Morgunblaðið - 29.07.2005, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 2005 37
MENNING
Ísmábænum Bayreuth í Þýska-landi snýst allt í kringum tón-skáldið Richard Wagner enþar bjó hann um tíma og var
forsprakki Bayreuth Festspielhaus-
óperunnar.
Götur bæjarins eru nefndar eftir
tónskáldinu, tónverkum og per-
sónum úr óperum og má sjá um-
merki um þennan merka mann í fyr-
irtækjum og stofnunum staðarins.
Á mánudag hófst árleg Wagner-
hátíð í bænum og stendur hún yfir
næstu sex vikurnar.
Íslenski leikarinn Björn Thors er
einn leikara í Parsifal-óperunni,
einni af fimm óperum sem sýndar
verða á hátíðinni í ár, en henni er
leikstýrt af listamanninum Chri-
stoph Schlingensief og verður óper-
an frumsýnd í kvöld.
Þó svo stíf æfingatörn hafi verið
síðustu fimm vikur hefur Björn haft
það rólegt síðustu vikuna því söngv-
ararnir þurfa að hvíla röddina vel
fyrir frumsýninguna.
Hann gat því gefið sér tíma í vik-
unni til að spjalla við blaðamann
Morgunblaðsins um Wagner-
hátíðina, samstarfið við Schlingen-
sief og fleira.
Disneyland áhuga-
manna Wagners
„Bærinn er mjög fyndinn og fátt
annað hér en hin árlega Wagner-
hátíð,“ segir Björn. „Bærinn er eins
og lítið Disneyland áhugamanna
Wagners og þýskrar hámenningar
því allt snýst um hann og hátíðina.
Öll kaffihús, verslanir og stofnanir
eru með myndir af honum upp á
vegg eða úti í glugga og allir mat-
seðlar eru litaðir af óperuhátíðinni.
Ég hef meira að segja séð Parsifal
apótek hér í bænum.“
Vegna óperuhátíðarinnar er meiri
Wagner-gleði á staðnum en venju-
lega og sést það greinilega á líf-
legum bænum, skreyttum fánum og
borðum.
Björn segir æfingar á Parsifal
hafa gengið vel og það sé mikið æv-
intýri að taka þátt í svona stórri sýn-
ingu með Schlingensief.
Hann fékk tækifæri til að vinna
með þýska listamanninum, kvik-
myndagerðarmanninum og leik-
stjóranum á Listahátíð í Reykjavík í
vor þegar hann lék í kvikmynda-
hluta verksins Animatograph sem
sýnt var í Klink og Bank.
„Í Parsifal leik ég hliðarpersónu
eða skugga aðalpersónunnar Parsi-
fal en einnig er japönsk leikkona
sem fer með hlutverk svipaðar fíg-
úru fyrir Kundry, aðalkvenpersónu
verksins,“ útskýrir Björn en hug-
mynd þessara persóna kemur frá
leikstjóranum.
Sýningin er mjög umfangsmikil
og að henni kemur stór hópur fólks:
um 20 leikarar og söngvarar ásamt
100 manna kór og heilli sinfóníu-
hljómsveit. Þar fyrir utan eru fjöl-
margir tæknimenn, leikmynda- og
búningahönnuðir og fleiri.
Tristan og Ísold frumsýnt í ár
Á meðal þeirra fjölmörgu sem að
sýningunni koma er skemmtilegur
hópur statista.
„Hópur afrískra stríðsmanna,
þroskaheft börn og eldri hjón eru á
sviðinu meðan á sýningunni stend-
ur,“ segir Björn og finnst fjöl-
breyttur hópurinn gefa verkinu
skemmtilega blæ. „Sandershjónin
eru til dæmis fullkomlega venjuleg
hjón á sjötugsaldri sem leikið hafa í
ýmsum verkefnum Schlingensief á
síðustu árum. Meðal annars tekur
Frú Eva Sanders þátt í einhverjum
danssenum. Hluti handbragðs
Schlingensief er að merkja sér verk-
efnin með ákveðnu fólki og það er
skemmtilega skrítið.“ Á Wagner-
hátíðinni er eitt verk frumsýnt á ári
sem síðan er sýnt í nokkur ár þar á
eftir og var Parsifal í leikstjórn
Schlingensief frumsýnt í fyrra.
