Morgunblaðið - 29.07.2005, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ ÞorgerðurSveinsdóttir
fæddist á Kolsstöð-
um í Miðdölum í
Dalasýslu 6. mars
1907. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu
Droplaugarstöðum
19. júlí síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Sveinn Finns-
son, bóndi á Kols-
stöðum og seinna í
Eskiholti í Borgar-
hreppi, f. 1856, d.
1942 og Helga Ey-
steinsdóttir húsfreyja, f. 1861, d.
1935. Systkini Þorgerðar eru Þór-
dís, f. 1884, d. 1975, Eysteinn, f.
1886, d. 1915, Finnur, f. 1887, d.
1982, Bjarni, f. 1890, d. 1976, Ás-
mundur, f. 1893, d. 1982, Ingi-
björg, f. 1895, d. 1989, Benedikt, f.
1898, d. 1967, Anna, f. 1901, d.
1994, Hallsteinn, f. 1903, d. 1995
og Sigurður, f. 1904, einn eftirlif-
andi systkinanna.
Þorgerður giftist hinn 30. sept-
ember 1938 Sveini Rósinkrans
Jónssyni bifreiðastjóra, f. 22. sept.
1907, d. 14. feb. 1992. Foreldrar
hans voru Jón Rósinkrans Sveins-
son, bóndi á Hvilft við Önundar-
fjörð, f. 1881, d. 1974 og Guðbjörg
Tómasdóttir húsfreyja, f. 1881, d.
1963. Börn Þorgerðar og Sveins
eru: 1) Helga, tannsmiður og
kaupkona, f. 23. janúar 1940, gift
Valdimar Guðnasyni, löggiltum
endurskoðanda, f. 1941. Börn
þeirra eru: a) Þorgerður fé-
lagsráðgjafi, f. 1969, b) Björgvin
viðskiptafræðingur, f. 1970, c)
Anna Róslaug, verkefnastjóri hjá
Ferðamálaráði, f. 1973, gift Gunn-
ari Sigurðssyni markaðsstjóra,
dóttir þeirra er Nína Kristín, f.
2003 og d) Magnea
Björk leiklistar-
nemi, f. 1979, unn-
usti Þór Sigurðsson
leiðsögumaður. 2)
Jón, lyfsali, f. 14.
júní 1942, kvæntur
Guðrúnu Óskars-
dóttur lyfjafræð-
ingi, f. 1944. Börn
þeirra eru: a) Gunn-
hildur, myndlistar-
maður og kennari, f.
1972, gift Hilmari
Bjarnasyni mynd-
listarkennara, dótt-
ir þeirra er Guðrún, f. 2003, b)
Sveinn Rúnar tölvunarfræðingur,
f. 1974, og c) Þorbjörg myndlist-
armaður, f. 1979. 3) Sigríður pí-
anókennari, f. 27. nóvember 1946,
gift Guðmundi Helga Guðmunds-
syni, rafiðnfræðingi og fram-
kvæmdastjóra, f. 1941, d. 2001.
Dætur þeirra eru: a) Kristín, MA-
nemi, f. 1977 og Gerður, grafískur
hönnuður, f. 1979, unnusti Jón
Pétur Jónsson blaðamaður.
Þorgerður hóf skólagöngu sína
hjá farkennara í Dölunum og síð-
an var hún í Hvítárbakkaskóla.
Hún fór til Danmerkur í vist 21
árs gömul og í lýðháskóla þar.
Þorgerður hóf nám í Kennara-
skólanum 1929 og lauk kennara-
prófi þaðan 1931. Hún stundaði
kennslu, m.a. í Hvítársíðu og
Hálsasveit, Hellissandi, Snæfjalla-
strönd og Flateyri. Hún fór á nám-
skeið til Svíþjóðar og Danmerkur
til frekari menntunar. Frá árinu
1962 og til starfsloka kenndi hún
handavinnu við Höfðaskóla sem
seinna varð Öskjuhlíðarskóli.
Útför Þorgerðar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Þú ert mér að hverfa, elsku Gerða mín,
ó hve lengi mun ég sakna þín,
en vonin eina vermir huga minn
að verndi Drottinn lífsferilinn þinn.
Mundu ávallt, elsku barnið mitt,
æðstan Drottin biðja um hjálpráð sitt,
hvar þú ferð um höf og fögur lönd
hann mun jafnan greiða efnin vönd.
