Morgunblaðið - 29.07.2005, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 2005 33
DAGBÓK
Ef þið hafið ekki tök á að skila þeim,
hafið þá samband við áskriftardeild
í síma 569 1122 og við sækjum.
Þeir blaðberar, fyrrverandi og núverandi,
sem eru með blaðburðarkerrur eða
blaðburðarpoka en þurfa ekki á þeim
að halda við blaðburð,
vinsamlegast komi þeim til
áskriftardeildar Morgunblaðsins,
Kringlunni 1, 103 Reykjavík.
Móttakan er opin virka daga
milli klukkan 9 og 17.
Leynist blaðburðarkerra
heima hjá þér?
Þingvellir eru friðlýstur helgistaður Íslend-inga undir vernd Alþingis. Þá hafa rann-sóknir undanfarinna áratuga leitt í ljós að„Þingvellir eru náttúruundur á heimsvísu
þar sem jarðsagan og vistkerfi Þingvallavatns
mynda einstaka heild,“ eins og segir á vefsíðu þjóð-
garðsins, thingvellir.is. Í sumar gefst gestum þjóð-
garðsins færi á margvíslegum gönguferðum um
svæðið með leiðsögn. Á morgun mun fræðslu-
fulltrúi þjóðgarðsins, Einar Á.E. Sæmundsen, leiða
gönguna Á aftökuslóð, en hún hefst kl. 13.00.
„Gangan hefst við Flosagjá og þangað er gengið
yfir að Lögbergi. Þar reifa ég upphaf Alþingis á
Þingvöllum, tala um refsingar á þjóðveldisöld og
hvernig þær voru frábrugðnar refsingum á miðöld-
um. Svo göngum við milli þeirra staða þar sem af-
tökur og aðrar refsingar fóru fram. Við förum yfir
Öxarárhólma þar sem var gapastokkur, göngum
yfir að Brennugjá og Höggstokkseyri. Fjallað er
um þessar aðferðir að höggva menn og brenna og
hvað lá þeim til grundvallar.“
Og svo er það Drekkingarhylur?
„Já, við hugum að örlögum þeirra kvenna sem
þar voru teknar af lífi. Færri vita að í helmingi
þeirra mála voru mennirnir, sem tengdust kon-
unum, einnig hálshöggnir. Þeir voru þá annað hvort
barnsfeðurnir eða höfðu hjálpað konunum við að
dylja.“
Og hvar lýkur göngunni?
„Í Stekkjargjá, það er falleg gjá sem á sér
hörmulega sögu, en þar fóru fram hengingar. Þessi
ganga fjallar þannig um hinar skuggalegri hliðar
Þingvallasögunnar.“
Eru Íslendingar áhugsamir um Þingvelli?
„Já, stór hluti dagskrár okkar er einmitt ætlaður
Íslendingum og er því á íslensku, en svo erum við
með almennari göngur fyrir útlendinga. Þetta hef-
ur gengið vel og má segja að því sérhæfðari sem ís-
lensku göngurnar eru, því meiri sé áhuginn. Til
dæmis stýra ýmsir landsþekktir fræðimenn göngu-
ferðum hér á fimmtudagskvöldum og þá keyra að
jafnaði 50-100 manns úr bænum til þess að mæta.
Enda ekki nema rétt tæpir 50 kílómetrar úr mið-
borginni, stutt að fara.“
Þekkir fólk sögu Þingvalla vel?
„Það er misjafnt. Flestir hafa almenna þekkingu
á staðnum og sögunni, sem fer þá ekki endilega
dýpra. En svo eru aðrir sem reka hvern mann á gat
með yfirgripsmikilli visku. Almennt hefur fólk þó
þessa hefðbundnu þekkingu og þá er um að gera að
heimsækja okkur og auka við hana. Fræðslu-
miðstöðin á Hakinu hefur líka reynst vinsæl en þar
er efnið sett fram á myndrænu formi, sem hentar
mörgum vel.“
Gönguferð | Á aftökuslóð í þjóðgarðinum
Skuggahliðar Þingvallasögunnar
Einar Á.E. Sæmundsen
er fæddur 20. október
1967. Hann er menntaður
landfræðingur frá Háskóla
Íslands þaðan sem hann
lauk prófi árið 1996. Einar
lauk námi í landslags-
arkitektúr frá University
of Minnesota árið 2000 og
hefur verið fræðslufulltrúi
Þjóðgarðsins á Þingvöllum
frá árinu 2001. Hann er í
sambúð með Herdísi Friðriksdóttur og eiga
þau tvær dætur.