Frumsýningarverkið í ár var
óperan Tristan og Ísold sem tvíeykið
Christophe Marthaler leikstjóri og
Anna Viebrock leikmynda- og bún-
ingahönnuður settu á svið.
Samt sem áður er alltaf mikill
áhugi á verkefnum Schlingensief
sem þekktur er fyrir að fara óhefð-
bundnar leiðir.
Björn segir mikið tilstand og fjöl-
miðlafár hafa verið í kringum Parsi-
fal-sýninguna í fyrra því deilur hafi
komið upp á milli stjórnenda óp-
eruhússins annars vegar og leik-
stjóra og leikara hins vegar. Það er
því mikið skrifað um hann í blöðum
og ákveðin tilhlökkun um viðbrögð
áhorfenda í ár.
„Hann er mikil stjarna í Þýska-
landi og ofboðslega afkastamikill,
hefur búið til útvarpsleikrit og kvik-
myndir ásamt því að setja á svið
leiksýningar og gjörninga,“ útskýrir
Björn.
Magnað óperuhús
Þetta er fyrsta óperan sem Schlin-
gensief hefur leikstýrt og segir
Björn að hann virðist hafa mjög
gaman af þessu formi listarinnar.
Óperuhúsið í Bayreuth tekur 2000
áhorfendur í sæti og í kringum að-
alsviðið eru sjö æfingasvið í fullri
stærð. Því hefur verið hægt að æfa
allar sýningar Wagner-hátíðarinnar
á sama tíma og leikmyndir verkanna
eru smíðaðar í heilu lagi á æf-
ingasviðunum.
„Það er ótrúlega magnað að koma
inn í svona stórt og tilkomumikið
hús og þetta er stærsta og fullkomn-
asta leikhús sem ég hef komið inn í,“
segir Björn.
Eins og áður segir er Parsifal-
sýningin mjög umfangsmikil og því
góð samvinna og nákvæmni nauð-
synleg. Á einum stað í sýningunni
reynir mjög á alla sem að henni
koma, þá sérstaklega tækniliðið.
„Á einum tímapunkti í miðjum
þætti er leikmyndinni skipt út. For-
tjaldið fellur fyrir, leikararnir
hlaupa út af og inn á sviðið storma
100 tæknimenn sem taka niður leik-
myndina og stilla nýrri upp,“ lýsir
Björn. „Á meðan spilar hljómsveitin
millikafla úr verkinu og einni mínútu
síðar fer tjaldið frá og við blasir ný
leikmynd. Þetta eru eins og töfra-
brögð.“
Hafnar öllu hefðbundnu
Samstarf Björns og Schlingen-
siefs hefur gengið vel þó að stundum
hafi einnig tekið á. Hann segist
koma frá öðruvísi leikhúsi þar sem
vinnubrögðin séu öll mun hefð-
bundnari.
„Ég lýsi Þjóðleikhúsi Íslendinga
stundum sem borgaralegu leikhúsi
því þar er leitast við að starfa innan
hefðbundins ramma hvað varðar frá-
sögn, vinnubrögð leikara og að-
standenda leikhússins,“ útskýrir
hann.
„Schlingensief vinnur þvert á þá
hugsun. Hann hafnar öllu sem er
hefðbundið, brýtur allt niður og býr
þannig til sinn eigin stíl og sína eigin
fagurfræði.“
Birni fannst erfitt í upphafi að
skilja hvernig Schlingensief vinnur
og hvaða aðferðum hann beitir.
Vinnuferlið er ólíkt því sem hann
þekkir og hefur því krafist þess að
hann lærði ný vinnubrögð.
