Morgunblaðið - 29.07.2005, Qupperneq 22
22 FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Skipti ehf., sem er að stærst-um hluta í eigu Exista ehf.,nokkurra lífeyrissjóða ogKaupþings banka var
hæstbjóðandi í eignarhlut ríkisins í
Símanum. Tilboð félagsins hljóðaði
upp á 66,7 milljarða króna og ákvað
fjármálaráðherra í kjölfarið að til-
lögu einkavæðingarnefndar að
ganga að tilboðinu. Verður kaup-
samningur þar að lútandi undirrit-
aður á föstudaginn kemur, en
nokkrar vikur munu líða áður en
endanlega verður gengið frá kaup-
unum og greiðsla og afhending
hlutabréfa fer fram þar sem leita
þarf umsagnar Samkeppnisstofn-
unar vegna sölunnar.
Framkvæmdanefnd um einka-
væðingu opnaði tilboðin á Nordica
hótelinu í gær að viðstöddum bjóð-
endum, embættismönnum, ráðgjöf-
um sem málinu tengdust og fjöl-
miðlum. Þrjú bindandi tilboð
bárust í eignarhlut ríkisins og hefði
mátt heyra saumnál detta þegar
Jón Sveinsson, formaður einkavæð-
ingarnefndar, opnaði tilboðin hvert
á fætur öðru og las upp tilboðs-
fjárhæðirnar. Var fyrst lesið upp
tilboð Nýja símafélagsins ehf. en að
baki þess félags standa Atorka
Group ehf., Mósa ehf., Straumborg
ehf. og F. Bergsson eignarhalds-
félag. Tilboðið hljóðaði upp á tæpa
54,7 milljarða króna og var því
rúmum 12 milljörðum króna eða
18,03% lægra en tilboð hæstbjóð-
anda, fjárfestingafélagsins Skipta
ehf.
Næst var opnað tilboð frá Sím-
stöðinni ehf., en að baki þess félags
standa Burðarás, Kaupfélag Ey-
firðinga, Ein stutt ehf., Talsíma-
félagið ehf., og Tryggingamiðstöðin
hf. og hljóðaði það upp á 60 millj-
arða króna, sem var 6,7 milljörðum
kr. og 10,04% lægra en tilboð hæst-
bjóðanda.
Í skilmálum vegna útboðsins var
áskilið að væri munur á tilboðum
hæstu bjóðenda minni en 5% þá
yrði þeim gefinn kostur á að skila
inn nýju og hærra verðtilboði sam-
dægurs. Til þess kom ekki þar sem
munurinn á hæsta og næsthæsta
tilboði var rúm 10%, eins og kom í
Í frétt frá Exista, se
út í gær eftir að gengið
boði félagsins, segir
tryggi aðkomu stórs
manna í gegnum eign
eyrissjóðunum, auk þes
sé að skrá félagið á Aða
hallar Íslands í síðast
árslok 2007. Samfara s
verði hlutur Kaupþings
inn almenningi og fagfj
kaups. „Með kaupum fj
ins á Símanum verðu
framt tryggt að Síminn
öflugan bakhjarl sem
vörð um fyrirtækið.
Kaupendur Símans
traust til stjórnenda
manna Símans. Þeim
að starfsmenn Símans
staða góðs rekstrarár
ustu ára. Markmið ný
er að tryggja áfram
andi þjónustu við viðs
enn frekari sókn Sím
skiptamarkaði,“ segir e
Að lokinni opnun til
framkvæmdanefnd um
ingu afsíðis til þess að
ljós þegar formaður framkvæmda-
nefndar um einkavæðingu las upp
þriðju og síðustu tilboðsfjárhæðina,
66,7 milljarða króna frá Skiptum
ehf.
