Morgunblaðið - 29.07.2005, Page 24

Morgunblaðið - 29.07.2005, Page 24
24 FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Sturla Kristjánsson: Bráðger börn í búrum eða á afgirtu svæði munu naumast sýna getu sína í verki; þeim er það fyrirmunað og þau munu trúlega aldrei ná þeim greindarþroska sem líf- fræðileg hönnun þeirra gaf fyr- irheit um. Kristján Guðmundsson: Því miður eru umræddar reglur nr. 122/2004 sundurtættar af óskýru orðalagi og í sumum tilvikum óskiljanlegar. Sigurjón Bjarnason gerir grein fyrir og metur stöðu og áhrif þeirra opinberu stofnana, sem heyra undir samkeppnislög, hvern vanda þær eiga við að glíma og leitar lausna á honum. Þorsteinn H. Gunnarsson: Nauðsynlegt er að ræða þessi mál með heildaryfirsýn og dýpka umræðuna og ná um þessi mál- efni sátt og með hagsmuni allra að leiðarljósi, bæði núverandi bænda og fyrrverandi. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar Valþjófsstaðarpresturinn veifar nú kristilegum kærleika eins og blautri tusku framan í mót- mælendur gegn Kára- hnjúkavirkjun og um leið alla sem annt er um kristilegan kær- leika. Af hverju býður hún ekki hina kinnina? Eða sest niður með mótmælendum og hlustar á þeirra rödd? Hún talar um eigna- spjöll sem hafa verið unnin á eignum fyr- irtækja. Hvað með sameign þjóðarinnar; öræfi Íslands? Á öræfunum er verið að vinna óbætanlegt tjón. Veit hún ekki að þegar Jökla hverfur sáldrast Dimmu- gljúfur niður? Hvern ætlar prest- urinn þá að reka af jörðinni „sinni“? Gaf guð henni jörðina eða hefur hún umboðið fyrir kristilegum kærleika? Veit hún ekki að hennar kristilegi kærleikur er ríkisrekinn? Börnin mín og barnabörnin mín eiga þetta land, ekki presturinn á Valþjófsstað eða ríkisstjórnin sem snýtir okkur á lýðræðinu þótt vitað sé að reglur lýðræðisins hafi verið margbrotnar. Nú berjast mótmælendur með því móti að hlekkja sig við vinnuvélar. Aðrar aðferðir hafa ekki dugað, gamla örlaga- trúin hefur heltekið þjóðina, að „ekkert sé hægt að gera“, – „þetta er allt ákveðið“, segir fólk eins og það hafi set- ið á eintali við örlaga- nornir, og bætir við: „Það er búið að setja þetta í lög“. Það vill svo til að hægt er að breyta lög- um. Lýðræðisvitund okkar er kannski ekki beysnari en svo að við erum búin að gleyma því að lögum má breyta. Nokkrir mótmælenda hafa gist hjá mér, – og fólk utan úr bæ hefur spurt hvort þetta séu ekki einhverjir óeirðaseggir? En þetta er friðsemd- arfólk, drekkur te, er á grænmet- isfæði og fer í Nauthólsvíkina. Þegar ég spurði gesti mína hvað fengi þau til að koma um langan veg í rándýra ferð til að mótmæla virkjun uppi á Íslandi bjóst ég við að fá yfir mig mælskudembu af pólitík og al- þjóðahnattvæðingu, en þessir mót- mælendur hafa allir svarað á sama veg: Ísland hefur alltaf verið í huga mínum goðsagnakennt land, Ísland er svo rómantískt land í vitund minni. Það var ekki fyrr búið að reka mót- mælendur af tjaldstæðinu í nafni kristilegs kærleika en að a.m.k. þrír bændur á Austurlandi sýndu þann höfðingsskap og djörfung að bjóða þeim til sín. Eins og goðsagan sjálf sé að verki: Gengu þá fram þrír bænd- ur… Og aftur að prestinum ef hún er ekki komin á bak við Valþjófsstað- arhurðina: Það er allt í lagi að veifa til Jesú en ekki að veifa Jesú. Ríkisrekinn kærleikur