„Í stað þess að hafa átta vikur til
að kynnast þeirri persónu sem ég á
að leika og fylla uppí ákveðin ramma
líkt og ég geri á Íslandi þá hef ég á
þessari fimm vikna æfingatörn aldr-
ei leikið sömu senuna tvisvar eins,“
útskýrir Björn. „Schlingensief er
fljótur að breyta til og stundum fá
leikararnir ekki einu sinni tækifæri
til að prófa það sem hann segir því
hann er óðar búinn að skipta á ný
um skoðun. Þetta er því mikil áskor-
un og krefst þess að fólk þarf stöð-
ugt að gefa af sér.“
Þetta á ekki einungis við um leik-
ara og söngvara heldur einnig
tækniliðið og leikmynda- og bún-
ingahönnuði.
Schlingensieftími framundan
Björn segir sýninguna vera glæsi-
lega; yfirhlaðna ýmsum skírskot-
unum í listasögu, pólitík og sam-
félagið í heild. Leikstjórinn hafi á
sínum ferli í raun búið til einstakt
leikhús og því sé frábært að fá tæki-
færi til að vinna með eins miklum
listamanni og Schlingensief er.
Hvernig óhefðbundnu Parsifal
sýningunni verður síðan tekið kem-
ur í ljós í kvöld en óperuhátíðin er
þekkt fyrir stór, íburðarmikil og
hefðbundin Wagner-verk.
Björn hefur fengið tækifæri til að
sjá allar sýningar hátíðarinnar og
segir þær mjög ólíkar.
Á frumsýningu óperunnar Tristan
og Ísold var klappað vel fyrir söngv-
urunum en hins vegar púað á
Marthaler og Viebrock og látunum
linnti ekki fyrr en þau yfirgáfu svið-
ið.
Á milli vikulegra sýninga í Bay-
reuth á næstu vikum verður Björn í
Berlín þar sem hann tekur þátt í
Animatograph 2 með Schlingensief
og verður það frumsýnt í ágústlok. Í
haust liggur svo leið hans til Afríku
vegna Animatograph 3 verkefnisins.
Það er því Schlingensief-tími fram-
undan hjá Birni.
Ópera | Björn Thors í Parsifal eftir Wagner í Þýskalandi
Óhefðbundin upplifun
í heimi óperunnar
Morgunblaðið/Sverrir
Frá sýningu óperunnar Parsifal árið 2004.
Björn Thors fer með hlutverk
skugga Parsifals í óperu eftir Rich-
ard Wagner sem frumsýnd verður í
Bayreuth í Þýskalandi í kvöld.
Eftir Völu Ósk Bergsveinsdóttur
valaosk@mbl.is
LEIKHÓPURINN Hugleikur er nú á
alþjóðlegri leiklistarhátíð í Mónakó
sem stendur til 6. ágúst. Hátíðin er á
vegum Alþjóðasamtaka áhugaleik-
félaga og er haldin á fjögurra ára
fresti: „Hér eru 24 hópar og sýnir
hver þeirra tvisvar. Haldnar eru um-
ræður, farið yfir sýningarnar og
hóparnir spurðir um vinnuaðferðir
sínar og áhugaleikhús í þeirra
heimalandi. Að auki verða n.k. leik-
smiðjur á morgnana og gaman að
segja frá því að einn af þremur
kennurum þar verður leikstjórinn
okkar, Ágústa Skúladóttir, “ sagði
Þorgeir Tryggvason, formaður
Hugleiks.
Á hátíðinni flytur leikhópurinn
verkið Undir Hamrinum eftir Hildi
Þórðardóttur en verkið hefur fengið
enska titilinn Country Matters en er
annars flutt á frummálinu. „Lengd
hverrar sýningar má ekki vera meiri
en klukkutími. Okkur tókst að stytta
verkið og höfðum í huga að halda
inni öllu því sjónræna og tónlist-
arlega,“ segir Þorgeir og bætir við
að tímamörkunum sé fylgt af mikilli
festu. „Það er hreinlega slökkt á
ljósunum þegar 60 mínútur eru liðn-
ar.“ Frekari upplýsingar er að finna
á www.mondialtheatre.org.
Sigurður H. Pálsson og Jóhann
Snorrason í hlutverkum sínum. .
Hugleikur á leiklist-
arhátíð í Mónakó