Morgunblaðið - 29.07.2005, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 2005 25
MINNINGAR
✝ Sigurborg Sig-urðardóttir
(Bogga) fæddist í
Núpseli í Miðfirði í
V- Hún. 22. janúar
1913. Hún lést á
hjartadeild Land-
spítalans við Hring-
braut að morgni 23.
júlí síðastliðins. For-
eldrar hennar voru
Þuríður Salóme
Jakobsdóttir, f. á
Fitjum í Þorkelshó-
lahr. í V-Hún. 25.
okt. 1877, d. 27. feb.
1925, og Sigurður Þórðarson, f. á
Oddstöðum í Hrútafirði í V-Hún.
18. ágúst 1875 , d. 17. júlí 1937.
Systkini Sigurborgar voru and-
vana fætt sveinbarn, f. 19. des.
1903, Sigríður, f. 14. des. 1904, lát-
in, Þóra Jakobína, f. 13. des. 1905,
látin, Sigríður, f. 27. feb. 1908, lát-
in, Pálína, f. 23. júlí 1909, látin,
Petrea Guðný, f. 22. júní 1914, lát-
in, Sigurður Jóhannes, f. 7. des.
1916.
Sigurborg giftist 21. október
1944 eftirlifandi eiginmanni sínum
Jóni P. Ingibergssyni pípulagn-
ingameistara, f. 16. okt. 1916.
Börn þeirra eru 1) Ingibjörg, f. 16.
mars 1945, maki Þorsteinn, F.
Friðþjófsson, f. 24. feb. 1940, börn
þeirra eru, a) Hrönn, b) Þorsteinn,
maki Gréta B. Ólafsdóttir, börn
börn þeirra Kolbrún Andrea og
María Rut. Börn Sigurðar frá
fyrra hjónabandi eru Guðbjörg
Lóa, Helga Björg og Sigurður
Óskar. 4) Málfríður, f. 23. mars
1951. 5) Sigurður, f. 21. feb. 1954,
maki Olga Ólafsdóttir, f. 21. jan.
1954, börn þeirra, a) Brynjar Örn,
maki R. Thelma Björnsdóttir, börn
þeirra Írena Ósk og Aron Loyd
Green, b) Erla Björk, sambýlis-
maður Andri Már Gunnarsson, og
c) Davíð Már, unnusta Ásrún Lára
Arnþórsdóttir.
Móðir Sigurborgar lést er hún
var 12 ára og leystist heimilið þá
upp. Sigurborgu var komið fyrir á
Bjargarstöðum í Miðfirði í V-Hún
og dvaldi hún þar til 18 ára aldurs.
Á Bjargarstöðum var jafnaldra
Sigurborgar, Jóna Sveinbjarnar-
dóttir en milli þeirra mynduðust
sterk tengsl. Jóna lést 18. júlí síð-
astliðin en sú frétt barst Sigur-
borgu 19. júlí. Sigurborg var á
Kvennaskólanum á Blönduósi vet-
urinn 35-36. Þá flyst hún til
Reykjavíkur þar sem hún vann
ýmis störf m.a. á Vífilsstaðahæli
og hjá fatagerðinni Vír. Eftir að
hafa komið börnunum til manns
fór hún aftur út á vinnumarkaðinn
og vann m.a. hjá Trésmiðju Sig-
urðar Elíassonar og Efnagerðinni
Val. Eftir Sigurborgu liggur mikið
magn hannyrða sem hún saumaði
og prjónaði þrátt fyrir sjóndepurð
sem þjakaði hana síðustu árin. Síð-
ustu árin bjó hún ásamt manni sín-
um að Gullsmára 11 í Kópavogi.
Útför Sigurborgar verður gerð
frá Digraneskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 11.
þeirra Hafsteinn og
Styrmir Óli, c) Elín
Ása, maki Halldór Á.
Ingólfsson, börn
þeirra Stefán Þór, Ír-
is Thelma, og Bjarki
Snær, og d) Frið-
bergur Jón, maki
Heiðrún Sigurðar-
dóttir. 2) Guðrún, f.