Ég græt ein heima en gleðibjarma slær
á grátna augað, elsku vina kær,
því fast ég vona að fylgi Drottinn þér
og fögur gæfa hvar um lönd sem fer.
(Helga Eysteinsdóttir.)
Með þessum ljóðlínum ömmu okk-
ar kveðjum við í dag kæra móður okk-
ar. Veri hún ætíð Guði falin.
Helga, Jón og Sigríður.
Í dag verður borin til hinstu hvílu
tengdamóðir mín, Þorgerður Sveins-
dóttir.
Þorgerði kynntist ég fyrst fyrir
tæpum fjörutíu árum, þegar kynni
okkar Helgu, eiginkonu minnar og
eldri dóttur hennar og Sveins Jóns-
sonar, hófust. Á þeim árum starfaði
Þorgerður við handavinnukennslu við
Höfðaskóla í Reykjavík, sem síðar
varð Öskjuhlíðarskóli, og rekinn var
fyrir börn og unglinga sem af ýmsum
ástæðum stóðu ekki jafnöldrum sín-
um á sporði í andlegum þroska. Mér
er það sérlega minnisstætt frá þess-
um tíma hve Þorgerður lét sér annt
um nemendur sína og hve mjög hún
gladdist yfir áhuga marga þeirra á
handavinnu. Man ég vel hve ákveðnar
skoðanir hún hafði á því að auka ætti
áhuga nemenda almennt á hverskon-
ar handmennt, sem síðar á lífsleiðinni
gæti komið þeim til góða, ekki síður
en hverskonar bókleg fög.
Þorgerður var ákaflega listfeng
manneskja, en á þeim árum sem liðin
eru síðan hún hætti kennslu má segja
að hún hafi verið skapandi í höndun-
um allt fram á síðasta dag. Hverskon-
ar útsaumur, mótun leirmuna, bæði
nytjahluta og listmuna, svo og gerð
málverka lék í höndunum á henni og
gaman er að minnast þess að á níutíu
og fimm ára afmæli hennar sem hald-
ið var upp á með veglegum hætti í
húsi aldraðra við Sléttuveg, þar sem
hún var þá búsett, var haldin sýning á
mörgum af þeim verkum sem hún
hafði skapað á umliðnum árum.
Þorgerður átti því láni að fagna að
halda sínum andlegu kröftum að
miklu leyti óskertum fram til síðasta
dags og er ég ekki í vafa um að sköp-
unarþörfin, sem aldrei yfirgaf hana,
átti þar stærstan þátt.
Með þessum fátæklegu minningar-
orðum kveð ég ástkæra tengdamóður
mína og óska henni guðs blessunar.
Valdimar Guðnason.
Hún amma mín er dáin, sofnuð
svefninum langa. Hún sagði mér að
maður ætti ekki að vera dapur þegar
gamalt fólk deyr, þetta væri eins og
að fá að hvíla sig eftir langan vinnu-
dag. Þannig er það fyrir ömmu. Hún
átti langa ævi og var ein af þessum
merkilegu mannverum sem upplifðu
allar breytingar tuttugustu aldarinn-
ar. Fæddist í torfkofa, átti hest og
rokk þegar hún var ung kona, seldi
eigurnar sínar og fór til útlanda.
Lærði og lifði. Útskrifaðist frá Kenn-
araskólanum sjötíu árum á undan
mér og hóf starfsferilinn í farkennslu.
Hún sagði mér frá því er hún sat
eitt sinn yfir krökkum í prófi, þetta
var á fátækum bæ þar sem börnin
höfðu fengið einhvern reyting af
þeirri kennslu sem hún gat boðið á
ferðunum og var óvíst hvort þau
kynnu nóg til að ná þessu prófi.
Amma reyndi að vera upplífgandi fyr-
ir krakkana þó ekki vildi hún hjálpa
þeim með svörin. Skyndilega var
próftíminn truflaður af símtali. Það
var yfirmaður í sveitinni með þau fyr-
irmæli til ömmu að hann ætlaðist ekki
til þess að börnin á þessum bæ næðu
prófinu. Slíkur var hroki yfirvaldsins
gegn hinum sem minna máttu sín.
