Morgunblaðið - 29.07.2005, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 2005 21
DAGLEGT LÍF | MATARKISTAN
Í
óvenjulegri sumarblíðu júlímánaðar
er blaðamanni Morgunblaðsins boðið
í lautarferð innan borgarmarkanna.
Lautarferðin, sem er með grilluðu
ívafi, er í Hljómskálagarðinn og ekk-
ert er til sparað. Boðið kemur frá skvísunum
Laufeyju Ósk Geirsdóttur og Dröfn Sigurð-
ardóttur en þær eru ekki alls óvanar að taka
til hendinni í eldhúsinu, eða í þessu tilviki í
garðinum. Maturinn er algjört aðalatriði í
skemmtiklúbbnum Sigríði, en í honum eru
þær báðar með öðrum vinkonum sínum og
eru þá eldaðir nýir og spennandi réttir við öll
tækifæri.
Fiskur léttur og góður
Laufey og Dröfn taka sér góðan tíma þeg-
ar kemur að matseldinni og eins og sannir
matgæðingar eru þær með réttu áhöldin.
Með í för er kæliboxið fyrir sumarvínið,
skurðbretti og mismunandi stærðir af eldhús-
hnífum, balsamedik á salatið og maldonsalt,
svo fátt eitt sé nefnt. Þær eiga auðvelt með
að galdra fram skemmtilega grillveislu sem
kitlar bragðlauka viðstaddra. En hvað bjóða
þær upp á?
„Okkur finnst að ungt fólk gleymi svo oft
fiskinum en það er heill hafsjór þarna úti
sem hægt er að grilla. Það er hægt að fá æð-
islegan steinbít eða skötusel og setja til dæm-
is saman í fiskispjót,“ segir Laufey. Dröfn
bætir við: „Fólki dettur oft ekki í hug að
grilla annað en kjöt, t.d. pylsur eða hamborg-
ara, en okkur langar til að hafa eitthvað létt
og gott og ætlum að grilla bleikju en kjúk-
lingur gæti líka passað nokkuð vel við þessa
uppskrift,“ segir hún.
Munurinn liggur í pestóinu
Stelpurnar langaði að prufa eitthvað létt,
nýtt og sumarlegt og nálguðust þessa upp-
skrift hjá tilvonandi mági Drafnar. „Hjörtur
Best á algjörlega heiðurinn af þessari upp-
skrift en hann tók til það sem hann fann einn
daginn og úr kom þessi prýðilega uppskrift,“
segir Dröfn. „Það má nú alveg segja frá því
að honum fannst okkar útsetning betri,“
laumar Laufey að, og fæst það reyndar stað-
fest þegar hinn sami Hjörtur mætir til leiks
stuttu seinna. Þeirri hugmynd er varpað
fram að munurinn liggi væntanlega í pest-
óinu. „Kannski er það vegna þess að við not-
um tvær tegundir af pestói,“ spyr Laufey
sjálfa sig en fær engin svör. Hvað sem því
líður virka 15 mínúturnar eins og heil eilífð
sem það tekur fiskinn að grillast, svo mikið
langar blaðamann að henda sér á bráðina en
nartar í staðinn pent í skornar ólífur. Laufey
stjórnar matseldinni eins og herforingi og
snýr fiskinum ef henni sýnist svo. Á meðan
dundar Dröfn sér við að útbúa litríkt salat en
í því eru undarlegar litlar gular kúlur. Ég
spyr hana hvað þetta sé. „Já, þetta eru gulir
perlutómatar,“ segir hún og fræðir mig um
að það séu einnig til svartir tómatar í Hag-
kaupum. Þetta gefur salatinu óneitanlega
skemmtilegan blæ. Í því er að finna alls kon-
ar grænmeti, ávexti, osta og hnetur svo úr
verður fallegt sumarsalat. Það virðist vera al-
gjörlega tilviljunarkennt hvað fer í salatið þar
sem í því geti verið nánast hvað sem er, en
allar erum við þó sammála um ágæti kletta-
salatsins.
„Það jafnast ekkert salat á við klettasalatið
og það er svo gott með jarðarberjum, rifnum
parmesanosti og balsamediki,“ skýtur einn
lautarferðargesta inn í þar sem hann nælir
sér í bita en það má segja að allir fylgist með
athöfnum stelpnanna eins og hungraðir úlfar.
Uppskriftir ekki afhjúpaðar strax
Að lokum er skellt í eftirrétt sem ætti að
duga fyrir þessa tuttugu gesti sem saman eru
komnir á einum fallegasta degi ársins. Berja-
bomban er blanda af jarðarberjum, bláberj-
um, banönum, súkkulaði og makkarónu-
kökum og eftir smátíma í álbakka á grillinu
er rétturinn tilbúinn. Gestirnir fá sér bita,
jafnvel með rjóma, og stynja yfir ágæti mat-
arins.