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is
50 ÁRA afmæli. Sigurður P.Hauksson, framkvæmdastjóri
hjá Öryggiseftirliti PD, Espigerði 6,
Reykjavík, er fimmtugur í dag, föstu-
daginn 29. júlí. Eiginkona hans er
Kristín S. Halldórsdóttir.
að Hofsnesi og þaðan í traktorskerru
út í Ingólfshöfða. Uppl. og skráning í
s. 588-2111.
Hraunbær 105 | Kl. 9 kaffi, spjall og
dagblöðin. Kl. 9 baðþjónusta, fótaað-
gerð. Kl. 9 hárgreiðsla. Kl. 10 pútt. Kl.
12 hádegismatur. Kl. 13 bókabíll. Kl. 15
kaffi. Kl. 14 bingó 2. og 4. föstudag í
mánuði.
Hvassaleiti 56–58 | Böðun alla daga
fyrir hádegi. Hádegisverður. Dagblöð
liggja frammi til aflestrar.
Hæðargarður 31 | Listasmiðja og
Betri stofa opin 9–16. Púttvöllurinn
alltaf opinn. Gönguhópurinn Gönu-
hlaup kl. 9.30. Bridge kl. 13.30. Fóta-
aðgerðarstofa sími 897-9801. Dag-
blöðin liggja frammi. Hádegismatur.
Síðdegiskaffi. Skráningu á haust-
námskeiðin lýkur 1. ágúst. Uppl. í s.
568-3132.
Norðurbrún 1 | Hárgreiðslustofan
verður lokuð frá 12. júlí til 8. ágúst.
Fótaaðgerðastofan lokuð frá 27. júlí
til 8. ágúst. Vinnustofur lokaðar í júlí
til 15. ágúst.
Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla
og fótaaðgerðir. Kl. 9.15–14.30
handavinna. Kl. 13.30–14.30 sungið
v/flygilinn. Kl. 14.30–14.45 kaffiveit-
ingar. Kl. 14.30–16 dansað í aðalsal.
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Bingó alla föstudaga
kl. 14 í sumar, aukaumferðir eftir
kaffihlé. Vinnu- og baðstofa.
Árskógar 4 | Bað kl. 8–14. Handa-
vinna kl. 9–12. Púttvöllur kl. 10–16.30.
Bingó fellur niður í júní og júlí.
Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, fóta-
aðgerð, frjálst að spila í sal. Enginn
leiðbeinandi verður í handavinnustof-
unni frá 25. júlí til 8. ágúst.
Dalbraut 18–20 | Kl. 9–11 kaffi og
dagblöð, kl. 9–16.45 hárgreiðslu-
stofan opin, kl. 11.15–12.15 matur, kl.
14.30–15.30 kaffi.
Ferðaklúbbur eldri borgara | Mánu-
daginn 8. ágúst Veiðivötn 10.–12.
ágúst Vesturland – uppsveitir Borg-
arfjarðar, Dalasýsla og Fellsströnd.
23. ágúst Landmannalaugar. Uppl. í
síma 892-3011.
Félag eldri borgara í Kópavogi | Fé-
lagsvist verður spiluð í kvöld kl.
20.30 í Gjábakka.
Félag eldri borgara, Reykjavík | 14.–
16. ágúst. Eldgjá, Lakagígar, Ingólfs-
höfði. Ekið um Þjórsárdal til Land-
mannalauga og Eldgjár og um Skaft-
ártungu til Klausturs. Ekið að Laka og
Lakagígum, komið við í Fjaðrárgljúfri
Miðvikudaginn 3. ágúst. Farið frá
Vesturgötu kl. 9. Strandarkirkja og
Gallerý Sigurbjargar í Selvogi heim-
sótt. Hádegismatur í Hafinu bláa.
Veiðisafnið á Stokkseyri skoðað. Ekið
um Selfoss og Ölfus á heimleið með
viðkomu í Eden. Uppl. í síma 535-
2740.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Leikfimi kl.
10. Hárgreiðslu- og fótaaðgerð-
arstofur opnar. Bingó fellur niður í
dag.