Elísabet Jökulsdóttir fjallar um samskipti mótmælenda og prestsins á Valþjófsstað vegna Kárahnjúkavirkjunar ’Börnin mín og barnabörnin mín eiga þetta land, ekki presturinn á Valþjófs- stað eða ríkis- stjórnin…‘ Elísabet Jökulsdóttir Höfundur er rithöfundur. NÚ ER enn runnin upp alþjóðleg vika brjóstagjafar. Sem brjóstagjafaráðgjafi fæ ég ár- lega til mín margar mæður sem lenda í vandræðum vegna ónógra upplýsinga og fræðslu um brjósta- gjöf. Slíkar upplýsingar fá mæður víða að. Frá ættingjum, vinum, heil- brigðisstarfsfólki eða úr óvönduðu fræðsluefni. Brjóstagjafafræðin er í stöðugri þróun. Sí- fellt bætast við upplýs- ingar úr fjölmörgum rannsóknum. Það er ekki endilega svo að það sé sífellt verið að uppgötva eitthvað nýtt heldur frekar að stöð- ugt fáist víðtækari og dýpri skilningur á eðli brjóstagjafar. Nú er það alltaf svo að fólki gengur misvel að fylgjast með og til- einka sér nýjungar. Það er ekki hægt að ætlast til að allur almenningur fylgist með þessari stöðugu þróun en heilbrigðisstarfs- fólki ber skylda til að fylgjast með nýjungum og miðla þeim til skjól- stæðinga sinna. Fræðsluefni þarf að endurgera með jöfnu millibili en það er kostn- aðarsamt og krefst mannafla. Bækur úreldast og annað fræðsluefni meira og minna líka. Nú á tímum sækir fólk mikið af upplýsingum á Netið. Sú fræðsla er misgóð, allt frá því að vera það allra nýjasta og vandaðasta niður í að vera lélegt eða beinlínis villandi. Það er auðvitað erfitt fyrir fólk að átta sig á hvað á að velja. Það sem kannski er verst er þegar vísvitandi er dreift fræðslu til mæðra sem er úrelt, villandi og getur leitt þær í vandræði. Hér ætla ég að nefna sem dæmi „tæmingu“ brjósta. Það er hugtak sem hefur verið notað mjög lengi. Líklegt er að til að byrja með hafi uppbygging kúajúgra verið yfirfærð á konubrjóst. Eins og gefur að skilja er sú yfirfærsla í hæsta máta villandi. Síðustu áratugi hefur innsýn í líf- eðlisfræði konubrjósta aukist mjög. Þar hefur sannast að „tæming“ konubrjósta er ekki möguleg og hug- takið villandi. Sjálft orðið „tæming“ lýsir því þegar ílát er losað en ekkert er fjær sanni í þessu samhengi. Konubrjóst hafa afar lítið geymslurými ólíkt kúajúgrum og framleiðslukerfi þeirra byggist á því. Hraði mjólkurframleiðslu er í há- marki meðan á gjöf stendur og frítt rennsli mjólkur er úr brjóstinu. Eftir að gjöf lýkur hægir verulega á fram- leiðslu og hún fer svo að segja í bið- stöðu þar til barnið kemur næst að brjóstinu. Ef barnið sýgur fljótt aftur fer framleiðslan aftur á fullt en hætt- ir svo aftur þegar barnið hættir. Þannig framleiða þær konur mesta mjólk sem fá barnið oftast á brjóst og þá sérstaklega ef barnið drekkur vel. Því er það ekkert mál fyrir konu- brjóst að framleiða nóg handa tvíburum eða þríburum. Kýrin á hins vegar í vandræðum með að anna tveimur kálfum vegna ólíks framleiðslukerfis. Ef litið er á brjóst sem ílát sem fyllist á milli gjafa og tæmist í gjöfum er orðinn grundvallarmisskiln- ingur. Margar konur segjast finna þegar brjóst þeirra eru orðin full og ef langt líður frá síðustu gjöf séu þau „stútfull“. Ég ætla að reyna að út- skýra hvernig þessi misskilningur verður til. Þegar móðir hefur lokið gjöf liggur nýframleidd mjólk í mjólkurgöng- unum og safngeymunum sem liggja fremst