Morgunblaðið - 29.07.2005, Page 14

Morgunblaðið - 29.07.2005, Page 14
14 FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENTVIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Yfirlýsing Írska lýðveld-ishersins (IRA) frá því ígær er ekki ýkja löng ogþar er ekki mikið um mála- lengingar, hún hefst á þessum sögu- legu orðum: „Forysta Oglaigh na hEireann [Írska lýðveldishersins] hefur með formlegum hætti skipað svo fyrir að vopnaðri baráttu samtak- anna verði hætt. Þessi ákvörðun tek- ur gildi frá og með klukkan fjögur [þrjú að ísl. tíma] í dag [í gær]. Öllum deildum IRA hefur verið fyrirskipað að losa sig við vopn sín. Öllum sjálfboðaliðum hefur verið sagt að einbeita sér að því að stuðla að framförum á pólitískum, lýðræð- islegum grundvelli og beita eingöngu til þess friðsamlegum aðferðum. Sjálfboðaliðar skulu ekki vera virk- ir með neinum öðrum hætti.“ Síðar í yfirlýsingunni kemur fram að IRA telji nú að hann geti náð markmiðum sínum, sem eru þau helst að Írland og Norður-Írland verði eitt á ný og að yfirráðum Breta á Norður-Írlandi ljúki, eftir öðrum leiðum en herinn hefur áður beitt og þar vísað til pólitískrar þátttöku Sinn Féin, stjórnmálaarms IRA. Og í kjöl- farið koma þessi orð, þar sem skýrt er rætt um hina vopnuðu baráttu lýð- veldissinna á Norður-Írlandi í þátíð: „Við ítrekum þá afstöðu okkar að vopnuð barátta okkar var fyllilega lögmæt.“ Öll vopn tekin úr umferð „sem fyrst“ Í yfirlýsingunni kemur fram að IRA mun aftur taka upp samstarf við alþjóðlega afvopnunarnefnd sem á sínum tíma var sett á laggirnar í sam- ræmi við skilmála friðarsam- komulags sem gert var 1998. Er markmiðið að óháður aðili stað- festi þannig að IRA hafi í raun og veru tekið vopn sín úr umferð „og að það verði þannig gert að það geti orð- ið til að auka tiltrú almennings enn frekar en að því skal stefnt að ljúka þessu verki sem fyrst“. Býður herinn jafnframt í yfirlýs- ingu sinni upp á að tvö óháð vitni, einn fulltrúi kaþólsku kirkjunnar og einn fulltrúi mótmælendakirkjunnar í héraðinu, fylgist með þegar vopn- unum verður fargað. Ekki er þó víst að yfirlýsingin gangi að þessu leyti nógu langt. Ian Paisley, leiðtogi stærsta flokks sam- bandssinna (DUP), hafði farið fram á það í fyrrahaust að förgun vopnanna yrði kvikmynduð þannig að hægt væri að sýna viðburðinn opinberlega. Strandaði m.a. á þessu í fyrrahaust en þá var vonast til að ná mætti sam- komulagi um afvopnun IRA og end- urreisn heimastjórnar, samstjórnar mótmælenda og kaþólikka sem hefði að geyma fulltrúa Sinn Féin, stjórn- málaarms IRA. IRA-menn töldu að „niðurlæging“ fælist í því að förgun vopnanna yrði mynduð, það kom því ekki til greina af þeirra hálfu. Ber líklega ábyrgð á dauða 1.800 manna Yfirlýsing IRA þýðir að herferð kaþólskra lýðveldissinna er lokið, herferð sem varð til upp úr miklu um- rótsástandi fyrir um þrjátíu og fimm árum, þegar kaþólikkar á Norður- Írlandi kröfðust aukinna réttinda af mótmælendastjórn sem um áratuga- skeið hafði stjórnað landinu í krafti meirihluta síns. Vargöldin á Norður- Írlandi reis hæst á árunum 1970– 1994 og kostaði í heildina um 3.500 manns lífið en þar af er talið að IRA beri