30% selt almenningi
Stærsta eignarhlutann í Skiptum
á Exista ehf., sem er fjárfesting-
arfélag í meirihlutaeigu Bakka-
bræðra Holding, með 45% eignar-
hlut, en það er hámark þess
eignarhlutar sem einn einstakur
aðili og tengdir aðilar mega eiga í
Símanum samkvæmt útboðsskil-
málum fram að skráningu félagsins
á Aðallista í Kauphöllinni. Þá á
Kaupþing banki 30%, Lífeyrissjóð-
ur verslunarmanna 8,25% hlut og
Gildi – lífeyrissjóður, sem er sam-
einaður Lífeyrissjóður sjómanna og
lífeyrissjóðurinn Framsýn, einnig
8,25% hlut. Tveir aðrir lífeyrissjóð-
ir eiga minni hlut, Sameinaði lífeyr-
issjóðurinn 2,25% og Samvinnulíf-
eyrissjóðurinn einnig 2,25%. Þá á
MP fjárfestingarbanki 2%, og Imis
ehf., sem er í eigu Skúla Þorvalds-
sonar, einnig 2%.
Þrjú bindandi tilboð bárust í eignarhlut ríki
12 milljörðum e
aði á hæsta og l
Eftir Hjálmar Jónsson
hjalmar@mbl.is
Jón Sveinsson, formaður einkavæðinganefndar, og Erlendur Hj
SÍMINN SELDUR
Sala Landssíma Íslands er merk-ur áfangi á þeirri leið núver-andi ríkisstjórnar að minnka
umsvif hins opinbera í atvinnustarf-
semi og leysa atvinnulífið úr viðjum
ríkisrekstrar og opinberrar forsjár.
Ísland fetar með sölu Símans í fót-
spor flestra ríkja Vestur-Evrópu – og
æ fleiri ríkja Mið- og Austur-Evrópu
– sem hafa komið gömlum ríkissíma-
fyrirtækjum í hendur markaðarins.
Annað meginmarkmið með sölu
Símans er auðvitað að afla ríkissjóði
tekna. Ekki verður annað sagt en að
það hafi tekizt vel með sölunni til
Skipta ehf. Verðið, 66,7 milljarðar
króna, er umtalsvert hærra en aðrir
fjárfestahópar buðu og verður að
teljast gott miðað við það, sem spáð
hafði verið.
Ríkissjóður mun því hafa mikla
aukreitis fjármuni til ráðstöfunar á
næstunni. Það er rétt stefna hjá Geir
H. Haarde fjármálaráðherra að
leggja áherzlu á að stór hluti fjárins
verði notaður til að greiða niður
skuldir, og að afgangurinn verði not-
aður til fjárfestinga í innviðum sam-
félagsins, sem þegar eru áformaðar,
t.d. byggingar nýs hátæknisjúkra-
húss, eflingar fjarskiptakerfisins úti
um land og samgöngubóta. Mikilvægt
er að þannig verði haldið á málum að
þessir miklu peningar auki ekki á
þensluna í hagkerfinu.
Fleiri en ein hlið eru á því að verðið
er jafnhátt og raun ber vitni. Nýir
eigendur munu væntanlega leggja
mikla áherzlu á arðsemi rekstrarins
til að réttlæta svo hátt verð. Í því fá-
keppnisumhverfi, sem ríkir á fjar-
skiptamarkaðnum, munu neytendur
augljóslega þurfa að fylgjast ræki-
lega með því að verð á símaþjónustu
haldi áfram að lækka eins og ótal fyr-
irheit hafa verið gefin um.
Það veldur ákveðnum vonbrigðum
að engin tilboð frá erlendum fjar-
skipta- eða fjárfestingarfyrirtækjum
skyldu berast í Símann. Það tókst
ekki að nýta það tækifæri, sem sala
fyrirtækisins var, til að auka erlenda
fjárfestingu hér á landi. Það er um-
hugsunarefni hvers vegna engin er-
lend fyrirtæki, sem sýndu Símanum
áhuga, gerðu bindandi tilboð. Telja
þau hlutabréfamarkaðinn hér al-
mennt of hátt verðlagðan? Eða voru
það skilyrðin, sem sett voru fyrir söl-
unni, sem fældu þau frá? Við því fást
líkast til engin svör.