í brjóstinu. Það eru aðeins nokkrir millilítrar enda rúma brjóst ekki miklu meira. Framleiðslan held- ur áfram nokkra stund en þar kemur að kerfið rúmar ekki meira og fer í biðstöðu. Það myndast síðan þrýst- ingur innan ganganna og ef mjög langt líður frá síðustu gjöf fer kerfið að reyna að létta á þrýstingnum. Þetta gerist með því að vökvi fer að losna úr mjólkurgöngunum og síast inn í vefinn utan mjólkurganganna. Þetta er bjúgur sem fer nú að safnast fyrir milli mjólkurganganna. Þetta finna konur sem aukna spennu í brjóstum. Því lengra sem líður þeim mun harðari og aumari verða brjóst- in. Sumar konur túlka þetta sem stútfull eða yfirfull brjóst. Það er þó ekki svo. Mjólkurmagnið sem bíður er svipað og venjulega en þantilfinn- ingin er vegna bjúgsins. Þantilfinn- ing í brjóstum er því merki um að of langt sé liðið frá síðustu gjöf. Til lengri tíma litið hefur það þau áhrif að það dregur úr mjólkurframleiðslu. Því gengur aldrei hjá konum að „spara“ upp mjólk eða „safna“ í brjóstin heldur virkar það þveröfugt. Það getur hins vegar virkað ágæt- lega hjá kúm sem hafa stór geymslu- hólf sem þær geta stöðugt framleitt í á löngum tíma. Á sama hátt er það reginmisskilningur að mjólka eigi brjóst eftir gjafir til að „tæma“ brjóstin. Að ráðleggja mjólkandi konu slíkt lýsir skilningsleysi á eðli brjóstagjafar. Hluti verkefna brjóstagjafaráðgjafa eru afleiðingar slíks misskilnings. Konur koma þá með einkenni offramleiðslu, sárar vörtur, brjóstastíflur, brjóstabólgur og þá vanlíðan sem þessu fylgir. Því væri óskandi að verðandi og nýorðnar mæður vönduðu val sitt á fræðsluefni eins og kostur er. Einnig að þeir sem eru í aðstöðu til að fræða og aðstoða konur hefðu nýjustu stað- reyndir á takteinum og að yfirleitt allar konur tækju sig saman um að reyna að útrýma gömlu kúaklisjunni um „tæmingu“ brjósta og breiddu þess í stað út sín á meðal nýjan og eðlilegan skilning á brjóstamjólk- urframleiðslu. Þannig mætti koma í veg fyrir ómæld vandræði og vanlíð- an fjölmargra meðsystra þeirra. Kona en ekki kýr Katrín Magnúsdóttir skrifar í tilefni brjóstagjafaviku ’Því gengur aldrei hjákonum að „spara“ upp mjólk eða „safna“ í brjóstin heldur virkar það þveröfugt.‘ Katrín E. Magnúsdóttir Höfundur er brjóstagjafaráðgjafi. SALA SÍMANS INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir ljóst að ríkið sé ekki hlunnfarið í Símasölumálinu, þ.e. það fái veru- legar fjárhæðir fyrir Símann. „Ég held það sé alveg hægt að sætta sig við þetta verð.“ Hún bætir því við að um það sé heldur ekki deilt að hæst- bjóðandi hafi fengið Símann. „Út af fyrir sig má segja að betur sé staðið að þessu ferli en áður hef- ur verið. Menn hafa eitthvað lært af bankasölunni sem betur fer.“ Ákveðnar spurningar vakni þó varð- andi Símasöluna sem þurfi ef til vill að skoða betur. Þær snerti annars vegar þá staðreynd að allir erlendir fjárfestar hafi dregið sig út úr ferl- inu. „Þeir sýndu áhuga í upphafi en drógu sig allir út og skiluðu engu tilboði. Ég hef ekki fengið neinar haldbærar skýringar á því hvernig á því standi.