10. júlí 1946, maki
Eyjólfur Kolbeins, f.
14. feb. 1946, börn
þeirra a) Sigurjón
Páll, maki Anita
Árnadóttir, dóttir
þeirra Anna Karen, b) Jóhann Þór,
maki Elísabet Birgisdóttir, dóttir
þeirra Alexandra Ýr, c) Rakel
Fjóla, maki Þórarinn Guðmunds-
son, synir þeirra Fannar Logi og
Róbert, og d) Róbert Freyr, maki
Gríma S. Grímsdóttir, börn þeirra
Steinrós Birta og Kormákur Máni.
3) Þuríður, f. 23. mars 1951, maki
Sigurður H. Sigurðsson, f. 30. maí
1949, dætur þeirra Sigurborg Eva,
látin og Hrafnhildur Sara. Börn
Þuríðar frá fyrra hjónabandi eru,
a) Ágúst Þór Gestsson, maki Berg-
lind, F. Viggósdóttir, synir þeirra
Viggó Emil, Aron, Ingvi Hrafn og
Kristófer Daði, b) Hjördís Bára
Gestsdóttir, maki S. Pétur Hann-
esson, börn þeirra Rebekka Þurý
og Hannes Már, c) Heiðrún Harpa
Gestsdóttir, maki Þórður Dagsson,
Í dag kveðjum við heiðurskonuna
Sigurborgu Sigurðardóttur, tengda-
móður mína. Bogga tilheyrði þeirri
kynslóð sem er nú að hverfa, dul um
eigin líðan og flíkaði ekki tilfinningum
sínum. Ekki minnist ég þess að hún
skipti skapi eða hækkaði róminn
nema þá helst að sussa á barnabörnin
þegar henni þótti nóg um ærsl og há-
vaða. 60 ára hjónaband segir nokkuð
um kærleika og virðingu sem þau
hjón Bogga og Jón báru hvort til ann-
ars. Þau ferðuðust saman ýmist til út-
landa eða um landið og oftar en ekki
fóru þau að veiða og höfðu bæði gam-
an af. Upplifun var að ferðast með
þeim, því þau gátu nefnt nöfn að því
er mér fannst á hverjum hól, læk, dal
o.fl. Bogga var heilsuhraust alla tíð og
má teljast óvenjulegt að svo fullorðin
hjón hafi getað séð um sig sjálf og far-
ið allra sinna ferða eins og þau gerðu.
Síðustu 1–2 árin sem hún lifði var hún
orðin nær alveg blind og það lagðist
nokkuð þungt á hana Boggu mína og
nefndi hún það alltaf er hún var spurð
um líðan sína, að heilsan væri góð
nema þetta með sjónina. Bogga var
stolt og ánægð með hann Nonna sínn
eins og hún sagði sjálf og þakklát fyr-
ir hvað hann hugsaði vel um hana eft-
ir að hún missti sjónina.
Frá fyrsta degi þegar ég kom inn í
fjölskylduna tók Bogga mér vel og
vorum við góðar vinkonur. Fljótlega
eftir að við Siggi byrjuðum að búa
fluttum við í íbúð í húsi þeirra hjóna í
Birkigrundinni sem var þá nýbyggt
og ekki fullklárað eins og gengur.
Bogga var þá kringum sextugt og
þótti henni ekki tiltökumál að vinna
úti allan daginn og vinna svo í húsinu
jafnvel uppi á stillans við að mála og/
eða annað sem þurfti að gera hverju
sinni. Hún sagði mér að ef hún væri
ung hefði hún valið að læra trésmíð-
ar, þótti sú vinna mun skemmtilegri
en heimilisstörf. Hún var alltaf tilbú-
in að aðstoða okkur Sigga með börnin
þegar þau voru yngri ef við þurftum á
að halda og var þeim góð amma alla
tíð og er nú sárt saknað.
Minning um góða og trausta konu
mun lifa í hjörtum okkar allra.
Megi Guð styrkja okkur öll.
Olga Ólafsdóttir.
Laugardaginn 23. júlí sl. lést Sig-
urborg Sigurðardóttir, Bogga eins og
hún var alltaf kölluð, þá orðin rúm-
lega 92 ára gömul.