ábyrgð á dauða um 1.800 manna. IRA hefur formlega séð verið í vopnahléi síðan 1997. Engum bland- ast þó hugur um að samtökin hafa staðið fyrir glæpaverkum síðan þá. Ótalmörg dæmi eru um líkamsmeið- ingar á mönnum sem IRA hefur talið að væru í hópi óvina sinna, eða sem talið hefur verið að þyrfti að refsa fyrir tiltekin óhæfuverk. Orðalag yf- irlýsingar IRA nú er þannig að hún virðist ná til þessara glæpaverka einnig því að í henni er talað um að sjálfboðaliðar IRA skuli aðeins við- hafa friðsamlegar aðferðir og „ekki vera virkir með neinum öðrum hætti“. En IRA hefur ekki gengist með formlegum hætti við því að herinn stundi glæpastarfsemi og því er hugsanlega óljóst hvernig túlka beri yfirlýsinguna að þessu leyti. Veltu a.m.k. margir vöngum yfir þessu í gær. En Gerry Adams, leiðtogi Sinn Féin, spurði blaðamann á frétta- mannafundi í Dublin: „Hvað er það eiginlega við þetta orðalag sem þér finnst óljóst?“ Nokkurra skrefa ferli Eins og jafnan áður gaf IRA frá sér hina sögulegu yfirlýsingu að und- angengnu ákveðnu ferli, þar sem bresk stjórnvöld m.a. komu til móts við kröfur hersins í því skyni að búa til réttan jarðveg fyrir henni. Í fyrrakvöld var semsé greint frá því að „Shankill-sprengjumanninum“ svokallaða hefði verið sleppt úr fang- elsi en Sean Kelly var annar af tveim- ur mönnum sem fyrir tólf árum komu fyrir sprengju í fiskverslun við Shankill Road í Belfast, einu harð- asta vígi mótmælenda í borginni. Níu óbreyttir borgarar biðu bana í sprengjutilræðinu. Jafnframt dó vit- orðsmaður Kellys í tilræðinu. Kelly var sleppt úr fangelsi árið 2000 og var lausn hans liður í því að uppfylla skilmála friðarsam- komulagsins frá 1998, en það fól í sér að öllum liðsmönnum öfgahópanna á Norður-Írlandi, IRA þ.m.t., skyldi sleppt úr haldi. Norður-Írlands- málaráðherrann breski, Peter Hain, ákvað hins vegar í júní sl. að Kelly skyldi aftur færður í fangaklefa, enda væru vísbendingar um að hann væri aftur farinn að stunda ofbeldisverk. Fyrr í vikunni höfðu spurst út þær fréttir að bæði Gerry Adams, leiðtogi Sinn Féin, og Martin McGuinness, annar helsti framámaður stjórn- málaflokksins, hefðu sagt sig úr herr- áði IRA. Munu þeir hafa talið algeran aðskilnað milli Sinn Féin og IRA nauðsynlegan á þessum tímapunkti; Sinn Féin hyggur á frekari landvinn- inga, bæði norður-írskum stjórn- málum og sunnan landamæranna, í írskum stjórnmálum. Aðstæður Sinn Féin til þessa voru taldar erfiðar í nú- verandi andrúmslofti þegar tilhneig- ing er til þess að taka hart á hryðju- verkahópum, gömlum sem nýjum. Og ef farið er enn lengra aftur í því „ferli“ sem yfirlýsing IRA er liður í má rifja upp að Gerry Adams flutti einmitt ræðu í apríl þar sem hann hvatti IRA til að stíga það sögulega skref að segja skilið við vopnaða bar- áttu sína og taka fremur upp lýðræð- islegar og pólitískar aðferðir til að ná fram markmiðum sínum. Og það má síðan segja að þessi yf- irlýsing reki smiðshöggið á þá ákvörðun IRA að boða vopnahlé 1994. Hvers vegna núna? Hvers vegna lýsir IRA þessu yfir einmitt núna? Einhver myndi segja að það hefði ekki verið seinna vænna. Frið- arsamkomulagið frá 1998 hafi bein- línis kveðið