Morgunblaðið - 29.07.2005, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 2005 35
DAGBÓK
Laugavegi 170, 2. hæð • Opið virka daga kl. 9:00-17:00 • Sími 552 1400 • Fax 552 1405 • www.fold.is • fold@fold.is
Viðar Böðvarsson
viðskiptafræðingur og löggiltur
fasteignasali
Þjónustusími sölumanna
eftir lokun 694 1401
Sumarbústaðir - Suðurland
Sumarb.
Grímsnes - Hallkelshólar
Gott og vel staðsett 60 fm sumarhús. Stór stofa með kamínu og þrjú svefn-
herbergi. Heitur pottur og góð verönd. Örstutt í tvo golfvelli, sundlaug og
þjónustu að Minni-Borg. Verð 11,9 millj. nr. 7011
Sumarhús - Úthlíð 801
Fallegt ca 41 fm sumarhús auk svefnlofts. Rúmgóð stofa og eldhús, tvö svefn-
herbergi. Sólpallur á þrjá vegu. Húsið er fallega staðsett í kjarri vöxnu umhverfi
með fallegu útsýni yfir Heklu. Sundlaug, golfvöllur og þjónustumiðstöð á staðn-
um. Falleg náttúra með mikla útivistarmöguleika. Verð 10,9 millj. nr. 7009
Þingvellir - Miðfell
Fallegt sumarhús í landi Miðfells
austan við Þingvallavatn, samtals
ca 65 fm á ca 2500 fm eignarlóð.
Ca 45 fm sumarhús sem skiptist í stofu, eldhús, tvö samliggjandi svefnher-
bergi og baðherbergi með sturtu. Ca 17 fm gestahús með herbergi, gufubaði
og snyrtingu. Heitur pottur, útisturta. Einnig er geymsluskúr. Sér borhola á
lóð og rennandi vatn allan ársins hring. Verð 9,9 millj.
Sumarhús í Grafningi
Nýkominn í sölu rúmgóður og hlýlegur
58 fm sumarbústaður með góðri verönd og heitum potti á lóð í góðri rækt.
Lítið dúkkuhús á lóðinni. Úrvals staðsetning og mjög gott útsýni. Verð 12,5
millj. nr. 6943
Hellnafell - 350 Grund-
arfjörður
Sjávarperla við Breiðafjörðinn með útsýni yfir á Kirkjufellið. Eignin skiptist í
þrjú svefnherbergi, sjónvarps- og útsýnisstofur með hita í gólfi. Sólpallur.
Vandað heilsárshús með lánshæfi á 4.15% vöxtum. Verð 19,8 millj.
Sumarhús - Borgarfjörður
Nýkominn í sölu hlýlegur 43 fm sumarbústaður með góðri verönd. Úrvals
staðsetning í landi Eskiholts í kjarri vöxnu landi. Mjög gott útsýni og fallegar
gönguleiðir. Bústaðurinn er ekki fullkláraður. Verð 5,5 millj. 7005
Sumarhús við Meðal-
fellsvatn
Vandað 62 fm sumarhús ásamt 10 fm
smáhýsi við Meðalfellsvatn. Tvö góð herbergi og stofa og gott ca 20 fm
svefnloft. Kamína í stofu, rafmagnskynding og góður hitakútur. Stór viðar-
pallur í kringum húsið með heitum potti. Bústaðurinn stendur á eignarlóð
með góðu útýni yfir vatnið og dalinn. Verð 13,9 millj. 5881
Sveitasetur - Úthlíð
801
Stórglæsilegt 63 fm sumarhús með
stórri verönd. Húsið skiptist í stóra stofu, gott baðherbergi og 3-4 svefn-
herbergi auk svefnlofts. Góð hljóðeinangrun í veggjum. Rafmagn og hita-
veita. Heitur pottur. Bústaðurinn er mjög vel staðsettu, frá honum er stór-
fenglegt útsýni.Golfvöllur og sundlaug á staðnum Tækifæri til að eignast
glæsilegt heilsárshús á frábærum stað. Verð 14,9 millj. nr. 7008
Sumarhús í Skorradal
Nýbyggður glæsilegur ca 62 fm sumarbústaður með svefnlofti auk ca 12 fm
gestahúss á útsýnisstað í Indriðastaðalandi í Skorradal. Bústaðurinn stendur
einn og sér með frábæru útsýni yfir vatnið og náttúruna í kring. Stór ca 130
fm verönd umhverfis bústaðinn. Glæsilegur og vandaður bústaður, frábær-
lega vel staðsettur. Verð 25.0 millj. 6774
Nú er sumar á FOLD - Vantar sumarhús í sölu strax
Skráið sumarbústaðinn hjá okkur! Við höfum á skrá fjölda áhugasamra kaupenda. Áhersla á
markaðssetningu og kynningu á sumarbústöðum á netinu og í auglýsingum í Morgunblaðinu.