Hún varð tengdamóðir mín hinn
27. nóvember 1964, þegar við Gunna,
dóttir hennar og Jóns, gengum í
hjónaband, aðeins 18 ára gömul. Við
stofnuðum okkar fyrsta heimili í
kjallaraíbúð hjá tengdaforeldrum
mínum í Kópavogi og eignuðumst
okkar tvö fyrstu börn þar.
Jón og Bogga höfðu mikið yndi af
ferðalögum bæði innanlands sem er-
lendis. Til marks um það er að aðeins
þrjár vikur eru síðan hún fór í útilegu
með fjölskyldunni að Aratungu í
Biskupstungum.
Oft tóku þau barnabörnin með í
útilegur og veiðiferðir, þeim til mik-
illar ánægju.
Um tíma unnum við Bogga á sama
vinnustað og var kraftur hennar og
dugnaður oft umræðuefni vinnu-
félaga okkar. Hún vann öll störf sem
hún var beðin um af mikilli ákefð og
aldrei kvartaði hún um þreytu þótt
sumir dagar yrðu lengri og erfiðari
en aðrir.
Bogga var með skerta sjón á öðru
auga megnið af ævi sinni. Það hindr-
aði hana ekki við störf sín og handa-
vinnu. Eftir hana eru til mörg falleg
ísaumuð listaverk. Undir það síðasta
var Bogga orðin blind á báðum aug-
um, og þótti henni þá erfitt að láta
aðra þjóna sér, eins og hún orðaði
það.
Daginn fyrir andlát hennar sat ég
einn smástund inni hjá henni á spít-
alanum, hélt í hönd hennar og hugs-
aði aftur í tímann hversu margt hún
hafði gert fyrir okkur Gunnu.
Aldrei brá skugga á samband okk-
ar sem stóð yfir í meira en 40 ár.
Hvíl í friði Bogga mín.
Jón, það eru búnar að vera erfiðar
stundir hjá þér síðustu daga, en þú
átt góð börn að ásamt fjölskyldum
þeirra, þér til stuðnings.
Eyjólfur Kolbeins.
Elsku amma mín.
Nú ertu farin og ég sakna þín svo
sárt.
Það voru ófáar stundirnar sem við
áttum saman og þá sérstaklega í
Birkigrundinni. Oftar en ekki gistum
við Brynjar frændi saman hjá ykkur
afa og í hvert sinn fengum við veglegt
kvöldkaffi áður en farið var að sofa,
borðið var fullt af kleinum, jólaköku
og haframjölstertu, ekki amalegt það.
Og ef við gátum ekki sofnað eða vor-
um bara óþekk þá fengum við stund-
um að koma bara og kúra uppí hjá
þér. Oft sátum við Brynjar og hjálp-
uðum þér að vinda upp hnykla tím-
unum saman og ef þú varst að sauma
út og misstir nálina í gólfteppið þá var
kallað í okkur og við skelltum okkur á
fjóra fætur til að finna nálina þína.
Það er svo ótalmargt sem kemur upp
í hugann á svona stundu, elsku amma
og ekki pláss fyrir það allt saman
hérna. Minningarnar geymi ég vand-
lega í hjarta mér. Ég veit að það er
vel tekið á móti þér af Sigurborgu
systur og fleirum og að þér líður vel
núna.
Megi guð og englarnir vernda þig,
elsku amma.
Heiðrún Harpa.
Hún elsku amma Bogga lést í
morgunsárið laugardaginn 23. júlí á
Landspítalanum eftir stutta legu.