Þetta símtal varð hinsvegar til þess
að amma fór inn til krakkanna og
hjálpaði þeim umyrðalaust að leysa
prófið svo þau náðu öll með glæsi-
brag. Stundum hugsa ég um þetta ef
mér finnst erfitt að ákveða eitthvað.
Líka þegar amma kenndi handavinnu
í Höfðaskóla (seinna Öskjuhlíðar-
skóli) og þurfti að vinna sína vinnu í
lok dagsins, þar sem ekki var um það
að ræða að hafa sér kennslustofu fyr-
ir handavinnu. Hún sagði mér frá því
að í upphafi faldi hún skæri handa
krökkunum í kennaraborðinu, þar
sem ekki var ætlast til þess að nem-
endurnir notuðu slík hættutól. Seinna
sá fólk árangurinn og fór að skilja
ýmislegt betur. Við fussuðum stund-
um yfir því hvernig verk og listgrein-
ar eru oft settar á óæðri stall þegar
talað er um menntun barna, þó op-
inberlega séu þær ekki lengur kall-
aðar ruslgreinar eins og amma hafði
heyrt í upphafi ferils síns.
En amma sinnti ekki bara listinni í
gegnum kennslu. Hún var menntuð
handverkskona og fór að mála uppúr
sjötugu. Hélt sýningu á 95 ára afmæl-
inu sínu. Fréttamaður spurði hana í
viðtali hvernig hún færi að því að
verða svona gömul. Hún svaraði að
bragði að hún hefði nú ekkert beðið
um það. Af hverju var hún ekki spurð
útí myndirnar? Stóri bróðir hennar
fór í listnám, ég velti því stundum fyr-
ir mér hvort ævin hennar ömmu hefði
verið öðruvísi hefði hún verið strákur.
En í raun er ekki víst að það hefði
breytt neinu. Afi minn heitinn sagði
einu sinni að amma hefði skapað allt
inni hjá þeim nema sig. Þannig var
það líka. Hún bjó til abstrakt myndir
úr gömlum slifsum, og efnisbútum,
málaði rómantískar landslagsmyndir
og saumaði textaverk. Hún blandaði
saman ólíkum efniviðum, gerði til-
raunir með hvað sem henni datt í hug
og var jafnfær um að sauma út og
vefa hefðbundin íslensk mynstur sem
og að skapa sér sínar eigin vinnuregl-
ur. Hún leiraði skálar ef hana vantaði,
bjó til lampafætur og skerma, prjón-
aði jafnt peysur, sokka og jólasveina
og saumaði dásamlegar Rauðhettur
með ömmuna og úlfinn í felum á sömu
leikbrúðunni. Henni fannst myndlist í
dag vera orðin að einhverju allt öðru
en því sem hún hafði kynnst í upphafi,
en flissaði bara að því sem henni
fannst ekki mikið vit í.
Fyrir nokkrum árum fór hún
amma að hafa orð á því að hana lang-
aði að fara að eignast langömmubarn.
Henni fannst ekki nokkurt vit í því
hvernig ég héldi áfram í skólum enda-
laust komin fast að þrítugu. Ég man
að ég klóraði mér aðeins í kollinum og
reiknaði út að hún hefði verið hálf-
fertug þegar pabbi fæddist, þá búin
að ferðast, mennta sig og sinna lífinu
meira en margar nútímastúlkur ná að
gera áður en móðurhlutverkið breytir
allri tilverunni. Mér fannst líka ekk-
ert liggja á og amma væri eilíf. Það
var svo ekki fyrr en að Guðrún litla
var fædd og ég sá Gerðu ömmu ljóma
af stolti sem ég gerði mér grein fyrir
að börnin okkar fæðast ekki bara til
foreldra sinna heldur til allrar fjöl-
skyldunnar og ekki síst til þeirra sem
styst eiga eftir af lífinu.
Mér finnst gott að eiga minninguna
um ömmu og hún mun lifa sem fyr-
irmynd mín og þeirra sem ég fæ tæki-
færi til að leiðsegja í lífinu. Það er
margt hjartnæmt sem bærist í þess-
um minningum en mest ber þó glæsi-
leika og gleði. Megi Guð geyma hana
ömmu mína.
Gunnhildur Una Jónsdóttir.