Þingvellir - Miðfell
Vel staðsett 53 fm sumarhús nálægt vatninu í Miðfellslandi austan við Þing-
vallavatn. Húsið er með panelklæddum veggjum. Góð stofa og herbergi. Fal-
legt útsýni niður á vatnið. Verð 5,9 millj.
Sumarbústaðir - Vesturland
Sumarb.
Litið um öxl.
Norður
♠G854
♥G765
♦10943
♣2
Vestur Austur
♠743 ♠1092
♥832 ♥1094
♦G ♦87652
♣976543 ♣G10
Suður
♠ÁKD
♥ÁKD
♦ÁKD
♣ÁKD8
Enginn bridssspilari trúir því í al-
vöru að hann fái nokkurn tíma þrjá
efstu í öllum litum. Samt eru til margar
sögur af slíkum höndum, en eins og
gengur um draugasögur er erfitt að
skera úr um sannleiksgildið.
Nú standa yfir Sumarleikar Banda-
ríkjamanna í Atlanta og ritstjórar
mótsblaðsins hituðu upp með því end-
urvekja gamalt spil frá mótinu í Atl-
anta 1995. Mike Polowan tók þá upp
hönd suðurs í hliðarkeppni – „þar sem
reyndar voru handgefin spil“.
Allt í lagi. Hvernig sem spilin eru
gefin þá varð Polowan að velja sögn og
honum datt ekkert betra í hug en opna
á sjö gröndum. Sem er reyndar fráleit
byrjun, því ef makker á fimmlit ein-
hvers staðar ætti að vera best að spila
alslemmuna þar.
Eins og skiptingin er á makker eng-
an fimmlit, en eigi að síður fást þrettán
slagir í þremur litum. Báðir hálitirnir
brotna 3–3, svo þær slemmur eru auð-
veldar, en sjö tíglar vinnast líka. Sagn-
hafi tekur einu sinni tromp, en skiptir
um áætlun þegar gosinn fellur. Hann
tekur þrjá slagi á báða háliti, en víxl-
trompar svo afganginn og lætur austur
undirtrompa!
Sjö grönd fara hins vegar óhjá-
kvæmilega einn niður.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
DANSKI orgelleikarinn Anne Kir-
stine Mathiesen leikur á laugardag
og sunnudag í Hallgrímskirkju.
Tónleikarnir eru hluti af tónleika-
röðinni Sum-
arkvöld við org-
elið.
Anne Kirstine
er organisti Sct.
Nicolai kirkju í
Køge suður af
Kaupmannahöfn.
Hún hefur á und-
anförnum árum,
að því er segir í
fréttatilkynn-
ingu, vakið at-
hygli á tónleikaferðum víða um
Norðurlöndin og í Þýskalandi.
Anna Kirstine fæddist árið 1967 og
lauk kirkjutónlistarnámi frá Kon-
unglega danska tónlistarháskól-
anum í Kaupmannahöfn árið 1993
og einleikaraprófi 1995 undir leið-
sögn Hans Fagius og Jesper Mad-
sen.
Fyrri hluti efnisskrár Anne er
helgaður þróun danskrar org-
eltónlistar frá lokum 17. aldar til
dagsins í dag. Meðal verka má
finna Tokkötu eftir Buxtehude,
Kóraltilbrigði og Tokkötu eftir Leif
Kayser og orgelkóra eftir Bo Grøn-
bech, dómorganista á Hels-
ingjaeyri.
Einnig verða leikin verk eftir J.
S. Bach, eftir hinn sænska Emil
Sjögren og loks Gjy Bovet.
Síðari hluta tónleikanna leikur
Anne 5. orgelsinfóníu Charles Mar-
ie Widors en sá síðasti af fimm
hlutum sinfóníunnar er meðal vin-
sælustu orgelverka allra tíma.
Á tónleikunum á laugardaginn
verður flutt úrval úr efnisskránni
og hefjast þeir tónleikar kl. 12 en á
sunnudag verður efnisskráin flutt í
heild sinni og hefjast tónleikarnir
þá kl. 20.
Danskir
tónar og
Widor á
sumarkvöldi
Anne Kirstine
Mathiesen