Niðurstaða málsins er engu að síð-
ur jákvæð fyrir íslenzkt viðskiptalíf,
ekki sízt vegna þess að samsetning
hins nýja hluthafahóps Símans þýðir
að sala hans eykur ekki að ráði á sam-
þjöppun eignarhalds í viðskiptalífinu
hér á landi. Stærsti hluthafinn, Ex-
ista, sem er að stærstum hluta í eigu
bræðranna Lýðs og Ágústs Guð-
mundssona í Bakkavör, leggur meg-
ináherzlu á fjárfestingar erlendis.
Boðað er að allur hlutur Kaupþings
banka verði seldur almenningi og
fagfjárfestum þegar Síminn verður
skráður á almennan hlutabréfamark-
að 2007. Þá er afgangurinn af félag-
inu í eigu lífeyrissjóða. Það má til
sanns vegar færa, sem segir í tilkynn-
ingu Exista í gær, að með eignaraðild
lífeyrissjóðanna sé aðkoma stórs
hluta íslenzks almennings að kaupun-
um tryggð, en í þeirri fullyrðingu er
þó ögn holur hljómur á meðan al-
mennir sjóðfélagar í lífeyrissjóðun-
um hafa engin raunveruleg áhrif á
stjórn þeirra eða fjárfestingarstefnu.
Ljóst er að eftir þær ógöngur, sem
fyrri tilraun til einkavæðingar Sím-
ans rataði í, hafa mál þróazt á betri
veg en hægt var að vona. Niðurstaðan
er hagstæð fyrir ríkissjóð og skatt-
greiðendur og fyrir íslenzkt við-
skiptalíf. Síminn hefur ennfremur
eignazt sterka bakhjarla, sem hafa
fyrir löngu sýnt fram á hæfni sína í
viðskiptum og eru líklegir til að skila
félaginu fram á veg.
ATVINNUBÍLSTJÓRAR ÚTI AÐ AKA
Líklega er vandfundinn sá sér-hagsmunahópur, sem hefur
klúðrað eigin málstað jafnrækilega
og hópur atvinnubílstjóra, sem
hyggst mótmæla olíugjaldi með því
að loka vegum út úr höfuðborginni í
upphafi mestu ferðahelgar ársins.
Þrátt fyrir fundahöld með lög-
reglu og slökkviliði, ábendingar
slysavarnamanna og almenna andúð
á uppátækinu heldur þessi litli hóp-
ur sínu striki, eins og forsvarsmað-
ur hans orðaði það í Morgunblaðinu
í gær. Hann gerir ekkert með það
að fyrirhugaðar aðgerðir séu brot á
umferðarlögum og hegningarlögum.
Hann skeytir engu um að þær muni
valda töfum og óþægindum hjá þús-
undum almennra borgara, sem
komu hvergi nálægt ákvörðunum
um olíugjald. Hann hlustar ekkert á
það að lífi og limum fólks kunni að
vera í hættu stefnt með aðgerðun-
um. Honum finnst það ekki koma
sér við að aðgerðirnar geti tafið um-
ferð lögreglu-, slökkviliðs- eða
sjúkrabíla.
Hótanir forsvarsmanna hópsins
um að hindra flugsamgöngur til og
frá landinu og léttúðugar yfirlýs-
ingar um þá hættu, sem lífi og lim-
um fólks kann að vera búin vegna
fyrirhugaðra mótmælaaðgerða, eru
yfirmáta óskynsamlegar, svo ekki
sé kveðið fastar að orði. Það er
raunar full ástæða til að hafa af því
ríkar áhyggjur að hópur manna með
þessa dómgreind og þessi viðhorf til
umferðaröryggis og verðmætis
mannslífa í umferðinni sitji alla-
jafna undir stýri á stórum trukkum
á þjóðvegum landsins.
Komi til mótmælaaðgerða bíl-
stjóranna – sem við skulum vona að
verði ekki – hlýtur lögreglan að
taka á því af festu.