Kirkjustarf
Glerárkirkja | Glerárkirkja býður upp
á fjölbreytta dagskrá um versl-
unarmannahelgina. Á föstudags- og
laugardagskvöld kl. 22 –23 er kapella
kirkjunnar opin fyrir þá sem vilja eiga
hljóða stund og prestur/djákni eru til
viðtals.
Landakirkja | Föstudaginn 29. júlí kl.
14.30 verður helgistund við setningu
Þjóðhátíðar í Herjólfsdal. Hugvekju
og bæn flytur sr. Kristján Björnsson
og mun Kór Landakirkju syngja þrjú
lög við undirleik Lúðrasveitar Vest-
mannaeyja. Stjórnandi kórsins er
Guðmundur H. Guðjónsson og stjórn-
andi lúðrasveitarinnar Stefán Sig-
urjónsson.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Kvenjakki úr leðri tapaðist
LAUGARDAGINN 16. júlí hvarf
gulbrúnn kvenjakki úr leðri úr
fatahengi á Hverfisbarnum. Eig-
andinn saknar jakkans sárt. Við
biðjum þann sem er með jakkann
eða veit um hann að hafa samband
við okkur í síma 691-8038 eða 697-
7277. Jakkinn er stuttur, með
stroffi, nr. 34, og keyptur í HM.
Við heitum fundarlaunum!
Íris Dungal.
Slys á trampólínum
MÉR finnst að það eigi að skylda
þá sem eru að selja trampólín til
að selja öryggisnet með þeim. Það
var sagt í fréttum að tæplega
hundrað börn hefðu komið á slysa-
deild í sumar vegna slysa á tram-
pólínum. Netin kosta 11.000 kr.
fyrir hefðbundna stærð af trampól-
íni og ég held að ef fólk væri á
annað borð búið að kaupa netin
myndi það setja þau upp. Ég var
úti í Noregi í fyrra og þar voru alls
staðar net. Ég er með svona úti í
garði hjá mér, með neti, og gæti
ekki hugsað mér að vera án þess,
þrátt fyrir að þar sé bara gras í
kring.
Móðir í Reykjavík.
Gullarmband tapaðist
GULLARMBAND týndist 20. eða
21. júlí, líklega á leiðinni milli
Skipholts og Breiðholts. Armband-
ið er af Bismarck gerð. Finnandi
vinsamlegast hafi samband við
Erlu í síma 557-1486 eða 822-4212.
Týndur leðurjakki
LEÐURJAKKI týndist á Lauga-
veginum seint á laugardagskvöldið
23. júlí.
Jakkinn týndist á gangstéttinni
á móti Lífstykkjabúðinni eða í
porti hinumegin við götuna. Jakk-
inn er svartur og renndur upp í
háls. Finnandi er vinsamlegast
beðinn um að hringja í Jóhönnu í
síma 517-4549 eða 588-8413, jakk-
ans er sárt saknað.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
Morgunblaðið/Jim Smart
Á JÖKLASÝNINGUNNI á Höfn
stendur nú yfir farandsýningin Í
hlutanna eðli. Um er að ræða far-
andsýningu sem hófst í Árbæj-
arsafni haustið 2004 og ferðast nú
um landið. Sýningin samanstendur
af verkum sex listamanna og kem-
ur hún við á jafnmörgum söfnum
sem listamennirnir hafa starfað
við.
Að því er segir í tilkynningu
tengja listamennirnir saman list og
minjar enda hefur hver um sig unn-
ið verk með hliðsjón af safngrip frá
viðkomandi safni svo að til urðu sex
pör verka. Listamennirnir eru þau
Dagný Guðmundsdóttir, Gutt-
ormur Jónsson, Inga Jónsdóttir,
Jón Sigurpálsson, Pétur Krist-
jánsson og Örlygur Kristfinnsson.
Á Höfn mun sýningin standa til
sunnudagsins 7. ágúst og er hún
opin alla daga frá kl. 10 til 12.
Næstu viðkomustaðir sýning-
arinnar eru á Tækniminjasafninu á
Seyðisfirði frá 13. til 28. ágúst og á
Síldarminjasafninu á Siglufirði frá
3. til 30. september.
Jöklasýning á Höfn
Ljósmynd/Sigurður Mar