Okkur langar í fáum orðum að
minnast ömmu okkar sem er kvödd í
dag. Það er hálfskrýtið að hugsa til
þess að ekki sé lengur hægt að
skreppa til ömmu í heimsókn eða
heyra í henni í síma, því þó að hún
væri að nálgast hundrað árin og á
margan hátt orðin lúin naut hún
þeirrar gæfu að halda andlegum
kröftum til síðasta dags. Hún minnt-
ist þess oft þegar hún ung að árum
byrjaði að spinna með móður sinni,
meðan hún hlustaði á söguna af Hlina
kóngssyni. Amma gerði kennslu að
lífsstarfi sínu og kenndi m.a. þroska-
heftum börnum handmenntir. Hún
var einstaklega flink handvinnukona
og var alltaf að. Hún sagðist reyndar
stundum vera hætt allri handavinnu,
en næst þegar maður heimsótti hana
var hún óðara byrjuð á einhverju
nýju. Hún hafði afar næmt auga fyrir
samsetningu lita og hugmyndaauðgin
virtist óþrjótandi, enda liggja eftir
hana ógrynni af málverkum, leirmun-
um og öðru handverki.
Amma var einstaklega lífsglöð og
ljúf í lund og skipti sjaldan skapi. Þó
komu auðvitað dagar þar sem henni
leið ekki sem best, en þá sagði hún
gjarna að sér liði undireins betur ef
hún fengi sér eitthvað að gera. Hún
skildi það betur en margur annar að
hún bar ábyrgð á eigin lífi og ham-
ingju, og í því sem og mörgu öðru var
hún okkur barnabörnunum afar góð
fyrirmynd.
Líf hennar var ekki samt eftir að
hún missti afa fyrir þrettán árum.
Þau voru einstaklega samheldin hjón
og hún missti mikið við fráfall hans.
Hún þóttist samt viss um að hann biði
sín hinum megin og er vísast glatt á
hjalla hjá þeim núna.
Við viljum að lokum kveðja ömmu
og þakka henni samfylgdina með ljóð-
línum Hannesar Péturssonar skálds:
Svo er því farið:
Sá er eftir lifir
deyr þeim sem deyr
en hinn dáni lifir
í hjarta og minni
manna er hans sakna.
Þeir eru himnarnir
honum yfir.
(Hannes Pétursson.)
Þorgerður, Björgvin, Anna
Róslaug og Magnea Björk.
Elsku amma, þú varst falleg og góð
kona. Það fór nú reyndar ekki mikið
fyrir þér, þú varst alltaf svo hógvær
með góða og þægilega nærveru.
Prjónarnir og saumadótið voru aldrei
langt utan seilingar og þú varst alltaf
svo iðin. Við krakkarnir munum alltaf
eftir þér annaðhvort inni í eldhúsi að
hafa til mat, að prjóna einhverja flík
eða að sauma út í myndir, dúka og
annað slíkt. Það eru mörg listaverkin
til eftir þig. Þú og afi hafið heldur bet-
ur gert margt skemmtilegt saman um
ævina, ekki má gleyma öllum ferða-
lögunum ykkar, bæði innanlands og
erlendis. Svo hafið þið verið svo ein-
staklega heilsuhraust, framkvæmda-
og hugmyndaglöð og sýnt okkur og
sannað að ekki þurfum við að kvíða
ellinni ef heilsan er í lagi. Amma mín,
þú hefur svo sannarlega lifað tímana
tvenna. Þú ólst upp í torfbæ á sauð-
skinnsskóm sem okkur krökkunum
þykir mjög merkilegt, og við erum
mjög glöð yfir því að hafa náð að
skoða fæðingarstað þinn uppi í Núp-
seli með þér, stjórfjölskyldunni og
öðrum ættingjum fyrir nokkrum ár-
um. Þú hefur verið einstaklega
heilsuhraust alla tíð þar til í janúar sl.,
þess vegna var erfitt að sjá þig svona
veika rétt áður en þú kvaddir okkur,
en við erum glöð yfir því að þú þurftir
ekki að þjást, enda mikið búið að taka
frá þér eftir að þú misstir sjónina.Við
munum vel eftir fyrstu veiðistöngun-
um, veiðisögunum og veiðitúrunum
sem þið afi fóruð með okkur. Þær eru
nú orðnar ansi margar útilegurnar
sem við höfum farið saman, og það
eru ekki nema rétt rúmar þrjár vikur
frá þeirri síðustu. Þú lést þig ekki
vanta frekar en fyrri daginn og
söngst með af innlifun eins og ávallt.
