Morgunblaðið - 29.07.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.07.2005, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR SUÐURNES FERÐAMÁLASAMTÖK Suður- nesja hafa gefið út nýjan landshluta- bækling um Suðurnesin í samvinnu við ferðamálasamtök annarra lands- hluta. Í allt er um að ræða sjö sjálf- stæða bæklinga sem saman mynda heild fyrir allt landið. Í hverjum bæklingi eru hverjum landshluta gerð góð skil með myndum auk texta á íslensku og ensku. Kristján Jónsson, formaður Ferðamálasamtaka Suðurnesja, seg- ir þetta vera í fyrsta sinn sem öll ferðamálasamtök landsins séu í sam- starfi um gerð bæklinga. Þetta sam- starf ferðamálasamtaka fari nú vax- andi og m.a. sé í undirbúningi gerð ljósmyndabókar sem mun sýna land- ið í máli og myndum. Suðurnesin kynnt Garður | Samkomulag hefur tekist milli sveitarfélagsins Garðs og SBK um fjölgun ferða milli Garðs og Reykjanesbæjar. Byrjað verður að aka eftir nýrri áætlun 5. ágúst nk. Að sögn bæjaryfirvalda í Garði hafa margir bent á það að undan- förnu að nauðsynlegt sé að hafa fleiri rútuferðir á milli Garðs og Reykjanesbæjar. Segja þau sam- komulagið gert við SBK í trausti þess að íbúar muni notfæra sér þessa auknu þjónustu. Aukin þjón- usta á þessu sviði þýði einnig aukin útgjöld fyrir bæjarsjóð, en verði vagnar SBK notaðir sé þeim fjár- munum vel varið. Fleiri ferðir í Garð Keflavík | Yfirmannaskipti fóru fram í gær hjá varnarliðinu á Kefla- víkurflugvelli þegar nýr yfirmaður varnarliðsins, Craig A. Croxton of- ursti, tók við yfirstjórn varnarliðs- ins af Robert S. McCormick ofursta. Yfirstjórn varnarliðsins er svo- nefnd sameinuð herstjórn (Joint Command) sem þýðir að yfirmaður og starfslið hennar geta verið úr öllum greinum Bandaríkjahers. Varnarliðið heyrir undir Evrópu- herstjórn Bandaríkjanna og stjórn- ar aðgerðum og samræmir störf þeirra eininga sem nefnast í einu lagi Varnarliðið á Íslandi, þ.e. flug- hers til loftvarna og flota- bækistöðvar, sem annast rekstur varnarstöðvarinnar á Keflavík- urflugvelli og alla þjónustu á varn- arsvæðum. Croxton ofursti lauk námi við Bandarísku flughersakademíuna árið 1983 og meistaragráðu í sál- fræði árið 1988. Hann hóf feril sinn sem flugliðsforingi árið 1982 og starfaði í orrustuflugdeildum og stjórnstöðvum flughersins, m.a. sem flugsveitarforingi og aðstoð- arprófessor við flughersakadem- íuna. Eiginkona hans er Kathleen Croxton og eiga þau hjónin tvær dætur. Yfirmannaskipti hjá varnarliðinu Valdaskipti Fráfarandi yfirmaður varnarliðsins, Robert S. McCormick ofursti, og nýr yfirmaður varnarliðsins, Craig A. Croxton, heilsa starfsliði varnarliðsins við valdaskiptin. Grindavík | Húsnæðið að Seljabót 7 hefur nú tekið algerum stakka- skiptum eftir að hafa verið í alla staði óhrjálegt, ópússað að utan sem innan og gluggalaust. Að sögn heimamanna er nú sómi að því, enda er það hið glæsilegasta. Þetta kemur fram á fréttavef Grindavíkur, www.grindavik.is. Húsið, sem var byggt 1970 af Fiskimjöli og Lýsi sem geymslu- húsnæði, þjónaði sem slíkt fram til ársins 1998 þegar GLP h/f keypti húsið. M.a. hafði Síldarútvegs- nefnd húsið á leigu í mörg ár sem geymslu fyrir tunnur þegar síld var söltuð í hverju verkunarhúsi á haustin. Einnig voru geymd í hús- inu veiðarfæri fyrir nótaskip. Stakkavík h/f, sem eignast húsið 2003, hefur unnið að endurbótum síðan og er þeim að mestu lokið. Í húsinu eru nú starfandi tvö fyrirtæki að auki. Geoplank ehf. hefur alla efri hæðina til afnota en þar er harðviðarþurrkun og full- vinnsla, en á neðri hæðinni er Raf- þjónusta Birgis með aðstöðu. Af- gang hússins nýta Stakkavíkurmenn sem veið- arfæraþjónustu fyrir fyrirtækið Miklar endurbætur á húsnæði Stakkavíkur Ljósmynd/Óskar Snorrason ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.