Þrátt fyrir að amma Bogga hafi náð
löngum aldri og hvíldin eilífa réttlæt-
anleg þá er erfitt að sjá á eftir per-
sónu sem var okkur svo kær og í alla
staði sú amma og langamma sem
hægt var að hugsa sér. Það var stutt
síðan niðjar ömmu og afa komu sam-
an í árlega útilegu og ánægjulegt að
svo margir náðu að eiga góða stund
með ömmu Boggu og afa Jóni og sú
minning mun lifa í huga þeirra
minnstu á meðan við sem ólumst upp
með ömmu og afa til lengri ára minn-
umst margra góðra stunda með
ömmu Boggu. Okkur eru minni-
stæðastar þær útilegur, dagsferðir
og veiðiferðir sem farnar voru með
ömmu og afa. Sem oftar hjálpaði
amma Bogga með að kasta út en hún
var sérstaklega fiskin og vissi hvar
fiskurinn leyndist hverju sinni.
Amma Bogga var dugnaðarmann-
eskja, en það eru sérkenni þeirrar
kynslóðar sem hún tilheyrði. Hún var
barngóð og sá til þess að við barna-
börnin værum ávallt dugleg að hjálpa
til heima við. Hún kvartaði aldrei og
vann þau verk sem vinna þurfti og
átti alltaf nóg að borða fyrir litla gesti
en hún bjó til bestu kleinurnar og hjá
henni var hægt að fá súrt slátur þó að
það hafi ekki alltaf verið í uppáhaldi
hjá mörgum. Eflaust eigum við öll
barnabörnin þá minningu að sjá
ömmu prjóna en hún gat setið tím-
unum saman og prjónað lopapeysur
af bestu gerð fyrir utan lopasokkana
sem voru ófáir. Þrátt fyrir að sjónin
var orðin döpur á hennar seinni árum
þá aftraði það henni ekki frá því að
prjóna, handtökin voru það þjálfuð
hjá henni.
Við minnumst elsku ömmu og lang-
ömmu með mikilli þökk og hlýju. Guð
geymi þig.
Sigurjón Páll og Jóhann Þór.
Á þriðjudaginn í síðustu viku sát-
um við Bogga amma úti í garði í fal-
legu sumarveðri í Gullsmáranum og
nutum veðurblíðunnar. Við hlógum
að því að á milli okkar væru 69 ár og
töluðum um hvað tímarnir hafa
breyst mikið frá því að amma var
ung. Áður en við kvöddumst ákváðum
við að þetta skyldum við gera aftur að
viku liðinni. Aldrei hefði mig grunað
að núna rúmlega viku seinna mundi
ég kveðja elsku Boggu ömmu mína.
Amma var hreint út sagt ótrúleg
kona, hún fór út um allt land með afa í
útilegur og núna síðast í júní, rúm-
lega 92 ára að aldri. Hún kenndi mér
svo ótal margt og kunni alltaf ráð við
öllu. Ég man eftir því þegar ég kom
til hennar sem lítil stelpa og gat
ómögulega munað ljóð sem ég átti að
flytja í skólanum, amma tók sig til og
bjó til laglínu við ljóðið og söng það
með mér þar til ég kunni það, svona
var hún amma alltaf sniðug.
Amma hafði fallegt bros og stórt og
mjúkt faðmlag sem ég á eftir að
sakna mikið. Hún sagði við mig eitt
skipti þegar við vorum að ræða um
dauðann, að þegar hún mundi deyja
ætti ég að rifja upp allar góðu minn-
ingarnar og þá liði mér betur og það
er svo sannarlega satt. Með þessum
orðum kveð ég elsku Boggu ömmu
mína sem mér þykir alltaf svo vænt
um.
Hvíl í friði.
Þín
Erla Björk.
Elsku besta amma mín.