Forsvarsmaður hópsins vildi ekki
hitta fjármálaráðherra til að ræða
umkvartanir bílstjóra þegar honum
var boðið upp á það. Hópurinn
kvartar undan því að ekki sé hlustað
á sjónarmið hans. Framferði bíl-
stjóranna til þessa hefur hér um bil
gulltryggt að enginn mun hlusta á
þá. Fólk tekur ekki mark á þeim,
sem þykjast ekki eiga annan kost en
hótanir, þvinganir og ofbeldi til að
koma málstað sínum fram.
AGNES Bragadóttir, formaður Al-
mennings ehf., segir aðspurð að
það hafi komið á óvart hve hátt
hæsta tilboðið í
Símann hafi hljóð-
að. „Já, það kemur
á óvart hvað það er
hátt en ég gagnrýni
það alls ekki á
neinn hátt. Ég tel
það vera hið besta
mál fyrir ríkissjóð og almenning,
þá stöndum við öll betur að vígi,“
segir hún.
„Miðað við það sem mér er sagt
þá held ég að þetta verð sé svo
hátt að ríkissjóður geti ekki annað
en vel við unað. Þetta er gríð-
arlega hátt verð.“ Hún segir að al-
menningur hljóti að treysta því að
stjórnvöld noti þessa fjármuni til
góðra verka í þágu okkar allra.
Tilboð Símstöðvarinnar ehf.,
sem Almenningur hafði gert sam-
komulag við, hljóðaði upp á 60
milljarða króna. Var það 10,04 pró-
sentustigum lægra en hæsta til-
boð.
Innt eftir því hvað verði nú um
félagið Almenning, segist hún ekk-
ert vilja kveða upp úr um það
hvort félagið verði nú aflagt og
starfsemi þess hætt. Engin starf-
semi sé þó í augsýn. „Nú hverfum
við hvert um sig til okkar starfa,“
segir hún, en útilokar þó ekki, að-
spurð, að félagið muni einhvern
tíma ráðast í önnur verkefni. „Ég
held að maður eigi aldrei að segja
aldrei. Við skulum bara halda því
opnu.“
Agnes Bragadóttir
Hátt verð
kom á óvart
FRIÐRIK Jóhannsson, forstjóri
Burðaráss, leiðandi aðila í Sím-
stöðinni ehf., segir að sér lítist
ágætlega á nið-
urstöðuna í Síma-
sölunni, en félagið
Skipti var með
hæsta tilboðið, 66,7
milljarða. „Þetta er
gott tilboð og ég
óska þeim til ham-
ingju með að hafa náð að kaupa
fyrirtækið.“
Tilboð Símstöðvarinnar hljóðaði
upp á sextíu milljarða. Var það
10,04 prósentustigum lægra en
hæsta tilboðið. Friðrik segir að
margar forsendur hafi áhrif á
verðmat fyrirtækja. „Menn gefa
sér margvíslegar forsendur um
framtíðina og möguleika fyrirtæk-
isins og þá er hægt að komast að
mismunandi niðurstöðum. Við buð-
um það sem við töldum vera sann-
gjarnt og vorum einfald
með hæsta boð.“
Aðspurður segir han
una ekki vera vonbrigð
maður stendur frammi
um tækifærum á verðb
aðnum og við skoðum b
tækifæri í staðinn.“
Friðrik Jóhannsson
Gott tilboð
GEIR H. Haarde fjárm
herra kveðst ánægður
ferli Símans og það ver
ist hafi
„Ég er
ánægðu
hvernig
hefur þ
það sku
ist svon
boð, sem
ákveðið að taka. Ég er
sáttur og tel þetta mjö
verð.“
Inntur eftir því hvor
samræmi við væntinga
hann: „Það var engin l
til um það fyrirfram, h
verðið yrði. Ýmsar ágis
á ferðinni, bæði hærri
En auðvitað er það ma
sem ákveður verðið á þ
irtæki eins og öðrum. E
Geir H. Haarde
„Mjög viðu
andi verð“