Já, margs er að minnast og margt er
að þakka og sumt aldrei fullþakkað.
Það var ávallt mikið fjör þegar stór-
fjölskyldan hittist, hvort sem það var
í matarboðum, jólaboðum, útilegum
eða við önnur tækifæri, og þú naust
þín vel að vera með okkur.
Elsku amma, við þökkum fyrir all-
ar stundirnar með þér og yljum okk-
ur við góðar minningar, og vitum að
þér líður vel og að þú varst sátt við líf-
ið.
Blessuð sé minning þín.
Kær kveðja,
Hrönn, Þorsteinn, Elín Ása,
Friðbergur Jón og fjöl-
skyldur.
Í hárri elli hefur merkiskonan Þor-
gerður Sveinsdóttir nú kvatt, en
verkin fögru, sem hún skóp, lifa
áfram.
Þorgerður var gift frænda mínum,
öndvegismanninum Sveini Jónssyni
heitnum, og móðir frændsystkinna
minna, Helgu, Jóns og Sigríðar en
mikill samgangur var okkar á milli á
uppvaxtarárunum og traust bönd þá
sköpuð.
Þorgerður bjó Sveini og börnum
þeirra fallegt og hlýlegt heimili, sem
var einkar ljúft heim að sækja og það-
an eru margar góðar og kærar end-
urminningar. Þá var það afar dýr-
mætt að þegar erfiðleikar steðjuðu að
reyndust þau hjón traustustu vinir
með fúsar hjálparhendur.
Þorgerður vildi ekki láta á sér bera,
var róleg, og einkar hlý í viðmóti með
glettni í augum. Hún var einhver
minnugasta kona, sem ég hef kynnst
og hélt því til æviloka þótt hátt á tí-
ræðisaldurinn væri komin. Var unun
að fá að sitja og ræða við hana því hún
sagði svo skemmtilega frá og gæddi
löngu liðna atburði nýju lífi með ótrú-
legu minni um menn og málefni.
En þegar ég minnist Þorgerðar þá
er það ekki síst fegurðarsköpun
hennar, sem kemur í hug. Hún var,
eins og hún átti ætt til að rekja, lista-
kona þar sem hannyrðir voru og
kenndi þá list í mörg ár. Í hennar
verkum var að finna dýpt, einstaka
litasamsetningu og mikla nákvæmni í
minnstu smáatriðum, sem allt skap-
aði einkar fagra listræna heild. Heim-
ili hennar báru þess glöggan vott en
þar skapaði snilld hennar fagurt um-
hverfi, sem hreif alla, er áttu því láni
að fagna að sjá.
Þorgerður fékk þess notið að eiga
góðan mann og börn, maka þeirra og
afkomendur, þar sem gagnkvæm
gleði í samveru ríkti og þar sem hún
naut mikils stuðnings, þegar árunum
tók að halla.
Við hjónin vottum fjölskyldu henn-
ar einlæga samúð og þökkum jafn-
framt að hafa fengið að kynnast þess-
ari einstöku konu,, sem með verkum
sínum skilur eftir fegurri heim en hún
kom í.
Gunnar Finnsson.
Fljúga hvítu fiðrildin
fyrir utan gluggann,
þarna siglir einhver inn
ofurlítil duggan.
(Sveinbjörn Egilsson.)
Þetta litla fallega vers minnir okk-
ur á elsku ömmu sem við kveðjum í
dag með miklum söknuði. Amma fór
oft með þessa vísu sem og önnur
ljóðabrot og það yljar okkur um
hjartarætur að rifja upp þessi orð
núna og hugsa hlýlega til hennar.
Amma var einstaklega hjartahlý og
góð kona sem reyndist okkur alltaf
vel. Nú þegar kveðjustund er runnin
upp er okkur efst í huga mikið þakk-
læti fyrir að hafa átt svona góða
ömmu að og fyrir að hafa notið góð-
vildar hennar og samveru svona
lengi. Hún var okkur góð fyrirmynd
og hefur alla tíð haft mikil áhrif á okk-
ur með jákvæðum viðhorfum sínum
ÞORGERÐUR
SVEINSDÓTTIR
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
Þegar andlát ber að höndum
Önnumst alla þætti útfararinnar
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
LEGSTEINAR
Steinsmiðjan MOSAIK
Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík
sími 587 1960 • www.mosaik.is