á um að herinn ætti að hafa lokið afvopnun fyrir mitt ár 2000. Hefur gengið á ýmsu þessi ár sem liðin eru, IRA-menn hafa ekki talið að öll skilyrði þess hafi verið uppfyllt og hafa þeir tregðast við að afvopnast og mótmælendur hafa fyrir vikið neitað að starfa með Sinn Féin í rík- isstjórn; sem hefur þýtt að samstjórn kaþólikka og mótmælenda hefur ekki verið starfhæf. En nokkrir þættir til viðbótar koma til einmitt nú: Sinn Féin sætti gagnrýni fyrr á þessu ári vegna bankaráns í Belfast, sem talið var að IRA hefði staðið fyrir, og morðs á kaþólskum manni, Robert McCart- ney, í janúar sem einnig var tengt IRA. Fékk Adams m.a. kuldalegar viðtökur í Bandaríkjunum er hann fór þangað í mars, en þar hafði hann verið aufúsugestur undanfarin tíu ár, m.a. í Hvíta húsinu. Var hætta á því að þetta bakslag yrði til að hægja á sókn Sinn Féin á hinu pólitíska sviði, en þar hefur flokkurinn náð betri og betri árangri hin síðari ár. En einnig ber að hafa í huga hryðjuverkin í London 7. júlí og raunar árásirnar á Bandaríkin 2001 einnig. Nýtt andrúmsloft sem tengist hryðjuverkaógninni gerir það ein- faldlega að verkum að yfirlýsing sem þessi var óumflýjanleg. En það má raunar segja einnig að með yfirlýs- ingunni í gær viðurkenni IRA að formlegt misrétti gagnvart kaþ- ólikkum ríkir ekki lengur á Norður- Írlandi (þó að herinn segi að „sam- félagið“ verði að koma í veg fyrir mis- rétti), þar með sé ástæða hinnar vopnuðu baráttu horfin. Lýðveld- issinnar berjast áfram fyrir endalok- um breskra yfirráða en hér eftir hyggjast þeir aðeins beita til þess friðsamlegum brögðum. Fréttaskýring | Írski lýðveldisherinn er hættur vopnaðri baráttu fyrir sameiningu Írlands og Norður-Írlands, framvegis verður aðeins póli- tískum brögðum beitt til að binda enda á bresk yfirráð á Norður-Írlandi. Davíð Logi Sigurðsson rýnir í yfirlýsingu IRA frá því í gær. Vopnin kvödd AP Gerry Adams, leiðtogi Sinn Féin, stjórnmálaarms IRA, við líkkistu Bobby Sands árið 1981. Þrír grímuklæddir liðsmenn IRA skjóta af byssum sínum til heiðurs Sands, en hann lést í hungurverkfalli skömmu eftir að hafa verið kjörinn til setu á breska þinginu í aukakosningum. Sands sat í fangelsi en fór ásamt hópi annarra fanga í hungurverkfall til að vekja athygli á bar- áttu IRA-fanga fyrir því að fá að njóta réttinda pólitískra fanga. david@mbl.is ÖSSUR hf. skilaði 7,8 milljóna dollara hagnaði á fyrstu sex mán- uðum ársins. Jafngildir þetta 502 milljónum króna en fyrirtækið ger- ir jafnan upp í dollurum. Þetta er yfir væntingum greiningardeilda bankanna en meðalspá þeirra hljóðaði upp á 464 milljón króna hagnað. Á sama tímabili í fyrra var hagnaður félagsins 7,1 milljón doll- ara sem samsvarar 459 milljónum króna. Afkoma félagsins hefur því batnað um 9% á milli ára. Sala Össurar á öðrum fjórðungi ársins nam 35,4 milljónum dollara, 2,3 milljörðum króna, og hefur sala á einum ársfjórðungi aldrei verið meiri í sögu félagsins. Á fyrri helmingi ársins nam sala félagsins alls 66,6 milljónum dollara, 4,3 milljörðum króna, og jókst hún um 7% frá sama tímabili í fyrra. Kostnaðarverð framleiddra vara nam alls 26,4 milljónum dollara, 1,7 milljörðum