaraverkið og setja
netjuský á himinfestinguna. Mar-
íutásurnar sparar hann vísast til
betri tíma því alltaf getur gott orðið
betra.
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Netjuský yfir Blönduósi
LJÓSLEIÐARINN, sem tengir
FARICE-1 sæstrenginn frá land-
tengingu í Norður-Skotlandi til
Edinborgar, hefur bilað þrisvar
sinnum það sem af er júlímánuði
en alls hafa átta slíkar bilanir átt
sér stað á þessu ári. Ljósleiðarinn
bilaði síðast á þriðjudaginn en í
gær var viðgerð á honum lokið. Í
öllum tilvikum hefur verið um að
ræða bilun hjá sama þjónustuaðila
Farice hf. í Skotlandi. Til sam-
anburðar má geta þess að á árinu
2004 bilaði strengurinn þrisvar
sinnum.
Guðmundur Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri Farice hf., segir að
bilanirnar megi í flestum tilvikum
rekja til þess að eitthvað hafi farið
úrskeiðis við vinnu verktaka og
annarra aðila á þessum slóðum og
séu utan valdsviðs fyrirtækisins.
„Þetta er búið að bila of oft, það
er einfalt,“ segir Guðmundur og
bætir við: „Við erum að vinna í því
núna að tvöfalda þessa leið til
Skotlands og flýtum því eins og
hægt er. Það verður þó ekki komið
í gagnið fyrr en í vetur en við von-
um að þetta sé frá í bili.“
FARICE-1 sæstrengurinn var
tekinn í notkun í febrúar árið 2004
og er aðal fjarskiptaleið Íslands og
Færeyja við umheiminn. Að sögn
Guðmundar fer megnið af þeim
net- og símasamskiptum, sem að
jafnaði fara um FARICE-1, yfir á
CANTAT-3 sæstrenginn ef sá
fyrrnefndi bilar, en með því hægist
nokkuð á netumferð.
Guðmundur segir kostnað vegna
bilananna ekki liggja fyrir en hann
greiðist allur af skoska verktaka-
fyrirtækinu í þessum tilvikum.
„Þetta rýrir hins vegar álit
manna á okkur og það er það
versta,“ segir Guðmundur en í
áætlunum FARICE-1 er gert ráð
fyrir því að innan nokkurra ára
verði þörf fyrir nýjan sæstreng til
að tryggja bæði næga gagnaflutn-
ingsgetu og öryggi.
Bilanir á FARICE-1 ættu ekki
að hafa nein áhrif á talsímasam-
band til og frá landinu, enda nota
bæði Síminn og Og Vodafone vara-
leiðir um CANTAT-3 sæstrenginn.
Hins vegar má búast við nokkrum
töfum á internetumferð í kjölfar
slíkra tilvika.
FARICE-1 sæstrengurinn hefur bilað átta sinnum í ár
„Þetta er búið að bila of oft“