Það er svo erfitt að koma orðum að
öllu því sem mig langar til að segja á
stundu sem þessari. Ég var svo lán-
söm að eiga þig að öll þessi ár. Það
sem var áberandi í fari þínu var
hversu hlý og góð þú varst, alltaf
tilbúin með útbreiddan faðminn fyrir
mig og alla aðra sem urðu á vegi þín-
um. Ég á svo margar góðar minning-
ar um þig sem ég varðveiti á sérstök-
um stað í hjarta mínu. Margar eru
minningarnar úr Birkigrundinni þar
sem ég bjó hjá þér og afa í nokkurn
tíma ásamt systkinum mínum og
mömmu. Þig skorti aldrei þolinmæði
til að segja mér til við hannyrðir og
oft eyddi ég löngum stundum með
þér í eldhúsinu þegar þú varst að
baka þínar margrómuðu kökur og
kleinur. Við áttum oft gott spjall um
heima og geima en einna skemmti-
legast þótti mér þegar þú sagðir mér
sögur frá því þú varst ung, það var
hlegið mikið og andrúmsloftið var
hlaðið hlýju. Í seinni tíð kom ég oft í
Gullsmárann til þín og afa, þá klippti
ég ykkur bæði og dúllaði aðeins við
þig og lakkaði löngu, sterku neglurn-
ar þínar sem allir öfunduðu þig af. Við
spjölluðum oft margt á þeim stundum
um allt milli himins og jarðar og ég
veit að nú ert þú komin á þann stað
sem þér mun líða vel á.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgrímur Pétursson.)
Elsku amma, ég á eftir að sakna
þín sárt, takk fyrir allar stundirnar
sem við áttum saman, ég lærði margt
af þér og það mun nýtast mér vel um
ókomna tíð. Líði þér sem allra best
amma mín og guð geymi þig.
Þín
Hjördís.
Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð
hjartans þakkir fyrir liðna tíð
lifðu sæl á ljóssins friðar strönd,
leiðir sjálfur Drottinn þig við hönd.
(Guðrún Jóhannsdóttir.)
Kæri Jón, Inga, Gunna, Þurý,
Fríða, Siggi og Olga.
Það gladdi okkur sérstaklega að
sjá ykkur öll við útför móður minnar
25. júlí s.l. Margar minningar rifjuð-
ust upp frá samverustundum á árum
áður. Það var ævinlega tilhlökkunar-
efni að koma í Kópavog eða fá ykkur í
heimsókn á Hamrafell. Ómetanlegt
var viðmót Boggu og hjálp við flutn-
ing okkar í Birkigrund 33. Nú verða
þær samferða æskuvinkonurnar og
er áreiðanlega glatt á hjalla þegar
þær hafa varpað af sér viðjum ellinn-
ar.
Innilegar samúðarkveðjur til ykk-
ar og fjölskyldna.
Guð blessi minningu Boggu.
Guðný Margrét.
SIGURBORG
SIGURÐARDÓTTIR
Munum glaðar góðar stundir,
göfugt hjarta, styrkar mundir.
Glaðværð þín, sem ljómi á láði,
lýsti upp margan skýjadag,
vermdi og bætti hugans hag.
Yfir lífið yndi stráði,
eins og fagurt sólskinslag.
(Ingibjörg Sumarliðadóttir.)
Elsku amma, takk fyrir
alla hlýjuna og góðu stund-
irnar í gegnum tíðina, þú og
afi eigið alltaf stað í hjörtum
okkar.
Kveðja
Brynjar og fjölskylda.
HINSTA KVEÐJA
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐLAUG STEFÁNSDÓTTIR,
Hrafnistu,
áður til heimilis í
Búðargerði 3,
Reykjavík,
lést miðvikudaginn 20. júlí.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Við þökkum innilega góða og hlýja umönnun lækna og starfsfólks á deild
A3 á Hrafnistu og í Foldabæ.
Gylfi Snorrason, Anna Höskuldsdóttir,
Margrét Snorradóttir Johnson,
Dagný Gylfadóttir, Þorsteinn Þorsteinsson,
Snorri Gylfason,
Sigrún Gylfadóttir, Júlíus Kemp,
Nadia C. Bergmann, Ásgeir Theódór Bergmann,
Anna Karina Bobby, Juan Bobby
og langömmubörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ELSA KRISTÍN GUÐLAUGSDÓTTIR
frá Vestmannaeyjum,
lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ aðfaranótt
fimmtudagsins 28. júlí.
Útförin fer fram frá kirkju Óháða safnaðarins við
Háteigsveg föstudaginn 5. ágúst kl. 13.00.
Hilmar Birgisson,
Viðar Birgisson, Sigríður Hjörvarsdóttir,
Guðlaugur Kr. Birgisson, Halldóra Jóna Snorradóttir,
Helgi Birgisson, Una María Óskarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.