Það má segja að grillpartí stelpnanna hafi
vakið fádæma lukku og þær eru ekki lengi að
svara fyrirspurnum um „hvernig í ósköp-
unum maður eigi að setja þetta saman“. „Þið
sjáið uppskriftirnar í Morgunblaðinu fljót-
lega,“ segja þær í sameiningu og skála í
kældu sumarvíninu.
Bleikjan
4–6 bleikjuflök (getur einnig verið annars
konar fiskur eða kjúklingur)
tvær tegundir af pestói, rautt og grænt
gróft salt og pipar
Gullostur, skorinn í sneiðar
grænar ólífur, saxaðar
nokkrir hvítlauksgeirar, skornir í sneiðar
Kaupa þarf tvö og tvö flök sem passa sam-
an (upp á stærðina). Fyrir hvern má áætla
kannski hálfa „samloku“ en það fer þó alveg
eftir stærð á fiskinum og manneskjunni.
Fyrst eru flökin krydduð með salti og pip-
ar. Á annað flakið er rauða pestóinu smurt og
á hitt því græna. Sneiðum af gullosti raðað á
annað flakið, niðurskornum grænum ólífum
og sneiðum af hvítlauk. Því næst er hitt flak-
ið lagt ofan á og „samlokan“ vafin inn í ál-
pappír. Gott er að hafa smáop, hvort á sínum
endanum, en ekki það stór að fyllingin leki úr
á grillið.
Fiskurinn er tilbúinn þegar hann er orðinn
fölbleikur, eftir u.þ.b. 15 mín. á grillinu, og
gott er að snúa honum einu sinni.
Sósa með fiski
10% sýrður rjómi
mikið af söxuðum hvítlauk
Blanda þessu saman og gott er að gera það
svolítið áður en það er borið fram.
Sumarsalat
1 poki klettasalat
hálfur rauðlaukur
nokkur jarðarber
handfylli af gulum perlutómötum
nokkrir kirsuberjatómatar
gráðostur mulinn út í eða þunnum sneiðum
af parmesanosti blandað saman við
nokkuð af muldum valhnetum
Dressing fyrir salat
1 tsk. hunang
1 msk. ólífuolía
2 msk. balsamedik
salt
Allt hrært saman.
Dressingin er sér og blönduð eftir á við
salatið eftir smekk.
Berjabomba
(frekar stór uppskrift)
Sett saman í eldfast mót eða einnota álfat:
u.þ.b. poki af makkarónukökum (brotnar
niður)
stór askja af jarðarberjum (niðurskorin)
stærri askja af bláberjum
þrír skornir bananar
fjórar stangir af Hershey’s-hnetusúkkulaði
Hitað á grillinu þar til súkkulaðið bráðnar
(10–15 mínútur). Frábært með ís eða rjóma.
SUMARBOMBA | Að gleyma ekki fiskinum þegar á að grilla léttan og góðan mat
Grillað með stelpunum
Annar helmingur „fisklokunnar“. Hér sést fyllingin; ólífur, hvítlaukur, grænt og rautt pestó og
gullostur. Svo er þessu vafið inn í álpappír og grillað í um 15 mínútur. Borið fram með salatinu.
Eftirrétturinn bíður eftir að komast á grillið.
Hann er ljúffengur með rjóma eða ís.
Litríkt sumarsalat með gulum perlutómötum.
Morgunblaðið/Þorkell
Grillskvísurnar Laufey og Dröfn skála að aflokinni eldamennskunni.
Eftir Söru M. Kolka
sara@mbl.is
Grilluð „fisklokan“ er borin fram með sumarsalati og sýrðum rjóma með ferskum hvítlauk.
Í VEFRITI Chicago Tribune er sagt frá
nýjum Íslandsþætti ferðaþáttarins Ant-
hony Bourdain, No Reservations sem
sýndur er á sjónvarpstöðinni Travel
Channel. Þátturinn verður sýndur hinn 1.
ágúst næstkomandi. Heiti Íslandsþátt-
arins er „Hello Darkness My Old Friend“
eða Góðan daginn, myrkur, minn gamli
vinur og er Ísland þar heimsótt að vetr-
arlagi. Á heimasíðu þáttarins er Íslands-
þættinum lýst á eftirfarandi hátt: „Það er
hávetur á Íslandi og með aðeins 4
klukkustunda dagsbirtu ætti að vera auð-
velt að ganga af göflunum. Í staðinn fer
þáttastjórnandinn Tony Bourdain og
kannar hvort eitthvað sé til í þeim sögu-
sögnum að myrkrið sé tilvalin afsökun
fyrir Íslendinga að skemmta sér alla nótt-
ina.“
Þáttastjórnandinn er þekktur kokkur
sem ferðast um allan heim í leit að mat-
arævintýrum og var fyrsti þátturinn sýnd-
ur í Bandaríkjunum mánudaginn 25. júlí.
Íslandsþátturinn er því annar í röðinni.
SJÓNVARP
Þáttur um íslenska matseld í myrkrinu