króna, og hækkaði það jafnframt um 7%. Kostnaður sem hlutfall af sölu er því óbreytt- ur frá því í fyrra og er hann 40%. Eignir Össurar hafa dregist saman um 500 þúsund dollara, 32 milljónir króna, frá því um áramót en eigið fé félagsins hefur hins vegar aukist um 6 milljónir doll- ara, 389 milljónir, á sama tíma. Eiginfjárhlutfall er 56% og arð- semi eigin fjár 29%. Uppgjör Össurar verður að telj- ast gott. Sala félagsins eykst jafnt og þétt á milli ára og eiginfjár- staða þess er mjög sterk. Það eina sem getur talist neikvætt í upp- gjörinu er að kostnaður við fram- leidda vöru eykst jafnmikið og sölutekjur. Gengi hlutabréfa í Össuri hækk- aði um 3,64% í Kauphöll Íslands í gær. Viðskipti voru frekar mikil sem bendir til þess að afkoman hafi verið yfir væntingum mark- aðarins. Sala á einum fjórðungi aldrei meiri $! 6 77 @ #         0   ! B    ! !  "   C!*            668;' '656:  8(6 '7(75  +6('  +':54      # <        69;88 :;6;(     < *     < *   # !* )  0  !* 4'978 ;675 86A '7A 6'::5 ':;'(  55' ';(;7  +7;:  +'9;4   8:;'9 8:478  44679 6944 :(A 4(A %92:;<%  #$ %%&  94=> ><% #$  !"  " :)' "    Uppgjör Össur hf. sverrirth@mbl.is AFKOMA Flögu Group hf. á fyrri helmingi ársins var neikvæð um ríflega milljón dollara, samsvar- andi 66,4 milljónum króna, og versnar hún lítillega á milli ára, var 855 þúsund dollarar á sama tíma- bili í fyrra. Greiningardeildir bank- anna spáðu ekki fyrir um afkomu félagsins og því er ekki hægt að meta afkomuna miðað við vænting- ar. Á öðrum fjórðungi ársins var 50 þúsund dollara, 3,2 milljón króna, hagnaður af rekstrinum en á sama tímabili í fyrra var 318 þúsund doll- ara, 20,5 milljón króna, tap. Tekjur félagsins á fyrri hluta ársins námu tæplega 17 milljónum dollara, 1,1 milljarði króna, og juk- ust þær um 72% frá sama tíma í fyrra. Kostnaðarverð seldra vara var um 6,5 milljónir dollara, 418 milljónir króna, og jókst það um 67,6% á milli ára. Kostnaður sem hlutfall af tekjum er nú 38% en var 39,6% í fyrra og lækkar það því um 1,6 prósentustig. Heildareignir samstæðunnar eru um 62,6 milljónir dollara en voru við áramót um 57 milljónir dollara. Eigið fé er um 41,3 milljónir doll- ara og eiginfjárhlutfall er því um 66%. Segja má að Flaga hafi átt erfiða æsku en margt er jákvætt í upp- gjörinu að þessu sinni. Tekjur fyr- irtækisins hafa stóraukist og kostnaðarhlutfallið lækkað auk þess sem eiginfjárstaða fyrirtæk- isins er sterk. Seinni helmingur síðasta árs var góður hjá fyrirtæk- inu og sú staðreynd að félagið skil- aði hagnaði á öðrum fjórðungi verður að teljast jákvæð í ljósi taps á sama tímabili í fyrra. Engin viðskipti voru með bréf fé- lagins í Kauphöllinni í gær og þar með ekki hægt að segja til um væntingar fjárfesta enda var upp- gjörið birt eftir lokun Kauphallar. Tekjur Flögu hafa aukist um 72% milli ára Uppgjör Flaga Group hf. $! 6 77 4 "7 # " !         B    ! !  "   C!*             46(7: 6:74   44545 ( +646 ( :78       # <      ! :4547 '4';5 ! 2 !* )  # !* )  4@58 66A 7;67 5(;4  ;''; ( +4:6 (  6'9  #  5;874 47:8' #  4@87 66A %92:;<%  !!" 94=> ><% #$  !"  " 29==A;@?<%   sverrirth@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.