“ Hún segist velta því fyrir sér hvort þeir hafi ekki haft sama aðgang að upplýsingum og aðrir og hvort það geti verið hugs- anleg skýring. Hins vegar vakni spurningar um tengsl forstjóra Símans, Brynjólfs Bjarnasonar, við fyrirtæki í hópi hæstbjóðanda, þar sem Brynjólfur hafi setið til skamms tíma í stjórn Bakkavarar. „Það hlýtur að vekja spurningar hvort þeir bjóðendur hafi haft betri upplýsingar heldur en aðrir,“ segir Ingibjörg. Hún tekur að síðustu fram að Samfylkingin hafi verið þeirrar skoðunar að ríkið ætti að halda eftir grunnneti Símans, til að tryggja að- gang allra að því. „Við munum fylgjast vel með því að sú sterka staða sem Síminn hefur á mark- aðnum, verði ekki misnotuð og að tryggður verði greiður aðgangur allra landsmanna að grunnnetinu,“ segir hún. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Spurningar vakna STEINGRÍMUR J. Sigfússon, for- maður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, tekur fram að Vinstri grænir hafi frá upphafi and- mælt sölu Símans. Þeir telji að fyr- irtækið eigi áfram að vera í eigu al- mennings. Hann gagnrýnir enn- fremur vinnubrögðin við söluferlið. „Það sem vakti kannski sérstaka athygli núna var óðagotið sem átti að viðhafa ef tvö eða fleiri tilboð væru á svipuðum nótum. Þá áttu menn að hafa fjóra klukkutíma til að keppa. Þetta er algjörlega ný formúla og sannar að það er alltaf fundin upp ný og ný aðferð hverju sinni.“ Hann segir að söluverðið sé bæði hátt og lágt, eftir því við hvað sé miðað. „Þarna er um ákaf- lega verðmætt fyrirtæki að ræða, sem hefur skilað geysilega miklum rekstrarafgangi og fjármunamynd- unin hefur verið gríðarleg und- anfarin ár. Þjóðin naut þess, meðan hún átti það, og í því ljósi er verðið lágt. Það þarf ekki að eiga fyrirtækið lengi til að arðurinn sé búinn að borga það aftur.“ Hann segir að söluverðið sé hins vegar nokkuð hátt út frá sjón- arhóli kaupandans „sem snarar fjárfestingunni og vill auðvitað fá hana til baka fljótt og vel,“ segir hann. „Það munu auðvitað engir aðrir en notendur fyrirtækisins borga það á komandi árum, þ.e. þjóðin.“ Hann segir að síðustu að það sé meira en tímabært að fram fari ýt- arleg og opinber rannsókn á vinnubrögðum stjórnarflokkanna í einkavæðingarmálum. Almenn- ingur sé orðinn hundleiður á því að ráðherrarnir ráðskist með þessar verðmætu sameignir þjóðarinnar. Steingrímur J. Sigfússon Ný formúla hverju sinni MAGNÚS Þór Hafsteinsson segist ekki vera neikvæður á sölu Símans, en hins vegar hafa ákveðnar efa- semdir um að grunnnetið sé selt með Símanum. Það telur hann að geti komið niður á hin- um dreifðu byggð- um landsins. „Það er ekki á bætandi eftir þær hremmingar sem okkur hefur þótt landsbyggðin þurfa að ganga í gegnum á und- anförnum árum undir núverandi ríkisstjórn,“ segir Magnús og bætir við að Frjálslyndi flokkurinn hefði frekar viljað að grunnnetið yrði skilið frá Símanum en ekki selt með honum. „Okkur líkar það illa og hefðum viljað halda þessu aðskildu. Þar fyr- ir utan hljótum við bara að treysta því að stjórnvöld leysi þetta verk- efni vel og sómasamlega af hendi og það komi ekki fram svipuð vinnubrögð og voru við sölu Bún- aðarbankans á sínum tíma, sem voru mjög gagnrýniverð,“ segir Magnús. Ekki náðist í Guðjón Arnar Kristinsson, formann Frjálslynda flokksins, í gærkvöldi. Magnús Þór Hafsteinsson Ekki neikvæður á söluna Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050 Fréttir í tölvupósti AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.